Þjóðviljinn - 29.10.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.10.1949, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. október 1949. ÞJÖÐVHJINN s Emi! Tómassm: Ferðarabb af Ströndum FERÐ TIL STRANDA. Við vorum fjögur í ^eppabíl: Guð- rún dóttir mín, maður hennar Eyjólfur Kristjánsson og 7 ára Bonur þeirra. Ferðinni var heit- íð norður á Gjögur. Nú er orð- ið bílfært til Hóltnavíkur Hrúta fjarðarleiðina, en áður hefur verið farið um Dalasýslu inn fyrir Gilsfjörð yfir Steinadals- heiði og niður í Kollafjörðinn. Fyrir aðeins ári síðan var bíl- yegur ekki korninn inn fyrir Kollafjörð og voru farþegar þá ferjaðir yfir Kollafjörðinn frá Broddanesi og ,rútubíllinn“ til Hólmavíkur fór þá ekki lengra. Nú er vegurinn kominn inn fyr ir fjörðinn. Þetta kemur smátt og smátt. Nú vantar bara brúna yfir Kollafjarðarána. Tunguá í Bitru er nú verið að brúa. Þar var nokkuð af verkamönnum og mörg reisuleg tjöld er við keyrðum þar fram hjá. Við fórum að' heiman 22. á- gúst og fórum þann dag aðeins í Fornahvamm. Við urðum að setja okkur 1 samband við hinn svokallaða Flóabát sem átti að fara að kveldi 23. frá Hólmavík til nyrztu hafna sýslunnar, því bílfært er ekki iengra norður en Hólmavík. SAMGÖNGUR við norður- hluta sýslunnar eru erfiðar. Flóabáturinn Harpan er eina samgönguæðin milli Ingólfs- fjarðar og Hvammstanga með Viðkomu á öllum höfnum á þeirri leið. Báturinn fer aðeins eina eða tvær ferðir í viku. Mér var sagt að útgerð þessi bæri sig illa, en ríkissjóður styrkir eitthvað. Harpan er 29 tonna bátur. Allur umbúnaður fyrir farþega er ófullkominn og má ekki lakari vera. En skipshöfn- in eru ungir menn og röskir vel og hinir viðfelldustu. 'Skip- stjóri er Trausti Magnússon frá Djúpavík. ★ MILLI HÓLMAVÍKUR OG GJÖGURS. Við vorum komin á Hólmavík um kl. 6 og var Harpan þá ekki komin svo viðl höfðum góðan tíma að skoða okkur um í höfuðborg Stranda- marrna. Eg ætlaði að snúa mér að gömlum æskuvini: Magnúsi Lýðssyni, en hann var þá í „útlegð“ staddur, þó var hægt að senda til hans og náðum við samfundum og drukkum þar kaffi í sóma og yfirlæti og hresstum okkur vel eftir bílferð ina. Stundvíslega kl. 9 hélt Harpan burt frá Hólmavík þetta umgetna kvöld yfirfull af farþegum. Þar á meðal var yfirvald Strandamanna. Hann hugði að þinga næsta dag í Ár- nesi og innkalla skatt af þegn- um sínum þar nyrðra. Svo var þar einnig fyrrverandi yfirvald Strandamanna, Ilalldór Júlíus- son og eitthvað af fjölskyldu hans. Haukur Kelgason fram- bjóðandi í sýslunni, séra And- rés Ölafason o. fl. o. fl. — Það yar blíðalogn og bezta veður er við fórum frá Hólmavík og voru farþegar fleatir á dekki yfir Steingrímsfjörðinn yfir á Drangsnesið. Þar var sama og engin stanz, en margt manna kom þar niður á bryggju. Og þekkti ég þar aðeins einn mann: Mathías Helgason. I Grimseyjarsundinu rak á vindþotur og þegar við komum að Kaldrananesi var kominn talsverður sunnan strekkingur og orðið dimmt af nóttu. Við komum þar að bryggju, en mér þótti það