Þjóðviljinn - 28.06.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.06.1949, Blaðsíða 5
ÞriejBfagur. 28. Júní 1949 ÞJó®vrLjmN Hver’iu leyna landráSablöSin þjóSina? I. Unilever hefur einokuh á allri flýsis- og freð- fisksölu Islendinga í Bretlandi Þessi vofdugi auðhringur kemur með ein- okun sinni í veg fyrir frjáisa verðmyndun og neytir aðstöðu sinnar til að lœkka af- urðaverð íslendinga og eyðileggur efna- hagsgrundvöll þfóðarinnar Þjóð vor hefur undanfarið upplifað hvernig helztu valda- 'jmenn hennar hafa bundizt er- lehdum valdamönnum í sam- eæri gegn pólitísku sjálfstæði voru, og gert með Atlanzhafs- ibandalagihu hættulegustu ráð- stafanir gegn yfirráðum fslend- inga yfir íslandi og gegn ör- yggi og tilveru þjóðarinnar, ef til styrjaldah skyldi koma. Nú er það ennfremur daglega að koma betur í Ijós að vald- hafar Marshall-landanna eru að gera ráðstafanir, sem geta riðið efnahag íslands að fullu með því að eyðileggja grund- völl atvinnulífs vors, fisksöl- una. Núverandi valdhafar fs iands eru samsekir um þessar ráðstafanir, vita af þeim, gera ekkert til að afstýra þeim, held- ur þvert á móti beinlínis hjálpa til við þessar fjandsamlegu að- gerðir gegn efnahag íslands og reyna eftir föngum að dylja þjóðina þess, hvað í vændum sé, svo hún geri engar ráð- stafanir, sem hindrað gætu efnahagslegt hrun íslands. Til- gangur hinna erlen'du yfir- drottnara gagnvart íslandi er hinsvegar auðsær; þeir vildu helzt að hér væri annaðhvort eyðisker, sem þeir gætu notað sem herstöð án þess að burðast með hina „óþægu“ ísl. þjóð, — eða að hér væri efnahags- lega eyðilögð, undirokuð þjóð, sem ekki treysti sér til að veita ágangi erlends auðvalds neitt viðnám. Og hlutverk núverandi valdhafa er auðsjáanlega að stuðla að því að hið síðara rætist. Iilutverk blaða þeirra er nú sem fyrr að dylja fyrir þjóðinni, liver hætta vofir yfir, svo þjóð vor verði varnarlaus hýenum auðhringanna að bráð. Aðferð þeirra er hin sama og fasistanna: æpa sleitulaust um „kommúnismann", meðan auð- valdið er að ná þeim tökum á landi og þjóð að geta fórnað hvortveggju fyrir sig í kreppu og stríði. Eg hef reynt í ræðu og riti að vara við því, sem fram- undan er, ef verða mætti að þjóðin áttaði sig á því í tíma. Stjórnarblöðin hafa nú síðustu vikumar reynt að kæfa hverja siíka rödd og nú síðustu vik- urnar i því heimsuleg- asta þvaðri, sem ég lengi ibef séð á siðum þessara blaða. ÍJg mun nú i fáeinum greinum reyna að skýra gleggra en áður þær hættur, sem steðja nú að íslandi efnahagslega og úrræði þau, sem helzt er völ á. Emn voldugasti ein- okunarhringur heims ins heldur helztu út- flutningsafurðum ís- lendinga í helgreip- um sínum. OBorgarablöðin reyna. að telja lllllllllllLMIlllllEIlIIIIIlilllllllllin tekizt að koma síldarlýsinu upp yfir 100 sterlingspund með viðskiptunum austur á bóginn, tókst hringnum loks ai loka þeim leiðum fyrir' Islendingum 1948 með aðstoð íslenzku ríkis- stjórnarinnar. Og þá var byrj- að að setja skrúfurnar á. Unilever-hringurinn er einn af sex voldugustu hringum heimsins. Vald hans er mest í brezka heimsveldinu, en nær þó langt út fyrir það. Unilever ræður yfir tveim milljónum iimitimimimiiuiimiimiiiii Effir | Einar Olgeirsson | Tmiimmiiimiiimmiimmiiiiiimiiiimmmmmmmmmmmmmmmm smál. af þeim sex millj. smá- lésta af þeim feitivörum, sem koma inn í heimsverzlunina. Tveir þriðju af allri sápu, sem notuð er i öllu f vezka heims- veldinu, er úr verksmiðjum Unilever. Þrír fjórðu hlutar af öllu smjörlíki, sem etið er í Evrópu, er úr verksmiðjum hringsins. (Síldarlýsið er bæði notað í sápur og smjörlíki.) Unilever-hringurinn á meginið af öllum lýsisherzlustöðvum Bretaveldis, stöðvunum.