Þjóðviljinn - 10.09.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.09.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. sept. 1949. ÞJÓÐVILJINN Séra Jahob Jónsson: 'r) 'r^ BOKSTAFURINN DEYÐIR, EN ANDINN LIFGAR i i \ Framhald af 3. síðu. Einu sinni var prestur, sem var vanur að bíða þess með eft- irvæntingu, þegar hann og kona hans fóru heim frá messu, að frúin léti í ljós við hann, hvort henni hefði fundizt ræðan góð eða léleg þann daginn. En einn sunnudag gekk prestskonan þegjandi við hlið mannsins síns, og sagði ekki neitt. Hann var ekki vanur að spyrja hana að fyrra bragði, en nú gat hann ekki staðist mátið. Hann hafði lagt mikla vinnu í að semja ræðu um réttlæti faríse- anna, og leizt nú ekki á, ef alt hefði verið til ónýtis eða svo til. Og nú lét hann verða af því að spyrja: Hvernig þótti þér predikunin í dag, góða mín ? — Prestar eru sem sé ósköp líkir öðrum mönnum í því, að þeim leiðist að vinna verk sitt árang- urslaust. — Prsstkonan yppti öxlum í þetta sinn. Hún hafði ekki mikið að segja. „Heyrðu“, , sagði hún við manninn sinn. „Hvað heldurðu annars, að mig varði um þessa gömlu farísea?“ lögðu undanhaldi, — þess manns, sem gefst upp við að treysta á andann og hugsjón- arinnar mátt. Og loks deyr þessi maður innan um alt sitt glys, fylgislaust flak, sem misst hefur traust sinna fyrri sam- herja, er þess ekki lengur megn ugur að skapa nýtt líf í hjört- um meðbræðra sinna, nýjan eld móð og trúarhita, nýjan kraft og nýtt líf. I höndum hans ryðgar hið eina vopn, sem er nokkurs virði, — andans helga sverð. Hvað var þessi maður orð- inn undir lokin ? Ekki illmenni í venjulegum skilningi. Ekki fantur, ,sem vís vitandi mergsaug öreiga og fá- tæklinga þjóðar sinnar. Nei, hann var samskonar maður og margir farísear Gyðingalands forðum: Hann var maður, sem hafði glatað andanum, en varð veitti máttlausan bókstaf, sem þó var nógu máttugur til að verða dómsorðið yfir honum sjálfum. Ef þessi maður væri ekkert annað en hugarburður Ef til vilj spyr einhver af til- jeinhvers skálds, og mynd, sem heyrendum míniTm í dag: jvarpað er á léreft í kvikmynda- „Hvað varðar mig um þessa húsi, þá væri ekki ástæða til gömlu bókstafsþræía í Gyðinga- |að taka hann alvarlega. En landi ? — Hvað koma þeir mér hann er fulltrúi margra hundr- uða ef ekki þúsunda, sem nú ætla sér að endurreisa heim- við. Væri ekki nokkuð þýðingar- meira að brjóta heilann um það, | hvernig þjóðin á að bregðast (inn nieð krafti gamalla orða- við síldarleysinu norðanlands, jtiltækja, eða gera annað, sem óþurkunum suijnanlands, — jer ennþá heimskulegra, — en eða um kosningárnar í haust, Það er að fela vanmátt sinn, eða um það, á hvað mörgum j úrræðaleysi og hræðslu bak við stöðum á landinu verði ekki fornhelg orð/sem eitt sinn voru dansað í kvöld?