Þjóðviljinn - 10.09.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1949, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVHJINN 1 Laugardagur 10. sept. 1949. þlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýfiu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður GuSmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason BlaSam.: Ari Kárason, Magnús Torfl óiafsson, Jónaa Árnason Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson Rltstjóm, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðu- ■tíg 19 — Slmi 7500 (þrjár linur)' Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuðl — Lausasöitrverð 50 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljana b.f. Sósíalistaflokkurlnn. Þárefotu 1 — Síml 7519 (þrj&r Ilaur) ' f Skemmd kosningaepli Almenningur hafði gert sér vonir um að seinustu mánuðina fyrir kosningar myndu allar búðir fyllast af góðum og ódýrum varningi, að óttinn við dóm kjósenda myndi knýja stjómina til að uppfylla það í nokkrar vikur sem svikizt hefur verið um í hálft þriðja ár. Stjórnin hefur einnig sýnt nokkra tilburði 'T þessa átt. Go.tt dæmi um það er eplainnflutningurinn til landsins. Árið 1946 samþykktu allir þingmenn þingsályktun frá Katrínu Thoroddsen þess efnis að viðskiptayfirvöldin skyldu sjá til þess að ævinlega væru fáanlegir ávextir í búðunum. Efndirnar urðu hins vegar þær að ávextir hafa varla sézt nema á svörtum mark- aði — þar til nú að kosningar eru fyrir dyrum'! Nú koma mörg þúsund kassar af eplum, en þegar til á að taká kemur í ljós að eplin eru að verulegum hluta skemmd, nokkur hluti grænn og óþroskaður, lítill hluti góð vara. Kosninga- eplin voru skemmd, þetta er táknrænn atburður, lítil mynd sem felur í sér stóra heild. En dæmissögunni er ekki lokið með þessu. Ríkisstjórn- in leysti vandann með skemmdu kosningaeplin þannig að verðið á ætu eplunum var ákveðið svo hátt að óætu eplin yrðu líka borguð af almenningi. Ríkisstjómin flytur inn skemmd kosningaepli, en almenningur borgar brúsann! En það eru einnig önnur kosningaepli sem nú em á boðstólum á hinum pólitíska vörumarkaði stjómarflokk- anna. Allir flokkamir halda nú uppboð á eplum sínum. Alþýðuflokkurinn básúnar baráttu sína fyrir velferð al- mennings, fyrir lágu vöruverði og háu kaupi, gegn tollum og nefsköttum, fyrir heiðarlegum vérzliinarháttum o.s.frv. $jálfstæðisflokkurinn tjáir ást síná á frjálsri verzlun, frjálsu framtaki einstaklingsins og andstöðu sína við skrif- finnsku,- höft og hömlur gæðinga sinna í öllum nefndunum og ráðunum. Framsóknarflokkurinn æpir upp um róttækni sína, baráttu sína fyrir heiðarlegu fjármálalífi, andstöðu sína við brask, okur og spiilingu. Þettá eru kosningaepli ríkisstjómarinnar, og þau eiga það sameiginlegt með ítölsku eplunum að þeirra hefur ekki'orðið á nokkum hátt vart í samstjórn flokkanna þriggja undanfarið hálft þriðja ár. Þau eiga það einnig sameiginlegt að hin pólitísku epli stjórnafinnar eru löngu rotin. Þau hafa verið geymd í skúmaskotum svikinna baráttumála og glataðra hugsjóna. Þau eru ormétin og skemmd, hversu mjög sem stjóm- málaskúmamir reyna að fægja þau og fága. En þetta eru sem sagt þau epli sem stjórnarflokkamir auglýsa nú fyrir háttvirtum kjósendum. Þeir gera sér von- ir um að nægilega margir glæpist á ávöxtunum til þess að svo mikið safnist að hægt verði að halda áfram sömu stjórnarstefnu í enn hatramlegri mæli en hingað til. Þeir sem glæpast á eplunum munu vissulega komast að raun um að þau em aðeins til að sýnast. Og íslenzk alþýða mun fá að borga brúsann með sxversnandi lífskjörum. Kpsningaepli afturhaldsins eru skemmd. Þeir sem glæpast á beim munu fá aö