Þjóðviljinn - 25.05.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.05.1949, Blaðsíða 8
Kreppumerkin verða æ skýrari í Bandaríkjimum Verkalýðsmálaraðuneyti Bandaríkjanna hefur birt skýrslur, sem sýna, að vinnandi fólk í bandfiríska iðnað- imim var V/2 milljón færra í apríl en í september í fyrra. Tala vinnandi fólks byrjaði að lækka í október og hefur síð an lækkað enn meir með hverj- um mánuði. Atvinnuleysi hefur aukizt enn meir, en lækkunin gefur til kynna, því að á aðra milljón manna bætist við á vinnumarkaðinn á ári hverju. Kjör þeirra, sem vinnu hafa, fara versnandi Skýrslur verkalýðsmálaráðu- neytisins sýna einnig að kjör þeirra bandarískra verkmanna, sem vinnu hafa, fara versnandi. Kaupgjald er í flestum iðngrein um miðað við 48 stunda vinnu á viku, en vinnutíminn hefur upp á síðkastið verið styttur verulega, án þess að nokkur kauphækkun hafi átt sér stað. Verkalýðsmálaráðuneytið skýr- ir frá, að bandarískir iðnverka- menn hafi í síðasta mánuði að- eins haft 38 stunda vinnu á viku til jafnaðar. Framleiðsluvísitalan lækkar urn 16 stig á hálfu ári asta mánuði, hafði lækkað um 16 stig. Mest var lækkunin í aprilmánuði, þvert ofan í vonir, sem látnar höfðu verið í ljós um að „vorbati“ myndi koma á daginn í framleiðslunni. Aðalfuniur Verkalýðsfélags Bolungavíkur Verkalýðs- og sjómannafélai | Bolungavfkur hélt nýlega aðal- fund sinn. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Jón Timótheusson form. Ingimundur Stefánsson, rit. Haraldur Stefánsson, gjaldk. Páll Söimundsson varaform. Ágúst Vigfússon, meðstj. Verkalýðsfél. hafði skemmt- un 1. maí. Skemmtiatriði voru sem hér segir: Ræður fluttu: JÓ14 Tímótheus son, formaður félagsins og Ingi Framleiðsla bandaríska iðnað mundur Stefánsson kennari. Kristinn Þórðarson, múrari, las upp. Gísli Kristjánsson, íþrótta kennari frá ísaf. söng einsöng með aðstoð Jónasar Tómasson- ar tónskálds. Nokkrar stúlkur sungu með gítarundirleik. Sýnd var kvikmynd. Að lokum var stiginn dans. Skemmtunin var afarfjölsótt og fór í alla staði vel fram. arins hefur minnkað stórum síðasta missiri. Framleiðslu- vísitalan var 195 fyrir áramót en var komin niður í 179 í síð Nýr skéli vígður í Borgarnesi Frá fréttaritara Þjóð- viljans, Borgarnesi: Á Iaugardaginn var vígður hinn nýi barnaskóli í Borgar- nesi, en þann dag var einnig stitið miðskólanum, sem hefur verið þar til húsa frá því um s.l. áramót. Hervald Björnsson skólastjóri sleit skólanum en ávörp fluttu sr. Stefán Eggertsson og Jónas Kristjánsson formaður skóla- nefndar. Vígslu skólans stjórnaði odd- vitinn, Friðrik Þórðarson. Helgi Elíasson fræðslumálastjóri flutti aðalræðuna, en auk hans fluttu ræður Stefán Jónsson námsstjóri og Þorsteinn Einars son íþróttafulltrúi. Kirkjukór Borgarness söng milli ræðn- anna, en að lokum flutti sr. Leo Júliusson bæn. I skólahúsinu eru 4 kennslu- stofur, eldhús, íbúð skólastjóra, kennaraherbergi, bókaherbergi, góður íþróttasalur, geymslur o. fl. Skólinn er hitaður upp með næturraímagni, en til vara cru olíukyndingartæki. Það var flutt í húsið i jan. s.l. og mið- skólinn starfaði þar frá því í janúar. — Þetta er einn af þeim skólum sem ákveðið var og byrj að að byggja meðan Brynjólfur Bjarnason