Þjóðviljinn - 25.05.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.05.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJtNN Midvikudagur 25. maí 1949. i mÓÐVlLIIMN trtcelaod): Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn Rltatjórar: Magnúa Kjartanason, Slgurður GuSmundason (áb>, FréttariUtjórl: Jón BJarnaaon. BlaSam.: Ari Kárason, Magníui Toríl Ölaiaaon, Jónaa Ámaaon. Rttatjðra, afgreiSala, auglýalngar, prentamlðja, 83tíUuvarVu- atl* 38 — Slml 7500 (þrjár linu r) Áakrll'arvarS: kr. 12.00 á máanSl. — Lauaaaðitxrarð 50 anr. alai. PrentamlSJa ÞJóðriljana h. L BðafaUataflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Síml 7510 (þrjár linur) Skagaströnd, Siglufjörður, Hæringur Frá því að niiverandi stjórn tók við völdum hefur það aldrei komið fyrir að ráðherrar hafi lokið svo sundur skolt- um á almannafæri að þeir hafi ekki reynt að níða Áka Jakobsson og störf hans. Ræður þeirra um þann vonda mann myndu nú þegar fylla mafgar bækur, en þær eru ekki að sama skapi f jölbreytilegar sem umfangið er óvenju- legt. Flestar hafa bær verið undir mottóinu: Húrra, það hrundi nýsköpunarþr.k! þar sem Áka Jakobssyni var að sjálfsögðu kennt um að brezkir verkfræðingar reiknuðu og teiknuðu skakkt mjölskemmuna miklu á Siglufirði. 1 síðustu ræðu Stefáns Jóhanns Stefánssonar ljóstraði hann 'hins vegar upp hinni glæfralegu nýung að í stjórnartið Áka Jakobssonar hefði á Skagaströnd verið keyptur jeppi á rúmar 12 þús. kr. og Alþýðublaðið hefur síðan tvívegis endurtekið þessar markverðu upplýsingar, sem eflaust eiga að vera hámarkið á hneykslisferli Áka! En því miður á almenningur næsta erfitt með að átta sig á því í hverju hneykslið er fólgið og tekur tölu ráðherrans sem dæmi þess hversu mjög jeppar hafi hækkað í verði í stjórnartíð Stef- áns Jóhanns. Árásirnar á Áka Ja-kobsson hafa veiið bæði fáfengi- legar og lúalegar, en í þeim felst þó skynsemi sem al- menningur þarf að gera sér grein fyrir. Tilgangur þeirra er sá að varpa nkugga á nýsköpunina í augum fólks, gera hana tortryggilega. Hinar glæsilegu athafnir í tíð fyrr- verandi stjórnar hljóta jafnan að verða tengdar við nafn Áka Jakobssonar öllum öðrum fremur, þar sem hann var þá sjávarútvegsrnálaráðherra, enda er nú fullljóst að hann knúði með dugnaði sínum fram þær ýtrustu athafnir sem hugsanlegar voru þann stutta tíma sem nýsköpunarhug- sjón sósíalista mótaðí stjórnarstefnu á íslandi. Einnig dugnaður hans og athafnasemi hefur verið notað sem árásarefni, en ekki þarf annað en hugleiða hvernig farið hefði ef núverandi stjóm hefði átt að framkvæma ýms verkefni fyrrverandi stjómar til að komast að raun um haldleysi þeirra ásakana. Árásirnar á Áka Jakobsson em þannig hugsaðar sem árásir á sjálfa nýsköpunina, meginstefnu fyrrv. stjórnar. Ef takast mætti að sverta Áka Jakobsson og gerðir hans í augum almennings myndi núverandi ríkisstjórn losna við þyngsta áfellisdóm sínn, þann dóm sem sprettur af saman- * burði á afkösturn þessara tveggja stjórna. En þetta tekst ekki. Almenningur hefur daglega fyrir augunum árangur- inn af afköstum fyrrverandi stjóraar, og ekki sízt hin al- geru umskipti sem urðu í sjávarútvegsmálum meðan þessi mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar naut yfirstjórnar Áka Jakobssonar. Og vissulega má segja að það sé tákn- rænt þegar ráðherrarnir eru sífellt að tönnlast á síldar- verksmiðjunum nýju á Skagaströnd og Siglufirði. Þær verk- smiðjur gefa einmitt mynd af afköstum fyrrv. stjórnar, eru taldar fullkomnustu verksmiðjur í heimi; en hlið- stæðan hjá núverandi stjórn er ryðkláfurinn Hæringur, þetta