Þjóðviljinn - 01.10.1949, Blaðsíða 8
A3 kfósa stjórnarflokkana er oð kjósa yfir sig
ATVINNULEYSi OG LAUNALÆKKUN
Yfirlýst stefna stjórnarfiokkanna
er: minnkuð fjórfesting og launo-
lœkkun. Það þýðir vaxandi at-
vinnuleysi og aukinn
húsnœðisskort
„Risa-óœtlun" ríkisstjórnarinnar,
4 óra óœtiun um 542 mllljón króna
fjórfestingu, er gufuð upp úr kosn-
ingastefnuskróm hennar. Orsökin
er hrun marsjallóœtlunarinnar.
Auðhringarnir sýna nú ísíenzku atvinnuíífi
hnefann, banna uppkomu stóriðju og
heimta lífskjaraskerðingu
Stjóraarflokkamir hafa nú birt kosningastefmiskrár
símar. I*ær eru að vísu miðaðar við að sýnast fyrir fóíkinu,
fá kjósendur til að gleyma óstjóm og hneykslum síðustu
ára, lofa öllu fögru, til þess að reyna að sleppa undan á-
fellisdóminum 23. október, en svíkja það svo á eftir. En
samt koma þær upp um þá pólitik, sem þessir Stefáns-Jó-
hannsfiokkar ætla sér að framkvæma eftír ko'áningar, ef
þeir síeppa skaðlítið í gegnum þær, — einkum þó, ef athug-
að er hvað ríkisstjórnin lýsti sem höfuðstefnu sinni fyrir
ári síðan.
„Mizmkuð fjárfestiig"
það ec: atvinnuieysi
©g húsnæðísleysi
Eitt aðalatriðið í stefnuskrá
íhaldsins og aðstoðar-íhaldsins
sérstaklega er minnkuð fjárfest
ing. Hún á nú að vera allra
meina bót.
Hvað þýðir minnkuð fjárfest-
ing?
Það þýðir að minna fé en áð-
ur sé lagt í þau fyrirtæki, sem
eiga að framleiða gjaldeyrinn
handa fólkinu. Slíkt þýðir
minnkandi atvinnu, bæði það að
menn fái ekki að vinna við að
koma slíkum fyrirtækjum upp
og heldur ekki við að vinna í
þeim. Jafnframt þýðir þetta, er
fram í sækir, minnkandi gjald-
eyristekjur fyrir þjóðina og
þar af leiðandi skort á útlend-
um nauðsynjavörum.
Ennfremur þýðir þessi minnk
aða fjárfesting það að minna
fó verður sett í ibúðarhúsa-
byggingar, enda hefur þegar
hejTzt að banna eigi að byrja
á nýjum húsum árið 1950. En
þetta þýðir minnkaða bygging-
arvinnu og aukinn húsnæðis-
skort og vaxandi svarta mark-
aðsbrask með húsnæðið.
Gengislækktin, laima-
lækkun og ^auknar
ueyz!uvömt“
Jafnframt tilkynna stjórnar-
flokkarnir að þeir ætli að lækka
gengi islenzku krónunnar gagn-
vart sterlingspundi og eru að
eigin sögn búnir að tryggja sér
aðstoð Alþýðuflokksins við það
— eftir kosningar. Jafnframt
ætla þeir að banna grunnkaups
hækkanir og telja alveg örugt
pð Alþýðuflokkurinn muni þá
brennimerkja það sem ,„glæp“
eins og Emil gerði 1947, að
menn reyni að fá fram kaup-
hækkanir.
Við gengislækkunina hækkar
verð allrar útlendrar vöru, ef
til vill um 30—40%. Jafnframt
myndu hin raunverulegu laun
launþeganna lækka stórum, ef
stjórnarflokkunum tækist að
halda kauphækkunarbanninu.
Undir slíkum kringumstæð-
um lofa nú stjómarflokkarnir
„auknum neyzluvöminnflutn-
ingi“. Hvað myndi það þýða?
