Þjóðviljinn - 31.05.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN . feriðjudagur- 31.. 'tnaá- 1949. PIÓÐVHJINN DteelaniU: Samelnlngarfloklr.ur alþýOu — Sóaíallataflokkuilnn Bitatjórai: lÆagnúa Kjartanason. Sigurður Guðmundsson (S,b>, Fróttaritatjóri: Jón Bjarnason. SlaSam.: Ari K&rason, Magníia Torfi Úlafason. Jónaa Árnaaon. EUtatjórn, afgrelðsla, auglýalngar, prentamiOJa, SkótavörðU’ atig U — Síml 7600 (þrjár Unu r) Áakrií'arvarð: kr. 12.00 & m&nuCl. — LauaaaöiuvarO 50 aur. alnt, PrentamlCJa ÞJóBvilJana b. t. öóalaiiataflokkurtnn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár linur) Hefði það getað gerzt hér? Mál Gerharts Eislers hefur að vonum vakið mikla athygli um allan heim, og beinist athyglin einkanlega að þrem atriðum: ofsóknaræði bandarísku stjómarinnar, sem beitir nákvæmlega sömu aðgerðum og nazistar Þýzkalands er Eisler flýði 1933, þýlyndi brezku sósíaldemókratastjórn- arinnar, sem lét taka Eisler nauðugan, samkvæmt skip- unum Bandaríkjastjórnar, um borð í pólsku skipi og draga hann á land með lögregluvaldi, og sjálfstæði þess brezka dómstóls sem lét Eisler lausan þrátt fyrir hótanir og ofur- vald beggja engilsaxnesku ríkisstjórn.anna. Sé sá dómstóll einkennandi fyrir brezkt réttarfar stendur það vissulega á háu stigi, eða öllu heldur á því sjálfsagða stigi sem felst í orðunum lög og réttur. Andspænis þessum athyglisverðu viðburðum mim mörgum íslendingum hafa komið í hug spurningin: Hefði þetta getað gerzt hér? Og það er hollt að spyrja sig þeirrar spurningar. Hugsum okkur að skipið sem flutti Gerhart Eisler hefði komið við í Reykjavík og bandaríska stjórnin hefði sent þeirri íslenzku þá fyrirskipun sem brezki sósíaldemókratinn Ede lét framkvæma af hvað mesta offorsi í heimalandi sínu. Enginn efast víst um að Bjarni Benediktsson hefði reynzt alger jafnoki hans að þýlyndi og lubbaskap, og þá hefði ekki staðið á lögi’eglu- stjóranum, nazistanum Sigurjóni Sigurðssyni, að senda sér- staklega valda lögregluþjóna til að framkvæma ofbeldis- verkið. En hvað hefðu dómstólarnir gert? Nú er það ekki einusinni víst að Bjarni Benediktsson hefði ómakað dómstólana í slíku máli. Mjög sennilegt er að hann hefði látið flytja flóttamanninn beina leið suður á Keflavíkurflugvöll og afhenda hann herraþjóðinni þar, því hér á landi ríkja ný sem kunnugt er tvenn lög og lög herraþjóðarinnar eru rétthærri. En jafnvel þótt dóm- stólarnir hefðu fengið að fjalla um málið, má ganga að því sem v.'su að niðurstaða þeirra hefði orðið í fullu sam- ræmi við kröfu Bandaríkjastjórnar og íslenzkra leppa henn- a.r. Sú ályktun er dregin af reynslu undangenginna ára, en á þeim tíma hefur þróunin sem kunnugt er orðið sú að dómsstólarnir hafa í æ ríkara mæli orðið pólitískt verk- færi ríkisstjórnarinnar, og var þó vissulega ekki á aftur- haldssjónarmið þeirra bætandi. En það hefur sem kunnugt er keyrt um þverbak hftir að Bjarni Benediktsson varð dómsmálaráðherra og eru ýms dæmi þess í fersku minni, t.d. hið ömurlega mál um stálþráðstækin þegar sakadómari Iét nota sig til einhverra lítilmannlegustu falsana, blekk- inga og ofsókna sem um getur í pólitískri sögu íslands. Hámarki sínu náði þessi þróun þó eftir atburðina 30. marz. I stað þess að framkvæma heiðarlega rannsókn á grundvelli laga og réttar var sakadómáraskrifstofan notuð til flokkspólitískra ofsókna. Eftir ábendingum $jálfstseðís- flokksins voru menn yfirheyrðir og fangelsaðir án hokkurs tilefnis og nokkurra saka. Eini tilgangur „rannsóknarinn ar“ var auðsjáanlega sá að búa til mál gegn einhverjum forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar og Sósialista- flokksins, en hinir raunverulegu sakamenn hafa verið látn- ir ósnertir. Málatilbúningurinn hefur hins vegar gengið illa, eins og vonlegt var, þótt söm sé gerðin. Hefði þetta getað gerzt hér? spyrja menn, þegar talað er um mál Eislers. Svarið hlýtur að verða neikvætt samkvæmt reynslu þeirri sem fengin er. Sú niðurstaða er ömurlegur vottur um réttarfarið á fslandi undir yfirstjóm fcandaríkjaleppsins og nýfasistans Bjarna Benediktssonar. Erindi: Sjóveidi Breta og- Amerílr.n manna; siðara erindi (Baldnr Bjarnason magister). 