‘f Hvað koma hinir gömlu farí- baráttuorð hárra hugsjóna, en eru nú lítið annað en dulur, sear og bókstafsþrælar, eða sem Þeir h^a með nekt sína’ mennirnir, sem hafa ge-fizt upp við að trúa. Þér kannist við þessi orð: „Friður“, „lýð- ræði“, „frelsi“, „jafnrétti“, o. andlausir þöngulhaúsar suður í Korinþuborg þér og mér við á þessum degi ? Reyndar — þeir koma oss j við. Meðal annars vegna þess, jS- trv> að farísearnir eiga skilgetna ] Eg spyr sjálfan mig stuna- bræður í öllum löndum heims. jum: Logar eldur andans hjá Ef til vill eru hér einhverjir, vorrí þjóð? Hvar er eldmóður sem hafa séð kvikmyndina, sem ■ andans, sem svall í brjósti Nýja-Bíó hefur verið að sýna hinna íslenzku þjóðfulltrúa, er undanfarna daga. Hún heitir | þeir stóðu sem þéttast saman undir forystu Jóns Sigurðsson- ar? Þeir þættu ef til vill ekki Alþýðuleiðtoginn. Ungur dreng1 ur verður snortinn af anda hárra hugsjóna. Hann finnur anda réttlætisins, and'a með- aumkvunar og jafnaðar fylla lijartað. Kærleikurinn til þeirra sem eru ranglæti beittir í þjóð- félaginu svellur í æðum hans, Hið innra með honum brennur eldur. Hann bíður ósigur í fyrstu, og stundum á hann 'sjálf ur sök á óhöppum, sem fyrir koma. En krafturinn, sem fyll- ir alla hans sál, laðar fleiri og fleiri til fylgis við hið heilaga réttlætismál. Hann horfir fram á við til nýrrar aldar, til betri og batnandi tíma á jörðinni. En ævin líður. Metorð, tignarstöð- ur, hégómlegt skjall, vegtyllur og mannhylli, allt verður þetta til að freista hans. Hann held- ur ennþá bókstaf frelsiskenn- inganna, en andinn er horfinn. Það er ekki lengur andans kraftur og éldmóður, sem ber uppi líf hans og starf, heldur fær hann öll einkenni hins fálm samkvæmishæfir á Borginni eða í Sjálfstæðishúsinu, sem þá hófu upp raust sína í hátíðasal Latínuskólans, — búrlegir karl- ar á leðurskóm og flestir senni- lega flibbalausir? — Og þó tekst oss ekki að fara i þeirra föt. Eru ekki fleiri hreyfingar en þjóðérnishreyfingin, sem spyrja mætti um, hvort ekki hafi tap- að einhverju af krafti sihum og innra eldi ? Eg ætla ekki að fara að telja þau upp, þessi mörgu félög, sem hafa tekið að sér að vinna að helgum og háleitum húgsjóna málum? Ef þú ert í einhverju þeirra, þá spurðu sjálfan þig, hvernig ástandið raunverulega sé innan þess vébanda? Getur nokkurt félag, hversu háleitan tilgang sem það hefur komizt hjá að leika við og við á lægstu strengi mannlegs eðlis, þegar það þarf að safna fé til þeirra e andi! manns, setn er á skipu-l hluta, sem gera skal? Eru ekki jafnvel þau félög, sem eiga að heita landsfélög, sem ná yfir allt landið, vönust því að hafa aðeins sárafáa starfandi menn? Og er ekki hugsjónamáttur þjóðarinnar í heild og fórnar- þrek hennar eitthvað líkt því, sem einhver blaðamaður vildi að væri lífsskoðunin í hans eig- in stjórnmálaflokki sem sé, að hver maður lifði mest fyrir sjálfan sig. — Hvar er sá eld- ur, sem jafnan logar þar sem bókstafurinn er undirgefinn andanum ? Hvar er eldurinn, sem kynnti undir í baráttu forfeðranna ? Hvar er lífið? Hvar er lífið? Er það hér? Er það innan hinnar íslenzku kirkju? Höfum vér af henni að segja, hinni lifandi þrá eftir orði kirkjunnar, sem olli því að Norðlendingar streymdu heim að Hólum á dögum Jóns Ög- mundssonar? Finnum vér þá glóð, sem brann á arni í hin- um íslenzku bóndabæjura, þeg- ar Hallgrímssálmar voru sungn ir um allt íslands, enginn bátur lagði svo frá landi, að ekki væri lesin bæn til Guðs, ekkert ferðalag hafið án þess, að Guð [ væri ákallaður, og jafnvel heit- ir skapmenn funau, að þeir urðu að geta fyrirgefið fjand- mönnum sínum, áður en þeir gengu til Guðs borðs. Og vér skulum láta hugann reika aftur um aldirnar, til frumsögu kirkjunnar, til þeirra daga, er