Þjóðviljinn - 25.05.1949, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.05.1949, Qupperneq 6
ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1949. 6 Viðtal við Jessie Storie Framh. af 3. síðu. ana 14. til 28. ágúst. Má gera ráð fyrir miklu f jölmenni þarna, því þegar hafa tilkynnt þátt- töku sína 10 þúsundir æsku- fólks víðsvegar um heim. Frá Englandi koma t. d. yfir 1000 manns, frá Bandaríkjunum 300, frá Kanada 150 og mikill fjöldi frá Norðurlöndum. Skemmti- atriði verða fjölbreytt mjög og glæsileg. Ungverska ríkisstjóm in hefur verið boðin og búin að aðstoða við undirbúninginn, og m. a. leyft sambandinu afnot af mjög fullkomnu skemmtisvæði þarna i borginni. Söngfólk, dans ara og hljóðfæraleikarar frá hin um ýmsu löndum munu kynna þjóðlög og þjóðdansa sína. Vönd uðustu kvikmyndir hvers lands verða sýndar. Fyrirlestrar haldnir og sérstakir umræðu- fundir, o. s. frv. o. s. frv. -——- Eftir hátíðina, eða dagana 2. til 8. september, verður svo einnig haldið í Búdapest þing Alþjóðasambands okkar með um 800 þátttakendum. — Það er ósk mín og von, að íslenzk æska láti ekki vanta fulltrúa frá sér á þessa glæsilegu hátíð og þing og það sem henni fylgir. StriðsæsinGazöflin óttast mátt sambandsins Að lokum spurði ég Jessie Storie, hvort það væri annars nokkuð sem hún vildi sérstak- lega beina til ísienzks æsku- fólks. — Já, ég vil í nafni Alþjóða- sambands okkar senda íslenzk- um æskulýð beztu kveðjur, á- samt ósk um að hann láti ekki sitt eftir liggja að efla vöxt og viðgang þessarar hreyfingar sem hefur sett sér það mark að vernda frið, frelsi og lýðræði í heiminum. Máttur þessarar vold ugu hreyfingar sést bezt á því, hversu mjög stríðsæsingaöfl hins engilsaxneska kapítalisma óttast hana. Hvað eftir annað hafa þau sent flugumenn inn í fylkingar okkar, ef takast mætti að sundra sambandinu, en allar slíkar tilraunir hafa farið út um þúfur. Samband okkar held ur áfram að eflast jafnt og þétt, því að málstaður þess er mál- staður allra ungra kvenna og karla, og hver svo sem hörundslitur þeirra kann að hver, þjóðerni eða stéttarstaða. Það er málstaður friðar, frelsis og fullkominna mannréttinda um allan heim. i J. A. ★ Rétt er að láta fylgja heimilisfang framkvæmdaráðs Alþjóðasambandsins til hægðar- auka fyrir þau félög og einstakl inga sem mundu vilja afla sér einhverra nánari upplýsinga þaðan. Heimilisfangið er: World Federation of Democratic Youth, 21 Bis Rue de Chateaudun, París 9 e, France. STOtKA ÓSKAST til afgreiðslust-jrfa frá næstu mánaðamótum. Eiginhandarumsókn ásamt mynd er verður endursend, sé skilað í skrifstofu vora, Lækjargötu 4, eigi síðar en. 2S. þ.m. Flugfélag íslands h.f. Innilegar þakkir votta ég öllum þeim er á margvíslegan hátt sýndu samúð við andlát og út- för konunnar minnar, Unnaí Bfargai Metúsalemsdótfinx, og heiðruðu minningu hennar. Fyrir mína hönd og annara nánustu vanda- manna. Páll Daníelsson. Innilegusíu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns, Kolbeins Högnasonar frá Kollafirði. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda, Málfríður Jónsdóttir. EVELYN WAUGH: 31. DAGUR. KEISARARIKIÐ AZANIA ASM. JONSSON þýddi. með niðursoðnum kirsuberjum, sem maðurinn hennar hafði gefið henni í skaðabætur fyrir sætið í farþegavagninum. I myrkrinu, eina armlengd frá henni heyrðust hræðslukennd brek og hnegg og reiðilegt stapp í vagngólfið. Þrátt fyrir tilskipanir Seths átti lögreglan erfitt með að halda mannfjöldanum frá járn- brautarstöðinni. Tuttugu til þrjátíu lögregluþjón- ar börðust einbeittlega með löngum bambusprik- um, sem þeir létu dpnja á hrokknum kollunum, er komu í ljós yfir ryðgaðri járngirðingunni. Þrátt fyrir þetta hafði heill skari áhorfenda komið sér fyrir á þaki stöðvarinnar, þar sem lögreglan náði ekki til þeirra. Indverjinn, sem útvegaði alþjóðablaðamannaskrifstofunni myndir, átti annríkt við að mynda heldra fólk. Þetta fólk hafði ekki beinlínis fylgt fyrirmælum keisar- ans út í yztu æsar. Kaþólski erkibiskupinn reyk- aði dauðadrukkinn við arm kapellánsins síns, fulltrúiLe Courier d’Azanie mætti í einni skyrtu, opinni í hálsinn, með beyglaðan sólhjálm á höfð- inu, í hvítum og kripluðum buxum og á striga- skóm. Skipaumboðsmaður