Þjóðviljinn - 31.07.1949, Side 6
ÞJÓÐVTLJTNN
Sunnudagur 31. júlí 1949.
Yfirdrottnun EvrópuþjóSa
yfir Asiu er nú brátt
á enda
^JlÐUSTU fjórar aldirnar
hafa fyrir Asíuþjóðirnar
verið sagan af því hvernig
auðvald Evrópu hefur rænt og
ruplað í löndum þeirra og gert
þjóðirnar sér undirgefnar.
Fyrst brutust vikingasveitir
„kaupmanna" þar á land og
um tima voru það hin voldugu
verzlunarfélög ' sjálf, eins og
Austur-Indía-félagið brezka,
sem drottnuðu yfir löndum þar
sem þjóðhöfðingjar væru, en
síðar tók rikisvald hinna ýmsu
Evrópurikja við þessum kúgun-
arhlutverkum, enda var þá
slíkt ríkisvald orðið öruggt
fyrirtæki í höndum auðmann-
anna sjálfra.
Sagan af þeirri kúgun, sem
auðvald Evrópu hefur beitt
Asiuþjóðirnar, hefur að geyma
mörg svörtustu blöð veraldar
sögunnar. Og sú saga er rist i
minni og meðvitund Asiuþjóða
margfalt blóðugri stöfum en t.
d. kúgunarsaga Dana gagnvart
oss er rist í meðvitund vorrar
langminnugu þjóðar.
Kinverjar gleyma því ekki,
þegar Bretar fyrir 100 árum
fóru í stríð við Kína, einungis
til þess að knýja þá til þess
að leyfa opíumsölu i landinu.
En Kinverjar höfðu bannað
sölu þessa eiturlyfs, til þess að
vernda þjóðina gegn því. En
bréikt' auðvald vildi græða á
opíumsölu til Kína: Pessvégna
réðst það á Kinverja og-myrti
þá i svoköliuðu striði („fyrsta
opíumstríðinu“ af þremur!),
unz þeir sömdu frið og leyfðu
Bretum að drepa Kínvgrja á
ópíum i friði.
Þannig er sagan um yfir-
drottnun hvíta auðvaidsins I
Asíu.
Nú er sú saga brátt á enda.
Kínverska byltingin er upp-
hafið að endalokum j-firráða
Evrópuauðvaldsins í Asíu. Héð
an af er aðeins um örfáa ára-
tugi að ræða ef það tekur þann
tíma unz völd Breta, Frakka,
Hollehdinga og Bandaríkja-
manna eru þurrkuð þar út að
fullu og Asíuþjóðirnar ráða sér
sjálfar og njóta hinna miklu
auðlinda landa sinna, til þess
að seðja soltnar milljónaþjóðir
Asíu og klæða þá milljónatugi
sem hingað til hafa unnlð
„æviverk á hálfum aidri“ til
þess að skapa auðinn, sem
peningafurstar Evrópu hafa
sóað.
■^^IÐ lifum nú aldahvörf í
veraldarsögunni. Sú mikla
bylting, sem fram fer undir for
ustu kinverska kommúnista-
flokksins, skapar nýtt timabil
fyrir meirihluta mannkynsins,
gerbreytir ölium viðhorfum
heimsstjórnmálanna og skapar
Asíuþjóðum framfara- og menn
ingarhlutverk í þróun mann-
kynsins, sem Evrópuþjóðir hafa
haft síðustu aldir. Kínverska
þjóðfrelsisbyltingin, sem nú fer
fram með sameinuðum kröft-
um verkamanna og bænda,
mun hafa svipað gildi fyrir
undirokaðar þjóðir og stéttir
Asíu og franska byltingin
1789 hafði fyrir borgarastétt
Evrópu eða rússneska byltingin
1917 fyrir alþýðustéttir verald-
arinnar .