postulinn Páll fann hinn andlega kraft Jesús Krists gagntaka hina nýju söfnuði, og skapa það bræðra-1 lag, sem fátt eða ekkert hefur jafnazt við á jörð. Þegarsú lífs- regla gilti, að lifa meira fyrir aðra en sjálfan sig. Nei, vér skulum ekki endilega vera að fara svona langt aftur í tím- ann. Vér skulúm aðeins fara beint í eigin barm ? Hefur safn- aðarlíf hinnar kristnu kirkju í Reykjavík eflzt eða hefur því hnignað á síðustu áratugum? Prestur í strjálbýlu prestakalli sagði; við mig í sumar: „Hvern- ig er það hjá ykkur í Reykja- vík ? Hér hjá okkur þarf fólk- ið, margt af því, að fara tveggja 1 tíma ferð hvora leið til mess- unnar. Og það þarf að hugsa um að vera samt komið heim í tæka tíð til að sinna grip- unum. En hvernig er 'það hjá ykkur fyrir sunnan? Mér hefur verið sagt, að það væru margir simnudagar, sem fólk úr næstú húsum við kirkjuna léti ekki sjá sig.“ Þetta voru hógvær orð. En hjá mér sem Reykjavíkur- presti vöktu þau undarlegt sambland af tilfinningum. Eg vissi eiginlega ekki, hvort ég átti að gráta eða hlæja. Með eins atkvæðis meirihluta leyfði á sinni tíð bæjarstjórn Reykjavíkur, að Hallgríms- söfnuður mætti byggja þennan litla hluta af kirkjunni. Þana vetur sem kirkjan hefur ver- ið notuð, hefur kirkjusóknin aukizt að miklum mun, og starf semi safnaðarins orðið mu-n fjölbreyttari en áður var. Öllu virðist miða fram á við. En er það ekki einmitt grátlegast af öllu, og sýnir deyfð kirkjunnar betur en flest annað, að vér starfsmenn hennar skulum fórna höndum af þakklæti yf- ir þeim húsakosti, sem flestum stjórnmálaflokkunum mundi finnast vanvirða að bjóða sér upp á, hvað stærðina snertir. Og þetta er í einum stærsta söfnuði landsins, þar sem eng- inn þarf að fara tveggja tíma ferð til kirkju. Eg segi þetta ekki til að afsaka deyfðina, sem ríkir í flestum söfnuðum til sveita, heldur til þess að benda á, að hér er alvarleg hætta á ferðum, bæði til sjávar og sveita, bæðf ’í Reykjavík og annars staðar. • Hvað vantar hjá oss ? Það vantar sama eídmóðinn og annarsstáðáf, þar sem um andleg mál er að' ræða. Eg veit, að vísu, að vér varðveitum bók- stafinn, og með grobbkenndu þrefi og drýldnum hröka nota menn stundum bókstafinn til að hnýfla hver annan, og gefa hver öðrum meðmælabréf af fremur broslegri tegund. En hvar er sú hrifning og sú gleði í heilögum anda, sem einkenndi beztu tímabil kristninnar? Vér erum í rauninni ennþá aumari en Reykjavík var á mínurn skólaárum, þegar tvær stórar kirkjur voru að jafnaði fullar tvisvar hvern sunnudag jafnt sumar sem vetur. Andstæðing- ar kirkjunnar eru að vísu linari nú en þá. En vér sjálfir, kæru bræður og systur í kristnum söfnuði, eigum að ég hygg, líka minni kraft, minni tilfinningu fyrir því, að heimurinn þarfnast hinnar kristnu kirkju, eins og strándað skip þarfnast björg- unarliðs. Það sem oss vantar, er tílfhmingin fyrir því, — að hinn lifandi kraftur Guðs standi oss til boða. En — hvar og hvernig er hjálp að fá? Hvar er líf og kraftur á þess um köldu og svartsýnu tímum ? Veraldarsagan sýnir oss, að jafnan þegar einhver andleg hreyfing þarf endurnýjunar við, er hollast og gagnlegast að hverfa til frumuppsprett- unnar, að svo miklu leyti sem mögulegt er. Hvert sótti hi.i íslenzka þjóðernishreyfing kraft sinn