Þjóðviljinn - 01.05.1949, Qupperneq 3
Stmnudagur 1. maí 1949.
ÞJÖÐVILJINN
11
m'álcácn æskulýðsfylkincarihhárI
SÁMBANDS UNCRá SÓSIAL/STA ,.
Fram allir verkamenn 1. maí
Þið hafið ei kraff fiE aS sfanda
Vinnandi æska íslands
fagnar 1. maí af meiri þörf
nú, en nokkru sinni áður eft-
ir stríðið. Ástæðurnar til þess
eru augljósar. Óvinir æsk-
unnar hafa þjakað hana eins
og alla þjóðina á þriðja ár
með efnahagslegum og póli-
tískum árásum. Þeir hafa
sært þjóðarmetnað hennar
með dollarabetli og samið við
stríðsglæpamenn auðvaldsins
um aðild íslendinga í mann-
slátrun strax og amerískum
atómkapítalistum þóknast að
framkvæma áform sín um
eyðingu heimsbyggðarinnar.
Morðin í Grikklandi eru
þeim eitt lítið stríðsspil í
Samanburði við það Mar-
shallplan.
Vinnandi æska minnist í
dag, hvernig Womangate-
lepparnir í ríkisstjórninni
hafa íeftir þingleiðum tínt
hverja spjörina eftir aðra
af æskunni til þess að kom-
ast að skyrtunni, svo takast
mætti að hýða hana upp á
gamla mátann með skorti,
dýrtíð og atvinnuleysi.
Þá mun Reykjavíkuræsk-
an ekki gleyma kylfuhöggum
hvítliðaskríls Heimdallar eða
limlestingartilraunum þjóna
yfirvaldsins. Æskan mun
gera Ólafi Thórs þann greiða
að varðveita nöfn kylfuber-
anna og annarra fasista með
því að láta þau nöfn klingja
í eyrum fólksins hvar sem
þeir sjást á íslandi, sérstakl.
1. maí- og margan dag í við-
bót.
Sérhvern dag og þá ekki
sízt 1. maí, þegar æskan lyft-
ir til sýnis syndakynstrum
Womangateleppanna, minn-
ist hún landráðafyrirtækisins
á Keflavíkurflugvelli. Þar
blasir við smygl, skattsvik,
gjaldeyris- og svartamarkaðs
brask og það sem nýjast er
í okkar sögu, eitthvað enn
verra en venjulegur hórdóm
ur þróast þar, eins og kröft-
ugar heimildir sýna nógu
væl. Allt þetta innsigja lepp-
arnir síðan með landráðun-
um 30. marz.
Æskan gerir sér fulla grein
fyrir því 1. maí, að hún ver-ð
ur að heyja hatramma bar-
áttu við ríkisstjórn Wornan-
gateleppanna, sem er líftaug
afætustéttar og braskaralýðs.
Kratar munu og fá sinn
skammt í sókn æskunnar.
Æskan mun hafa í huga
allan óþrifnaðinn, sem staf
ar af Womangateleppunum,
þegar hún 'fylkir voldugp
liði 1. maí til að framkvæma
bráðnauðsynlega en ógeð-
fellda hreingerningu. En æsk
an horfir lengra fram á veg-,
inn 1. maí í ár.
Hún horfir vonglöðum aug
um til þess dags, er hún hef-
ur kippt 'burt dragbítum arð-
ráns og auðvaldsspillingar,
þá fyrst getur hún leyst úr
læðingi þann kraft, sem
megnar að byggja upp þettaj
land, sem nú gengur kaup-j
um og sölum í höndum kram
ara. Æska íslands veit gerr
nú en áður um möguleika
landsins til að veita sér-
hverju íslenzku barni brauð,
föt og húsnæði, svo að það
megi lifa og hugsa eins og
manni sæmir.
Nú sem stendur er það;
fyrsta verkefni æskunnar íj
krafti ósigrandi fylkingar
sinnar að koma í veg fyrir,
að hið íslenzka barn eins og
hið íslenzka sjálfstæði verði
um langa framtíð, sem lítil
og vanmáttug skel mitt í
brimróti kreppna og morð-
ingjaáróðurs, sem magnað
er af erlendum verkalýðskúg
urum og innlendum leppum
þeirra.
Æskan verður að stréngja
þess heit 1. maí, að fyrir-
vinna auðvaldsins, verkalýð
urinn, sé ekki þeim örlögum
háður, að ofala iðjuleysis-
og drykkjuskríl, sem hefur
það sem aðal-„hugsjón“ að
þjálfa ' sig í að berja fyrir-
vinnu sína, þegar hún tekur
sér stundarhlé til að verja
lífsuppsprettu sína.
