Þjóðviljinn - 13.04.1949, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.04.1949, Blaðsíða 10
10 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1949. EVELYN WAUGH: ÁSM. JÖNSSON jqii þýddi. sjáumst við aftur.“ „Það er aldrei hægt að segja um þessháttar — Hr. höfuðsmaður, þér eruð að gleyma skjölunum yðar.“ „Já — það er alveg satt. Þakka yður fyrir, hr. einkaritari — góða nótt.“ Höfuðsmaðurinn taldi seðlana í peningaknipp- inu, sem Alí hafði lagt á snyrtiborðið-s«*»ná^, - kvæmlega tvö hundruð rúpíur. Hann stakk þeim inn á sig og fór aftur á vörð. Hr. Youkoumiáh sát í innsta herbergímr Ög'taí- aði við skipstjórann. Fyrir hálftíma síðan hafði litli Armeninn verið ískyggilega nálægt dauðan- um, og endurminningin um þetta hvíldi eins og farg yfir frjálslegu fasi hans, sem var honum eðlilegast. Þegar snaran var að renna að hálsin- um á honum, hafði honum dottið það snjallræði í hug, að segja frá bátnum. Andlit hans var renn- vott af svita, röddin var lymskuleg og setning- arnar komu í gusum út úr honum. „Hvað sagði indverski hundurinn ?“ „Hann reyndi að selja mér far í bátnum fyrir fimm hundruð rúþíur. — Veit hann, hvar bátur- inn er falinn?“ „Já — ég var það fifl að segja honum það.“ „Það gerir ekki svo mikið til. Hann borgaði mér tvö hundruð rúpíur fyrir að fá að sleppa fram hjá varðliðinu — þar að auk gaf hann mér whisky og vindil. — Við þurfum engar áhyggjur að hafa út af Alí. Hvenær förum við?“ „Það var aðeins eitt atriði, Jierrar mínir — það er konan mín. Það er ekkert rúm fyrir hana í bátnum. Hún má ekki komast að því, að við förum. Hvar var hún, þegar þið — þegar við fórum frá veitingastofunni?" „Hún var með uppsteit, svo einn liðþjálfinn lokaði hana inni á loftinu.“ „Hún sleppur þaðan.“ „Látið þér okkur sjá um það.“ „Ágætt hr. höfuðsmaður. Eg er réttsýnn og friðsamur maður -— eins og þið ættuð að vitá, og ég vil bara vera viss um, að þetta gangi sem þægilegast fyrir okkur.“ Þegar Alí var búinn að ganga frá töskunni, settist hann og beið. „Hvað ætli Jóab liöfuðs- maður hafi á bak við eyrað?“ hugsaði hann. , Það er eitthváð bogið við að hann skuli eííki vilja yfirgefa borgina. — Ojæja, hann æijar'öe'r líklega að framselja Seth á morguri.“: Nótt og myrkfælni. I herbergi efst uppi í ganua rnss .■ virkinu la Seth einn og andvaka. Skelfingiii, sem hann hafði fengið í arf frá frumskógunumjend- umspegiaðist í uppspertum au,gum hans, og cin- stæðingskenndin, sem menningin hafði fyllt hann, gerði hann örvinglaðan. Myrkrið var krökkt af djöflúúi og forynjum og afturgengnum óvinum, sem forfeður Seths höfðu hrakið frá völdum. For- feður Seths höfðu hörfað undan ofurvaldi nætur- irrnar, og glatað allri andstöðu einstaklingseðlis- ins —- þeir höfðu legið sex til sjö saman í einum kofa, og aðeins þunnur leirveggur og stráþak höfðu skilið þá frá nóttinni. Naktir og hlýir líkamir, ekki armlengd frá í myrkrinu, runnu saman í eina volduga veru, þrekmeiri en ein- staklingurinn og ekki eins varnarlaus fyrir hætt- unni og sex til sjö óttaslegnir negrar sinn í hvoru lagi. Seth gat ekki mætt ógnum myrkurs- ins á þann hátt. Hann var aleinn — gagnvart of- urvaldi myrkursins var hann eins og dvergur, hahn var einangraður frá kynbræðrum sínum, hann var orðinn smæstur allra smælingja. Æðaslög' myrkursin3 bergmáluðu í trumbum hinna óþekktu sigurvegara. Bæjarbúar voru vakn aðir — og hlustuðu ákafir og