Þjóðviljinn - 05.05.1949, Page 6
6
ÞJÓÐVILJINN
LEPPA-VÍSUR
Brátt er komin bölvuð kreppa
bjarga sér þótt flestir nenni.
Við eigum líka æfða leppa
sem inní landið moka henni.
Nekt og fátækt flestöll hreppa
frónsins börn og það skal muna,
meðan hér við höfum leppa
er hugsa bara um landssöluna.
Já til vor allra kemur kreppa
þó kappar dragi björg úr sænum-
Hún eltir vora æðstu leppa
endurnærð af westanblænum.
Aliir verða að því keppa
og enginn má í hlé sig draga
að þessa óláns erki leppa
ei ölum hjá oss fleiri daga.
G. St.
Afmælissýning Handíða- og mynd-
listaskélans 16—24. júní n. k.
Handíða- og myndlistaskólinn var stofnsettur liaustiu
1939. Með þessu skólaári, sem senn er liðið, lýkur þannig
10 ára starfsferli skólans.
Svo sem \enja hefur verið undangengin níu ár, mun
einnig nú verða höfð opinber sýning á vinnubrögðum nem-
enda. Að þessu sinni verður sýningin haldin í Listamanna-
skálanum við Kirkjustræti dagana 16.—24. júní u. k.
Þessari afmælissýningu er
ætlað að veita nokkurt yfir-
lit um starf skólans þennan
fyrsta áratug. Til þess að svo
megi verða treystir skólinn
því, að eldri nemendur skól-
ans sýni þá vinsemd að lána
til sýningarinnar muni, er
þeir hafa unnið í skólanum
eða síðar, í framhaldi af
námi sínu þar.
Nær þetta til nemenda í
öllum námsdeildum skólans
og til allra greina, er þar
hafa verið kenndar (Alm.
frí-hendisteiknun, listmálun
radering, dúkskurður og
prentun, tækniteiknun, leir-
mótun, postulínsmálun, aug-
lýsingaskrift og -teiknun,
skrautmálun, teiknun og
föndur barna, leðurvinna,;
hanzkasaumur, tréskurður,
alm. trésmíði, rennismíði,
drifsmíði, járnsmíði, smíði
flugvélalíkana, pappírs- og
pappavinna, bókband, bast-
og tágavinna, prjón og hekl
línsaumur, kjólasaumur, út-
saumur, saumur drengjafata,
mynízturteiknun, sniðteikn-
un, og sniðskurður o. fl.).
Forstöðumaður skólans
hefur beðið blaðið, að koma
þeim tilmælum sínum til
fyrrverandi nemenda, að
þeir sýni‘ skólanum þá vin-
semd að Ijá mun eða muni á
afmælissýriinguna. Þess er
óskað, að eldri nemendur
skólans, sem vilja verða við
þessum tilmælum, tali við
skólastjórann eða einhvern
af kennurum skólans hið
allra fyrsta.
Mandólínhljóm-
sveitin heldur
hljómleika
Mandólínhljómsveit Reykj
avíkur heldur afmælistón
leika sína dagana 5. og 6.
maí í Gamla Bíó og laugar-
daginn 7. maí í Vestmanna-
eyjum ef flugveður leyfir.
Á þessum fimm starfsár-
um hljómsveitarinnar er hún
orðin viðurkenndur liður í
tónlistarlífi Reykjavíkur, og
hefur aflað sér vinsælda
; fólks út um land, með hljóm-
leikaförum sínum og leik í
útvarpið. Haraldur Guð-
mundsson hefur stjórnað
hljómsveitinni frá byrjun, en
lætur af stjórn, þar eð hann
er á förum.
Á efnisskrá hljómleikanna
verða m. a. forleikur úr „La
Traviata” eftir Verdi, Mand-
ólínata op. 1. eftir Wölki,
nýtt lag eftir Oliver Guð-
mundsson auk rúgsneskra
laga, og léttrar tónlistar.
í hljómsveitinni eru nú 21
meðlimur, er skiptast þannig:
10 mandólín, 7 gítarar,
mandólur, mandó-celló og
kontrabassi.
‘Hljómleikarnir verða ekki
endurteknir.
'Fimmtudagur 5. maí 1949.
EVELYN WAUGH:
20. DAGUR.
KEISARARIKID AZANIA
ASM. JONSSON
þýddi.
blóm í hnappagatinu. Formaður miðstjórnar
íhaldsflokksins í tuttugu og fimm ár. Hver hefði
trúað því að óreyndu, að hann eignaðist son á
borð við hr. Seal? Farinn í ferðalag um óákveð-
inn tíma, bréí' ekki send lengra, skrifaði hann við
nafn Basils í höfuðbókinni. Skömmu síðar kom
öldungurinn úr reyksalnum.
„Arthur, er þessi ungi maður meðlimur í
klúbbnum?"
„Hr. Seal ? ? Já — það er hann“.
„Hvað sögðuð þér, að hann héti?“
„Hr. Basil Seal“.
„Basil Seal, jæja — Basil Seal. Hann er þó
ekki sonur Christophers Seal?“
„Jú“.