var menntamálaráð- herra. Þrítugasta sg ciíunda ísfaridsgSíman Þrítugasta og níunda fs- son sem kunnugt er handhafi landsglíman fer frani í íþrótta þess frá í fyrra. Hættulegustu húsinu við Hálogaland kl. 9 I keppinautar hans eru nú tald- kvöld. Þátttakendur eru 9 frá ir þeir Steinn Guðmundsson og 4 félögum, Ármanni, KR, Rúnar Guðmundsson. — Yngsti UMFR og UMF Vöku. Æ.F.R. Félagar! Farið verður í vinnuferð upp í skála í kvöld kl. 8,30. Félagar fjölmennið! Skálastjórn. iausnarleg gjöf í Björgonarflug- vélarsjdi Slysavarnafélaginu hefur ný- lega borizt rausnarleg peninga- gjöf í Björgunarflugvélarsjóð, að upphæð 3000.00 kr. Gefand- inn er Guðríður Ólafsdóttir, Ási. Fellshreppi, Fljótsdalshéraði og skal gjöfin vera til minning- ar um eiginmann hennar og böm, er fórust þegar sprengjan sprakk í túnjaðrinum á Ási 8. nóvember 1946. — Slysavarna- félagið biður blöðin að færa gef andanum sínar beztu þakkir fyr ir þetta. Keppendur eru þessir: Anton Högnason Á., Ármann J. Lárus son UMFR, Gísli Guðmundsson UMF Vöku, Grétar Sigurðsson Á., Guðmundur Guðmundsson Á., Haraldur Sveinbjarnarson KR, Hilmar Bjarnason UMFR, Rúnar Guðmundsson UMF Vöku og Steinn Guðmundsson Á. Keppt verður um Grettisbelt- ið og er Guðmundur Guðmunds Finnsku Olympíu- | þátttakandinn er Ármann J. Lárusson, aðeins 17 ára gamall. Aðgöngumiðar að glímunni verða seldir i bókaverzlununum í dag og við innganginn. Ferðir verða frá Ferðaskrifstofunni eftir kl. 8 í kvöld. Ármann hélí þeim veg- legt hóf að skilnaði Eáðhenafandariisn Fratnhald af 1. síðu. inskis myndu. gera.að engu þann áiangur, sem náðst hefði á her- námssvæðum Vesturveldanna. Búizt er við, að Vishinski svatri mótbárum Vesturveldaima i dag. Vesturveldalög- regla tekur stöðvar í Berlín Hemámsstjórar Vesturveld- anna í Berlín skipuðu í gær lögreglu á hernámshlutum Vesturveldanna að taka á sitt vald allar brautarstöðvar á her námshlutunuro. Hafði komið til átalca milli óaldarflokka og járnbrau^r^Sreglu á ýmsum stöðvum. járnbrautarlögreglan cr af herjyímÉíJiIuta Sovétríkj- Hert á Marshall- fjötrunum Hin bandaríska yfirstjórn Marshalláætlunarinnar hefur tilkynnt, að héðan í frá verði beitt refsiaðgerðum gegn ríkj- um, sem óhlýðnast fyrirmælum Marshalllandanna um að flytja a. m. k. helming af því vöru- magni, er þau fá samkvæmt áætluninni ,með bandarískum skipum. Verður hætt að veita þeim ríkjum, sem nota eigin skip til flutninga á meira en helimngi vörumagusms, Mars- hallfé til greiðslu á farmgjöld- um meé annarra þjóða skipum. Finnsku fimleikameiinirnir fóru héðan í gærmorgun með „Heklu“, en kvöldið áður höfðu þeir setið skilnaðarhóf með Ár- menningum í Tjarnarcafé. Jens Guðbjörnsson, formað- ur Ármanns, setti hóf þetta, sem hófst með borðhaldi. Með- an setið var undir borðum sýndi Guðmundur frá Miðdal Heklu- kvikmynd sína, og þótti Finnun um mikið til hennar koma. I hófi þessu afhenti Jens Guð- l björnsson f. h. Ármanns for- | manni finnska fimleikasam- , bandsins mynd af Gullfossi að gjöf frá félaginu, og hverjum þátttakenda fánastöng með ís- lenzka fánanum og Ármannsfán anum. Ennfremur afhenti hann' fararstjórunum báðum og þjálf- ara fimleikamannanna gull- merki Armanns. Þorgeir Svein- bjarnarson, varaforseti