á síðustu öld, ef ekki til þeirra listaverka, sem þjóð- menning þessa lands hafði skap að fullkomnust á horfnum öld- um. Án íslendingasagnanna hefði ísland aldrei orðið aftur frjálst. Hvar fá kristnir menn að kyú'nast ’þeim eldi, sem var upþhaf að blysför kristinnar trúar um myrkan heim, ef ekki í hinum sígildu ritum kristninn- ar, hinni heilögu ritningu, Biblí unni? Hinn gamli bókstafur frá þeim tímum, að andinn svall í brjóstum manna, er hin sterk- asta lögeggjan, herhvöt og dag- skipan til þeirra, sem nú hafa hinu sama hlutverki að gegna og þeir, sem þá dyfu penna sín- um í blek, Án:þekkiagar á orð- um Krists og frumpostulanna verður enginn kraftur í kristn- um lýð á hvaða öld sem er. En jafnvel hin heilaga ritning væri gagnslaus í sjálfu sér, ef ekki væri að ba-ki henni andi hiús lifandi Guðs, sem ekki ritar á spjöld eða pappír, heldur á hjartaspjöld úr lifandi hoidi. Það er einn megin-munur 4 hinni kristnu hreyfingu og öðr- um þeim, sem ég hefi tekið til dæmis. Hvað er andi Jóns Sig- urðssonar eða andi Jóns Ög- mundssonar, andi horfinna verkalýðsforingja eða andi löngu liðinna hugsjónamanna hjá anda Krists ? Allir hinir miklu menn hafa látið eftir sig örfandi orð. Og vér skulurn einnig gera ráð fyrir því, að eftir að þeir hafi flutzt til ó- sýnilegra heimkynna, láti þeir einnig margt gott af sér leiða fyrir jarðneska menn. Eg er sannfærður um, að það er ekki tóm bábilja, sem kristin kirkja hefur stundum kennt, að ein- stakir ágætismenn í öðrum heimi hafi hug á að veita and- legum krafti til jarðarinnar. Vér getum samsinnt það og þakkað fyrir það án þess að fara að krjúpa fyrir dýrlingum. En allir þessir menn, hvort sem er þessa heims eða annars, hafa sínar takmarkanir. Það er aðeins einn, sem gat sagt um sjálfan sig með sanni: Mér er gefið allt vald á himni og jörðu. — Jesús Kristur, hinn kross- festi og upprisni er ekki aðeins framliðinn vinur, sem hugsar af samúð til vor mannanna í bar- áttu vorri fyrir guðsríki á jörð. Hann er ekki aðeins einhver hinna stóru bræðra, sem horfir á það með kærleika, er mennim ir, hin veiku börn eru að strita við byrði hins jarðneska lífs. Hann er ekki einhver efstabeklc ingur, sem horfir yfir öxl þé •, meðan þú ert að pára nafnið þitt í lífsins bók. En hvað er hann þá? Hann er sjálfur hinn andlegi kraftur hins lifandi Guðs, sem gjörir þig hæfan til að vera þjónn nýs sáttmála, Það er hann sem hrífur þig með sínum andlega krafti til að taka þig með í baráttivf^ha fyr- ir Guðs ríki á jörð. Hann er sjálfur vaxtarmáftúrinn, sem gerir þig sterkan og stæltan í viðureign þinni við þunga byrði, breytir sjálfum þér úr van- máttugu b’arni í sterkan, full- orðinn mann. Hann er sjálfur að skrifa á þín eigin hjarta- spjöld, bréf til mannanna, sem þú lifir á meðal. Hvar sem andi Krists fær að snerta hjörtu mannanna, fer gamall bókstaf- ur aftur að leiftra af ljósi Guðs, gamalt fagnaðarerindi að verða nýtt, gamalt lögmál að benda út og upp fyrir sjálft sig meö sífelldri eggjan á að ganga lengra í því, sem gott er, en nokkurt lögmál getur fyrirskip að. Og þrátt fyrir alla deyfð og allan drunga, finnum vér nið stormsins, sem í hönd fer. Víðs vegar um heiminn er andi Framhald á t. síðu, y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.