Aldrei hefur meira riðið á
því en nú, að hver og einn
þekki verkefni alþýðunnar.
Aldrei hefur oltið meira á að
æskan tileinki sér vísindi
marxismans. Það er stafróf
sem gerir æskunni kleift að
kveða rétt að orði um lepp-
anna og aðstandenda þeirra.
1. maí er prófdagur æskunn-
ar og allrar alþýðu. Þá rifj-
ar alþýðan upp allt, sem
hrjáir hana og finnur meðul
til að bæta úr.
Burgeisarnir munu i dag
eins og venjulega smala sam
an bitlingalýð og nota marg
þvældar auðvaldstuskur „Al-
þýðuflokksins" til að kyrja
lof um guðsblessunina og lýð
ræðið í landsafsali og man-
sali á Keflavíkurflugvelli.
Sá hópur mun hljóta
dýpstu fyrirlitningu æskunn
ar um leið og hún gengur
framhjá.
Dollaradýrkendur sem
standa fyrir bitlingahópn-
um á Lækjartorgi munu
finna að þeirra kraftur er
fólginn í stolnum innstæðum
inanlands og erlendis, en æsk
an mun varðveita sitt afl í
kröfugöngu Fulltrúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykja
vík.
ÆSKA REYKJAVÍKUR,
það munu fleiri bumbur
skjálfa en þær, sem eru barð
ar í lúðrasveitinni í dag. Bur
geisarnir og feitir þjónar
þeirra munu horfa óttaslegn
ir þína fylkingu bæði frá
Lækjartorgi ■ og gegnum
gluggatjöld í stórum húsum.
Varðveitum einingu
verkalýðsins 1. maí!
Sýnum auðvaldinu
stærri óvinaher en
nokkru sinni áður.
Látum þá sjá, hve
verkalýðshreyfingin er
öflug. Hún er sómi ís-
lands, sverð þess og
skjöldur í dag.
Fyrsti maí, dagur verka-’
lýðsins og vordagur á norð-
urhveli jarðar er runninn
upp.
Vorið er byltingatími í
ríki náttúrunnar, fyrirheit
um fullkomnara líf. Að baki
er kaldur og dimmur vetur.
Myrkrið hefur grúft eins og
óhugnanleg mara yfir freðnu
og lífvana landi. Frostið,
Gestapo vetrarríkisins, legg-
ur helfjötra á allt, sem lífs-
anda dregur.
Þá kemur vorið með
hækkandi sól. Snjóa og
klakaböndin taka að bresta,
myrkravöldin riða til falls.
Gerir dauða höndin þá,
stundum örþrifa tilraunir til
þess að viðhalda veldi sínu,
en árangurslaust. Það hefur
enginn mátt til þess aá
standa á móti þróun lífsins.
í auðvaldsheiminum er i
dag háð samskonar barátta.
Annarsvegar steinrunnin yf-
irstétt, sem leggur frostkaldE.
stálfjötra á frjálsa hugsun,
hneppir athafnalífið 1 einok-
unarfjotra og frystir gróanda
þjóðlífsins. Hins vegar er aL
þýðan, sem berst fyrir nýj-
um og betri heimi. Verka-
lýðurinn er þjóðfélagsvorig;
og fyrsti vorboðinn er dagur.
verkalýðsins, fyrsti maí.
Yfirstéttin hefur gripið tn
örþrifaráðs til þess að við-
halda forréttindum sínurp,
þjóðfélagsvetrinum. Alþýðaa
mun svara í dag með því a?
fylkja liði um göturnar á
voldugri kröfugöngu. Um
gervallan heiminn mune
milljónirnar sýna yfirstétt*
unum fram á að enginn dolh
ari og engin kjarnorka geL
ur stöðvað samstilltan múg<
O. J.
Sýndu mátt þinn í dag,
alþýðuœska!
íslenzka alþýðuæska! í dag
fylkir verkalýðurinn á ís-
landi liði til sóknar og varn-
ar gegn því siðlausasta aft-
urhaldi, sem nokkru sinni
hefur fsrið með völd í þessu
landi. Aldrei í sögu þessarar
þjóðar hafa verið ískyggi-
legri horfur um framtíð þína
en nú og ef þú ekki sjálf tek-
ur í taumana, þá geta þær
jafnvel orðið alvarlegri en
drepsóttir og hungurdauði
liðinna alda.