Neyzluvörur miklu dýrari en
nú er, yrðu fluttar inn. Almenn-
ingur hefði miklu minna fé til
að kaupa þær fyrir en nú,
vegna minnkaðrar atvinnu og
lækkaðs kaups.
Búðargluggamir yrðu fullir
af vörum, sem almenningur
gæti horft á, en ekki keypt.
Gæðingar ríkisstjórnarinnar,
sem einoka fyrir sig og sína allt
atvinnu- og verziunarlíf lands-
manna og rýja landslýðinn til
að halda uppi óhófslífi þeirra
og auðsöfnun, gætu hinsvegar
veitt sér allt, sem þeir óska eft-
ir.
Þetta er ástandið, sem auð-
mannastéttin hér þráir:
Verkamenn verða að kné-
krjúpa henni um atvimra. Milíi-
stéttin og launþegar þeir, sem
ráðizt hafa í íbúðakaup, verða
að selja húsabröskurunum íbúð-
ir sínar, sakir minrtkaRdi tekna.
Auðmannastéttin þuríi ekki að
sætta sig við neina skömmtun,
heldur geti eytt að vild.
Undir þessum sakleysislega
útlitandi orðum „minnkuð fjár-
festing“ og „aukinn neyzlu-
vöruinnflutningur“ felst, eins
og afturhaldið kemur til með
að framkvæma þau: aukin fá-
tækt og vaxandi misskipting
lífsgæðanna.
„Bisaáætlnaiia"
gníað ipp
Þessi stefna, s£m . stjórnar-
flokkarnir — cg þó einkum
íhaldið og Alþýcuflokkurinn —
nú taka sem kosningastefnu
sína, er þveröfug við þá stefnu
sem sömu fíokkar lýstu yfir, að
þeir ætluðu að hafa næstu fjög-
ur ár, fyrir tæpu ári síðan.
Þá lögðu þeir fyrir Alþingi
stefnuskrá, ssr.i Alþýðublaðið
sagði frá i stcrri fyrirsögn á
þessa leið:
„Ríkissíjórriu leggur fram
fjögurra ára áætlun um eflingu
atvinnulífsins.
Nýjar framkvæmdir áætlaðar
fyrir 542,8 mllljónir króna 1949
—52.“
Og síðaji var sérstaklega und
irstrikað:
„Er þessi áætlun gerð í sam-
bandi við efnahagssamvinnu
Vestur-Evrópuríkjanna og Mars
hallaðstoð Bandarikjanna við
þau.“
Emil Jónsson sagði í fram-
sögu að „áætlunin gerði ráð fyr
ir framkvæmdum" ... „sem
svarar 135,7 milljónum króna
á ári hverju.“
Stefán Jóhann kallaði þetta
„risa-áætlun“ og kvað hana
„geta tryggt íslendingum betri
lífskjör en nokkru sinni fyrr.“
Og ekki drógu stjómarblöðin
úr hrifningunni. Alþýðublaðið
sagði í leiðara 21. október 1948:
„Fjögurra ára áætlun ríkis-
stjórnarinnar gerir ráð fyrir
stórkostlegri framkvæmdum hér
á stuttum tíma í þessu skyni en
íslenzka þ.ióðin hefur nokkru
sinni getað látið sig dreyma um
áöur; enda er það tækifær', sem
henni er gefið með aðild sinni
við viðreisnaráætluu I.Ici’daalls
fyrir Vestur-Evrópu -ú' -t:vtt
eins og Emil Jónsson vioskipta
málaráðherra komst að orðs
U
Og Morgunblaðið segir sama
dag í leiðara:
„... íslenzka þjóðin fagnar
hir.ni djörfu og glæsilegu áætl
un ríkisstjórnarinnar um stór-
feildar nmbætur og framkvæmd
ir í landi hennar í náinni sam-
vinnu við þær þjóðir, sem hún
um ailan aldur hlýtur að eiga
samleið með í baráttu fyrir;
efnahagslegu öryggi, frelsi og
lýðræði.“
En nú sést hvergi örla. fyrir
þessarri „risaáætlun“. Hvað
hefur gerzt?
