Þjóðviljinn - 27.08.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1949, Blaðsíða 5
Laugarda'g-ur- .27. ágúst 1949. ÞJÓÐVTLJrNN 9 Þfpttir úr sögu gjaldeyrisþjófnaðarins rrr. 1 Þegar Emil Jónsson svaf í hálftár,meðanbrask ararnir komu fyrir gjaldeyrisþýfi sínu „Sjálfsagt og skylt" Skýrsla sú utn gjaldeyris- stuldinn sem ríkisstjórnin sendi frá sér föstudaginn 12. júni 1948, 'þar sem játað var að sparisjóðseignir einar saman geymdar í Bandaríkjunum næmu tæpum 50 milljónum króna, vakti að vonum geysi- lega athygli. Ótti sá sem grip- ið hafði ríkisstjórnina kom skýrt í ljós af hinu óvenjulega fyrirheiti hennar um að „gera allt sem í heimar vaidi stendur tii að upplýsa mál þetta að fuilu.“ Blöð stjórnarinnar hörf >uðu þegar í stað í nýja víg- stöðu. Alþýðublaðið, aðalmál- gagn stjómarinaar, sem sagði daginn áður en skýrslan var 'birt að stjórnin hefði ekki ,,með höndum nokkra skýrslu“, hefði „alis engar uppiýsingar fengið“, og sé algerlega „ókunnugt um þetta mál“, venti sínu kvæði í kross og sagði daginn eftir að skýrslan var birt: „Kákisstjórnin hefur með þessari tímabær’u og athyglis- verðu yfirlýsingu sinni gert hreint fyrir símim dyrum(!) Hún virðist hafa gert allt, sem í hennar valdi stendur (!) til að komast fyrir þetta mál, og húa virðist sömu- leiðis halda því vakandi(!) eins og sjálfsagt er og skylt“ (!!) Hins vegar Ikom brátt í Ijós að stjómarblöðin reyndu, eftir að mesta skelfingin var runnin af þeim, að hefja blekkingar sínar á ný. Lögðu þau mesta áherzlu á að haida því fram að með þessari skýrslu væri allt fengið, duldu eignirnar hefðu „aðeins“ numið tæpiun fimmtíu milljónum — og gjald- eyrisþjófarnir hefðu þannig að- eins geymt eignir sínar í spari- sjóðsbókum á sínum eigin nöfn- um!! 'FzasnkQina Ímsls lénssoaar Þótt Alþýðúblaðið talaði mik ið uin þarfa lirsingerningu fyrir dyrum rikisstjórnarinnar var almenningur að vonum mjög tortrygginn á hreinlætið. Og það kom brátt í ljós að tor- tryggnin var á fullum rökum reist. Sunnudaginn 20. júní birtir Tíminn grein eftir Her- mann Jónasson, formann Fram sóknarflokksinS og þáverandi meolim fjárhagsráðs1, þar sem hann flettir enn á ný ofan af vinnubrögoum ríkisstjórnarinn- ar í þessu rnáli. Hann skýrir frá því að Iiaustið 1947 hafi ráðherrar FranSoknarflokksins lagt tjl í ríkisstjóminni að liaf- in yrði rannsókn á földum inn- eignutn Islendinga erlendis. Var þetta samþykkt og Emil Jóns- syni viðskiptamálaráðherra fal- ið að gangast í málið. Og Her- mann bætir við: „En seint í vetur kom það í Ijús (!) að viðskiptamálaráð- herra, sem átti að hafa for- göugu um rannsókn þessa máis, hafði falið það Lands- bankauum.“! Var þessi framkoma EmiLs Jónssonar að sjálfsögðu jafn- gild því að svæfa málið, þó ekki væri af öðru en því að hér var um milliríkjamál að ræða. en ekki bankaviðskipti. Um ástæð- una til þessarar hegðunarEmilá Jónsso-nar segir Hermann Jón- asson: „ k þessum tíma var látlaas straumur héildsala landsins vestur um haf . . . að allur þessl sægur sem vest ur fór, hafi þurft að fara þangað í verzlunarerindum, þegar flest viðskipti við BandaríWn voru svo að segja stöðvuð vegua gjaldeyris- j skorts, er vægast sagt tor- tryggilegt . . . flestir þessara manna fóru án gjaldeyris- , leyfis eða fengu sáralítinn i gjaldeyri.“ Og málið verður enn skýrara. Hermann heldur áfram: „Það stóðst svo nákvæm- lega á endum, að þegar þessir meun hafa lokið ferðum sín- um.........er Ioks tínaa- bært 8. maí s.l., að fara rétta boðJeið í mátiua og biðja sendiherranu í Wash- iagton að snúa sér til stjórn- arvaídanna með ósk um að- stoð þeirra. Fyrr er það ekki gert . . . Þessi framkoma skýrir sig sjálf, og þjóðin skilur hana án þess að hún sé útskýrð.