óþreyjufullir. Dökk ar verur þutu aftur og fram í leynilegum erind- um, og földu sig fyrir öðrum dökkum verum í portum og húsasundum. Innanhúss áttu menn annríkt við að búa í smáböggla og fela á leyni- legum stöðum skrautgripi, myndir og bækur, gimsteinaskreytt sverðaskefti forfeðranna, minningagripi frá Birmingham og Bombay, silki- sjöl, og ilmvatnsglös — yfirleitt allt, sem liklegt vár til að vekja athygli næsta morgun, þegar búast' mátti við að borgin yrði rænd. Ilópum af körlum og konum var þjappað saman í felur í gömlum og yfirgefnum húsum eða dimmum kjöýurum, eða relrin út í sveitina utan við borg-- armurana. Geitur, fénaður, asnar, nautgripir og allskonar fjaðurfé var látið fara sömu le'ið. Frú Youkoumian, sem lá sauðbundin á svefnher- , bergisgólfinu sínu, slefaði meðfram 'keflinu og .. , engdist og brauzt um árangurslanst. Alí, sem var færður aftur til virkisins undir sterkum herverði, mótmælti þessari meðferð reiði lega við vai’ðmannmn. „Þetta er algjör misskilningur hjá yður, kap- teinn —■ ég var búinn að tala um brottför mína við höfuðsmanninn.“ „Samkvæmt fyrirskipun keisarans má enginn yfirgefa borgina.11 „Höfuðsmaðurinn skýrir þetta allt fyrir yður, ef við náum tali af honum.“ Kapteinninn svaraði ekki. Hópurinn hélt göng- unni áfram. Þjónn Alís drattaðist áfram á milli tveggja varðmanna, með tösku herra síns á höfðinu. Þegar þeir komu til varðstofunnar, tilkynnti kapteinninn: „Tveir fangar, hr. höfuðsmaður, handteknir við suður-borgarhliðið, er þeir voru að reyna að komast út úr borginni." „Þér þekkið mig, hr. höfuðsmaður. Kapteinin- um hefur skjátlast — segið honum, að ég megi fara aftur.“ „Auðvitað þckki ég yður, hr. einkaritari. Kap- teinn, tilkynnið hans hátign um handtökuna." „En höfuðsmaður — ég er rétt búinn að borga yður tvö hundruð rúpíur, núna í kvöld. Hej’rið þér það, kapteinn, ég borgaði honum tvö hundr- uð r«píur. Þér getið ekki látið fara svona með mig — ég ætla að segja hans hátign alla mála- Vexti.“ „Við verðum að skoða í töskuna.“ Taskan vai>opnuð og innihaldinu hellt á gólf- ið. Yfirmennirnir tveir rannsökuðu a£ miklum á- huga alla þá verðmætu hluti, sem í henni voru — verðminni hlutunum var kastað til liðþjálf- anna. Neðst niðri á botni töskunnar voru tveir hlutir, vafðir innan í náttföt. Við nánári rann- gókn r.eyndust þeir vera gullkóróna keisararíkis- ins Azanía og fagurlega gerður fílabeinsveldis- sproti, scm forseti franska lýðveldisins hafði sent Amurath að gjöf. Jóab höfuðsmaður og kap- teinninn virtu fundinn þögulir fyrir sér. Loks- ins svaraði höfuðsmaðurinn spurningunni, sem lá á vörum beggja. „Eg held, að við neyðumst til að sýna Seth þetta.“ „Hvort tveggja?“ „Ja — að minnsta kosti veldissprotann. Það væri nú enginn hægðarleikur að losna við þessa hluti. Tvö hundruð rúpíur,“ sagði höfuðsmað- urinn með vaxandi biturleik, og snéri sér að Álí, „Tvö hundruð rúpíur — og svo ætlaðir þú að læðast burt með hin keisaralegu veldistákn.