einkennilegt að sjá ekkerfc liús. Það voru ýmsir sem ætluðu sér að sjá liið fræga íshús, en gripu í tómt Eg frétti það þó síðar, þegar ég grennslaðist eftir hvað Harþan væri að gera á Kaldrananesi, að sýslumennirnir, sem með okkur voru hefðu farið í land til að skoða íshúsið, og varð báturinn að bíða á meðan. Þegar komið var norður hjá Eyjahorni fannst mér Harpan vera farin að velta heldur ónota lega. Þó geri ég ráð íyrir að sjóm. hafi ekki fundizt velt- an mikil. En landkrabbar og sjóvanir menn eru sitt hvað. Kl. 2,30 um nóttina vorum við komnir inn á höfn framundan Gjögri. Harpan flautaði áferg- islega á afgreiðsluna. Allir vit- anlega í fastasvefni. Karl Thorarensen, tengdasonur minn, kom fyrst út til okkar á vélbát sínurn. Hann- vissi um komu okkar. Einnig tók hann séra Andrés í bátinn. Afgreiðslu maðurinn Jón Sveinsson kaup- maður kom því næst fram, og voru bátar þeirra Karls og Jóns samtímis við hlið Hörp- unnar. Aldan virtist hafa gam- an að leika sér að bátunum á meðan við vmrum að komast ofan í þá. Stundum lyfti hún þeim hátt og lét þá svo falla djúpt og hinn sprettinn vildi hún etja þeim saman og fljúg- ast á- eins og grimma hunda eða hnippa hver í annan eins og þjálfaðir boxarar. Eigendum bátanna virtist vera illa við þetta háttalag ökiunnar cg flýtti Karl sér að „setja í gang“ og stíma til lands. ★ 10 ÁRA HJÚSKAPARAF- MÆLI. Okkur sofnaðist vel það sem eftir var nætur. Nú upprann 24. ágúst. Þetta var i raun og veru merkisdagur fyr- ir okkur. Regína dóttir min og Karl maður hennar áttu 10 ára hjúskaparafmreli og í tilefni af því vorum vio hingað komin. Þennan dag létu þau séra And- rés skíra 9 mánaða gamla stúiku, sem þau áttu. Og þenn- an dag var Eyjólfur tengda- sonur minn 45 ára, og kona mín, sem dáin er fyrir 16 árum átti 63 ára afmæii. — Þessa alls minntist séra Andrés við skírnina, og þökkum við inni- lega hans fallegu setningar. — Það þótti dáiítið frábrugðið venjunni að hér skírði séra Aad I Haustmarkaður KRON Langholtsveg 136. — Sími 80715 Daglega nýtt trippakjöt í heilnm og hállnm shvohhnm. Framparlar og læri. 59 1 Vanir söltunarmenn salta ef óskað er. *?”| Höfum tunnur til að salta í. i . t M U Ódýr skafa í 10 — 15 og 25 kg. pökkum. Sendum gegm pósfkröíu um allf land. Gerið pantanir sem fyrst því markaS- nrinn hættir á næstunni. rés tvö börn saman og tveir öldungar, afar barnanna héldu þeim undir skím. ★ SÉRA ANDRÉS ÓLAFSSON er ungur maður aðeins 28 ára. Hann er nýskipaður sóknar- prestur í Staöarprestakall á Steingrímsfirði, en hefur heim- ili sitt á Hólmavík. Hann hefnr einnig verið settur til að þjóna Árnesprestakall 'Og var nú á ferð þar.gað til embættisverka. Hann dvaldi með okkur á Gjögri á heimili þeirra Karls og Regínu í 2Y> dag og höfð- um við það ljómandi. Hann er gleðimaður, velfarinn og við- feldinn viðkynningamaður. Sóknarbörnum hans gerðu sér líka glæstar vonir með hinn unga sálusorgara. Einn daginn sem við vorum á Gjögri fór Karl með okkur út í vitann, að sýna okkur færleik