Miðjarðarhafslánd- anna, er einnig var varakonsúll Stóra-Bretlands, Hollands, Svíþjóðar, Portúgals og Lettlands, hafði farið í þunna regnkápu utanyfir náttföt- in, því hann kom beint úr rúminu. Asíubanka- stjórinn, sem var varakonsúll fyrir Rússland, Frakkland og Italíu svaf ennþá svefni hinna rétt- látu, og kaupmaður nokkur, af óþekktum upp- runa, sem átti að mæta fyrir hin stórveldin, átti þessa stundina annríkt yfir á meginlandinu, við að umhlaða haschish-farmi, sem hann var lengi búinn að bíða eftir frá Alexandríu. Nokkur azanísk stórmenni í þjóðarbúningum sátu á á- breiðum, sem þrælar höfðu breitt úr handa þeim, og horfðu á tærnar á berum fótum sér og skipt- ust af og til á skoðunum um kynferðismál. 1 tilefni dagsins hafði húsdýrum stöðvarstjórans — einni geit og tveim kalkúnum —- verið hent út úr venjulegum húsakynnum sínum — biðsal kvenna — og spígsporuðu nú með velþóknun um stöðvarpallinn og átu jafnóðum það rusl, sem til féll. Það var ekki fyrr en klukkutíma eftir ákveð- inn tíma, að píparar og trumbuslagarar lífvarð- arins tilkynntu komu keisarans. Töfin var að kenna gamla bílnum, sem hafði þrjózkazt gegn margendurteknum tilraunum fanganna við að flytja hann út á vegarbrúnina. Amtmaðurinn, sem var látinn sæta ábyrgð fyrir þetta óhapp, var barinn duglega, og lækkaður í tigninni úr greifa og niður í barón — áður en ferðinni var haldið áfram. Keisarinn neyddist til að fara út úr vagninum og ríða á múldýri síðasta spottann, en farangur hans dúaði upp og niður á höfðum nokkurra þegna hans, sem voru þarna viðstaddir. Hann var í vondu skapi, þegar hann kom. Hann gaf stöðvarstjóranum og hinum tveim vara konsúlum illt auga, og lét sér nægja að brosa fýlulega út í annað munnvikið til blaðáljósmynd- arans. Lífvörðurinn heilsaði með byssunum. Á- horfendurnir á stöðvarþakinu hrópuðu hikandi húrrahróp, og hann keisarinn gekk beint að einka vagni sínum. Connolly herforingja og leifum keisarafylgdarinnar var troðið í sæti sín. Stöðv- arstjórinn stóð með hattinn í hendinni og beið eftir nánari fyrirskipunum. „Hans hátign er nú tilbúinn að fara.“ Stöðvarstjórinn veifaði með hattinum til járn- brautarstjórans og lífvörðurinn heilsaði aftur með byssunum. Pípararnir og trumbuslagararnir léku þjóðsönginn. Tvær dætur framkvæmda- stjóra járnbrautarfélagsins stráðu rósum á braut arteinana. Lestin blés, Seth brosti — en ekkert gerðist. Þegar fyrsta versi þjóðsöngsins lauk, dó hljómlistin út. Lífvörðurinn heilsaði hikandi með byssunum, kaþólski biskupinn hélt áfram að slá taktinn í einhverju lagi, sem hann heyrði innra með sér og geiturnar og kalkúnarnir spíg- sporuðu meðal vandræðalegra áhorfendanna. En um það bil sem allt virtist stöðvað í helfrosinni þögn, kipptist vélavagninn til, svo lestin hristist endanna á milli, og þaut síðan einn á stað út í buskann til ósegjanlegrar gleði fyrir negrana á stöðvarþakinu. „Keisarinn hefur ekki fyrirskipað neina seink- un.“ „Þetta gat ég ekki vitað fyrirfram,“ sagði stöðvarstjórinn. „Dráttarvagninn er farinn á gtað einn — ég fell í ónáð á þessu atviki." En Seth gerði engar athugasemdir. Farþegarn- ir komu út á stöðvarpallinn og reyktu og gerðu af gamni sínu. Keisarinn leit ekki á þá. Þetta óvænta atvik hafði hitt hann á viðkvæmasta stað. Hann var gerður að athlægi, einmitt á þeirri stund sem átti að vera bæði virðuleg og sigri hrós andi. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með þessi hátíðahöld, sem liann hafði skipulagt af svo miklum áhuga. Slík frammistaða var langt frá því að vera virðingu hans samboðin. Basil gekk fram hjá glugganum hans og sá bregða fyrir þunglyndislegu en ákveðnu andliti undir hvítum sólhjálmi. Einmitt á þessari stund tók keisarinn ákvörðun. „Þjóð mín er einskisvert fólk. Eg skipa fyrir, en enginn hlýðir mér. Eg er eins og mikill hljómlistarmaður — án hljóðfæris. Ónýtur bíll þversum í vegi fyrir keisaralegri skrúðgöngu -r- keisaralest án dráttarvagns — geithafrar á járnbrautarstöðinni. — Eg get ekk- ert gert með þetta fólk — Erkibiskupinn er full- ur. Gömlu óðalsbændurnir hlógu, þegar dráttar- vagninn fældist. Eg verð að finna siðmenntaðan mann, nútíma mann — fulltrúa nýja tímans og DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.