Þjóðviljinn - 17.06.1949, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.06.1949, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN 7 Smácsuglýsingar (KOSTA AÐEINS 50 AUKA OBÐIÐ) Föstudagur 17. júní 1949 Skrifstofa- oa heimilis vélaviðgerðir Sylgja, Laufásveg 19a Sími 2656. Karlmaimaiöt. Greiðum hæsta verð fyrir lítið slitin karlmannaföt, gólf teppi, sportvörur, graramó- fónplötur o. m. fl. Kem samdægurs. VÖEUSALINN Skólavörðustíg 4. — SlMI 6682. . Bóhiærsla Tek að mér bókhald og upp- gjör fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga. Jakob J. Jakobíison Sími 5630 og 1453 D f A N A R allar stærðir fjrirliggjandi, Hásgagnavinnustofan, Bergþórug. 11. — Sími 818S0 Húsgögn, karlmaimaföt Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föf <->cr -marst fleira. Sækjum — sondum. SÖLUSKALINN Klapparstíg 11 — Sími 2926 lýmmgarsala. Seljum í dag og næstu daga mjög ódýran herra- fatnað og allskonar húsgögn. Fornverzhmin Grettisg. 45, sími 5691. FasleignasökmiðstöSm Læbjargötu 10B. - Sími 6530 annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar o. fl. í um- boði Jóns Finnbogasonar fyrir Sjóvátryggingafélag Islands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, á öðr- um tímum eftir samkomu- lagi. E G G Daglega ný egg soðin og hrá. KAFFISTOFAN Hafnarstræti 16. Biiieiðaraflagnii Ari Guðmundsson. — Sími 6064. Hverfisgötu 94. Ullartuskac Kaupum hreinar ullartuskur Baldursgötu 30. Hieingeiningar, Vanir og vandvirkir menn. Upplýsingar í síma 2597. I VíSsjá eru úrvals greinar, ferða- sögur, smásögur, skákþraut- ir, bridge, krossgátur o.fl. Kostar aðeins 5 krónur. Tímaritið Víðsjá. Kailmaimaföt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt og m. fl. Sækjum — Sendum. SÖLUSKÁLINN Laugaveg 57. — Sími 81870. j .........— .. 1 -----< Eagnar ðlaissou bæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Von- arstræti 12. — Sími 5999. Vöruveitan kaupir allskonar gagnlegar og eftirsóttar vörur. Bovrgum við móttöku. VÖRUVELTAN Hverfisgötu 59 — Sími 6922 —* Kaffisala — Munið Kaffisöluna í Hafnar- stræti 16. ------------------------- Lögfiæðingai Áki Jakobsson og Kristján Eiríkssonar, Laugavegi 27, I. hæð. — Sími 1453. MINNIN G AKSP JÖLD Samband ísl. berklasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöð- um: Skrifstofu sambandsins, Austurstræti 9, Hljóðfæra- verzlun Sigríðar Helgadótt- ur, Lækjarg. 2, Hirti Hjart- arsyni Bræðraborgarstíg 1, Máli og menningu, Laugaveg 19, Hafliðabúð, Njálsgötu 1, Bókabúð Sigvalda Þorsteins- sonar, Efstasundi 28, Bóka- búð Þorv. Bjarnasonar, Hafn arfirði, og hjá trúnaðarmönn um sambandsins um land allt. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu. Eg segi frá þessu atviki ef ske kynni einhver gæti upplýst hvort kaupmönnum leyfist slíkt háttálag s( m þetta.“ * Smáfluga á 12 krónur. Og maðurinn lauk máli sínu á þessa leið: „Annars finnst mér að verðlagsstjóri mætti gjarnan líta inn í þær verzlanir sem selja veiðigræjur og kikka ofurlítið á verðmiðana. Því sann leikurinn er sá, að okrið með þessar vörur virðist næstum skefjalaust. Verðið á einni smá- flugu er t. d. 10—12 krónur, — og annað eftir því.