Þjóðviljinn - 31.03.1949, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 31.03.1949, Qupperneq 4
Fimmtudagur 31. marz 1949. ÞJÓÐVILJINN PIÓÐVILIINN LiKefandi: Samelningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Siguröur GuÖmundsson (áb>. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja. Skólavöröu- •tíg 19 — Sími 7600 (þrjár línur) Áskrií arverð: kr. 12.00 á mánuði. — LausasOluverð 60 aur. elnt. Prentsmlðja Þjóðviljans h. f. Sóslallstaflokknrlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) Svartasti dagurinn í sögu Islands ísland svikið undir amerískt hervald Örlagaríkustu svik sögu vorrar voru framin við þjóð vora í gær. Svik Sturlungaaldarhöfðingjanna við sjálfstæði landsins 1262 og ofbeldi erlends hervalds frá Kópavogi 1662 voru lögð saman og framin i gær. Auðmenn Islands og þý þeirra á Alþingi s\’lku landið, bandaríska hervaldið og ofbeldislið kvislinga þess réðist á fólkið. Alþingi íslendinga var traðkað og hrundið niður í nið- urlægingu fyrri alda, meirihlutinn gerður að auðsveipu þýi erlends valds, réttur minnihlutans algerlega brotinn á bak aftur og þjóðin svipt þeim réttindum, sem stjórnarskrá lýðveldisins sérstaklega helgar henni: réttinum til þjóðar- atkvæðagreiðslu, og sá réttur var veittur þjóðinni með lýð- veldisstofnuninni einmitt til þess að tryggja að hún gæti tekið fram fyrir hendur þingsins, ef það ætlaði að brjóta gegn þjóðarviljarium. Svívirðingarsamningurinn, sem setur Island undir her- vald Bandaríkjanna, var ólöglega samþykktur með þver- broti allra þingræðisregla, af mönnum, sem ekkert umboð höfðu frá þjóðinni til þess viðurstyggilega verks. Og sem tákn þess að þaðan í frá skuli ofbeldið drottna yfir Islandi, lætur ríkisstjórnin og þá fyrst og fremst for- ingjar íhaldsins, vopnaðan Heimdallarskríl og lögreglu ráðast á friðsama Islendinga, sem komið höfðu á vettvang til að sýna fylgi við íslenzkan málstað og sumpart að á- eggjan stjórnarflokkanna sjálfra. Níðingslegri aðfarir en ríkisstjórnarinnar i gær þekkir Islandssagan ekki. Það var líkast því sem þessi pólitískt gjaldþrota svikarar vildu stofna til blóðbaðs í Reykjavík, til þess að svala strax heift sinni á þeirri þjóð, sem þeir eru að svíkja undir her- vald Bandaríkjanna. ★ Blóðugar árásir stormsveita leppstjórnarinnar á fólk- ið í Reykjavík munu jafn litt úr minni líða sem þjóðsvikin sjálf, er í gær voru framin. Valdhafarnir, sem mánuðum saman hafa farið á bak við þjóðina, vegið að þjóðinni, neitað henni um að fá að beita kosningarétti sínum, til þess að ákveða um örlagarikustu mál sögu sinnar, hafa nú beitt vopnum gegn þjóðinni, sem þeir hræðast og hata, af því þeir eru að svíkja hana í tryggðum. Og þessum valdhöfum er haldið uppi af peningum frá því stórveldi, sem þeir nú voru að svíkja ísland í hendurnar á. Þessum valdhöfum tókst að svíkja ísland í gær.'En ís- Ienzka þjóðin verður ekki baráttulaust ofurseld ofbeldinu og einræðinu eins og í Kópavogi forðum. Island á alþýðu og menntamenn í dag, sem rétta munu hlut þess. ísland var svikið undir bandarískt hervald í gær — svartasta daginn í sögu íslands. Bj'rjum baráttuna fyrir að iieimta aftur frelsi Islands í dag. Sköpum órofa þjóðfylkingu allra þeirra afla, sem •vilja endurheimta það, sem glataðist í gær. Burt með ofbeldisstjórnina, sem eyðileggur afkomu Islendinga og svíkur landið undir erlent vald! Burt með þá lögreglustjórn og stormsveitarskríl, sem ræðst á friðsama Islendinga! Burt með ómerka samninginn, sem samþykktur var með lögleysum og ofbeldi í gær! Þjóðin verður að fá að sýna það j kpsnir.gum, að hún JVill burt með -þessa stjórn og ,vill afmá hennar ódæði. SMJABPOSTIBIVN! Það höfðu