Þjóðviljinn - 12.06.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.06.1949, Blaðsíða 3
.12. júní ■rmm !W'í|i,||['1.1" 1949, WÓÐVILJINN 'iyiL ■ IwBgW SÓL OG MENN Með ljóðabók sinni „Vort daglega brauð“, sem kom út ár- ið 1935 og hlaut svo góðar við- tökur, að hún kom út í annari útgáfu 1946, sannaði Vilhjálm nr frá Skáholti ótvírætt að hann var gott ljóðskáld, sem full ástæða var til að vænta mikils af, enda spáðu margir vinir hans því að hann ætti eft- ir að skipa eitt virðulegasta sæti á ljóðskáldabekk þjóðar- innar. Kom þar aðallega tvennt til. Kvæði hans voru flest frum- leg; kraftmikil og persónuleg og nokkur þeirra með því betra, sem fram hefur komið í ís- lenzkri ljóðagerð á seinni árum. Má þar sérstaklega nefna hið bráðsnjalla kvæði: „Jesús Kristur og ég“. Og mér er nær að halda að hinn húmoriski tónn í þessari kvæðabók Vil- hjáims hafi haft mikil áhrif á önnur ljóðskáld, sem nú hafa hlotið mikinn frama og eru gerð góð skil í bókmenntasögu Kristins Andréssonar, þó að Vilhjálmur sé ekki nefndur á nafn í þeirri ágætu bók. Annað var það að höfundur „Vors dag legs brauðs“ var Reykvíkingur, fríður og föngulegur maður (en þannig vill alþýða manna gjarnan hafa skáldin), skáld- legur í háttum sínum og vel til vina í höfuðborginni og þótti líklegur mjög til að afsanna þá fullyrðingu Hriflu-Jónasar að stórskáld gætu ekki sprottið upp úr reykvískiun jarððvegi, heldur yrðu þau að alast upp í sveitinni og þá víst helzt í Suður-Þingeyjarsýslu. Nú hefur Vilhjálmur eftir góða hvíld sent frá sér nýja Ijóðabók, sem hann nefnir: Sói og menn. Við lestur þessarar nýju Ijóðabókar Vilhjálms verður manni strax ljóst að Vilhjálm- ur vandar nú málfar sitt betur en áður. Kvæðin eru því yfir- leitt jafnari að gæðum en i fyrri ljóðabókum hans og nokk- ur þeirra ágætlega ort eins og t. d. kvæðið um Nordahl Grieg, Pourquoi pas? og Dúna. Eins 0g Vilhjálms var von og vísa koma víða fram skáldleg til- þrif í kvæðunum og vantar stundum ekki nema herzlumun- inn að honum hafi tekizt að skapa heilste>rpt listaverk, en eins saknar maður frá fyrri ljóðabók hans: það , er húmor- inn og krafturinn, sem ein- kenndu kvæði eins og „Jesús Kristur og ég“ og „Sonur verka mannsins“. Hvað kemur til? Þeir sem þekkja Vilhjálm vita að hann á þetta hvortveggja enn í rík- um mæli. Eg fæ ekki betur séð en að hann hafi orðið fyrir mið ur heppilegum áhrifum af hinni blóðlausu fegurðardýrkun, sem einkennir svo mjög ljóðagerð margra yngri skálda, allt frá Tómasi Guðmundssyni til Hann esar Sigfússonar. Þetta eilífa kvak um sól og safírbláma, blóm og vatnsföll. Vilhjálmur hefði getað sér alveg að skað- lausu ort minna um sól og meira um menn. Eg verð þvi miður að játa að mér finnst að Vilhjálmi hafi ekki tekizt með þessari nýju Ijóðábók sinni að uppfylla þau glæstu fyrirheit, sem hann gaf með „Voru daglega brauði“, og hann verði því að gera bet- ur ef hann vill persónulega verða til að afsanna þá kenn- ingu Jónasar frá Hriflu að stórskáld geti ekki sprottið upp úr jarðvegi höfuðborgarinnar. S. H. M. Tímarit Þjóðrœknisfélagsins Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga, 30. árg., 1948. Fyrir skömmu barst mér í hendur síðasti árgangur af Tíma riti Þjóðrækisfélags Islendinga í