“ Úr ræðu Katrínar Thoroddsen Frajtnhald af 5. síðn dulizt að þar átti ísland for- mælendur fáa, en Bandaríkin það margt handgenginna manna að kröfurnar hefðu getað náð samþykki Alþingis. En þá kom babb í bátinn. Þjóðin reis upp undir forustu Sósíalistaflokksins og annarra þjóðhollra manna og andmælti kröfum Bandaríkjastjórnar af slíkum þunga að hinir hand- gengnu sáu sitt óvænna og treystust ekki til að fylgja þeim fram, með því líka að kosn- ingár1 fóru í hönd. Því varð úr' að : herstöðvarbeiðninni var hafnað, en ekki af þeirri ein- beittni sem skyldi, enda mun BandaríkjastjÖrn hafa verið með í ráðum. Og nú skyldi brögðum böitt. Eftir kosningar gerði Banda- ríkjastjórn út sérstakán út- sendara, Cumming að nafn.i, til að segja fyrir verkum, hvaða aðferðir skyldu við hafðar og hvernig framkvæmdum skyldi hagað. Bandaríkin skyldu sætta sig við að fá herstöðvarnar í áföngum, í stað einnar lotu, en að því þó tilskyldu að ekki yrði á íslandi þjóðholl stjórn, þ. e. a. s. engir sósíalistar í stjórn. Seinna var svo fyrsta stjórn Álþýðuflokksins á ís- landi mynduð. Fyrir kosningarnar 1946 hétu allir frambjóðendur trúnaði við íslenzkán málstað, að undan- skildum Jónasi Jónssyni og Birni Ólafssyni. Að kosningum loknum kom á daginn að þar ^ar af litlum heilindum mælt. Fjörráð þeirra Ólafs Tliors og ameríska útsendarans birtust fyrst í Keflavíkursamningnum sem Ólafur Thors lagði fram með þeim skilaboðum að Banda ríkjastjórn gerði það að skil- yrði fyrir, að standa við orð sín í hervcrndarsáttmálanum, að þau fengju herstöð í Kefla- J vík, að vísu' ekki þannig orðað I en þó þannig meint. Herstöð- inni var lýst sem cinskonar sæluhúsi fyrir lofthrakta menn, En þótt íslenzk álþýða sé öll- um þjóðum örlátari og hjálp- fúsari gat hún ekki sýnt þá rausn áð lána ; óræktarmela til þessarar mannúðarstarfsemi og enn reis hún upp til öflugra andmæla. En nu voru kosning- ar afstáðnar og nú rufu 32 þing menn trúnað sinn við land og þjóð og eigin drengskaparheii og samþykktu flugvallarsamn- inginn alræmda, illu heilli. Á samningsuppkastinu fcng ust gerðar hér á Al- þingi ofurlitlar breytingar og það þrátt fyrir margendurtekn- ar fullyrðingar Ólafs Thors um hio gagnstæða en fum hans var svo mikið í fjálgleikanum að sýna Bandaríkjastjórn holl- ustu sína, harðfylgi og völd, að ekki hafði hann gefið sér tíma: til £\ð láta þýða plaggið á skammlaust íslenzkt mál, og þaðan af síður ætlað nokkurn j tíma til að það yrdi athugað og rætt eða borið undir þjóð- aratkvæðagreiðslu. Samningn- um var flaustrað af í flýti og ffamkvæmd hans hefur verið með þeim hætti að hagur ís- lendinga og 'réttur hefur verið látlaust fyrir boro borinn, ís- lenzk lög margbrotin og þver- brotin, og það allt saman óá- talið af núverandi dómsmála- ráðherra Bjarna.Benediktssyni. Eftirlitið af hans hálfu hefur verið slíkt að jafnvel hér á Alþingi, sem þó er skipað skap- litlum mönnum sem honum erú eftirlátir og auðsveipir svo um munar, þorði hann ekki að láta þingsályktunartillögu sem Áki Jakobsson flutti hér á 'þingi í fyrrahaust fá þinglega meðferð og athugast í nefnd. I'.r, Eins og marká má af þessu er það óhamingja Islands að á þessum örlagaríkustu tímum er það ver á vegi statt að þvi er mannval áhrærir í ábyrgðar- miklum stöðum en nokkru sinni fyrr í öllum sínum hörmungum og nauð á öldum áður. Með stjórn landsins fara á örlaga-j tímum ótrúir merin og dyggoa- snauðir, lítilsigldir og illvilj- aðir, hugdeigir og hæfileika- snauðir erindrekar erlends valds, ef dæma skal eftir af- leiðingum gerða þeirra og af- rekum öllum. fer frá Reykjavík kl. 22.00 í kvöld -til Glasgow. Farþegar þurfa að vera komn ir um borð kl. 20.30. Þéir farþegar sem óska að hafa með sér íslenzka peninga til afnota um borð í skipinu komi í skrifstofu vora kl. 13— 14 í dag. SKÁKKEPPNIN Framh. af 8. síðu Guðmund