21.05 Tón- leikar (plötur). 21.15 Upplestur: „Á bekk með skáldum á hvítu torgi,“ smásaga eftir Elías Mar (höfundur les). 21.40 Tónleikar: Norrænir kórar syngja (plötur). Gamall maður hefur kindur. Hér vesturí bæ býr gamall maður sem hefur kindur; Þetta eru snemmbærur, og þao erú uppundir -sex vikur síéa:i a'.J fyrsta ósjálfbjarga jarm nýrra kynslóðar heyrðist útúr kofan- um þeirra. Og eftir örfáa daga var þ'arna fæddur fullskipaður kór nýrra kynslóðar. En það er ekki heppilegt að fæöast snemma á hörðu vori. Tílvera litlu lambanna í litla kof nnum hefur hingaðtil varla ver- iIS annað en konsert innanhúss, — sex vikna konsert innanhúss. Gamii maðurinn er reyndur bóndi, sem veit hvað litlum lömbum er fyrir beztu, og hann hleypir þeim ekki út nema helzt að heiðskírt só og sól og hlýtt í veðri. Og það hefur svo sjald- an verið sól og hlýtt í veðri á þessu vori. ★ Heyið hrcigur saman. Fyrir hálfum mánuði var heyið gamla mannsins — stóra heyið í haust — hnigið saman í sátustærð. Eg spurði hann þá, hvort það mundi endast unz hann sleppti fénu uppí afrétt. Já, hann var vongóður: „Þessi tugga endist rúma viku ennþá, og fyrir þann tíma hlýtur tíðin mætt yfir kulgráan Hljómskála gárðinn, þar sem hún, um sama leyti í fyrra, tindi af túni fífla og sóleyjar handa mömmu sinni. ★ Það vantar gamla bíla 22.05 Ávarp frá Bálfarafélagi Is- lands (Björn Ólafsson alþm.). 22.15 Vinsæl lög (plötur). — 22.30 Dag- skrárlok. I ^ Hjónunum Matt- f heu Guðmundsdótt ur og Ingimar Ein- arssyni, Rauðarár- stíg 5, fæddist 13 marka dóttir laug- ard. 28. maí. R. T. skrifar: — „Eins og all- ir vita tolla börnin illa á leik- völlunum .... Og það hefur fyrir löngu verið bent á hvers vegna þau vilja heldur leika sér annarsstaðar. Ástæðan er sú, að á leikvöllunum er ekki nógu mikið af þeim tækjum sem börn in sækjast fyrst og fremst eftir. .... Það á að koma þar fyrir gömlum bílum, bátum og jafn- vel flugvélaflökum fyrir strák- ana. Þar geta þeir gefið ímynd- unaraflinu lausan tauminn. En þessar eilífu rólur og sölt full- nægja ekki leikþörf þeirra nema skamma stund.. . Og fleira mætti nefna... Hvað lengi eigum við að bíða eftir því, að leikvellirnir séu gerðir svo úr garði að börnin fáist til að vera þar? R.T.“ Söfnin: Landsbókasafnið er opið kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga, þá kl. 10— 12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 1. —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bæjarbókasafnið er op- ið alla virka daga kl. 10—10, út- lán þá frá kl. 2, nema á laugar- dögum en þá er safnið opið kl. 1-4. Hekla er í Kph. Loftleiðir sendu flugvélar til Vest- mannaeyja og Ak- ureyrar í gær. Gull faxi fór í morgun til Prestvikur og London með 31 farþega. Væntan- legur hingaö annað kvöld. F. X. sendi flugvélar í gær til Vest- mannaeyja og Akureyrar. G E N G I Ð: Sterlingspund 26,22 100 bandarískir dollarar 650,50 100 svissneskir frankar 152,20 100 danskar krónur 135:57 100 norskar krónur 131,10 1000 franskir frankar 24.69 100 sænskar krónur 181,00 Næturvörður er í lyfjabúöirmi Iðunn. — Sími 79il. Næturakstur í nótt annast Litla bílstöðin. — Sími 1380. að hafa skánað svo að maður n ö F N I N. geti sleppt skjátunum. En langt er nú síðan ekki hafa verið nein ar fyrningar hjá mér.