Vesturheimi. Þetta hefti er sér staklega helgað þrjátíu ára af- mæli Þjóðræknisfélags Islend- inga í Vesturheimi. Vesturíslend ingar voru nýlega að halda upp á þetta afmæli. Arnars halda þeir árlega svokölluð þjóð- ræknisþing.. Þar koma þeir sara an, sem tölc hafa á því, og ræða sín sérstöku og sameigin- legu áhugamál. Það er ánægjulegt að opna og lesa slík rit sem Tímaritið, jafn ágætt að öllum frágangi, 1 jafnt að því er snertir efnisval og höfunda og ytra útlit. Við get- um naumast krafizt þess að landar okkar vestra geri betur í íslenzkri bókagerð, með þeirri aðstöðu er þeir hafa til slíkrar bókaútgáfu, miðað við okkur hér heima. Tímaritið er vottur þeirrar viðleitni margra Vestur- íslendinga að viðhalda hjá sér og niðjum sínum þekkingu á ís- lenzkri tungu og bókmenntum. Það hefur vakið nokkra undrun að í ekki fjölmennari hópi held ur en Vesturíslendingar eru, skuli hafa komið fram jafn margir afburðamenn á f jölmörg um sviðum, menn, sem ekki ein ungis sköruðu framúr í hópi Is- lendinga sjálfra, heldur vöktu á sér sérstaka athygli í sinu nýja þjóðfélagi. Síðasta stóra fram- SKÁK Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON tak þeirra á þessu sviði er stofn un kennslustóls í íslenzku og ís- lenzkum fræðum við Manitoba- háskóla. Þeir eru nú á góðri leið með að safna nægilegum höfuðstól til þess að tryggt sé, að vextirnir af honum nægi til að standast þann kostnað, sem af þessu leiðir. Þetta síðasta hefti Timarits- ins er þrítugasti árgangur þess. Efni þess er fjölbreytt að vanda og er eins og áður að mestu helgað íslenzkum bókmenntum og tungu og íslenzkri mann- fræði. Fyrst má nefna grein um skáldið og tónlistarmanninn Jón as Pálsson frá Norður-Reykj- um í Hálsasveit, eftir séra Hall dór E. Johnson, prýðilega skrif aða og skemmtilega aflestrar. Jónas átti við skort að búa í uppvextinum og gerði það hon- um erfiðara fyrir að stunda það nám er hugur hans hneigðist til. Hann missti ungur föður sinn og þurfti þá að fara til vanda- lausra. Hann lenti á efnaheimili, sem hefði átt að geta boðið hon- um. góða kosti. En vistin þar reyndist honum svo bág, að móðir hans sá þann kost vænst- an að taka drenginn þaðan aft- ur til að bjarga honum frá verri afleiðingum. Þessi reynsla mun hafa haft mikil og varanleg á- hrif á sveininn, því að skömmu síðar kvað hann: „Er heilsar okkur unaðs- fagurt vor og allt er glatt og fuglar Fróttir Max Euwe tefldi á skákmóti í Kaupmannahöfn í fyrra mán- uði. Ásamt honum tefldu sjö danskir skákmenn: Bræðurnir Harald og Jens Enevoldsen Hartvig Nielsen, Th. Haahr, M. Kupferstich, H. Norman- Hansen og Julius Nielsen. Euwe varð efstur en að öðru leyti eru úrslit mótsins ekki kunn ennþá. Frá Danmörku ætl ar Euwe til Júgóslavíu og mun tefla þar einvígi við Pirc, einn frægasta skákmeistara úgó- slava. Fyrir skömmu hafa Danir ’ tekið upp þann sið að tefla í fimm stunda lotum. Á þessum tíma er leikið 45 leikjum. Með þessu móti fækkar biðskákun- um um allan helming. Á mót- inu í Höfn hófust skákirnar klukkan sjö en hætt var að tefla á miðnætti. Svipaður hátt- ur var hafður á skákþingunum í Svíþjóð í fyrrasumar. Senni- legt er að þessi háttur ryðji sér til rúms, því að flest er vinnandi til að fækka biðskák- unum. Tafllok Lítum á þessa stöðu: Hvítur Kcl —Bb8—Ph6; svartur Kh4— Bd4—Pe5. Við fyrstu athugun virðist skákin hljóta að verða jafntefli; hvíti kóngurinn stöðv syngja oss yfir, þá er það bágt að fólkið hrynji úr hor og hungrað, tálgað, skinið það, sem lifir,“ og síðar: „Það þyrfti að kaupa hundr að hesta af skóg til að hýða þetta pakk á hverjum degi.