“ Faldar sparisjéðseignir í Sretlandi 19 milljénir I grein sinni skýrir Iiermann frá fleiru, m.a. þvi að þótt stjórnin hafi þótzt gera hreint; fyxir sínum dyrum sé það þó staðreynd „að þær ’upplýsingar feng- ust frá Bretlandi á síðast- liðnu árá, að innstse&ur ís- lenzkra einstaklinga og fé- laga í óönkum þar væru uin H 19 núlljónir króna.“ Og hiiin bætir við að rétt sé „að tala sem núnnst um, að hreiut sé orðið fyrir dyr- um ríldsstjórnarinnar, með- an ekki einu sinni þessar upplýsingar eru biríar.“ Stjórnarblöðunum varð svára fátt við þessum uppljóstrunum Hermanns Jónaissonar. Alþýðu- blaðið birti að vísu grein eftir Emil Jónsson 4. júlí 1948 — eftir hálfs mánaðar umhugsun — en í henni var ekkert nýtt um málið. Sér til varnar reyndi Emil helzt að skella skuldinni á bankastjóra Landsbankans, undirmenn sína, og þótti það óvenjulegt drengskaparbragð. Þá kvartaði viðskiptamálaráð- herrann sáran undan því að „allt þetta umtal og blaða- skrif um málið torveldi mjög lausn þess“, því að innstæðu- eigend'nrnir „verða betur á verði eftir en áður.“!! Og þetta skrifaði ráðherrann sem sagt eftir að hann hafði legið á málinu í hálft ár oð vit andi vits gefið gjaldeyrisþjóf- unum tækifæri til að koma eignum sínum sem bezt fyrir! „Engin skyláa" þráit fvrir sknldbindingn! Eins og áður er sagt var það fyrirheit ríkisstjórnarinnar í skýrslunni um 50 milljónirnar að með þátttöku i marsjallá- ætluninni myndi gjaldeyTis- þjófnaðurinn upplýsast að fullu. Notaði hún það óspart í áróðr- inum og taldi litlu fórnandi að skrifa undir samninginn ef í staðinn fengjust 320 milljónir króna í dollaragjaldeyri. Þegar marsjallsamningurinn var birt- ur 3. júlí 1948 kom einnig í Ijós að þetta atriði fólst í honum,\ eða nánar tiltekið í II. grein 1, a). Upphaf þeirrar greinar var einnig mjög álitlegt. í því skuldbatt ríkisstjórn íslands sig til þess að gera „að því leyti, sem því verð- ur við komið, ráðstafanir til að hafa upp á, fiuna eigend- ur að og nota á viðeigandi hátt til eflingar sameigin- legri áætlun um viðreisn Evrópu, eignir og tekjur af þeim, sem tilfaeyra íslenzkum ríkisborgurum og eru innan Bandaríkja Ameríku, lendna þeirra eða eignarlanda.“ Þetta leit vissulega álitlega út. Ríkisstjóm Islands skuld- bundin af hinum vestrænu yfir- boðurum sínum til að gera það sem hún hafði vitandi vits svik- izt um í hálft ár! En niðurlag greinarinnar kom’Mðan eins og köld gusa: „Með ákvæði þessu er eng- in skylda lögð á ríkisstjórn Bandaríkja Ameriku til þess að aðstoða við framkvæmd slíkra ráðstafana né á ríkis- stjórn Islands til að ráðstafa slíkum eignum.“! En gjaldeyrisþjófarnir brostu í kampinn, þeir þekktu sína! sýwo seySið Með ,þessu má segja að hinni opinberu sögu gjaldeyrisþjófn- aðarins sé lokið um sinn. Þjóð- viljinn hefur að vísu minnt á málið' æ ofan i æ, en undir- tektir afturhaldsblaðanna hafa engar •orðið og ríkisstjórnin hefur -þagað eins og í upphafi. Frá henni hafa engar frekari skýrslur komið, þrátt fyrir lof- orð heaoar um að ,,gera allt sem i hennar valdi stendur til að upplýsa mál þetta að fullu“. Upplýsingar hafa -ekki einu, sinr.i verfð birtar um eigendur þeirra inilljóna sem rúkisstjórn-' in viðurkenndi. þó. að fundizt hefðu í. bönkunum! Á meðan gjaldeyrisþjófarnir hafa þaníiig' fengið að njóta dollaramilljóna '• sinna í friði hefur hias vegar ekki gengið á öðru en gjaldeyrisskorti hér