Þjóðviljinn - 25.06.1949, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1949, Blaðsíða 1
VILJINN ÆF.R, 14. árgangur. Laúgardagur 25. .júní 1949. 136. tölublað. Farið verður í skálama í dag, laugardag kl. 2 e. h, frá Þórsg. 1. Félagar f jölmennið. t, Skálastjórn. Vaxandi mótmæli gegn komm- únistaoisóknum í U.S.A. Almenningi í Bandaríkjunum verður nú æ bet- ur ljóst hið sanna eðli þeirra ofsókna, sem hin afturhaldssömu stjórnarvöld landsins hafa hafið gegn kommúnistum og öðrum frjálslyndum mönn- um. — Mótmæli gegn ofsóknum þessum eflast með degi hverjum. 1 Massachusetts-fylki hafa verið farnar fjölmennar mót- mælagöngur til heimila fylkis- þingmanna, og þess krafizt að þeir beittu sér gegn lögum um kúgunarráðstafanir gegn kommúnistum og frjálslyndum öflum öðrum. Forgöngu fyrir mótmælagöngum þessum höfðu ýmsir þekktir menntamenn og verkalýðsleiðtogar. Sámskonar mótmælafundir hafa verið haldnir í Illinois og fleiri fylkjum. Á þingi Minne- sotafylkis lá fyrir frumvarp um aukin kúgunarlög gegn komm- únistum, en þingmenn þorðu ekki að samþykkja það vegna þess hve andúð almennings á því var mikil. Fjögur afturhalds blöð í ríkinu sáu sér jafnvel ekki annað fært en mæla gegn því, að það yrði samþykkt! Bandaríski og egypzk! sMp stöðvuð af ICuommtanghsisMpum Herskip Kuómintangstjórnar- innar stöðvuðu í gær bandarískt skip, 24.000 tonna flutninga- skip, fyrir utan Shanghai. Var skip þetta á leið frá Shanghai til Japan. Voru hafnsögum. þess fluttir yfir í herskipið, en því síðan leyft að halda áfram. — Sömuleiðis stöðvaði kuomintang herskip egypzkt flutningaskip í mynni Jangtze-fljóts í gær. Skip þetta var líka á leið til Japan.! -—• Kuomintang-stjórnin hefur, tilkynnt, að bann það sem hún hefur lagt "á hafnir, sem komm| únistar ráði yfir, gangi að fullu í gildi á morgun. Kosningar í Sýrlandi í dag verða kosningar í Sýr- landi. Kjósa skal forseta lands- ins. Aðeins einn frambjóð- andi er í kjöri, Husni Zaim ofursti, sem kollvarpaði fyrri stjórn landsins fyrir þrem mán uðum. — Skal fólk nú lýsa vel- þóknun sinni á stjórnaraðgerð um hans og samþykkja nýja stjórnarskrá. Hagnaður Ólympíunefndar 200 þús. kr. Ólympíunefnd íslands hélt fund 20. þ. m. þar sem hún af- henti stjórn Iþróttasambands Is lands skýrslu um störf ólympíu- nefndarinnar . Reikningar nefndarinnar sýna kr. 200 081,79 hagnað af starli hennar og var fénu ráðstafað í Ólympíusjóð Islands, sem Framhald á 6. síðu. Hin sósíaldemókratíska borgar- stjóro Hafnar vill ekki heiðra Nexö áttræðan Þaz myirada mesm íélög 10 að iteiia aö bozga skall! Frönsk stjórnarvöld eiga nú við að stríða einkennileg félög, sem fólk í mörgum borgum hef- stofnað með sér. Félög þessi hafa það sem sé efst á stefnu skrá sinni, að sameina fólk um að neita að greiða skatta! Olía finiisi i Auðugar olíulindir hafa fund- izt í Pódalnum á Italíu og or talið, að þar sé mikið olíusvæði. Sex olíulindir hafa þegar verið opnaðar. 40% af hráolíunni er benzín. Líkur eru taldar á að þegar oliulindirnar eru fullnýtt ar verði ítalía sjálfri sér nóg um olíu og methangas, sem kemur úr jörð með olíunni geti að mestu uppfyllt kolaþörf ítalíu. jöiia uppeldis- máiaþingið Sjöunda St. Eriks alþjóðlega bands ísl .barnakcnnara hófst í gær, og setti Ingimar Jóhannes- son forseti sambandsins það með ræðu. Aðalverkefni þings- ins er vernd barna og unglinga og stendur barnaverndarráð einnig að þinginu. Að lokinni þingsetningarræðu forseta sambandsins flutti Bjarni Ásgeirsson ávarp í for- föllum menntamálaráðherra. Forsetar þingsins voru kjörn ir Eiríkur Sigurðsson, Akureyri, Sveinn Gunnlaugsson Flateyri og Gunnar Gunnarsson, Reykja vík. Ritarar voru kjörnir: Sig- fús Jóelsson, Guðmundur Páls- son og Jónas Eysteinsson. Kl. 11 flutti dr. Matthías Jón asson erindi sittManngildi af- brotabarna. Kl. 2 hófst erinJi dr. Símons Jóh. Ágústssonar: Starf og starfskilyrði barna- verndarnefnda, flutti Sigurður Magnússon það í fjarveru höf- undar. Þvínæst hófust umræð- ur. Kosin var 11 manna nefnd til að undirbúa ályktanir um ao almál þingsins, vernd barna og unglinga. Þingfundir hefjast aftur í dag'kl. 10 f. h. Kl. 2 flytur frú Bodil Begtrup .sendiherra Dana, erindi um barnavernd hjá Sam- einuðu þ.jóðunum. LastdbÚRa«*a*verk!allmu lokið