Þjóðviljinn - 03.09.1949, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.09.1949, Síða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 3,~ sept. 1949. ■« FRAMHALDSSAGA: ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£ ■ 1HÐSSTORMSINS EFTIR Mignon G. Eberhart 5 INM ^unnugur maður hefur verið í felum hér eða á Shaw plantekrunum, þá hlýtur einhver að hafa séð hann.“ „Geta ekki verið fingraför á hnífnum?“ Wellls majór yppti öxlum. „Það eru ótal hend- ur búnar að handfjatla hann núna. En það er staðreynd, að jafnvel þótt þetta hafi verið til- raun til að vinna ungfrú Hovenden mein, þá hreinsar það samt ekki Jim Shaw.“ Roy starði á hann og hló kuldalega. „Wells majór, ég trúi því ekki að tveir morðingjar gangi lausir hér á eynni. Það brýtur í bága við • Ö)1 lög og reglur.“ „En það er lagalegur möguleiki fyrir því. En það kemur ekki málinu við eins og stenduy. Og okkar á milli sagt, þá liggur við að ég sé yður sammála. Ungfrú Hovenden, ég ætla að segja ýður eitt. Þegar maður hefur framið morð, ' þá er hann óttasleginn. Hann er yfirkominn af hræðslu. Hann er sífellt að hugsa um hvorií “ hann hafi ekki skilið eftir einhver merki. Hann spyr sjálfan sig, veltir fyrir sér hvort einhver hafi tekið eftir þessu eða hinu, eða heyrt hitt og þetta, hvort nokkrum detti í hug hvor hann sé morðinginn, hvort nokkur viti eitthvað sem geti komið upp um hann. Stundum verður hann svo sannfærður um að einhver viti eitthvað, að hann héldur að hann verði að fremja annað morð til að bjarga sér. Vitið þér hver myrti Hermione Shaw?“ „Nei,“ hrópaði Nonie. „Nei.“ ; „Jæja, þá, hugsið yður vandlega um — leitið íhugskoti yðar og rifjið upp fyrir yður. Vitið þér nokkuð sem hugsanlegt er að gæti verið SÖnnunargagn?“ „Nei, nei. Eg veit ekkert." ■ ^ „Skiljið þér, að tilvera yður getur ógnað ein- ' hverjum og —“ Roy sagði: „En Wells majór, setjum svo að það sé engin ástæða fyrir morðinu á Hermione eða árásartilrauninni á Nonie. Setjum svo,- að einhver gangi berserksgang, sé morðsjúkur vit- firringur.“ :'f” ' ■> •■ „Það er einnig hugsanlegt," viðurkenndi Wélls majór. Hann reis á fætur, en stóð um stund í þungum þönkum. „Herra Beadon,“ sagði hann snögglega. „Hvaða álit hafið þér á Dick Fenby?“ „Dick er ágætur. Heiðarleikinn sjálfur. Hann hefði ekki getað myrt Hermione. Auk þess var hann staddur hér í húsinu. Hann hefur f jarveru- sönnun.“ „Eg á við hæfileika hans sem lögreglustjóra ? Eg verð að fela honum málið. Getur hann tekið á sig ábyrgðina?" „Já, já.“ Wells majór sagði lágt: „Honum virðist hafa orðið mikið um þetta. Hvemig var þetta í pott- inn búið?“ „Það er gömul saga. Dick kom hingað eftir fyrra strið, fór að vinna hjá Hermy, varð ást- fanginn af henni. Þau lentu auðvitað oft í senn- um. Ef yður dettur í hug, að hann hafi skotið hana, þá er það ógerningur, því að hann var hér —“ „Eg veit það. En annað fólk? Einhver sem hún hefur lent í heiftugri deilu við?“ Roy yppti öxlum. „Þessu er vandsvarað, majór. En sannleikurinn er sá, að Hermione hefði getað vakið morðhugsun hjá hverjum sem var; en ef svo hefur verið þá vett ég ekki hjá hverjum eða hvers vegna.