Þjóðviljinn - 06.11.1949, Side 4
4
Þ. JÖÐ VTLJINN
Sunnudagur 6. nóveiuber 1949
IIIÓÐViyiNN
Útgetandl: Sameiningarflokkur alþýBu — SósíalÍBtaflokkurlnn
Rltatjórar: Magnús Kjartansson iáb.), SigurOur GuOmundsson
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason
BlaOam.: Ari KArason, Magnúa Torfi ölafsson, Jónas Árnason
ÁuglýBlngastjóri: Jónsteinn Haraldsson
Rltstjórn, afgrelOsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörOu-.
■tíg 19 — Sími 7800 (þrjár línur)
ÁskrlftarverO: kr. 12.00 & mánuOl — Lauaasöluverð 50 aur, elnt
Prentamiðja Þjóðviljana h.f.
Sófdailstikflokkurliui, Þórsgötu 1 — Síml 7810 (þrj&r Unor)
7. névember
32 ár eru liðin síðan alþýða Rússlands, — verkamenn,
bændur og undirokaðar þjóðir hins forna keisaradæmis, —
reis upp gegn auðvaldi,aðli og keisarastjórn og bylti því af
stóli 6. og 7. nóv. 1917. 32 ár, hin viðburðaríkustu verald-
arsögunnar, aldarþriðjungur, sem markar örlagaríkari
tímamót í þróun mannfélagsins en orðið hafa síðan stétta-
þjóðfélagið myndaðist fyrst á jörðiani og hin ritaða saga
hófst.
Einu sinni áður hafði verkalýður tekið völd í sínar hend-
ur og haldið þeim í þrjá mánuði. Það var verkalýður Par-
ísarborgar vorið 1871. Sú fyrsta verkalýðsbylting verald-
arsögunnar var kæfð í blóði. Auðvaldið þekkti enga misk-
un, þegar alþýðan átti 1 hlut. ,,Fjendur“ þeir, sem þá háðu
stríð hvor gegn öðrum, auðmenn Frakka og aðall Prúss-
lands tókust í hendur til að hjálpast að við að drepa nið-
ur alþýðu Parísar. Bicmark sendi Thiers franska her-
fanga, er hann hafði höndum tekið, til þess að nota gegn
alþýðu Parísar. Sú samhjálp auðvalds allra landa gegn al-
þýðunni hefur síðan endurtekið sig oft.
Það átti að fara eins að með alþýðu þáverandi Péturs-
borgar og Moskvu. Það átti að kæfa byltingu verkamanna
og bænda í blóði. I fjögur ár réðust alls herir 14 þjóða,
þar með taldir herir Bretlands og Frakklands, Bandaríkj-
anna og Japans, á hið unga alþýðulýðveldi, auk rússneskra
hvítliða og keisarasinna, og skemmdarvarga og morðingja,
sem vinna áttu því grand innan frá. En „kraftaverkið“
gerðist, kraftaverk allra alþýðubyltinga, — fátækir, vopn-
litlir, klæðlitlir hermenn hugsjónanna sigruðu vel búið
málalið auðvaldsins, sem ekkert vissi fyrir hverju það
barðist. Umvafin samúð öreigalýðs allra landa reis rúss-
neska hyltingin sigursæl upp úr hörmungum innrásarstyrj-
aldanna. Og næst þegar rauður her Sovétríkjanna hrundi
innrás af höndum sér, — blóðugustu árás veraldarsögunn-
ar, grimmdaræði nazismans 1941—45, — þá frelsaði hann
um leið alþýðu þeirra landa, er þýzka auðvaldið hafði und-
irokað, úr helgreipum fasismans, en barg heiminum frá
hættu þess dýrslega valds, sem þýzka auðvaldið var orðið
í höndum Hitlers og nazistaflokksins.
