Þjóðviljinn - 13.04.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.04.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. apríl 1949. Votheysgerð í turnum er hag- kvæm heyverkunaraðferð Sparar bœndum fjármuni og erfiSi - Sfytiir heys kapartimann SóH um leyfl fyrir byggingu 140 vofheys- turna á þessu óri, en fjórhagsráó leyfir 10! . Votheysgerð í turnum er heyverkunaraðferð, sem virðist eiga mikla framtíð fyrir sér hér á iandi, og er mikill áhugi þeg- ar- vakinn meðal -bæmla fyrir útvegun þessa tækis. Á síðast liðnu sumri voru fimm tréturnar fluttir hingað tii lanils írá Svíþjóð, og hafa véladeild Sambands ísl. samvinnuféiaga, sem annast hefur innkaupin fyrir bændur, þegar borizt umsóknir um 140 votheystuma, úr timbri og steinsteypu, á þessu ári. gjöf satnan, einkum ef þurrhey- ið er myglað. Lítil hætta á hey- skemmdum af frosti Eitthvað hefur borið á því, að bændur óttuðust að heyið frysi í turnunum í frosthörkum. ITurnarnir, sem fluttir voru inn í fyrra voru reistir á þess- um stöðum: Gunnarsholti, Vífil stöðum, Setbergi við Hafnar- fjörð og Grund í Eyjafirði. Fimmta turninn fékk Kleppsbú ið,.en hann var ekki settur upp sl. sumar. Vegna þess hve turnarnir komu seint til landsins í sum- ar, var ekki hægt að taka nema einn þeirra í notkun þá, en það var turninn í Gunnarsholti. Á sunnudaginn var fóru frétta menn blaða o. fl. austur að Gunnarsholti til að kynna sér heyverkunina í votheysturnun-• um þar. Var sú ferð farin að tilhlutan véladeildar S. 1. S., en Gísli Kristjánsson ritstjóri, hafði á hendi stjórn fararinnar. 1 Gunnarsholti sýndi bóndinn þar, Runólfur Sveinsson fyrrv. skólastjóri, gestum votheysturn inn og skýrði frá reynzlu sinni af notkun hans. ■"$* Tekur 10 kýrfóður Turnin er byggður úr fúavörðu timbri. Hæðin er 12 m., en þver- mál 4 m. Rúmar hann a. m. k. 10 kýrfóður. Fjórir menn, þar af einn sænskur trésmiður, reistu turn þenna á 6 dögum, og þótti verkið sækjast með af- brigðum vel. Uppsettur kostaði turninn 12 þúsund krónur, þar af í erlendum gjaldeyri krónur 6300.00. Steinturnar af þessari stærð munu hinsvegar kosta allt að 18 þús. kr., en á móti kemur betri ending, þar eð tré- turnum er aðeins ætlað að end ast í 20 ár. Til samanburðar er vert að geta þess, að þurrheys hlaða yfir 10 kýrfóður, byggð úr steinsteypu, en án súgþurrk unarkerfis, mun kosta ca. 25 þús. krónur. 1 turninn í Gunnarsholti voru sl. sumar látnir hafrar, há- artaða og úthey. Var sumt gras þurrt, en annað hirt í úða- regni. Allt verkaðist þetta vel og varð gott fóður, en hafram ir þó bezt, og varð ekki mikill munur á þótt vatnsmagn væri misjafnt í því sem hirt var. Tel- ur Runólfur að 2Va—3 kg. af votheyi úr turninum hafi sama fóðurgildi og 1 kg. af þurr- heyi. Turninn fyllíur á 10 dögum Turninn var fylltur með sax- blásara, sem bútar heyið sund- ur og blæs því inn í turninn gegnum 4 tominu víð pjáturs- rör. Farmal- dráttarvél var not- uð sem aflgjafi við þetta í Gunn arsholti, en annars eru saxblás- arar af þessari stærð gerðir | fyrir 25 hestafla mótor. Látið var daglega nýtt hey í turninn, þar til hann var fullur, og reynd ist það 10 daga verk fyrir 4 menn að hirða þannig 10 kýr- i/ðður. Talið er áríðandi að setja aldrei minna en meters- þykkt lag af nýju heyi í turn- inn á dag. Skal því jafnað vel og troðið jafnóðum og blásar- inn skilar því' í turninn. Sax- blásarar af sömu gerð og notað j ur er í Gunnarsholti kosta nú 4800 kr. Þeir eru tæki, sem j bændur í þéttbýli ættu að geta I notað sameiginlega. Þó að farg væri ekki notaðj ofan á heyið, varð lítil hita-l ■ myndun í því og rekjur engarj með