á Italíu Verkfalli landbúnaðarverka- manna á Italíu er nú lokið. Hafa landeigendur gengið að kröfum verkamanna um at- vinnu- og sjúkratryggingar og aðrar kjarabætur. — Verkfall þetta stóð í 40 daga. Vísir lýsir stjórnarstefn- unm I leiðara Vísis í gær er að finna þessa kjarngóðu lýs- ingu á árangri þeirrar aftur- haldsstjórnar sem nú hefur setið að völdum í hálft þriðja ár: „Kaupmáttiir almennings er lítill og i'er rénandi. Engiim launþegi er ofsæll af því sem hann ber úr býtum, og eliki verður annað séð, en að lág- launamenn hljóti að lifa sult arlífi, jafiíframt því, sem at- vinnureksturinn dregst sam- an og atvinnuleysið bíður framundan. Verðlag á út- flutningsafurðunum fer lækk amli og vafalaust fáum við ekki selt vöruna á næsta ári fyriy sama verð og fyrir hana fæst nú.“ Skyldi ekki vera tími til kominn að skipta um stjórn? En alþýða borgarinnar íjölmennir á Ráðhústozgil annað kvöld til að votta hanum virðingu sína Borgarstjórn Kaupmannahafnar, sem kratar hafa meiri- hluta í, hefur ekki séð ástæðu til að heiðra hinn mikla danska rithöfund, Martin Andersen Nexö, í tilefni áttræðisafmæli3 hans, sem er á morgun. Borgarstjórnin þykist engar þakkir þurfa að færa þessum manni, sem ávallt hefur staðið fremst í baráttunni fyrir réttindum danskrar alþýðu og borið hróður danskrar menningar um öll lönd heims. En tómlæti borgarstjórnar- innar í þessum efnum hefur að- eins orðið til að efla vilja al- þýðunnar í Kaupmannahöfn til að votta skáldinu virðingu sina á sem eftirminnilegastan hátt. Þrjá blysfarið verða farnar um borgina annað kvöld til heiðurs skáldinu. — Verður safnazt saman á þrem stöðum, á Grönt- torgi, Vesturbrúartorgi og Is- landsbryggju, og þaðan fara fylltingarnar þrjá með blys á lofti til Ráðhússtorgsins, bar sem hátíðleg athöfn hefst kl. 11, til heiðurs Nexö. Hátíðazhöidum fzestað í Mollandí vegna flug- slyssins á ItaSía Hátíðahöldum þeim, sem hafa átti í dag í tilefni af--því, að nú eru 40 ár. liðin síðan fyrsta flugferðin var farin yfir Hollandi, hefur verið frestað vegna flugslyssins, sem varð yfir Italíu í fyrradag, þegar hollenzk flugvél hrapaði og 33 menn fórust. — I gær höfðu að- eins fundizt 23 lík þeirra sem fórust; var hægt að þekkja 19 þeirra. Vinátlusamningur Tékka og Ung- verja undirritaður I fyrrakvöld var undirritaður í Prag samningur um vináttu og gagnkvæma aðstoð milli Tékka og Ungverja. — Rakosi, forsæt isráðherra Ungverjalands ávarp aði tékkneska verkamenn í til- efni af þessu. Ræddi hann m. a. um styrk ungverska kommún- istaflokksins, sem hefur yfir 1. millj. meðliini, en fór jafnframt hörðum orðum um tilraunir aft- urhaldsins til að senda flugu- menn inn í fylkingar flokksins og skipuleggja skemmdarstörf í landinu til að hindra framgang sósíalismans. Sofoulis varð Þann 4. júlí næstkomandi verða víðtækar flug- og flota- æfingar í Ermarsundi og Biskajaflóa. Það er Vestm.blÖkkin, sem stendur að þessum æfingum, og munu herskip og flug- vélar frá ýmsum ríkjum hennar taka þátt í þeim, þar á meðal 20 tundurspillar. Montgomery marskálkur, yfirhershöfðingi blakkarinnar, mun fylgjast með æfingunum. — Það vill svo til, að 4. júlí er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna, og fer vissulega vel á því að slíkur dagur skuli valinn til þessara heræfinga við Evrópustrendur. Og það eru víðar heræfingar um þessar mundir. — 1 dag eru flug- og flotaæfingar í námunda við Singapore og taka þátt í þeim mörg bandarísk orustuskip og fjöldi tundurspilla, einnig spitfireflugrélar. Þemistokles Sofoulis forsæt- isráðherra Aþenustjórnarinnar, ,varð bráðkvaddur í gær, 90 árá lað aldri. — Sofoulis hafði verið !forsætisráðherra síðan núver- andi samsteypustjórn var mynd uð fvrir tveim árum. — Áður hafði liann verið forsætisráð- herra Aþenustjórnarinnar frá því árið 1944 og þangað til flokkur hans, Frjálslyndi flokk urinn svonefndi, beið ósigur í kosningunum árið 1946. — jTsaldaris liefur verið falið að mynda nýja stjórn. Mun hann ráðgast við foringja flokkanna í dag. Orðsending frá Sósíalistafélagi Reykjavíkur Allir þeir sem enn hafa ekki skilað könnur.arlistum eru vinsamlega beðnir að skila þeim strax í skrifstofu sósíalistafélags Reykjavíkur, Þórsgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.