Sú bylting, sem hófst í Rússlandi 1917, var þríþætt:
bylting verkalýðs gegn auðvaldi, bylting bændaalþýðu gegn
gósseigendum, bylting undirokaðra nýlenduþjóða gegn
framandi drottnunarvaldi. Og þessar byltingar hafa nú á
síðustu fimm árum breiðst meira út á jarðríki en á þeim
27 árum, sem áður voru liðin.
100 milljónir manna í Mið- og Suðaustur-Evrópu, hafa
gert samskonar byltingar hjá sér gegn aldagömlu aðals-
valdi og yfirdrottnun vestræns auðvalds og stíga nú
fyrstu sporin á braut sósíalismans.
En stórkostlegasta byltingin hefur orðið í Asíu, þar sem
brotið hefur nú verið blað í árþúsundasögu einnar elstu
menningarþjóðar heims, með því að kínverska alþýðan
hefur nú í fyrsfa sinni sjálf tekið völdin í landi sínu í
sínar hendur. Með myndun kínversku lýðstjómarinnar hef
ur sú bylting tekið á sig hið hefðbundna löglega form og
,450 milljóna þjóð bætzt í hóp alþýðuríkja heimsins.
ÍNú gnötra öll völd auðmanna í Asíu og Evrópu. Auð-
vald hinna gömlu borgararíkja hefur engin föst tök leng-
ur á meginlandi Evrópu, það hjarir þar, en ræður ekki
nema að vissu leyti við þróun þjóðanna. Og í Asíu rís frels
Í^hreyfing þeirra milljónaþjóða, sem auðvald Evrópu hef-
Eiga þau að búa í
snjóhúsi?
Hér er bréf, sem talar skýru
máli um ástandið í húsnæðis-
málunum. Það er ung móðir
sem skrifar. „... Við hjónin
höfum reynt að fá húsnæði
í marga mánuði, en alveg
árangurslaust, okkur hefur
ekki tekizt að fá eitt herbergi.
hvað þá meir. Og getið þið
ímyndað ykkur af hverju? Það
er af því, að við eigum eitt
lítið barn, það vill enginn leigja
fólki sem á börn. Og við sjá-
um ekkert annað úrræði en að
búa í snjóhúsi í vetur!
- □
900 kr. íbúð í mi<&-
bænum.
„Jú, við gátum náttúrlega
fengið íbúð í gömlu húsi í mið-
bænum. Okkur bauðst þessi
íbúð fyrir nokkrum dögum, og
mig langar til að lýsa henni
fyrir ykkur. Það voru tvö her-
bergi og eldhús. Annað her-
bergið var uppi á þurrklofti, en
hitt var niðri í kjallaranum,
eldhúsið sömuleiðis. Eldhúsið
var bara smá skonsa glugga-
laus. — 1 auglýsingunni var
farið fram á fyrirframgreiðslu,
og við buðum aleiguna, 8 þús-
und krónur með því að selja
mestallar mublurnar. Mánaðar
greiðslan átti að vera 900
krónur.
□
Ljótur annmarki á.
„Við hefðum tekið þetta, ef
ekki hefði verið ljótur ann-
marki á! Við áttum að gera
samninginn strax og láta af
hendi peningana; en við hætt-
um við, af því að fólkið var
ekki flutt úr íbúðinni og eng-
inn vissi, hvenær það færi! Eg
efast um að nokkur hafi bitið
á agnið. En ég spyr: Er ekkert
eftirlit haft með þessu? Þarf
það fólk, sem tekur svona
nokkuð á leigu, að kvarta sjálft
og vera svo ekki viðvært í
íbúðinni á eftir?“
□
Pésinn um áhugamál
Alþýðuflokksins.
„Þakklátur" skrifar í tilefni
af því að hánn fékk send heim
til sín ókeypis öll áhugamál
Alþýðuflokksins í prentuðu
formi. Um einn þátt pésans
segir hann: „.... Eg hef séð
eitthvað svipað tvívegis í Morg
unblaðinu. Það er samanburð
ur á kaupmætti launa í Reykja
vík og Rússlandi. Samanburð-
urinn er hagstæður fyrir Reykja
vík um nálega 7 á móti 1. —
Nú er það staðreynd, að Rússar
eru lifandi og svo fjörugir að
talin er hætta á að þeir fari
í slag við allan heiminn. Sam-
kvæmt þessu verður ekki annað
ályktað en að Rússinn hafi
nóg til að lifa af.