finna til afleiðinganna. BÆ J ARPOSTIi RIM N Grunaði hvernig fara mundi. Þegar ég gekk heim til mía um Skúlagötu í fyrrakvöld á tólfta tímanum og horfði uppí himininn þar sem norðurijósia fóru í stórum bogurn blaktandi einsog slæða í slíkimjúkum lit- um hinnar efstu fegurðar alla- leið utanfrá sjóndeildarhring og þangaðtil komið .var í hvarf bakvið Esjuna sem hafði glatað sinni 'gomlu reisn í samanburði við órahæðir algjörrar heið- rikjunnar og sýndist ekki leng- ur neitt fjall heldur bara lítils- háttar mismunur á jafnsléttu með daufa kvöldglóð norðurs- ins fyrir aftan sig einsog káld- an ofn og andaði útúr honum hressandi svölum blæ er tók með sér í leiðinni lyktina. af, sjónum, þá grunaði mig strax hvernig fara mundi. □ Sól á veggjum Viðeyjarstofu. Þegar ég hélt til vinnunnar í gærmorgun og horfði yfir sund- ið þar sem Viðeyjarstofa stend- ur í grænu grasinu hinumegin með hvíta veggi og hefur ekki breytzt í hundrað og sextíu ár, þá fannst mér, einsog svo oft áður undir sömu kringum- stæðum, ég vera staddur í fallegu málverki frá dögum Skúla fógeta. Venjulega gengur maður nið- ur hæðina ofanvið Suðurlands- braut án þess að hugsa um annað en strætisvagninn. Svo einn morgun minnist maður þess allt í einu að sagan hefur gerzt á ixæstu grösum. Það er í góðu veðri með sundin slétt og sól á veggjum Viðeyjarstofu. Veðrið í fyrrakvöld var svo gott að það hlaut að endast framá næsta dag. Sá grunur minn hafði reynzt réttur. □ Veðrið lninumegin á landinu. Við áttum skilið þetta veður. Svo lengi höfum við möglunar- laust þolað rigninguna og öil leiðindin sem henni fylgja, að við áttum sannarlega skilið þetta góða veður. En gleðin er sjaldan fullkomin. Maður fór að hugsa um veðrið hinumegin á landinu. Veðrið hinumegin á landinu er venjulega andstæða þess sem er hérnamegin á land- inu. Samkvæmt því hlaut veðrið hinumegin á landinu að verd\ vont í gær. Og þar hafa þeir einmitt mesta þörf fyrir að það sé gott en ekki vont. Þar eru þeir að veiða síldina. Nei, þessi ráðstöfun forsjónarinnar er ekki auðskilin. Ea kannski er hún orðin • rugluð af öllu til- standinu í sambandi við síld- veiðamar og komin á þá skoðun að okkur sé mest þægð í að hafa gott veður x krmgum Hæring, og hvergi annarstað- ar? □ Baðhúsið iika lokað. — Hver stjórnar þessari eademis vitleysu? „Sveinn“ skrifar: — „Nú lízt mér á það, Bæjarpóstur góður! SundhöIIin er búin að vera lok- uð í margar vikur eins og þú Veizt, og nú er okkur, sem hvergi eigum aðgang. að baði í heimahúsum, alveg bannað að fá okkur bað, samkvæmt nýrri ráðstöfun, sem sé þeirri að Bað- húsinu hefur líka verið lokað! Þessir tveir staðir, hinir einu ’opinbéru staðir þar sem hægt ér að fá sér bað, eru lokaðir á sama tíma! Hver stjórnar nú svona endemis vitleysu?“ — ---- Bæjarpósturinn veit ekki hver stjórnar þessari endemis, endemis vitíeysu, en væntan- lega heyra báðar stofn- anirnar, Baðhúsið og Sundhöll- in, undir einhvern ákveðinn mann í bæjarskrifstofunum. □ Lofeyrði um Austurvöll. Ó.b. skrifar: — „Kæri bæjar- póstur. — Ég var hálft í hvoru að búast við því, að þú mundir einhverntímann vekja athygli á því, hvað Austurvöllur er falleg ur núna, en það virðist hafa farið fram hjá þér.... Blómin í beðunum eru snilldarlega vel valin, litimir „harmónera" hver við annan eins og í beztu mál- verkum, og yfirleitt er öll um- hirða vallarins til hins mesta sóma .... Það væri mikill mun ur að búa hér í Reykjavík, ef hún hefði upp á að bjóða marga staði, sem gætu veitt manni eins mikla ánægju og Austur- völlur. Ég veit varla nokkuð skemmtilegra en að sitja þar á einhverjum bekknum í góðu veðri.... — Ó.b.