“ Hr. Youkuomian heyrði þetta samtal úr næsta herbergi, sér til mikillar ánægju. Liðþjálfinn hafði gefið lionum vindling úr pákka, serii' hann hafði stolið úr búðinni, þegar þeir tóku hann fastan, og kapteinninn hafði gefið hönum kon- jak — fengið á sama hátt — Youkoumián liafði sjálfur búið það til. Það logaði í kverku'num og hafði allra þægilegustu áhrif. Martröð gálg- ans var langt að baki, og nú var Alí gripinn glóðvolgur með konungsdjásnin. Það skorti ekk- ert á hamingju hr.Youkuomians, nema þá, að þeir fengju gott og kyrrt veður yfir til meginlands- ins, og hið milda næturloft gaf góðar vonir um að einnig sú ósk yrði uppfyllt. Jóab höfuðsmaður þurfti ekki að eyða mörgum orðum í skýringar fyrir liandtöku Alís. Veldis- sprotinn lá á óhreinni skyrtunni eins og himin- lirópandi vitni á borðinu fyrir framan Seth. Það var hvorki iðrunar ná geðsliræringarsvipur sjá- anlegur á fanganum þar sem hann stóð á milli fangavarðanna. Þegar ákærunni lauk, sagði Seth: , Jæja, Alí?“ a Fram að þessu höfðu þeir talað sakyumál. Alí svaraði á ensku, eins og æfinlega þegar hann talaði við herra sinn. „Það er ákaflega leitt, að þetta skyldi komá fyrir — þessir fáráðlingar hafa eyðilagt' fyrirætlanir mínar og undirbúning að flótta yðar hátignar." „Flótta mínum?“ „Hverjum öðrum hefði ég átt að vera að út- vega bát? Hvaða ástæður aðrar hefði ég liaft til þess að taka í mína umsjá og varðveizlu veldissprota og kórónu yðar hátignar, sem herr- unum hefur láðst að koma með úr varðstof- unni?“ „Eg trúi þér ekki, Alí.“ „Yðar hátign ■— þér gerið sjálfum yður rangt til. Þér eruð gáfaður maður með evrópska mennt- un — ekki eins og þessir ruddalegu og. heimsku hermenn. Munduð þér nokkru siniíi hafa sýnt mér traust, ef ég væri þess óverðugur? Ætti ég, vesæll Indverji, að geta farið á bak við mann með evrópska menntun? Sendið þeási hrótta- menni burt, og ég skal skýra^ þetta allt fyrir yðar hátign.“ „Ja — nei ■— ég skal gefa ykkur nánari fyrir- skipanir seinna. Farið, og biðið nánari fyrirmæla niðri, hr. höfuðsmaður." . .. Ilinir tveir yfirmenn kvöddu að hermannasið og fóru út. Þegar þeir voru farnir settist Alí gegnt herra sínum, og hélt máli sínu áfram. Það var hvorki ákæra né ásökun í svip keisaiahs — á dölcku, unglegu andlitinu var aðeins sjáanleg ein tegund geðbrygða ■— nístandi ótti. Alí var ljóst, að hann var búinn að vinna málið. „Yðar hátign — ég skal segja yður, hvers vegna þeir handtóku mig. Það var til að hindra flótta yðar. Þeir hafa gert samsæri gegiv yður, og ætla að framselja yðar hátign óvinunum. Eg veit það bað sagði mér liðþjálfi, sem er okkur trúr, og það var þess vegna sem ég lét bátinn vera tilbúinn að fara. Síðan, þegar allt- væri tilbúið, ætlaði ég að koma til yðar hátignar, segja yður fiá svikunum og lioma yður iiridan á óhult- an stað.“ „Þú segir, að þeir hafi ætlað ao framselja mig óvinunum á morgun. Er ég þá sigraður, Alí?“ „Það veit hvert - mannsbarri,' yðar háitign. Brezki herfóringinn Connolly er genginn prins Seyid á vald. Þeir cru með hersyeitir .sínar uppi í fjöllúnum, og á morgun taka þeir M.atoái.“ . • í,En skriðdrekinn minn?“ „Yðar hátign — hinn ágæti vélfræðingur Marx, sem bjó til skriðdrekann yðar, flúði í nótt sem leið, eins og yðar hátign er kunnugt um.“ „Og Connolly líka — hvers vegna ætti hann að svíkja mig? Eg treysti honum eins og nýju neti. Hvers vegna svíkja allir mig? Connolly var vinur minn.“ „Yðar hátign verður að hafa í huga aðstæður hing ágæta hershöfðingja. Hvað átti hann að gera? Hann-gat unnið sigur á Seyid, og yðar há- tign hefði launað honum ríkulega. En svo gat hann líka- beðið ósigur. Ef hann aftur á, móti gengi Seyid á vald, mundi Seyid vitanléga launa honum höfðinglega, og enginn getað sigráð' hann. Getur yðar hátign nú búizt viS, að gáfaður mað*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.