□
Kaupið 7 siimuin of
hátt!
„Reykvíkingurinn sem hefur 7
sinnum meira fyrir vinnu sína,
73,92 kr. á dag, — ætti eftir
framansögðu að komast af með
10 kr. (sbr. Rússana). Það er
mjög ríflega áætlað 300,00 kr.
á mánuði... Þarna virðist m
ö. o., loksins ráðin hin torráðna
gáta, kaupið er 7 sinnum of
hátt! Og nú verður það fyrst
skiljanlegt, af hverju Alþýðu-
flokkurinn hefur lagt svona
mikla áherzlu á, að nýir skatt-
ar og tollar legðust sem jafn-
ast á þegnana, þeir hafa allir
jafnt of hátt kaup!.., Skrílr.-
um hér ætti sem sé ekki að
vera vandara um að lifa en
hinum spræku Rússum við
svipuð kjör!... Þakklátur.“
RIKISSKIP:
Esja er í Reykjavík. Hekla er i
Reykjavík. Herðubreið fór frá R-
vík í gærkvöld til Breiðafjarðar
og; Vestfjarða. Skjaldbreið er á
Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er
í Reykjavík.
EIXARSSON&ZOfiGA:
Foldin var í Amsterdam, fer
þaðan væntanlega síödegis í gær,
laugardag, áleiðis til Reykjavíkur.
Lingestroom er í Amsterdam.
E I M S K I P :
Brúarfoss fór væntanlega frá
Akranesi til Reykjavíkur síðdegis
í gær 5.11. Dettifoss kom til R-
víkur 30.10. frá Hull. Fjallfoss er
í Reykjavík. Goðafoss fór frá
Leith. 4.11. væntanlegur til Reykja
víkur á mánudagsmorgun 7.11.
Lagarfoss fór frá London 5.11. til
Hull. Selfoss er í Gautaborg, ferm
ir í Kasko og Kotka í Finnlandi
7.—12. nóvember. Tröllafoss kom
til Reykjavikur 30.10. frá N. Y.
Vatnajökull fór frá Hamborg 31.10.
væntanlegur til Austurlandsins í
dag 5.11.
MESSUR 1 DAG:
Dómkirkjan.
Messa kl, 11 f. h.
— Séra Jón Auð-
uns (Ferming). Alt
arisganga fyrir
fermingarbörn og
aðra. — Ekki messað kl. 5. Laugar
nesprestakali. Ferming í Dóm
kirkjunni kl. 2 e. h. séra Garðar
ur arðrænt og myrt síðustu aldir, hærra og hærra, — það
er holskefla alþýðubyltinga, sem ríða munu nýlenduveld-
unum þar að fullu.
1 löndum, sem þriðjungur mannkyns byggir, fer nú al-
þýðan með völd, er ýmist að afnema auðvaldsskipulagið
eða búin að því og fetar nú leið sósíalismans með risa-
skrefum.
Héðan af megna engar vitisvélar auðhringa í veröldinni
að ráða niðuriögum, sósíalismans.
Svavareson. Barnaguðsþjónusta í
Laugarneskirkju kl. 10 f. h. Nes-
prestakali. Messað í kapellunni i
Fossvogi kl. 2 Séra Jón Thoraren
sen. ,
11.00 Messa í Dóm
kirkjunni; ferming
arguðsþ j ónusta
(séra Jón Auðuns)
15.15 Útvarp til ís-
lendinga erlendis:
Fréttir og erindi (Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson blaðamaður). 15.45
Miðdegistónleikar. 18.30 Barnatími
(Þorsteinn Ö. Stephensen): a)
Bókarkafli: „Margt getur skemmti
legt skeð“ (Stefán Jónsson kenn-
ari). b) Smásaga: „Veiðiferð kisu“
(Hörn 11 ára). c) Söngur méð git-
arundirleik (Ránardætur). d)
Bréfaþáttur. 19.30 Tónleikar: Velsk
rapsódia eftir Edvvard German.