“ — Bæjar- pósturinn vill taka það fram að hann er sammála þessum dómi um Austurvöll. R1KI8SKIP: Hekla fer frá Reykjavík í kvöld til Álaborgar. Esja er á Austfjörð um á norðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjald- breið er væntanleg til Reykjavík- ur í dag að vestan og norðan. Þyr- ill er í Reykjavxk. EIMSEXF: Brúarfoss kom til Reykjavíkur 5.9. frá Leith. Dettifoss e-r í Kaup mannahöfn. Fjallfoss fór frá R- vík x gærkvöld til Isafjarðar, Rauf arhafnar og Siglulfjarðar. Goða- foss kom til Hull í gærmorgun frá Rotterdam. Lagarfoss fór frá R. vík 7.9. til Breiðafjarðar og Vest fjarða, lestar frosinn fisk. Selfoss kom til Reykjavíkur 8.9. frá Isa- firði. Trölíafoss kom til N. V. 27.8. hefur væntanlega farið það an 7.9. til Reykjavíkur. Vatna- jökull fór frá London í gær til Leith. LOFTLEIÐIK: I gær var flogið til' Vestmannaeyja (2 " ferðir), Bíldu- dals, (2 ferðir), Akureyrar, Isafj., Siglufjarðar, Þing- eyrar, Hólmavíkur, Blönduóss og Keflavíkur. 1 dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferð- ir), Isafjarðar, Patreksfjarðar, Akureyrar, Siglufjarðar og Kirkju bæjarklausturs. Einnig frá Hellu til Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja (2 ferðir), Isafjarðar og Akureyr- ar. Hekla er væntanleg frá Prest- vík og Kaupmannahöfn kl. 18.00 í dag. Fer kl. 08.00 í fyrramálið til London, væntanleg áftur um kl. 23.00 annað kvöld. Geysir er vænt anlegur frá Caracas í nótt. Fer kl, 08.00 í fyrramálið til N. Y. FLUGFÉLAG ISLANDS: Iimanlandsf lng: Óvenju mikið var flogið innanlands í gær, enda gott veður um allt land. Flugvélar Flugfélags Islands flugu alls 19 ferðir til 15 staða víðsvegar um land. Flogið var til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Vestmannaeyja, Reyðarfjarðar, Seyðisfjarðar, Nes- kaupstaðar, Djúpavogs, Horna fjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkju- bæjarklausturs, Djúpavíkur, Hólmavíkur, Isafjarðar og Siglu- fjarðar. Frá Akureyri var flogið til Austfjarða og Siglufjarðar. 1 dag verða farnar áætlunarferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestm.- eyja, Siglufjarðar, Blönduóss . og Keflavíkur. Á morgún eru áætlað- ar flugferðir til Akureyrar Vest- mannaeyja, Siglufjarðar og Kefla víkur. Millllandaf lug: Gullfaxi kom frá Osló kl. 22.00 í gærkvöld og fór til Kaupmannahafnar kl. 8.30 í morgun. Flugvélin er vænt- anleg aftur til Reykjavíkur kl. 17.45 á morgun. 1 dag verða gefin saman í hjónaband, að Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, ung- frú Kolfinna G. Pálsdóttir, húsmæðrakennari og Friðrik Kristjánsson, húsgagna- smiður. Bróði.r brúðgumans sr. Bjartmar Kristjánsson, prestur að Mælifelli gefur brúðhjónin sáman. MGNIÐ að lesa smáauglýsingarnar, þær eru á 7. siðu. Ungbarnavernd LÍKNAR, Templ- arasundi 3 er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15--4. 19.30 Tónleikar: Samsöngur. 20.30 Útvarpstríóið: Ein leikur og tríó. 20.45 Leikrit: „Á heim- leið“ eftir Alexand er Kielland (Leik- stjóri Haraldur Björnsson). 21.20 Einsöngur. — Benjamino Gigli (nýjar plötur). 21.40 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur (Albert Clahn stjórnar). Fimmtugsafmæli. Næstkomandi sunnudag, þ. 11. september, verður fimmtugur Er- lendur Þorbergsson, verzlunar- stjóri í Tóbaksverzluninni „Lon- don.“ Helgidagslæknir er Stefán Ólafs- son. Sími 3181. MESSUR A MOBGUN: Laugarnesþresta kail. Messað í Laugarneskirkju kl. 11 árdegis á morgun. Sr. Gísli Brynjólfsson, prest ur á Kirkjubæjarklaustri prédikar. Næturvörður í Laugavega- apóteki. — Sími 1616. Næturakstur í nótt annast Hreyfiil, sími 8633. 1 ' V '•

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.