Þjóðviljinn - 28.06.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.06.1949, Blaðsíða 4
'A ÞJÓÐVIUINN ÞlÓÐVILIINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.)> Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Simi 7500 (þrjár linur) Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósialistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) | i Staðreyndir Sökum andlegrar óværðar Jóns Sigurðssonar, fram- ikvæmdastjóra Alþýðusambandsins, þykir Þjóðviljanum rétt að rif ja enn einu sinni upp nokkrar staðreyndir um afstöðu hans og Alþýðusambandsstjórnarinnar til kaup- gjaldsbaráttu undangenginna mánaða, því rétt er að þessir aðilar, sem áttu að vera æðstu trúnaðarmenn verkalýðs- samtakanna fái að njóta til fulls þeirrar vanlíðanar sem þeir hafa magnað með verkum sínum. 1) Það er staðreynd að 18. janúar s.l. sendi Alþýðu- sambandsstjórnin frá sér hið fræga bréf þar sem hún sagðist hafa skorað „á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því, að lögum um festingu vísitölunnar verði breytt þannig frá 1. jan. n.k., að á hverjum tíma nemi mismunur út- reiknaðrar og greiddrar vísitölu aldrei meir en 19 stigum. — Nái þessi breyting laganna ekki fram að ganga (!), sér Alþýðusambandið sig til knúið að beita sér fyrir al- mennri grunnkaupshækk’un, sem bæti a.m.k. upp mismun vísitölunnar úr 319 stigum í það, sem hún kann að verða á hverjum tíma.“ Þegar bréfið var sent út var hin falsaða vísitala 325 stig, og Alþýðusambandsstjórnin fór þannig fram á sex stiga uppbætur, eða 2% kauphækkun! Og iþetta kvaðst hún gera samkvæmt samþykkt seinasta Al- þýðusambandsþings þar sem henni var falið „að beita sér fyrir almennum grunnkaupshækkunum þannig, að raunverulegur kaupmáttur vinnulaunanna rými ekki frá því sem nú er.“! 2) Það er staðreynd að öll stærstu og róttækustu félög landsins mótmæltu umsvifalaust þessum einstæðu eymdarkröfum og kröfðust þess að stjórnin endurskoð- aði þær og færi a.m.k. fram á hækkun sem samsvaraði 'bindingu vísitölunnar. 3) Það er staðreynd að sambandsstjórnin hélt fast við afstöðu sína um 2% — sem varð þó smárri saman 3% hækkun vegna þess að ekki tókst að halda hinni opin- beru vísitölu í skefjum þrátt fyrir allar falsanirnar! M.a. gerði Jón Sigurðsson rammasamning fyrir vörubílstjóra- félagið Þrótt 24. apríl s.l. og átti hann að varða fyrir- mynd í kaupgjaldsbaráttunni. Var þar samið um 3% hækkun, en bætt við svohljóðandi grein: „hækkun þessi fellur þó niður, ef samningsumleitanir Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar leiða til leiðréttingar á vísitölunni sem þessari hækkun nemur fyrir 1. júní n.k.“!! 4) Það er staðreynd að atvinnurekendur hömpuðu þessari eymdarkröfu Alþýðusambandsstjórnarinnar fram- an í öll verkalýðsfélög sem kröfðust kjarabóta og for-j sætisráðherrann lagði yfir þær blessun sína í Alþýðu-i blaðinu 2. júní s.l. og skoraði á atvinnurekendur að fara ekki hærra. Þrátt fyrir þetta hafa yfir 40 verkalýðsfélög knúið fram kjarabætur — en aðeins fjögur þeirra bundið sig við fimmaurapólitík Alþýðusambandsstjórnar! Þessar staðreyndir verða ekki hraktar né faldar með neinni kokhreysti. Þaðan af síður verða menn uppnæmir af hrifningu yfir því að framkvæmdastjóri sambandsins .skuli ekki hafa gert verkfall og neitað að sinna skyldu- störfum sínum, og telur hann sér pgð þó til ágætis í Alþýðublaðinu á laugardag! Það verSur hver að hampa iþeim skrautfjöðrum sem honum eru tiltækar, og stjórn 'Alþýðusambandsins minnir nú einna helzt á mann sem lætlaði að fremja afbrot en fékk því ekki ráðið og hælir tfsér siðan eftir á af heiðarleika . síoum . og trúmennsku. Þriðjudagur 28. júní 1940 ...—” ..... — ' ........ ■>--<*•»' • Eitt meiriháttar afmæli. Eg lenti í afmæli á laugar- daginn var. Að vísu hafði mér ekki verið boðið, hvorki hátíð- lega né óhátíðlega, en einhver góðviljuð rödd gaf mér hend- ingu um að nú væri einmitt upp- lagt tækifæri til að skreppa í h'eimsókn til gamals vinafólks, sem ég hafði ekki heimsótt lengi, og þar var þá afmæli. Og ekki neitt minniháttar afmæíi, skal ég segja ykkur, heldur 5 ára afmæli, hvorki meira né minna, helmingurinn af 10 ár- um, rúmur þriðjungur í ferm- feigu, næstum fjórðipartur I kosningarétt og kjörgengi. Þess háttar markverð tímamót þegar vinir koma vandlega greiddir, glansandi í framan og gleyma ekki að þurrka af sér á mott- unni. □ Það sem stóð á tertunni. Það höfðu verið skráðir skrautstafir á tertuna, og á meðan gestirnir biðu þess að húsmóðirin teldi tíma til kom- inn að skipta niður þessu bygg ingarfræðilega stórvirki bakar- ans, reyndu þeir að geta sér til um merkingu ritverksins. Voru ýmsar tilgátur á lofti, og sumar langt sóttar. Einn gestanna vildi t. d. halda því fram að á tertunni stæði „Gleðileg jól“, og mun hann þar hafa verið undir áhrifum frá einhverri horfinni tertu þess merkisaf- mælis sem haldið var í desem- ber síðastliðnum. — Loks kom húsmóðirin og tilkynnti gestun- um, að merking ritverksins væri nafn og aldur afmælis- barnsins; skar svo tertuna. □ Innræti bakarans. Verður nú afmælið sem slíkt ekki gert frekar að umtalsefni; en hinsvegar þykir mér rétt að ræða örlítið nánar um tertuna sér í lagi. Þetta byggingarfræði lega stórvirki bakarans var nefnilega svikið þegar allt kom til alls. Rjóminn í tertunni var súr. — Hér hafði verið undir- búið hátíðlegt afmæli og prúð- búnir gestir biðu þess með glampandi tilhlökkun í augun- um að athöfnin næði hámarki, tertan yrði skorin, — og svo reyndist rjóminn vera súr. — Eg veit ekki hvernig sá.bak- ari er innrættur sem vitandi vits seldi þessa sviknu fram- leiðslu. En tæplega getur hon- nm þótt vænt um börn. □ Að ferðast í áætlunar- bílum eða cinkabílum. N.N. skrifar: — „Kæri Bæj- arpóstur! — Mér finnst að þú mættir gjarnah benda fólki á það, að þegar það fer í skemmti ferðir, þá getur það í mörgum tilfellum verið ódýrara að taka leigubíl en að ferðast með áætl- unarbílum, svo ekki sé talað um þann ávinning sem fæst af því að hafa sinn sérstaka bíl.... Tökuín t. d. ferðir á ÞiffgvJHl. Þær kosta 17 kr. fyrir xnann- inn, sem verður 170 kr. báðar leiðir fyrir segjum 5 manna hóp. En ef 5 manna hópur tæki sér leigubíl á virkum degi i skot túr austur á Þingvöll, þá mundi það ekki kosta nema 106 kr. og þó að leigubíllinn væri látinn bíða í tvær og hálfa klst. og jafnframt notaður til að aka um vellina þá mundi hann samt kosta 4 kr. minna en ferðin fyr- ir 5 manns með rútunni fram og aftur, þ. e. a. s. 166 krónur. □ Dæmið um Abureyrar- ferð. „Svjpað er að segja ura flest- ar þær leiðir aðrar sem sérstak- lega eru farnar að sumrinu. Til Akureyrar kosta t. d. 5 sæti fram og aftur með rútunni 1550.00 krónur. En 5 manna bíll, sem tekinn er í 5 daga ferð til Akureyrar og notaður þar í skemmtitúra um nágrennið, hann kostar ekki nema 1400,00 krónur......Hér verður þó að gera ráð fyrir uppihaldi bíl- stjórans, sem varla getur þó orðið svo teljandi kostaaðar- mikið.... Svona hluti finnst mér að þú ættir að benda fólki á, Bæjarpóstur góður, því það er vissulega þörf á að ferðast skynsamlega nú á þessum erf- iðu tímum, þegar auraráð eru stöðugt minnkandi...” fer þaðan vrcntc.nIo"a i kvöld 28. þ. m. til RcykjáyíkUr. Fjalífóss fór frá Imr.-.ingham 26. þ. ni. til Reykjavíkur. Goðafoss cr í Kaup- manr.ahdfn. Lagarfoss kom iil Hull 23. 6., fer þaðan væntanlega í dag til Reykjavíkur. Selfoss kom til Menstad í Noregi 25. 6. fór þaðan 27. 6. til Hamborgar. Trölla- foss átti að fara frá New York 26. 6. til Reykjavíkur. Vatnajök- ull kom til Hamborgar 17. 6. ^ 19.30 Tónleikar k Sígaunalög (plöt- ur). 20.20 Tónleik- ar: „Dumky-tríó” eftir Dvorálc (plöt- ur). 20.55 Erindi: Veiðar á Grænlandsmiðum; síðari hluti (Árni Friðriksson fiskifræð- ingur). 