veggjum. Telur Runólfur þó betra að láta blautt ofan á í turninn, t. d. arfa, og verkar það sem farg. Óhætt að fóðra aðailega á votheyi Súrheysgerð í turnum hefur þann mikla kost fram yfir gryfj urnar, að auðvelt er að losa þá. Utan á -turnunum eru 7 lúgur, sem teknar eru í notkun jafn- óðum og heyið lækkar niður að þeim. Er það 15 mínútna verk fyrir einn mann; að taka dags- fóður handa 20 kúm. í vetur hafa kýrnar í Gunnars holti fengið 23—24 kg. hver af súrheyi úr turninum á dag, og ; þá ekki étið nema 2—3 kg. af þurrheyi. Meðan þær mjólkuðu 20 kg. á dag fengu þær auk þessa 2 kg. af kjarnfóðri. Kýr- þessar eru í ágætum holdum. i R. Sveinsson telur að þær kýr sem aldar eru upp á votheyi eingöngu éti hlutfallslega meira af því en af þurrheyi, og styðst þar við reynslu sína frá búinu á Hvanneyri. Þá telur hann ó- hætt að fóðra sauðfé á vot- heyi eingöngu, en varlega þurfi að fara í votheys- og þurrheys Sá ótti virðist ástæðulítill. 1 vetur komst frostið allt upp í 16—17 ° C í Gunnarsholti, og bar þó ekki á neinurn skemmd- um í turninum. Til þessa bendir einnig sú reynsla, sem fengin er af notkun turnanna í Banda ríkjunum. Þess skal að lokum getið, að einangrun turnanna er sú sama hvort sem þeir eru gerðir úr timbri eða stein- steypu. yotheysturnarnir spara bændum fé cg fyrirhöfn Kostir votheysverkunar í turn um framyfir súrheysgerð í gryfjum og þurrheysverkun virð ast einkum vera þessir: 1. Hver turn tekur mikið meira magn af fóðri, en unnt er að koma í venjulega súr- heysgryfju, og hlöðurými sparast miðað við sama fóð- urgildi í þurrheyshlöðum. 2. Þeir eru til muna ódýr- ari í stofnkostnaði, en þurr- heyshlöður yfir sama fóður- gildi. 3. Bændur losna við það erfiði og umstang sem farg á súrheysgryfjum óhjá- kvæmilega hefur í för með sér. 4. Það er auðvelt að losa fúðrið úr furnunum, gagn- stætt því sem er í gryfjun- um, og rnargan bóndann hef- ur fælt frá að taka upp vot- heysgerð. 5. Og að lokum það, sem telja má aðalatriðið: Turn- arnir flýta mjög fóðuröflun bóndans, spara honum mik- inn tíma við heyskapinn, mið að við þurrheysverkim í mis- jöfnu veðri og gera hann ó- háðari veðráttunni. Sótt um leyfi til að hyggja 140 turna á þessu ári — Fjárhags- ráð leyfir 10 Véladeild S. I. S. hafa nú bor- izt umsóknir um kaup á 140 votheysturnum á þessu ári, og virðist því vera að vakna al- J mennur áhugi meðal bænda fyr j ir að útvega sér þessa turna. I Hinsvegar sýnist skilningur ! Fjárhagsráðs á þörfum bænda- I stéttarinnar vera mjög takmark Berklavarnimar Framhald af 12. síðu. sem hafa verið berklaprófaðir, en þeir skipta einnig þúsundum. Berklaclauðinn dauða hafa í Evrópu. Þá hefur nýskráðum berklasjúklingum einnig fækkað til muna og berklasmitun meðal barna og unglinga minnkað ár frá ári. Dauðsföll af völdum berkla- veiki fer stöðugt fækkandi. Flest voru þau 1925 og 1930. Dóu þá úr þessum sjúkdómi 21.7 af hverjum 10 þúsund í- búum landsins. Árið 1945 var berkladánartalan 6,8, ef miðað er við 10 þús. íbúa. Var þetta lang lægsta berkladánartala, sem skráð hafði verið fram til þess tíma á íslandi, frá því árið 1911, er tekið var að gera úr garði dánarskýrslur, sundurlið- aðar eftir dánarmeinum. Árið 1946 varð berkladánar- talan lítið eitt lægri en árið áð- ur. Áreiðanlegar tölur eru enn þá eigi fyrir hendi um árin 1947 og 1948, en sýnt þykir, að þá muni hafa dáið færri úr berklaveiki en árin 1945 og 1946. Munum við nú vera meðal þeirra þjóða, er lægstan berkla- Bólusetning gegn berklaveiki Árið 1945 var berklabólusetn ing hafin hér á landi. Til að byrja með var aðeins bólusett fólk, sem öðru fremur var