aldurhnigna skip, sem keypt var svo að Jón Gunn- arsson gæti grætt á því, sem hefur verið neitað um haf- færisskírteini, sem ekki mun fást tryggt utan Reykjavíkur- hafnar, sem kostar þjóðina 100.000 kr. á hverjum mánuði og þar sem enn er ekki lokið við að bræða síldarslatta sem látinn var í vélarnar fyrir tæpu hálfu ári!I Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði og Skagaströnd annarsvegar en Hæringur hinsvegar, það er munurinn á fyrrverandi stjóm og núverandi, — munurinn á ráðherra- tíómi Áka Jakobssonár óg Jóhanns Þ. Jósefssonar. Öþolandi ástand strandferða. „Óánægður utan af landi“ send ir eftirfarandi línur: — „Óðum líður að því að Hekla verði tek- in frá strandferðunum. Þetta er víst síðasta ferðin hennar á ströndina. Esja fer eftir þennan túr að sækja þýzka fólkið, og það tekur sinn tíma sem eðli- legt er. En hvað tekur svo við með vörufl. á ströndina hjá Ríkisskip? Það hefur verið í vandræðum með að koma vör unum til fólks út á ströndina. Vörur sem eiga að fara til okk- ar út á land liggja hér í vöru- geymsluhúsum Ríkisskips túr eftir túr, og sjá allir, hvað þetta er bagalegt fyrir okkur úti á landi. — Það liggur skip í Reykjavík sem Ríkisskip á og heitir Súðin. Ekkert er gert við hana, og er hún þó í góðu standi, hef ég frétt. Hún hefur verið notuð handa okkur á ströndina í 18 ár og reynzt prýðilega, rúmar af vörum allt að því eins mikið og Esja og Hekla til saman; og þar að auki flytur hún mikið benzín. ★ Litlir fiskibátar í mis- jöfnu ásigkomulagi „Ríkisskip er að taka á leigu litla fiskibáta, og þá í misjöfnu ásigkomulagi. Það er krafa okk- ar úti á landi að vörurnar séu sendar okkur tafarlaust, en ekki látnar liggja mánuðum saman á afgreiðslunni. Ekki ætti að vera svo dýrt að gera Súðina út, þar sem olía er allt að því helmingi dýrari en kol, og eyðir hún litlu eldsneyti. Það þarf ekki að hugsa um að flytja farþega. Það fara flestir farþegar með flugvélum og bílum .... Það ætti að banna Ríkisskip að taka fiskibáta á leigu. Þeir eiga að veiða fisk, og með því fæst gjaldeyrir. Ríkisskip á að nota sín eigin skip, það hefur nóg við þau að gera ef þau eru rekin rétt. — Óánægður utanaf landi.“ -¥■ Einfalt ráð við erfiðum flöskuburði. Húsmóðir ein hefur sent bréf í tilefni af þeim ummælum um flöskumjólkina, sem hér voru höfð eftir íbúa í Fossvogi s. .1 sunnudag. Eru þar skynsamleg- ar athugasemdir, þannig t. d. þessi: „...... Það er hægt að gefa ósköp einfalt ráð til að komast hjá þessum erfiðleikum við að bera flöskurnar: Húsmæð urnar taka bara með sér ráp- tuðrurnar eða einhverjar aðrar skjóður og bera flöskurnar í þeim. Og þetta sama ráð getur gilt, þar sem karlarnir taka mjólkina með sér heim á kvöld in. Þeir geta öruggir skilið eftir skjóðurnar með hreinum flösk- um við dyr mjólkurbúðarinnar á morgnana, því að varla veit ist afgreiðslustúlkunum erfið- ara að þekkja sundur skjóður en brúsa ....... Mér gremst þegar fólk er með ónot út af um bótum, sem lengi hefur staðið á ...... En svona getur það látið af engu tilefni, þegar taka þarf upp ofurlítið breyttar venj- ur ...... Á.“ ★ Hvað þýðir millíbar? P. B. skrifar: — „Góði bæjar póstur! Geturðu frætt mig um hvað orðið millíbar þýðir. Sagt er, þegar veðurfregnir eru lesn ar í útvarpinu, að loftvog hafi verið svona mörg millíbar. Er það sama sem millimetrar? Mér þykir orðið leiðinlegt. Svo er reyndar um fleiri orð sem not- uð eru í útvarpinu, t. d. orðið „lisensíat." Það er lítið skemmti legt að heyra hamrað á þessu lisensiati oft á kvöldi. Mér finnst líklegt að íslenzkir mál- vísindamenn hljóti, að geta fund ið orð, sem skemmtilegra væri að hlýða. — Kær kveðja, P.B.