verið æfingar. Niðrí Kveldúlfsporti höfðu staðið yfir æfingar miklar. Syn- ir íslenzkra auðmanna og þeirra fylgifiskar höfðu þar hlotið ítar lega leiðsögn um þau hand- brögð sem bezt mundu henta, þegar rota skyldi ísl. alþýðufólk með amerískum kylfum. Tign- arstöðum í liði þessu var útbýtt eftir þeirri meginreglu, að mestra afreka mættt vænta af þeim sem hlotið höfðu sérstak- lega góðar einkunnir í morð- skólum nazista meðan frænd- þjóðir okkar lágu í sárum undir járnbentum stríðshælnum þýzka. — Úr herbúðum Kveld- úlfsportsins kváðu við hlakk- andi hreystiyrði: „Okkar menn munu ekki láta á sér standa. Nú loks eru þeir allir i fullu starfi!“ Berja, berja, berja: Og þeir létu ekki á sér standa. Aðfarir hvítliðasveitar Heim- dallar við Alþingishúsið í gær, eru einhverjar þær hroðaleg- ustu sem hér liafa sézt. Þessi auðnuleysislýður, þetta siðferðí lega volaCo.. hyski, þessi ógeðs- legu afsprengi spilltustu auð- stéttar í heimi, óðu þama fram með sínar amerísku kylf- ur og börðu börn, konur, gam- almenni, allt sem fyrir varð, trylltir, viti sínu fjær börðu, börðu, börðu. Já, það er töggur í Heimdallarpiltum, þegar þeir hafa í höndum sér kylfurnar að westan. — Samt mun sú verða raunin, að saga íslands á . eftir að minnast þessa athæfis þeirra sem hins ömurlegasta dæmis um ragmennsku, ódreng skap og andstyggð. * Þáttur lögreglunnar. En það má heldur ekki gleyma þætti lögreglunnar í þessu máli. Sú staðreynd, að hún hafði þarna náið samstarf við hvít- liðana um ofbeldisaðgerðir gegn friðsamri alþýðunni, er vissu- lega verð allrar athugunar. ■— Sumir lögregluþjónarnir voru í engu-tilliti eftirbátar Heimdall- arpiltanna um fólskuverk og bulluskap. Þó ber þess að gæta, að í hópi hinna óbreyttu lög- reglumanna eru nokkrir ágætir menn, sem vilja sýna prúð- mennsku í hverju máli, og svo var það einnig þarna. — En sem heild hljóta allir heilskyggn ir menn að fordæma þetta fram ferði lögreglunnar, þetta sam- spil hennar við siðlaus rag- mennin úr Heimdalli. * Hvað er fasismi? Þarf nú nokkur að spyrja, hvað sé fasismi? íslenzk alþýða safnast sam- an til mótmæla, því verið er að traðka á rétti hennar, stela landi hennar, fremja gagnvart henni þann glæp, sem getur táknað útþurrkun hennar úr tölu lifandi þjóða. Þetta gerir hún ofbeldislaust og með full- um stjórnarskrárlegum rétti. En hinir seku valdamenn, sem eru að fremja glæpinn gagn- vart henni, eiga aðeins eitt svar, aðeiris ein rök: kylfur. Á íslandi sýnist það nú sem sagt að verða hin blómlegasta Framhald á 7. síðu. * Fornaldarsögum Norðurlanda (Andrés Björnsson). 21.15 Dagskrá Kvenréttindafélags Islands. — Er- indi: Uppruni og þróun dansins (Sigríður Valgeirsdóttir mag. art.) 21.40 Tónleikar (plötur). 21.45 Fréttir úr sveitinni: Samtal (Þor- steinn Sigfússon bóndi á Sand- brekku og Gísli Kristjánsson rit- stjóri). 22.05 Passíusálmar. 22.15 Symfóniskir tónleikar (plötur): a) Cellókonsert í B-dúr eftir' Boccherini. b) Symfónia nr. 5 i c-mol op. 67 eftir Beethoven. Hallgrímskirkja. Kvöldbænir og Passíusálmasöngur kl. 8 í kvöld. Næturakstur í nótt annast Hreyfill. — Sími 6633. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, er lokuð fyrst um sinn, vegna inflúenzufaraldurs. Ilallveigarstaðabasarinn. Allir, sem ætla að gefa muni eru vin- samlega beðnir að koma þeim í verzlun Gunnþórunnar Halldórs- dóttur fyrir n. k. laugardag. Tímarit Verk- fræðingafélags Islands, 4. hefti fyrra árs er komið út. Efni: Finnbógi R. Þor valdsson: Árni Daníelsson (dán arminning), Valgarð, Thoroddscn; Jarðgufuraforltuvérin í Toscana; Virkjað vatnsafl á jörðihni, Ný- stárlegt orkuver, o. fl. Nýl. voru gefin saman í hjóna- band, ungfru Lilian Agnete Mörk frá Fær- eyjum og Bragi Guðmundsson verkamaður, Nýlega voru gef- ungfrú ÍSFISKSALAN: 25. þ. m. seldi Ingvar Guðjónsson 2267 kits fyrir 7209 pund í Eng- landi. 