þar sem feitin, — hvort sem hún er úr hval, síld eða jurtaefnum — er hreinsuð og hert, svo sápu- og smjörlíkisverksmiðjurnar geti notað hana. Unilaver átti Schicht-hringinn, sem átti lýsis Bretland hefur sem kunnugt1 herzluverksmiðjur Þýzkalands, Póllands og Tékkóslóvakiu fyrir stríð. íslenzku þjóðinni trú um að í viðskiptum vorum við Vestur- Evrópu-þjóðirnar njótum vér verzlunarfrelsis og fáum sann- virði fyrir afurðír okkar, eftir því sem „hinn frjálsi markað- ur“ leyfi á hverjum tíma. Þetta er ósatt. Þvert á móti er ástandið þannig að vér erum í viðskiptum við aðalviðskipta- land vort, Bretland, ofurseldir einokun eins harðvítugasta ok- urhrings heimsins, hvað aðal- útíílutningsvörurnar snertir. Skal nú. tekið sem dæmi síld- arlýsið og hraðfrysti fiskurinn. Unilever og síldar- lýsið. er, lagt á það hina ríkustu á- herzlu að' fá allt síldarlýsi íslendinga. Hinn raunverulegi kaupandi alls þessa síldarlýsis er hringurinn Unilever. Þessi hringur réð veroinu á síldar- lýsinu, fyrir stríð og hélt því þá niðri í 100—440 krónum fyrir smálestina. í skjóli her- námsins skammtaði þessi hring ur okkur um 1000 kr. fyrir smálestina (38£) allt stríðið, þó það kæmi í ljós, strax og stríðinu lauk að sannvirðið væri þá 2—3000 kr. smálestin. Strax og nýsköpunarstjórnin eftir stríð hóf samninga um síldarlýsi við Rússa og Tékka, greip hringurinn til sinna sér- stöku kúgunarráðstafana til þess að reyna að hindra slíka samninga framvegis áf Islands hálfu, svo sem skýrt skal verða frá siðar. Eftir að Isiendingum .hafðj Unilever-hringurinn eignaðist 1931 lýsisherzluverksmiðjur Noregs, með þvi að ná meiri- hluta í hlutafélögunum „Lille- borg fabriker A.S.“ og „De- No-Fa (de nordiske Fabriker) A.S.“ Þarmeð læsti hringur- inn helgreipum sínum um sápu- og smjörlikisframleiðslu Norð- manna og varð þetta orsök mikillar stjórnmálabaráttu í Noregi á þeim árum. Unilever-hringurinn hefur nú náð tökum á hvalveiðiflota Norðmanna, en ef einhver af þeim þjóðum, sem hringurinn arðrænir sýnir óþægð, þá notar hann einhverja aðra af þjóðum þeim, sem hann arðrænir til að undirbjóða hinn óþæga. Þannig deilir Unilever og drotth ar í trausti þes.s að bínir arð- rændu sjái ekki aðferðir hans. 1948 voru Norðmenn óþægir við hringinn. Norska stjórnin vildi halda hvallýsinu í 110 steriingspunda verði, en það samsvarar 105 sterlingspundum fyrir síldarlýsi. Þá notaði Uni- lever-hringurinn íslenzku ríkis- stjórnina til þess að brjóta mótspyrnu Norðmanna gegn einokuninni á bak aftur. Is- lenzka ríkisstjórnin hafði samn- inga við Breta um sama verð fyrir lýsi og Norðmenn. Til þess að þóknast hringnum féll nú íslenzka ríkisstjórnin frá þessu samningsákvæði og samdi um 97 sterlingspunda verð fyrir lýsið. Þannig vóg íslenzka ríkis- stjórnin aftan að Norðmönnum í baráttu þeirra við hringinn í stað þess að standa við hlið þeirra. Unilever-hringurinn með- höndlar slika þræla sína eins og, þeir eiga skilið. Nú — 1949 — hefur hann lækkað síldar- lýsið niður i 90 