„Jæja — er hann það?? Aumingja Seal, hvað
pað er sorglegt. .Hver hefði trúað því? Einmitt
Seal------?“ Hann drattaðist inn í reysalinn að
eldinum, þar sem snúðarnir hans voru. .Hann var
barmafullur af þessum huggunarríka hjartayl,
sem logar í gömlu fólki, þegar þáð smjattar
á ógæfu samtíðarmanna sinna.
Basil gekk yfir Picadilly og inn í Curzon
Street. Það -var kvöldboð hjá lafði Metroland.
„Hvaða erindi átt þú hingað, Basil?“ sagði
hún. „Eg tók fram, að ég byði þér ekki.“
„Það veit ég vel. Eg frétti bara á skotspónum,
að það væri boð hjá þér. Erindið var að vita
hvort systir mín væri hér?“
„Barbara? Það getur vel verið — hún sagðist
að minnsta kosti ætla að koma. Þú lítur hrylli-
lega út.“
„Óhreinn ?“
„Já“.
„Órakaður?"
„Já“.
„Já ég er nývaknaður. Eg hef ekki komið
heim ennþá.“ Hann leit í kringum sig. „Þessir
venjulegu gestir. Þú eignast ekki marga nýja
vini, Margot".
„Er það satt, að þú sért hættur við að bjóða
þig fram til þings?“
„Já, að vissu leyti — ég nenni því ekki. Eg
sagði forsætisráðherranum hreinskilnislega álit
mitt. Eg gat ekki hugsað til þess, að gera tolla-
málin að baráttumáli. Hann átti tækifæri að
stöðva frumvarpið um stundarsakir, en andstöðu-
r.rmurinn var of sterkur, svo ég hætti við allt
saman. — Annars ætla ég að fara til útlanda.
Eg er búinn að vera of lengi í Englandi.“
„Vill hr. Seal hanastél?"
„Nei, en gefið mér pernod. Jæja — er ekkert
til. Þá whisky, inn í karlastofuna. Eg þarf að
komast í síma. Kem strax aftur, Margot“'.
„Það veit hamingjan, að ég er bálreið við þenn-
an unga mann“, sagði lafði Metroland.
Það voru tvær ungar stúlkur að tala um hann.
„Hvað hann er sætur.“
„Hver?“
„Hann er rétt farinn“.
„Þú átt þó ekki við Basil Seal?“
„Heitir hann það?“
„Þessi í voðalegu fötunum og með svart hár
niður í augu“.
„Já — segðu mér eitthvað um hann“.
„Elskan mín, hann er alveg yndislegur — hann
tr bróðir Barböru Sathill, sem þú þekkir. Hann
lenti nýlega í feikna miklu klandri. Hann var
boðinn fram til þings einhvers staðar í norður-
héruðum Englands. Pabbi segir, að hann geti
ekki komizt hjá því, að verða kosinn við næstu
kosningar — Angela Lyne kostaði hann, en það
er einhver urgur í þeim. Mér fannst nú aldrei,
að hún og Basil ættu saman — finnst þér þau
tkki ólík, ha? Og nú er það allt farið út um
þúfur“
„Hvað hann var yndislega óhreinn". .
Það tóku fleiri til máls um Basil.
„Nei — sannleikurinn er sá, að Basil er blátt
áfram leiðinlegur. Fólk tekur ekkert til þess, þó
hann sé dónalegur. Og hann vill alltaf vera að
fræða menn á einhverju. Eg var einu sinni borð-
úaman hans í kvöldboði, og hann talaði allan
tímann um indverskar mállýzkur. Hvað átti ég
að taka til bragðs? Eftir á spurðist ég fyrir um
þessi mál, og komst að því, að hann hafði ekkert
vit á þeim.“
„Já, hann er einkennilegur í háttum“.
„Já, og það finnst mér einmitt svo leiðinlegt.
Hann er æfinlega reiðubúinn að taka þátt í bylt-
ingum og manndrápum og þessháttar. Og hvað
á eiginlega að taka til bragðs með hann ? Angela.
auminginn er algjörlega örvingluð yfir háttalagi
hans. Eg kom til hennar í gær, og hún gat ekki
talað um annað en rifrildið, sem hann átti í við
kosninganefndina í flokknum, sem hann fylgir.
Hann hegðaði sér víst eitthvað einkennilega á
dansleik í íhaldsflokknum. Síðan héldu hann og
A lastair Trumpington og Peter Pastmaster og
einhverjir fleiri fimm daga veizlu og skildu eftir
heilan hóp af ávísunum, sem þeir áttu ekki fyr-
ír, og óku bíl út af veginum og einn þeirra lenti
í Steininum — þú veizt hvernig veizlui’nar hans
Basils eru. Svona lagað getur slampazt af hérna
í London — en þú veizt nú sjálf, hvernig smærri
borgirnar eru. Endirinn varð sá, að þeir báðu
hann að afturkalla framboðið. Þetta er afskap-
lega leitt, því aumingja Angela er ennþá ákaflega
nrifin af lionum“.
„Hvar endar þetta eiginlega fyrir honum?“
„Jahá — það var einmitt það. Barbara segist
ckki róta litla fingri framar honum til hjálpar."
DAVIÐ