talið í smitunarhættu, svo sem börn og unglingar á berklaheimilum, hjúkrunar- og læknanemar o. s. frv. Síðar var farið að berkla- bólusfetja börn og unglinga í skólum og nú nýlega hafa verið hafnar víð'tækar aðgerðir á þessu sviði, sem miða að því, að bólusetja í ýrnsum héruðum allt fólk á ákveðnu aldursskeiði Hefur nú þegar verið berkla- bólusett hér á landi um 4 þús. manns. Berklavannsóknír hafnar með nýjum mikilvirkum röntgeu- tækjum aður hvað þetta snertir. því ráð ið mun aðeins veita leyfi fyrir byggingu 10 votheysturna á þessu ári. Verða þeir turnar steyptir í sérstökum stálmótum, sem ferð ast verður með milli bænda. Þrír menn munu annast það verk, einn þeirra Svíi, sem jafn framt kennir að reisa votheys- turna. Bændur stækka bú sín Á austurleið heimsóttu frétta menn Ólaf bónda í Oddgeirshól- um, en þar er senn lokið að reisa 40 kúa fjós, fjórsett, þ. e. með fjórum básaröðum. Er það annað fjósið á landi hér, sem þannig er byggt. Hitt er á Grund í Eyjafirði. Stefna nú bændur yfirleitt að því að byggja fjósin sem stærst, enda þótt gripir þeirra sumra séu enn færri en fjósin eru byggð fyrir. Þessi þróun kemur eink-| ar skýrt í ljós þegar þess er| gætt, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra umsókna sem yfirvöld- j unum berast um byggingarleyfi fyrir fjósum, hljóða upp á allt, 1 að 20 kúa fjós. Svo stór kúa- J i I i bú bera sig líka tvimælalaust , betur, enda mun einum manni^ J ekþi ofætlun að hirða 15—20 ^ I kýr einsamail með þeirri tækni, ! sem nú er fyrir hendi. Notkun vothevsturnanna verður bændum líka hvöt til að^ fjölga búpeningi sínum, þar eð turnarnir henta ekki mjög smá- um búum. 'fr Votheysverkun í turnum erj ein af þeim nýjungum í íslenzki um landbúnaði, sem hlýtur aði knýja bændur til að stækka búj sín og taka upp samyrkju ogj samvinnu í búrekstri. Sú þróun| verður ekki stöðvuð þótt; skammsýni og tregða gegn breytingum legðust á eitt gegn henni. Það hefur verið talsverðum örðugleikum bundið á undan- förnum árum að framkvæma berklarannsóknir í hinum ýmsu héruðum landsins með gegnlýs ingum einum, vegna skorts á æfðu starfsliði. Til þess að ráða bót á þessu voru á síðastliðnu ári útveguð röntgentæki, sem sérstaklega eru gerð fyrir berklarannsóknir og sem flytja má til ýmissa staða í landinu, þar sem nægjanlegt rafmagn er fyrir hendi og nauðsynlegt er talið að framkvæma slíkar rann sóknir. Eru tæki þessi mjög mik ilvirk, jafnvel hægt að rann- saga með þeim eitt til tvö hundruð manns á klukkustund að jafnaði. Svipar þeim á ýms- an hátt til tækja Landsspítal- ans, sem notuð voru við berkla- rannsóknina í Reykjavik, en hafa þann kost, að auðvelt er að flytja þau stað úr stað. Má taka með þeim bæði smáar myndir og stórar. Eru smáu myndirnar (photo röntgenmynd irnar) teknar á samhangandi fimlu og eru 340 myndir á hverri spólu. Er mjög auðvelt og fljótgert að framkalla hverja spólu. Myndirnar eru síð an rannsakaðar í sérstöku á- haldi, sem stækkar þær nokkuð Og eru þær þá mjög greinilegar. Var þessum tækjum komið fyr- ir til bráðabirgða í húsinu Thor valdsenstræti 6 og eru þau starfrækt þar í sambandi við berþlavarnastöðina, sem er í næsta húsi. Hafa bæði skóla- nemendur og fólk úr ýmsum starfsgreinum, undanfarið verið rannsakað þar og hafa tækin reynzt mjög vel. Er ráðgert að reyna að berklarannsaka með þeim alla íbúa Akureyrarkaup staðar á þessu vorf. Má fuílyrða, að þessi tæki muni auðvelda og stórauka berklarannsóknirnar og alla berklavarnastarfsemi hér á landi, jafnframt því sem þau spara starfslið til mikilla muna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.