“ WELLS majór gekk út að frönsku gluggunum og horfði út. „Óveðrið er ekkí langt undan. Eg Spennanði ASTAJISAGA. — 26. DAGUR. verð að flýta mér að komast aftur til Port Iles. Fenby þarf að finna byssuna, sem hún var skot- in með, ef þess er nokkur kostur. Til þess þarf hann að rannsaka hverja einustu byssu sem hann kemst yfir og bera þær saman við kúluna sem varð henni að bana. Auk þess verður Riord- an að ná kúlunni út strax og hann getur. Jenkins þarf að athuga skjöl hennar; hann var lögfræð- ingur hennar og hann ætti að ver.r inni í öllum hennar viðskiptum. „Wells majór virtist taka á- kvörðun. „Við skulum fara aftur til Middle Road og ljúka við það sem við getum gert þar.“ Síð- an sneri hann sér að Nonie. „Eruð þér alveg viss um, að þessi ótti sem greip yður áðan hafi ekki stafað af ímyndun yðar?“ Nonie svaraði: „Eg er yiss um að éinhver var að læðast þarna. Eg varð óttaslegin. En það var t'sannarlega ekki gerð tilraun til að .vinna mér j?;mein.“ Hann beið um stund, horfði fast á hana með skær- um,hvössum augunum. Hann sneri sér að Roy. „Mig langar ekki til að rasa um ráð fram með því áð taka Jim Shaw fastan. Það þarf að rann- ’ saka til fullnustu þetta óskemmtilega átvik sem kom fyrir ungfrú Hovenden. En ég vil ekki að Shaw gefist færi á að kómast burt af eynni.“ Það bir.ti yfir svip Roys. „Yður er óhætt að treysta því, majór, Jim Shaw er enginn morð- ingi, og þér eigið eftir að komast að því að ég •hef rétt fyrir mér. Jæja, jæjá, ég skal aka ýfðúr - til Middle Road, ef þér viljið. Nonie, elskan mín —“ Roy lagði höndina létt og blíðlega á öxl hennar — „Eg sendi eftir Riordan til að líta á þig. Láttu hann gefa þér eitthvað róandi. Er- uð þér tilbúinn, majór?" Hann hallaði aér áfram og kyssti hana mjúklega á kinnina. Þreklegi, rauðhærði lögregluþjónninn beið eftir honum við dymar og þeir fóm saman. Þeir námu staðar til að tala við Smithson; hún gat heyrt kliðinn af röddum þeirra. Smithson og menn hans virtust ekki hafa fundið neitt tor- tryggilegt. Hún hlustaði á bílinn fara af si.að, í áttina til Middle Road. Og þar beið Jim. Hafði lögreglufulltrúinn trúað sögu hennar? Hún gekk út á svalimar og horfði í áttina til Middle Road plantekrunnar og gat auðvitað ekki séð annað en grænar trjákrónumar. Him- inninn var svo þungbúinn, að henni fannst hún næstum geta snert hann með fingrunum, og það var ótrúlega hljótt. Allt virtist bíða eftir yfir- vofandi óveðri og búast til vamar. MIKIÐ væri auðvelt fyrir mann að nálgast húsið, læðast gegnum þétt, stórvaxið banana- laufið, undir pálmana og glampandi, grænt lauf- skrúðið. Hún ætlaði að fara eftir orðum Árelíu og hvíla sig; hún ætlaði að reyna að sofa. Þrem klukkutímum seinna, þegar Árelía kom hljóðlega að dyrunum hjá henni og kallaði nafn hennar, var hún enn glaðvakandi. Árelía kom með lækninn með sér og hann gekk rösklega inn. „Roy segir að þér hafið orðið fyrir slæmu áfalli,“ sagði hann. „Hann sagði mér að líta á yður.“ Riordan læknir var grannvaxinn, unglegur maður með magurt, útitekið andlit og þreytuleg augu. Hún sá strax að hann var áhyggjufullur VV"V\VVK|, rvWvi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.