ISÍ, af- henti Lathinen, form. fimleika- sambandsins, veggskjöld ÍSl sem gjöf til sambandsins. Lathinen þakkaði í ræðu og afhenti Jens -Guðbjörnssyni krystalsskál með áletruðum skildi, og var það gjöf frá fim- leikasambandi Finna. Ennfrem- ur sæmdi hann Jens gullmerki sambandsins og mun hann vera fyrsti maður utan Finnlands íslenzkir esper- antistar hefja útgáfu blaés Samband íslenzkra esperant- ista, sem stofnað var í byrjun þessa árs, hefur nýlega hafið út gáfu blaðs á Esperanto og nefn ist það „Voco de IsIando“, þ. e. Rödd Islanðs. Blaðið er eingöngu ritað á Esperanto. I því er þýðing á smásögunni „Fyrirgefning" eft- ir Einar H. Kvaran, gerð af Ólafi Þ. Kristjánssyni. Þá er grein eftir dr. A. Mildwurf, sem dvaldist hér á landi fyrir ári síð an og kenndi Esperanto, og grein eftir Árna Böðvarsson um síldariðnað Islendinga. Ingi mar Óskarsson ritar um gróður íslands, og er sú grein upphaf á greinarflokki um land og þjóð. Þá mun blaðið framvegis birta íslenzkar smásögur og aðra kafla úr íslenzkum bók-j sem hlýtur þann heiður. Sigurð menntum. I því eru nokkrar Norðdahl og Jón Þorsteinsson myndir. ' sæmdi hann silfurmerki finnska Samband íslenzkra esperant- fimleikasambandsins, stjórn Ár- ista gerir ráð fyrir að meiri- manns og varaforseta ISl á- Steinn Guðmundsson Á. hluti áskrifenda verði útlending ar og miðar efnisval við það. Blaðinu er ætlað að vera land- kynning jafnframt því, að það leggur sitt til umræðna um al- þjóðleg málefni. Sambandið hef ur orðið vart mikils áhuga er- lendra esperantista ,um ísland og Islendinga. Árgangur blaðsins kostar 20 'krónur. Utanáskrift Sambands • islenzkra- .esperantsta er póst- hólf 1081, Reykjavik. hugamerki finnskra fimleika manna, og að lokum afhenti hann ISl, Iþróttakennaraskóla íslands og nokkrum einstakling um myndabók frá íþróttahátíð- inni, sem haldin var i fyrra í Finnlandi. Skúli Halldórsson, sero annað ist undirleik á sýningum fim- leikaflokksins hér, lék þaina einleik á píanó vlð góðai undii- tektir, en að lokum vai dansað fiam eftir nóttu- . Eisler haldið í fangeisi án dóms Mál þýzka. kommúnistans Gerhart Eisler, sem brezk lög- regla tók með valdi úr pólsku skipi fyrir 10 dögum, kom fyrir rétt í London i annað skipti í gær. Dómarinn úrskurðaði Eisler enn í varðhald eftir beiðni fulltrúa bandaríska sendi ráðsins í London. Bandaríkja- menn hafa krafizt að fá Eisler framseldan. Málið verður næst tekið fyrir á föstudaginn. Stjórn M|fSuEÍI.okksins í þjónusiu iEtðMsins Framhakl af 5. síðu veginn samrýmist þessum hug- myndum hv. ilkisstj. um „rétt- látar tekjur" vinnandi fólks. Og í fullu samræmi við þessar ekoðanir flokksform. er það, að nú við afgreiðslu fjárlagauna greiddi enginn þm. Alþfl. atkv. með tillögu, sem form. Sósial- istafl. flutti, um það að greiða. opinberum starfsm. 25% upp- bót á laun þeirra. — Hitt á svo eftir að sýna sig, hvort opinberir stárfsmenn, og önn- ur alþýða þcssa lands, taka. gildan mælikvarða hv. ríkis- stjómar u® það, hvað sé rétt- læti í þessu eíni. — Hinar aJ- menau uppsaghii verkalýðsfé- laga ,á kjaraaamningum sinum benda til, aÉ svp muai dskj verða (Niðui'Lag á morgun).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.