21.20 Kórsöngur: Mennta- skólakórinn á Akureyri syngur, undir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar tónskálds (nýjar plötur frá Akureyri. 21.40 Upplestur (Anna Guðmundsdóttir leikkona). 22.05 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dagskrá- lok. Þann 25. þ. m. tmru gefin sam- an í hjónaband, Sigríður Lauf- ey Guðmunds- son, stúdent, frá Siglufirði og stud. med Daníel Danielsson frá frá Bjargshóli í Miðfírði. — Ný- lega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Lára Sigurðardóttir frá Hellisandi og Teódór Jónasson, skósmiður. Heimili ungu hjón- anna er í Eístasundi 7. Sænski óperusöngvarinn Einar Anderson, fór héðan með „Geysi” til Stokkhólms í fyrrakvöld. H Ö F N I N : Islendingur kom af veiðum í gærmorgun. Akurey fór í slipp í gner. Á sunnudaginn kom Akra- borg með vikur af Snæfellsnesi, Egill Skallagrímsson frá útlönd- um og fór á veiðar í gær, enskur togari kom hingað til að fá að- stoð slökkviliðsins til að slökkva eld í boxunum. Fisktökuskip kom til Sambandsins, Keflvíkingur og Akurey komu frá útlöndum, Fagranesið kom að vestan. ISFIsksALAN: Þann 24. þ. m. seldi Gylfi 2839 kits fyrir 6834 pund í Fleetwood. 25. þ. m. seldi Surprise 269,3 smál. í Bremer- haven. EINARSSON&ZOfiGA: Foldin fermir i Hull 27. þ. m. Lingestromm er á leið til Amster dam frá Færeyjum. RIKISSKIP : Esja fer frá Reykjavík í kvöld vestur um land til Akureyrar. Hekla fer frá Reykjavík annað kvöld til Glasgow. Herðubreið var væntanleg til Reykjavíkur í nótt frá Vestfjörðum. Skjaldbreið fer frá Reykjavík til Vestmannaeyja í kvöld. Þyrill er í Faxaflóa. Auglýslngar eru dýrar. Þess vegna birtir Þjóðviljinn sérstakar smáauglýsingadálk á 7. síðu blaðs- ins.þar sem hægt er að auglýsa áp .þess að kosta miklu til. Þar er visst .yerð fyrir orðið og mundi t. d'. eftirfarandi auglýsing ekki kosta nema 3 krónur: „Sparið penlnga! Auglýsið i smáauglýs- ingadálkum Þjóðviljans”. ÉIMSKIF: Brúarfoss fór , frá Jteykjavik i gœrkvöldi vcstur og norSur. Detti- íoas koój til Rotterdam 25. þ. n». y I / Hjónunum Kat- , \' -q / rinu Skaftadóttur ý /jj og Jóni Jóhannes- I ^ll ^ syni, Nökkvavogi v 33, fæddist 15 marka sonur 25. júní. — Hjómmum Sigurbjörgu Óskarsdóttur og Friðgeir Gísla- syni, Skipasundi 35, fældist 12 marlca dóttir iaugardaginn 25. júní. ' Tilkynning frá barnaheimilinu „Vorboðinn”. Allar heimsókhir til barnanna á heimilinu eru algerlega bannaðar Nefndin. 1 gær fóru flug- vélar „Loftleiða” til Vesmannaeyjá (2 ferðir) Akur- eyrar, Siglufjarðar, Isafjarðar, Þing- eyrar, Sands, Hólmavíkur (2 ferð- ir) og þrjár ferðir milli Ve^t- mannaeyja og Hellu. 1 dag verða f arnar áætlunarf érðír til Vest- mannaeyja, Akureyrar, Isafjarð- ar, Patreksfjarðar og aukaferðir til Klausturs og Fagurhólsmýrar. Á morgun verður flogið til Vest- mannaeyjar, Akureyrar, ísafjarðax’, Siglufjarðar, Hellu, Klausturs og Fagurhólsmýrar. „Geysir” kom í gær kl. 5.30 e. h. frá Stokkhólmi. Hann fór í morgun kl. 8 til Kaup- mannahafnar með 44 fai-þega. Væntanlegar aftur heim á moi-g- un kl. 5 e. h. — Gullfaxi fór, til Prestvikur og London í morgun með 35 farþega. Væntanlegui* hingað kl. 18.30 á rnorgun. 1 gær var flogið frá Flugfélaginu til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja (4 ferðir), Sigluf jarðar, Reyð- arfjarðar, Keflavikur, Djúpavíkur Seyðisfjarðar, Isafjarðar og Nes- kaupstaðar. 1 dag verður flogið til Akureyrar, Vestmannaeyjar, Siglufjarðar og Keflavíkur. S. ). laugardag xpinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Erna Bernburg Smiðjustíg 6 og Andrés Pálsson, Bústaðavegi 15. Á láugardaginn var kom hing- að til Reykjavíkur með „Geysi” frá Prestwjek Sir Andrew Murray, yfirborgarstjói i Edinborgar. Borg- arstjórinn naun dvclja hér nokkra ðága. ' ' " ' .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.