“ — „Millíbar“ er einn þúsundasti úr „bari,“ segir Veðurstofan, en ,,bar“ er sú eining sem táknar venjulega loftþyngd og nálgast að vera 1. kg. á hvern fíatar- sentímetra. ★ Naraðsyn skönsmtunar. Að endingu er svo ein vísa, sem ónafngreind húsmóðir hef- ur sent: Ef að stjórnin annað sinn ygla skyldi fasið, elskulegi Elís minn ætti að skammta gasið. ★ ( 19.30 Þirgfréttir. ^ 20.30 Dagskrá sam vinnumanna: a) Ávarp (Vilhjálmur Árnason lögfræð- ingur). b) Samtal: Frá kaupfélögunum (Baldvin Þ. Kristjánsson erindreki og Gísli Guðmundsson fyrrum alþm.). c) Erindi: Sænska samvinnusamband ið fimmtíu ára (Haukur Jósefs- son). d) Upplestur: Raddir liðinna tíma (Magnús Guðmundsson, Hall- grímur Sigtryggsson, Harry Fred- eriksen, Sigurður Benediktsson og Uúðvík Hjaltason). e) Erindi: Sam vinnuskólinn þrjátíu ára (Lúðvílc Hjaltason). Ennfremur tónleikar. 22.05 Danslög (plötur). Nýlega opinberuðu trúlofun sina, ung- frú Áslaug B. Matthíasdóttir, Hverfisgötu 83 og (Sigurbjarni Krist- insson, sjómáður. Hátúni 21. Næturvörður er í Reykjavikur- apóteki. — Sími 1780. » I j Hjónunum Jar- , \' „ , s ' þrúði Bjarnason S A og Óla R. Georgs, [ V“ Hávallagötu 48, , W t fæddist 18 marka sonur í fyrradag, 23. maí. — Hjónunum Sigríði Eyj- ólfsdóttir og Helga M. Jónssyni, Fálkagötu 17, fæddist 15 marka sonur 12. maí. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, ung frú Gréta Run- ólfsdóttir, Vest- mannaeyjum og stud. jur. Stefán Guðjónsson, Laugaveg 4. Nýlega voru gefin saman i hjónaband, af séra Jóni Skagan, ungfrú Bryndís Jónsdótt- ir, Brjánsstöðum, Grímsnesi og Indriði Jónsson, málari, Njálsgötu 2, Reylcjavik. Ennfremur ungfrú Halldóra Jónsdóttir Brjánsstöðum Grímsnesi og Guðlaugur Gunnar Ágústsson ,sama stað. Hekla er væntan- leg frá Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi kl. 5—- 7 í dag. Flugvélar frá Loftleiðum fóru í gær til Vestmannaeyja, Hólmavíkur, Alcureyrar og Xsa- fjarðar. Gullfaxi er væntanlegur frá London og Prestvílc kl. 17.45 í kvöld. Flugvélar F. I. fóru í gær 5 ferðir til Vestmannaeyja og til Akureyrar, fram og til baka. Loks flaug Kataline-flugbáturinn með norðvesturströndinni til að athuga sigiingaleiðina. Blaðamannafélagið heldur fund að Hótel Borg á morgun kl. 3,30. rtÖFNI N. Akurey og Kári komu af veiðum í gærmorgun. Timburskip til Völ- undar kom hingað í fyrrakvöld. ÍSFISKSALAN: Þórólfur seldi 4080. vættir fyrir 5150 pund, 21. þ. ni. í Fleetwood. Tryyggvi gamli seldi 3108 vættir fyr ir 5947 pund. 23. þ. m. í Fieetwood. Xsborg seldi 277 smál., 21. þ. m. í Bremenhaven. Uranus seldi 300,6 smál., 23. þ. m. í Bremenhaven. Skúli Magnússon seldi 309,1 smál., 23. þ. m. í Cuxhaven. Xsólfur seldi 286,3 smál. 23. þ. m. í Bremenhav- en. Bjarnarey seldi 290,5 lestir, 24. þ. m. í Cuxhaven. Mótorskipið Goðaborg seldi 1399 vættir fj’rir 2993 pund, 23. þ. m. í Aberdeen. EINARSSON&ZOÉGA: Foldin er í Vcstmannaeyjum lestar frosinn fisk. Lingestroom er á Húsavik. RIKISSKIP: Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Hekla átti að fara frá Rvík kl. 22 í gærkvöld austur um land í hringferð. Herðubreið er á Vest- fjörðum. Skjaldbreið átti að fara frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld til Húna-flóa- Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhafna. Þyrill er í Reykja- vík. Oddur átti að fara frá Reykja vík kl. 18 í gær til Breiðafjarðar- hafna. Finnbjörn fór frá Reykja- vík um hádegi í gær til Xsafjarð- ar. seiiáls* í að taka kassakvittmlna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.