sterlingspund og segir að íslendingar megi þakka fyrir að- fá það verð, bráðum skuli það lækka meira. Og Morgunblaðið endurtekur „rökin“ eins og auðmjúkur faktor danskrar einokunar end- urtók blekkinar herra síns forðum daga gagnvart íslenzk- um almenningi. Samtimis hindrar svo Unilev- er, með baktjaldamakki sínu við ríkisstjórn íslands, að ríkið komi upp lýsisherzluverksmiðju er sé óháð Unilever og geri Islendingum fært að selja feit- ina herta hvert sem er, án þess að spyrja hringinn. Unilever-hringurinn hefur nú samskonar tök á framleiðslu olíu úr jurtaefnum og ég hef lýst hér að hann hefur á hval- og síldarlýsi. En þessi tök hringsins hafa bilað í nokkrum löndum við það að alþýðan hefur náð völdum þar, og þjóð- nýtt verksmiðjur þær, er hring- urinn eða angar af honum áttu fyrir stríð. Skal ég í næstu grein skýra hvaða afstaða hef- ur þarmeð skapazt okkur Is- lendingum, til þess að geta staðið gegn arðráni hringsins, en það arðrán mun á þessum og næstu árum koma fram í því að hann heimtar verðlækk- un á hráefni voru, síldarlýsinu, og hótar að kaupa það ekki að öðrum kosti. Nú skal hinsvegar minnst á afskipti Unilever-hringsins af hraðfrysta fiskinum í Bret- landi. Unilever og freð- fiskwjpl; Utflutningur á freðfiski a vegum Sölumiðstöðvar lirað frystihúsanna varð s.l. ár sam- kvæmt'skýrslu þeirra. rúm 24 þúsund smáiestir (verðmæti ca. 75 milij. kr.). Rúmur þriðjung- ur magnsins fór til Bretlands. Á skýrslunni eru tveir kaup- endur taldir: M.O.F. það er matvælaráðuneytið með 5.391 tonn og Bemast með 3.320 tonn. Matvælaráðuneytið annást að- eins innkaupin á sínum hluta-, dreifinguna í Bretlandi annast Bemast. Bemast annast því alla sölu Framhald á 6. síðu. Tjarnarbió: NICHOLAS NICKLEBY Margir þekkja söguna af Nickolás Nickleby. Hún kom út á islenzku fyrir nokkrum árum. Sagan segir frá því, livernig aðalsöguhetjan Nikulás verður ásamt systur sinni og móður háður forríkum frænda, sem er slæmur maður. Hún lýsir raunum þeim. sera Nikulás verður að ganga í gegn um , áður en honum tekst að losa sig og sína undan valdi hins slæma frænda. Sagan gefur manni sanna. mynd af ástandinu í uppeldis- málunum í Englandi á fyrri hluta 19. aldar. Þessi mynd er mjög áþekk myndinni af Oliver Twist. þótt hún sé ekki eins áhrifamikil og Oliver, enda sagan langtum viða minni. Sagan er um rika menn og fátæka, horaða menn og feita, góða menn og vonda. Eitt er það, sem situr í manni, þegar maður er kominni út af brezkri Dickensmynd af þessu tági: Einn eða tveir strákar hafa bjargazt úr hin- um manndrepandi munaðarleys- ingjaskóla en hinir — hvað varð af þeim ? Myndin er vel leikin. Það and | lit, sem maður þekkir bezt er Cedric Hardwicke. Hann hefur hina köldu ásjónu bankavalds- ins. Gustator. Austurbæjarbíó: SÖMAFÓLK. Það var auðséð á öllu, að verið var að sýna góða mynd í Austurbæjarbíó laugardags- kvöldið: hálftómt hús. Liklega verða sýningar á Sómafólki hættar, þegar þessi orð komast á prent, en það verður að hafa- það. Kvikmyndin Sómafólk eir norsk, gerð eftir leikriti Ósk- ars Braaten, sem flutt var S- Ríkisútvarpinu í fyrravetur að' mig minnir. Leikritið fékk góðai dóma og var það að vonum. Á kvikmyndinni eru að vísu mý- margir tæknilegir gailar, e» vegna hugþekks leiks beggjai Framhald á 6. síðu. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.