heimafyrir svo sem alkunnugt er. Almenningur hefur orðið að herjast við mjög víðtækan vöruskort, íðnfyrirtæki hafa verið stöðvuð mánuðum saman, byggingar hafa verið takinark- aðar mjög stórvægilega — og í þo&kabót hefur rikisstjóm- in þegið erlendis frá 100 rnillj- ónir króna á einu ári sem mút- ur og lán. En gjaldeyriaþjófarnir una hag sínum vel og heilsufar þeirra er nú allt annað en. í ársbyrjun 1948. Síðustu frátt- imar af atferli þeirra var að finna t Alþýðublaðinu — mál- gagni Emils Jónssoaar — fimmtudaginn 11. ágúst 1949. Þar 'skýrði blaðið frá því að ríkisstjómin hafi aðeins veitt hverjum einstaklingi sem til út- landa hefur farið á þessu ári 700 kr. Hins vegar sé atferli þeirra svo sem hér segir: „Ferðalög ■ Islendinga er» lendls hafa yfirleitt verið með slíkum hófleysisbrag, að skömm hefur verið aff. islendingar eru frægir fyrir taumlausa eyðslu í klúbhum Lundúna, kjöllurum Parísar, skemmtistöðum Hafnar og New York borgar. Gljáandi Buick-bílar Isleudinganna skera sig úr á götum stór- borganna í Evrópu, og þeör fara í Chryslervögnum um þvera og endilanga Amertku með heilar fjölskyidur. Þeir veiða túnfisk innan um milljónamæringa Florida og sóla sig við einkavillur. Þeir skála í spilavítum Kiviera- strandar, og það verður ekki þverfótað fyrir þeim í lúxus- hóteíum Iiafuar, Oslóar og Stokkhólms.“ Þetta var sem sagt frásögni Alþýðublaðsins, málgagns Em- ils Jónssonar, 11. ágúst s.l.! Færri ogdýrari feráir Emil Jóasson samgöngumála ráðherra birtir i gær grein í Alþýðublaðinu og ræðir þar um rekstur stræ tisvagnaiina milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Er greinin svar við skrifum Morgunblaðsins um stórfelldan hallarskstur á þessari leið og milljónaskuld sem fyrirtækið er komið í. Gerir samgöngumála- ráðh. grein fyrir þessari hlið málsins, bendir á stofnkoStnað og aðra örðugleika, og skal ekki fjölyrt um þau atriði hér að 'þessu sinni. En það er eitt ' atriði sem ráðherranum láist að geta um, en það er sú hlið sem snýr að hafnfirzkum al- menningi og öðrum þeim sem nota þessa vagna. Sú hlið málsins lítur þannig út að fargjcLdia hafa tvívegis hækkað á stuttum tíma, um 50 aura í hvort sinn. Hafa far- gjöidin þannig hækkað um 66%% og er það engin smá- ræðis aukning. Ráðherrann seg- ir að sú fargjaldahækkun hafi ,,þó sízt orðið meiri á Hafnar- fjarðarlerðinni en á .öðrum sér- leyfisleiðum.." Þetta mun vera rangt hjá samgöngumálaráð- herranum, en er þó harður dóm ur um afrek þess manns sem taldi það hel?:ta hlutverk sitt í ráðherrastóli að berjast gegn. dýrtíðinni, sem átti flestum meiri iþátt í því að kaupgjalds- vísitala aimennings var skert og bundin og hefur kallað kjarabaráttu launþega glæp. Þar með er sagan þó ekki full sögð. I. bif vélavirkjadeilunni studdi Emil Jónsson sem kunn, ugt er atvinnurekendur, neitaði að semja og séaði þannig tugum þúsunda fyrir ríkissjóði með /þeim árangri að hækkunin til bifvélavirkja varð mun meiri ea hægt var að semja um í upp- hafi. 1 deilunni röskuðust ferð- irnar milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur mjög mikið og ferðunum stórfækkaði. Þótt deilunni sé nú tokið fyrir löngu, hefur ferðunum ekki verið í f jölgað upp. í það sem áður var. Bílarnir fara nú á hálftíma fresti en fóru áður með allt að tíu mínútna miilibili. Veldur þettá að sjáifsögðu óþægindum og tímatöf. Um þessa hlið málsins ræðir samgöngumálaráðherrann ekki, fækkun ferða og hækkun far- gjáldá.' Og sú vanræksl'usyhd er vissulega vel skiljanleg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.