Auðmenn heimsins skelfast
nú byltingu aíþýðunhar í
Kína. Þeir sjá með skelfingú
franv á endalok þess blóðuga
arðráns; sem þeir hafa beitt
Asíuþjóðirnar. Sumir þeirra,
svo sem vissir vitlausir Amerílc
anar í öldungaráðinu, hrópa á
innrás og strið. Þeim þýðir.það
elcki. Sagan er sjálf að afskrifa
þessa herra. Þeim er betra að
drepa sig með því að feta í
fótspor Forrestals, en að láta
gróðaþorstann og örvæntingar
æðið leiða sig út í nýja styrj-
öld. Þau öfl, sem nú móta sögu-
þróun heimsins fá þeir ríku
peningafurstar aldrei kveðið
niður, því þarna er fólkið sjálft
að verki.
EVELYN WAUGH:
84. DAGUK.
KEISARARIKIÐ AZANIA
ASM. JONSSON
þýddi.
mig laugar svo mikið til að þii taliÞ ekki um.
það. ef þú hefur ekkert á móti því. Það hefur
eflaust verið allt saman verið ákaflega fínt óg
glæsilegt, en heimaalningar eins og ég geta
bara ekki skilið þessháttar".
„Þetta á nú við lífið hans Láka“, sagði Ala-
stair úr hægindastólnum. ,„Þú ættir nú að hætta
þessum heimshomaflogum...“
..Eða skrifa bók um það, elsku vinur. Þá
kaupum við hana og látum hana liggja á borð-
inu, svo þú sjáir hana, og haldir, að við höfum
lesið hana... Hvað ætlarðu að takast fyrir hend-
ur hér heima?“ | gó.'
„Hef ekkert hugsað um það. Eg ér búirin að
fá mig fullkeyptan af villimönnum um sinn. Eg
gæti vel hugsað mér að búa í London i^ða Berlía,
eða einhverjum ámóta stöðum“. v ,
„Það var gleðilegt. Veldu London, og svo
höldum við þér nokkrar veizlur eins og í gamla
daga“.
„Satt að segja góða, þá er ég ekki viss um,
nema mér þyki lítið til þeirra koma, eftir það,
sem á daga minc hefur drifið upp á síðkastið.
Einu sinni var ég i veizlu á stað, sem heitir
Moshu...“
„Basil. Eg segi þér í eitt skipti fyrir öll, að
ég vil ekki heyra ferðasögur — þú verður að
reyna að muna það“.
Þau spiluðu fríkort til klukkan tíu. Þá sagði
Alastair: „Erum við búin að fá nokkurn kvöld-
verð?“ Og Sonja svaraði: „Nei, en við verðum
að fá hann“. Siðan fóru þau í nýja veitinga-
stofu, sem Alastair hafði hpy,rt rið. væri ákaf-
lega ódýr. Þar drukku þau ámuöl og 4tu lifrar-
kæfu með það var ákaflega dýrt.
. Seinna um kvöldið heimsótti Basil Angélu
Lyne, og Sonja sagði við Alastair, þegar hún
var að háttd: „Eg hef ónotalegt hugboð um
það, að Basil fari líka innán skámms að hafa
áhyggjur út af okkur“.
Ðómur reynzlunnar
Framhald af 3. síðu.
anguraríkit stanf að því, að
AlþýðusQjnbandið verði aftur
hafið ti'l þess vogs og virðing-
ar scm það naut undir for-
íustu &omeinin.garmanna og
verði á ný fært um að gegna
forustuhiutvenki sínu í stétta-
baráttu verkallýðsins í landinu.
Við höfum ef til vill aldrei
frekaT en nú þurft einmitt á
Siíku Alþýðusambandi að halda.
Á næatimni vofir yfir vaxandi
atvinnuleysi og kreppan er á
tnæstu grösum. Auðmennirnir
og afturhaldið mun ráðast
gegn kjörum verkalýðsins, i
hvaða formi san sú árás kann
■að birtast. Verkalýðsfélögin
hafa að vísu sýnt í vetur og
vor að þau búa yfir mikluim
.þnótti og að stefna stéttarlagr-
ar einingar og samheldni á inn-
en' ’’úT.‘ua o'it’.'u’ci ítök en
nokkru sinni áður. Þau hafa
unnið mikla sigra, án Alþýðu-
sambands íslands, sem liggur
í fjötrum andstæðinga alþýð-
uninar. En i baráttunni sem
bíður fram undan þarf alþýðan
á öllu að halda, einnig heildar-
samtökum sínum, Alþýðusam-
bandi íslands. Þess vegna er
starfið að endurheimtun þess
í'hendur verkalýðsins, úr hönd-
um þjóna atvinnurekenda og
afturhailds, eibt allra brýnasta
yerkefnið, sem verður að leysa
eins fljótt og nokkur kostur
er á.