Þeir níðingar, sem nú hafa
svikið íslenzku þjóðina und-
ir ibandarísk yfirráð, en hafa
í stað þess fengið umboð auð-
kýfinganna í Wall-Street til
þess að berja niður verka-
lýðshreyfinguna á íslandi,
hafa ekki legið á liði sínu
síðan þeir fólu mikilmenninu
Stefáni Jóh. Stefánssyni
stjórnarforustuna.
Það sem síðan hefur gerzt
er það að sala íslenzkra af-
urða hefur verið bundin við
markaði þar sem minnst er
borgað fyrir þær. Gjaldeyr-
isvandræði hafa skapazt'.
Upp hefur verið tekin hin
svívirðilegasta skömmtun á
nauðsynjavörum til almenn-
ings, en svartamarkaðsbrask
á sama tíma löghelgað. Inn-
flutningur á hráefnum til
iðnaðar — hefur verið stór-
lega minnkaður, en verk-
smiðjubyggingar stöðvaðar.
Samfara því hefur svo farið
fram niðurskurður á fjár-
veitinguni til annarra verk-
legra framkvæmda, sem hef-
ur í för með sér minnkandi
atvinnumöguleika fólksins í
landinu en tekjur þess jafn-
framt verið rýrðar með bind-
ingu vísitölunnar og aukn-
um sköttum og tollaálögum
á nauðsynjavörum. Stjórnar-
farslegu og efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar hefur
að miklu leyti verið glatað.
Það sem þetta gildir fyr-
ir þig, íslenzka alþýðuæska,
er það, að með minnkandi at-
vinnu og síaukinni launa-
skerðingu er verið að ræna
þig möguleikanum til þess að
lifa mannsæmandi lífi. Það
er verið að ræna þig mögu-
leikunum til að njóta mennt-
unar, sem þú þráir og þarfn-
ast. Það er verið að ræna
þig möguleikanum til að
stofna þitt eigið heimili í
húsakynnum, sem eru sam-
boðin siðuðu þjóðfélagi. Það
er verið að leitast við að
lama svo viðnámsþrótt þinn
að þú verðir móttækileg fyr-
ir þeirri siðlausu spillingu,
sem Bandaríkjaleppparnir
eru að leiða yfir þjóðina og
sem getur haft í för með sér
glötun íslenzkrar tungu og
íslenzks þjóðernis. Það má
heyra þó lágt fari að það er
ekki svo fjarri íslenzka aft-
urhaldinu, ef þeir sjá sér
þess einhvern kost, að fá að
hervæða íslenzku þjóðina til
þess að geta notað hana til
morðárása fyrir bandarísku
heimsvaldasinnana ef til
styrjaldar dregur. Það er
ekki ósennilegt að húsbænd-
urnir í Wall-Street æski þess,
því Bandaríkjamenn eru
ekki eins gráðugir í það að
láta lífið eins og að græða
peninga á styrjöldum. En til
þess að það nái fram að
inn.
í dag mun allur heimurinn.
sannfærast betur en nokkru
sinni um þau sígildu sann-
indi að það hefur enginisi
kraft .til að standa á móö
þróun lífsins.
G. B.
ganga, þarf að ræna þig at*
vinnumöguleikunum, skap®
handa þér örbirgð og vom
leysi og lama siðferðismeðvií
und þína, þá er máske mögu-
leiki að telja þér trú um a*
þú eigir að „berjast fyrir
föðurlandið“ og hvað það sé
skylt og sjálfsagt að láta líf-
ið fyrir fósturjörðina. Þa*
sem þér ber að sýna föður-1
landssvikurunum fram á —<
strax í dag — íslenzka al-
þýðuæska, er að þau rnðings-
verk, sem þeir eru að fremja
á íslenzku þjóðinni muní
ekki takast. Að þú þekkir
annað takmark háleitara og
öllu hugþekkara en að láta
lífið, jafnvel fyrir ættjörð-
ina, en það er að lifa fyrir
hana. Að sá samningur, sem
þeir nú hafa neytt upp á.
þjóðina muni að engu hafð-
ur. Að þú. átt rétt á að lifa
í þessu þjóðfélagi við mann-
sæmandi lífskjör og þú ætlir
að neyta þess réttar.
Ekkert annað en samtaka-
máttur alþýðunnar getur
frelsað þjóðina frá þeirri!
glötun, sem íslenzka bur-
geisastéttin er búin að
stofna henni í. íslenzka al-
þýðuæska! í dag ber þér a®
sýna hvers þú ert megnug.
Lárus Bjarnfreðsson
i