21. þ. m. seldi Víðir 1142 vættir fyrir 3102 pund í Englandi. RIKISSKIF: Esja er væntanlega á Akureyri. Hekla er í Rvík. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjald- breið er væntanlega á Raufarhöfn. Súðin var á leið frá Breiðdalsvik til Rvikur í gær. Einarsson & Zoega: Foldin er í Stykkishólmi. Spaar- nestroom fór frá Hull 25. þ ,m. á- leiðis til Rvíkur með viðkomu í Færeyjum og Vestmannaeýjum. Reykjanes er væntanlegt'til Vest- mannaeyja um mánaðamótin. É I M S K I F : Brúarfoss fór frá Hull 28. 3. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Hafnar- firði 26. 3. til Grimsby, La Rochelle Hamburg og Rotterdam. Fjallfoss er í Gautaborg. Goðafoss fór frá N. Y. 26. 3. til Rvíkur. Lagarfoss er i Fredrikshavn. Reykjafoss kom til Antwerpen 26. 3. frá Rotterdam. Selfoss er í Rvík. Tröllafoss kom til Rvíkur 25. 3. frá N. Y. Vatna- jökull fór frá Rvík 27. 3. til Ham- borgar. Katla kom til Halifax 27. 3. frá Rvík. Anne Louise er í Fred- rikshavn. Hertha er í Menstad. Linda Dan lestar í Gautaborg og Kaupmannahöfn 30. 3. — 5. 4. 18.30 Dönnsku- kennsla. — 19.00 Enskukennsla. 20.20 Útvarpshljóm sveitin (Þórarinn Guðmundsson stjórnar): a) „Mariana", forleikur eftir Wallece. b) Vals úr óperettunni „Leðurblalc an“ eftir Lehar. c) Mars eftir Fucik. 20.45 Lestur fornrita: Úr Standið vörð um rétt þjóðarinnar Islendingar! Munið að þeir stjómarflokkar, sem í gær svikust aftan að þjóð- inni, hafa áður rofið stjómarskrána, svipt þjóðina kosning- arrétti og framlengt umboð sitt sjálfir! Islendingar! Fram til baráttu fyrir lýðréttindum vor- um og þjóðfrelsi! Ofbeldisstjóm bandaríska hervaldsins á tafarlaust að segja af sér. Rafn Laugateigi 19. in saman í hjónaband, María Árnadóttir og Gunnar V. Frederiksen, flugmaður hjá Flug- félagi Islands. Hjónunum Guð- björgu , Jörgens- dóttur ,og Guð- mundi 'Steindórs- syni, Vitagtíg 17, fæddist 14 marka sonur þann 21. marz. — Hjónunum Guðfinnu Jónsdóttur og, Marteini Sigurðssyni, Bergþórugötu 14, fædd ist 12 marka sonur 16. marz. Gjafir til kaupa á hellcopterflug- vél. Frú Jódís Sigmundsdóttir hef- ur gefið kr. 500.00, Krist.n og Gísli Ásgeirss. Hafnarf. kr. 100.00, Kvennad. Slysavarnafélagsins á Siglufirði hefur afhent kr. 10.000. 00, til flugvélakaupa. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Neskaupstað hefur einnig afhent kr. 10.000.00, þá hafa kvennadei-ldarkopuij í Garðin um afhent kr. 2.500.00, í sama skyni í tilefni 15 ára afmæli deild- arinnar nú fyrir skömmu. Hinar mörgu deildir Slysavarna félags Islands viðsvegar á landinu, hafa verið að senda uppgjör sín að undanförnu og mjög rífleg fjár- framlög til Slysavarnafélagsins. Gullfaxi kom síð- degis í gær frá Kaupmannahöfn og Prcstvík með 36 farþega. 1 gær var flogið til Ak- ureyrar, Vestmannaeyja, Isafjarð- ar, Siglufjarðar, Keflavíkur, Hval fjarðar og Patreksfjarðar. Jónas F. B. Guömundsson, Bræðraborgarstíg 49, er 55 ára í dag. Kvenréttindakonur! Framhalds- aðalfundur K. R. F. 1., sem átti að vera sl. miðvikudag, hefst kl. 8.30 í kvöld í Iðnó. Volpone. Leikfélag Reykjavíkur hefur nú sýnt þetta fræga skop- leikrit í 20 kvöld eða mikið á ?. mánuð við mikla aðsókn og sívax- andi vinsældir. En vegna þess að Leikfélagið byrjar bráðlega sýn- ingu á nýju íslenzku leikriti og oftir það hefjast strax æfingar á Hamlet fer sýningum að fækka á Volpone, svo það fer að verða hver. síðastur íyrir þá sem vilja sjá þéssa ágsétu sýrtingu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.