ÞesSi „rísaáætlun“ var byggð
á Marshalláætluninni — þessari
biekkingu, sem nú sýnir hinn
sanna tilgang sinn betur og bet-
ur. Líklega hafa einhverjir af
ráðherrunum trúað þvi, sem
þeir sögðu fyrir ári síðan, og
haldið að það væri meiningin
hjá, auðvaldi Bandaríkjanna og
Marshalllandanna að hjálpa
þeim til að framkvæma risaáætl
un um nýsköpun á Islandi. En
þeir hafa siðan rekið sdg á, séð
að slíkt var engan veginn mein-
ingin og láta. því „risaáætlun-
ina“ falla út úr stefnuskráuni.
„Kúvendiiig"
samkvæmt lyrirskip-
im !xá Waskington
Ástæðan til stefnubreytingar
stjórnarflokkanna er eftirfar-
andi:
Þegar þeir komu til Marshall-
stofnananna í París og Washing
ton, fá þeir fljótt að finna, að
það er sar.narl&ga ekki tilgang-
urinn að Island eigi að fá að
Framhald á 3. stðu.
Garaall maður
verður fyrir
bifreið
Gamaíl maður hér í bæirem,
Sigurftur Sigurðsson, Hring-
braut 30, varð fyrir bifreið í
gær við gatnamót Hringbrautar
og Liljugötu. Hlaut hanu á-
verka á höfði og heilahristing.
Sigurður var á leið yfir göt-
una og virðist ekki hafa tekið
eftir bifreiðinni fyrr en hann
var kominn út á. miðja götu.
Telur bifreiðarstjórinn að hann
hafi þá hikað við, stigið 1—2
Fulltrúi íslands
styður múgmorð
Við atkvæðagreiðslu í stjórn-
málanefnd þings Sþ í New York
hjálpaði fulltrúi Islands til að
fella tillögu, sem miðaði að
því að binda endi á pólitískar
aftökur í Grikklandi, en þar hef
ur ríkisstjórnin í Aþenu eins
og kunnugt er látið taka þús-
undir karla og kvenna af lífi.
fyrir stjórnmálaskoðanir þeirra.
íslenzki fulltrúinn var í hópi
þeirra, sem greiddu atkvæði.
gegn tillögu fulltrúa Póllands
imi að skora á stjórnina í Aþenu.
að hætta pólitískum aftökum
og leysa upp herréttina, sem
dæma fólk til dauða hópum
saman fyrir að vera andvigt
ríkisstjórninni.
Með því að láta fulltrúa sinn.
á þingi Sþ taka þátt i að hindra
að alþjóðasamtökin reyni að
bjarga lífi grískra. lýðræðis-
sinna, sem eftir pyndingar cg
misþyrmingar bíða dauða síns
í dyflissum grísku fasistastjórn
arinnar hefur íslenzka ríkis-
stjómin enn á ný troðið heiður
Islands í svaðið. Stuðningur
við böðulsstjómir fasista hve-
nær sem færi gefst er auðsjáan-
lega ein helzta leiðarstjarna
ríkisstjórnar Bjarna Ben, Stef-
áns Jóhanns og Eysteins í
utanríkismálum, og nægir í þrí
sambandi að minna á, er þeir
s.l. vor létu fulltrúa sinn á
þingi Sþ greiða atkvæði með1
því að alþjóðasamtökin aflétti
fordæmingu sdnni á fasista-
stjórn Francos á Spáni.
skref til baka, en síðan hlaup-
ið við fót suður yfir götuna.
Varð hann þá fyrir vinstra
framhorni bifreiðarinnar og
kastaðist í götuna, en varð
ekki undir bifreiðinni er rann.
eitthvað áfram eftir árekstur-
inn. Sigurður var fluttur í
Landsspítalann og kom í Ijós
við læknisskoðun þar að hann.
hafði hlotið áverka á höfði cg
heilahristing. Meiðsli hans em
ekki talin alvarleg. >