Guðmundsson, 8. B. Friðrik Ólafsson gerði jafntefli við Björri Jóhannesson, 9. Borð Gunnar Gunnarsson vann Skúla Ágústsson, 10. Borð Ingvar Ás mundsson vaWn Guðmund Jó- hannsson. íslenzku valdi, í hendur og um- sjá annarra kynkvísla, annarra þjóða, annarra ríkisstjórna. Það er staðreynd, sem enginn og ekkert fær um þokað, meðan. íslenzk þjóð enn er í tölu lif- enda og byggir þetta lantí; og íslenzka þjóðin er enn á lífi og hefur ekki í hyggju að yfir- . gefa ísland né láta af hendi eða afsala sér neinum af rétt- indum sínum undir vald erlend- ra þjóða. Lagasamþykktir og samning- ar gerðir, af hálfu Alþingis, er í þá átt ganga, að skerca lands- réttindi Islendinga geta því aldrei orðið bindandi fyrir hina íslenzku þjóð hversu rammlega sem frá þeim er gengið, en þær geta ef illa, tekst til, f jötrað þjóðina um, ófyrirsjáanlega framtíð, meitt hana og jafnvel myrt. Og því hvíiir svo þung ábyrgð á al- þingismönnum nú, aldrei méiri og aldrei þyngri en einmitt nú, og því verður aldrei of brýnt fyrir íslenzkum alþingismöriri- jum að sjást vel fýrir og gæta þess vandlega, að játa ekki á þjóðina, á þroskaða og óþrosií- aða þjóðfólagéþagna, á ókomnar kynslóðir, já, einmitt allra síst þær, neitt það er skerði réttindi landsins og frelsi íslendinga. Aðgæzlan er öllum hent. - og alltaf hent, en þó rícíur engma j öðrum meir á henni en örlítilli smáþjóð, sem á land sitt, fjör og frelsi að verja fyrir ásælni og ágengni eins öflugasta' og ósvífnasta. auðvaldsríkis heims- ins. Kjörnum fulltrúuni þjóðar, sem aðeins-fyrir skömmu síðan hefir losnað úr margra alda ánauð og sem nú er í slíkum vanda stödd, er vissulega skylt að vaka á verðinum og viðhafa fyllstu gætni í gjörcum sínum öllum. Það ætti að vera með öllu óþarfi að hvetja Alþingi Islendinga, að livetja ríkis- jstjórn íslands til gætni og var- ! úðar þegar svo mikið er i húfi j og raun ber vitni um: Ættjörð- i in sjálf í yfirvofandi hættu, j meiri hættu en nokkru sinni j fyrr, fullveldi landsins stefnt ! í voða og landsréttindi, tunga, j menning, frglsi og jafnvel líf þjóðarinnar í veði ef ógæfu- samlega tekst til. Og svo er það fnllyrði ég, ef svo hörmu- lega fer að sáttmáli sá sem hér liggur fyrir er gerður. Þennan sáttmála má ekki samþykkja, er ekki hægt að samþykkja. Þetta virðulega Alþingi, þessi samkoma 52ja liáttvirtra þingmanna, liefur hvorki nokkra heimild, né hið minnsta vald, til þess að veita fullgild, samþykk svör við til- boði því, sem hér lig'gur fýrir. T'il þess skortir Alþingi bæði lagalegan og siðferðilegan rctt. Hvorki sú kynslóð Islendinga, sem nú er uppi, né nokkur önnur er þess umkomin að veita slíkt vald, slíkan rétt. ísland hefur verið, er og verður ávallt ævarandi eign hins íslenzka ættbálks. Ættaróðal sem ekki er hægt að farga, ekki er hægt að ráðstafa undan íslenzkum lögum, íslenzkum yfirráðum, — Islanásmötið Framh. af 3. síðu. er gamall kunningi úr reyk- vískri knattspyrnu, Magnús Kristjánsson úr Fram, sem nii býr þar uppfrá, og virðist hon- um ekki hafa farið mikið aftur frá þeim ,,gömlu góðu“ dögum. Valur reyndi að þessu sinni nýjan markmann sem virðist lofa góðu. Annars voru Halldcr Halldórsson, Sigurður og Gunn- ar beztu menn liðsins. Syeinn Helgason virðist vera að ná sér upp aftur. Veður var gott og áhorfendur nokkuð margir. Dómari var Þorlákur Þórðar- son og dæmdi nokkuð vel. . Eftir fimm leiki mótsins standa stig þannig: KR 3. Akur nesingar 2. Vikingur 2. Fram 2 og Valur 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.