“ Jónas Pálsson var hálfbróðir Páls S. Pálssonar, auglýsinga stjóra Heimskringlu, sem hefur gefið út ljóðabækurnar „Norður Reykir“ og „Skilarétt.“ Allir hafa þeir bræður verið hinir merkustu menn og hafa mikið látið ýmiskonar félagsmál til sín taka í sínum byggðarlögum. Næst má nefna fróðlega grein um annað skáld og listamann, hér heima, Austfirðinginn Rík- arð Jónsson myndhöggvara, sem allir Islendingar kannast við. Eg ætla ekki að fjölyrða um hana frekar. Hún er eftir dr. Richard Beck prófessor. Eg vil bara ráðleggja mönnum að lesa þessa grein sjálfir. Framh. á 7. síðu. ar svarta peðið og svartur þarf aðeins að leika e5—e4 til þess að biskupinn ráði upp- komureit hvíta peðsins. En hvítur getur gert eina vinningstilraun: 1. Bb8—a7! Svartur má ekki taka biskup- inn því að þá rennur peðið upp og heldur ekki láta biskup sinn standa kyrran. (Ef 1. Kg5 þá auðv. ekki BxB, KxP með jafntefli, heldur 2. h6— h7 o. s. frv.). Svartur verður því að leika biskupnum: 1. — Bd4—al. Hvítur reynir nú að veiða biskupinn: 2. Kcl—bl Bal—c3 3. Kbl—c2 Bc3—al, en það er sýnilega ekki hægt. Hvíta kónginn vantar ekki nema einn leik í að komast á e4 og tryggja upp- komu peðsins. Þarna skilur einn leikur milli jafnteflis og vinnings. Skyldi vera alveg ó- kleift að græða þann leik? Við athugum allar aðstæður sem gaumgæfilegast einu sinni enn. Er hægt að leika 4. Ba7—d4? Leikurinn er ekki jafn fárán- legur og hann sýnist því að ef e5xd4 þá Ke2—d3 og hvíta peðið rennur upp. En svartur getur líka drepið með biskupn- um?! Þá tryggir Kd3 engu að síður uppkomu hvíta peðsins. Niðurstaðan verður því sú að hvítur vinnur. Svona stöður sýna ljóslega hve erfið skákin er viðfangs og hve auðveldlega mönnum getur sézt yfir atriði sem kunna að skera úr um vinning eða tap. Mótbragð Falkbeers Schiösser 1. e2—e4 2. f2—e4 3. e4xd5 4. e2—d3 5. d3xe4 6. Rgl—f3 7. Ddl—e2 N. N. e7—e5 d7—d5 e5—e4 Rg8—f6 Rf6xe4 Bf8—c5 f7—f5 7. Bf5 er talinn bezti leik- ur svarts í þessari stöðu. Sá leikur felur að vísu í sér mann- fórn: 8. g4 0—0! 9. gxf5 He8, en svartur nær þá góðri sókn. 8. Rf3—d2! 0—0 9. Rd2xe4 f5xe4 10. Bcl—e3 Dd8xd5 ? Þessi eðlilegi leikur tapar skákinni. Svartur gleymir því að maður sem hefur það hlut- • verk að valda annan verður að standa öruggur sjálfur. 11. De2—c4! og svartur . gafst upp því að hann tapar manni. 11. Rc3 gerir ekki sama gagn því að svartur á svarið 11. — Bb4. iiiiiiiiiiiiinuif 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111' itiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiini iiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii i Lesíö Bókmenntasögu Kristins Andréssonar BókabúS Máls og menningar, Laugaveg 19. I •" V -"™r iiiieiflimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiniiii iiiiiiiimiiiiiiiiiiiimmmiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiimmm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.