“ — Vik- an er sem sagt liðin, og önnur til, og það hefur ennþá ekki komið neinn vörubíll til að flytja féð bóndans uppað Lög- bergi, þar sem hann er vanur að sleppa því. Og heyið hans . —• stóra lieyið í haust -— hefur nú hnigið saman í svolitið dríli. Og konsertinn í kofanum litla heldur áfram. — Eg veit ekki hvernig þetta kann að fara. Búðanes kom af veiðum í gær- morgun og skipaði aflanum hér á land. Bjarnarey kom hingað í gær til að taka ís. ISFISKSALAN: Kaldbakur seldi 4978 kits fyrir 10706 pund, 27. þ. m. í Grimsby. Gylfi seldi 279 smálestir, 28. þ. m. í Hamborg. EINABSSON&ZOEGA: Foldin hefur væntanlega komið til Nevvcastle á sunnudag. Linge- stroom er í Hamgorg. Umferðakennsia við Melaskólaun. Að tilhlutan Slysavarnafélags Xs- lands og götulögreglunnar í Reykjavík, hefst umferðakennsla fyrir skólabörn í Melaskóla kl. 2 e. h. í dag á leikvangi skólans. Skólastjórinn mælist til þess að skólabörnin mæti á leikvangi á til settum tíma. Á uppstigningar- dag opinberuðu trúlofun sína, Birna Benediktsd. og Andrés Jón Bergmann Ásgeirs son, Ægisgötu 10. Euginn er ósnortinn. En það eru fleiri en bændur sem finna nú sárt til sólarleysis og kulda. Enginn er ósnortinn af tíðarfarinu. — Fyrir fáum dögum gekk ég t. d. með lítilli telpu gegnum Hljómskálagarð- inn. Hún var þungbúin, áhyggju full, og breytti ekki um svip, hversu sem ég gerði ,að gamni mínu við hana. Og þegar ég spurði, hvað kæmi til að hún gæti ekki htegið eins og venju- lega, svaraði-telpan með annari spurningu: ,,Af hverju eru ekki blóm einsog í fyrra." ★ Já, það bregðast margar von- ir í liörðu vori. Gamall bóndi. sem er vanur að eiga miklar fyrningar, horfir á hey sitt hníga að jafnsléttu meðan enn eru frost. Lítil telpa sem er vön að hlæja mikið, horfir rautta- BIKISSKIP: Esja fór frá Reykjavík kl. 18.00 í gærkvöld áieiðis til Þýzkalands. Hekla er væntanieg til Reykjavík-- ur í dag að vestan úr hringferð. Herðubreið er i Reykjavík. Skiald- breið var á Akureyri í gær. Þyrill er í Reykjavík. Oddur var í Stykk- ishólmi í gær. E I M S K I P : Brúarfoss er í Reykjavík, fer það an í kvöld 31.5. til Gautaborgar og Kaupmannahafnar. Dettifoss kom til Reyykjavíkur 29.5. frá Leith. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss fór frá Reykjavík 28.5. til Gauta- borgar og Kaupmannahafnar. Lag- arfoss fór frá Reykjavík 28.5. til Leith. Reykjafoss hefur væntan- lega farið frá Hamborg 28.5. til Hull. Selfoss er í Antwerpen. Tröllafoss fór frá New York 25.5. til Reykjavíkur. Vatnajökull fór frá Akureyri 25.5. til Grimsby og London. 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Tríó op. 11 í B-dúr fyrir pianó, klarí- nett og celló eftir Beethoven (Rögn- vaidur Sigurjónsson, Egill Jóns- son og dr. Heinz Edelstein). 20.40 Helgadóttir Leiðrétting. 1 ritdómnum um Dauðsmannsey hefur, í prentun, fallið niður orð úr einni setningu, og er hún þar með þveröfugrar meiningar við það sem vera á. Rétt er setningin þannig: En lýs- ing hins afbrýðisama eiginmanns... þarf ekki að vera ýtariegri ...... o. s. frv. B. B. Á morgun 1. júní verða gef- in , saman í hjónaband í Flatey á Breiða firði: Herdís Styrkar Svein- björnsson. Ennfremur: Birna Jóns dóttir og Ásbjörn Sveinbjörnsson, öll til heimilis í Reykjavík. ---- Sama dag eiga silfurbrúðkaup for eldrar brúðgumanna, hjónin Már- grét Guðmundsdóttir og Svein- björn Guðmundsson, kennari í Flatey.----Nýlega voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Kristbjörg Sigvaldadóttir, Snorrabraut 65 og Ásgeir Sigurðsson, stýrimaður, Lindargötu 42. Heimili ungu hjón- anna verður á Snorrabraut 69. Veðrið í dag: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi, víðast léttskýjað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.