20.20 Samleikur á celló og píanó
(Þórhallur Árnason og Fritz Weiss
l.appel): Sónata op. 18 eftir Rubin
stein. 20.35 Erindi: Litir og tónar
(Jón Þórarinsson). 21:00 Tónleikar.
21.10 Upplestur: Þorsteinn Ö. Step
hensen les smásögu. 21.30 Tónleik-
ar: Píanókonsert í c-moll (K491).
eftir Mozart. 22.10 Danslög. 28.30
Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
18.30 lslenzkukennsla; I. — 19:00
Þýzkukennsla; II. 19.25 Tónleikar:
Lög úr kvikmyndum. 20.30 Út-
varpshljómsveitin: Lög eftir Heise
og Weyse. 20.45 Um daginn og veg
inn (Ólafur Björnsson prófessor).
21.05 Einsöngur: Elizabet Schwarz
kopf syngur. 21.20 Útvarpsþáttur
(Helgi Hjörvar). 21.45 Tónleikar:
Píanólög. 22.10 Létt lög. 22.30
Dagskrárlok.
Næturlæknlr er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarakólaiaism. —
Sími 5030.
Næturakstur í nótt og aðra nótt;
annast Hreyfill. — Sími 6633.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki.
— Simi 1330.
1 gær voru gef-
in saman í
hjónaband af
séra Jóni Thor-
arensen, ung-
frú Guðný Sig-
urðardóttir, Höfðaborg 14 og Gísli
J. Ástþórsson blaðamaður við
Morgunblaðið, Túngötu 7. — Heim
ili ungu hjónanna verður að
Snorrabraut 40. •— 1 gær voru gef
in saman í hjónaband af séra
Jakobi Jónssyni, ungfrú Kristín
Bjarnadóttir og Jarl Sigurðsson,
Freyjugötu 11. — í gær voru gef
in saman í hjónaband í Dómkirkj-
unni ungfrú Pálína Guðmunds-
dóttir stud. phil. og Sigurður Sig
urgeirsson bankaritari. Faðir brúð
gumans, hr. Sigurgeir Sigurðsson
biskup, framkvæmdi hjónavígsl-
una. Heimili brúðhjónanna verður
í Blönduhlíð 33.
Leiðrétting. — 1 fæðingarfrétt-
inni i gser var skakkt hermt nafn
móðurinnar. Hún heitir Guðrún
Hrefna Jónsdóttir en ekki Ara-
dóttir eins og sagt var.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins heldur skemmtifund í Tjarnar
café annað k^öld kl. 8.30
Hlutaveltu heldur Breiðfirðinga-
félagið í Listamannaskálanum í
dag og hefst hún kl. 2.
Ferming í Dómkirkjunni ltl. 2 e.
h. Séra Garðar Svavarsson.
DRENGIR:
Aðalsteinn Eyjólfsson, Selja-
landi. Árni Króknes, Langholtsveg
4. Baldur Bjarnason, Háteigsveg
20. Guðlaugur Þórir Nielsen, Rán
argötu 10. Guðmundur Þorkelsson,
Tungu við Fifuhvamm. Guðni Sig
urjónsson, Sogabletti 12. Gunnar
Hjaltested, Karfavog 43. Klemens
Ragnar Guðmundsson, Steinum
við Breiðholtsveg. Matthías Egg-
ertsson, Eskihlíð 12 A. Jón Óli Ól-
afsson, Skúlagötu 58. Ragnar
Kristinn Helgasöíí; Mjölnisholti 6.
Reynir Guðmundsspyn, .Balbocamp
6. Valsteinn.... Viðir Guðjónsson,
Framhald á 7. síðu