í því starfi þarf verkafólkið
sjálft að taka þátt og vinna
saman ailveg ám tiiiits til, ann-
ars smávægilegri ágreinings
um óskild efni. slíkt verður að
víkja þegar stéttarhagsmunir
alþýðimníir krefjast og ha-gur
heninar og heiiil, er í veði.
Guðmnndnr Vigfússon.
Kvöld í Matodi. Tveir Arabar leiðast hægt
meðfram ströndii'ni.
Milli dhovvanna og annarra báta í höfninni
lágu tveir rennilegir hraðbátar, annar mannaður
frönskum, en hinn enskum áhöfnum^þyí þjóða-
bandalagið hafði nýlega sett Azaníu undir stjóm
Englands og Frakklands, sem áttu að vera
vemdarar ríkisins.
„Þeir strita í sífellu við að fægja þennan
kopar“.
„Já, það hlýtur að vera ákaflega dýrt. Og
svo eru þeir að byggja nýja tollbúð“.
„Og lögreglustöð og farsóttahús og evrópísk-
ann klúbb“.
„Það eru mörg ný hús uppi í hæðunum“.
„Og svo eru þeir að plægja stóran akur, til
að leika eitthvað spil á“.
„Þeir þvo göturnar alltaf einu sinni í viku.
1 skólanUm eru bömin skorin í handlegginn og
eitri núið í sárið — þau verða ákaflega veik af
því“.
..Mönnum er stungið í tugthúsið, ef þeir setja
öf þungar byrðar á úlfaldana sína“.
, Póstmeistarinn er franskur. Hann er alltaf
í svitabaði og hann á alltaf ákaflega annríkt“.
„Þeir eru að leggja langan veg yfir fjöllin og
til Debra Dowa. Það á að hætta við járnbraut-
ina“.
„Herra Youkoumian keypti teinana og það,
sem eftir var af lestinni. Hann segist ætla að
selja það til Eríteru".
„Það var allt mikið betra í stjómartíð Seths
—■ hvítum mönnum er óvært í landinu lengur“.
Presturinn í turninum snéri sér í norður, með
andlitið í áttina til Mekka, og kallaði hina trú-
uðu til kvöldbænar. Arabamir staðnæmdust og
stóðu kyrrir með guðræknissvip... Alla ér mik-
ill... það er enginn annar guð til.. og Mohamed
er spámaður hans...“
Tveggja manna bíll þaut fram hjá. Herra
Reppington héraðsdómari ók honum, og við hlið
hans sat frú Reppington.
„Þetta var vel gert af litla bilnum okkar“.
Kvöldklukkuraar hljómuðu frá trúboðskirkj-
unni.. gratia plena, dominus tecum, Benedicta
tu in mulieri,bus...“
Bíllinn þaut ú(j úr borginrii og ók í áttina tií
hæðadraganria.
, Pú það var gott að koma út í hreina
loftið“. , ,
,,Þetta er skelfilegur vegur, og þó; ,ætti hann
‘að vera fullgerður -— ég er dauðhræddur um
afturhjólsöxulinn“. »
„Eg var að segja að við þyrftum að koma
við hjá Berthertonshjónunum og fá glas hjá
þeim“.
„Já, en við megum ekki tefja lengi — við
þurfum í kvöldverð hjá Depperidgeshjónunum“„
Nokkrum kílómetrum utan og ofan við borg-
ina staðnæmdust þau hjá einu af sex flunkuný-
um húsum. Það voru sólbyrgi hjá þeim öllum,
stígur gegn um garðinn og bréfakassi við hliðið.
jÍDaginn frú Repington — viljið þér hana-
stél?“
„Já takk“.
„Og þér, Repington?“
„Já, pínulítinn'’.
Bertherton var heilbrigðismálafulltrúi, og þess
vegna þrepi neðar í mannvirðingastiganum en
Reppington., en í ár ætlaði hann að taka próf
i arabisku. og þá mundi hann komast i sama
launastiga“.
DAVÍÐ