hans og veldi. Vitinn stendur nyrzt á Gjögurtánni og er um % klst. gangur úteftir frá þorpinu. Þeir séra Andrés og tengdasynir mínir hikuðu ekki við að bregða sér upp í vit ann, upp alla þessa stiga, sem virtust liggja upp í himingeim- inn. Og þaðan hafa þeir eflaust séð öll ríki veraldar. Þó var nú þokuloft og úrkomusuddi. Mér virtist þetta mundi vera svim- andi hæð þar uppi. En það er ekkert að marka því ég hef alla daga verið lofthræddur og kjarklans að klifra í klettum. Við Guðrún mín og drengirnir, sem með okkur voru, urðum að láta okkur nægja að horfa á þessa himnaför prestsins og fé- laga hans. ★ ARNES. Þetta gamla og góða prestsetur og höfuðbó! þar nyrðra er nú komið í eyði. Séi’a Ingvar flutti þaðan fyrir ári síðan að Prestbakka í Hrútafirði Jörðin er nytjuð frá Norðurfirði. Túnið hefur verið siegið og ég sá mikið af heyi uppsettu úti í Hólmunum. Varp var ekkert um að hugsa í vor. Á varptíma komst fugl þar ekki að fyrir ís og snjó, var mér sagt. I Árnesi er gömul bygging og léleg að sjá. En þar hefur verið byggt mjög svo reisulegt steinhús fyrir 20 ár- um síðan. Þar átti læknir sveit- arinnar að sitja, en það hefur eitthvað gengið tregt að fá lækna þangað. Sem stendur er læknir á Djúpavík og þykir fólki vænt um það á meðan það getur gengið, að hann un- ir norðan heiðar. í Árnesi hefur verið byggt stórt og veglegt samkomuhús fyrir sveitina sem að vísu er ekki fullgert enn að öllu leyti. En bygging þessi mun vera komin nær 140 þús. kr. * KIRKJUFERÐIN. Séra And- rés hafði ráðgert að messa í Árnesi þennan sunnudag sem við vorum fyrir norðan, (28. ág. 11. s.d. e. Trínitatis) og höfðum við ákveðið að sækja kirkju og hlusta á prestinn — og þau hjónin að sjá sig um þar í Trékyllisvíkinni og kanna ókunna stigu. Þessi áætlun gat þó ekki að öllu staðizt. Á sunnudagsmorgun var kominn norðaustan kalda stormur með úrfelli, stórsjó, illhryssingsleg þokan þeyttist inn yfir landið með alskonar látbragði og huldr bæði loft og jörð. Nú dofnaði' yfir kirkjuferðinni. Tilhlökkun- in varð að engu. Þó varð það úr að við Eyjólfum drifum okkur, Jón Sveinsson kaupmaður léði Eyjólfi reiðhest sinn, brúnan. gæðing. En ég fékk lánaðan rauðan fola frá Reykjarnesi, frískan klárhest. Við höfðum. báðir ánægju af að koma á hest bak og riðum all greitt með köflum þar sem vegurinn leyfði. Eg vissi að Eyjólfur var reið- maður góður og hafði átt góða hesta. Eg vissi líka að Brúnn Jóns Sveinssonar hafði aldrei verið talitin vekringnr, en Eyj- ólfur teigði hann á hlemmi skeið um holt og mela og dáð- ust allir að setn á horfðu! Við báðum Guðmund bónda í Bæ að geyma fýrir okkur reiöskjót ana á meðan við værum í kirkju og var það auðsótt mál. — Guðfræðingur einn spurði tnig eitt sinn hver dæmisaga Krista mér þætti fallegust og án þessi að hika svaraði ég: Farísei og toilheimtumaður. Það var þv£ ekki að ástæðulausu að ég hlustaði með fullri eftirtekt ái 1 tauHEsæsn - - ,-Ai.fei, PramliaJd 4 7,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.