Þjóðviljinn - 10.11.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.11.1949, Blaðsíða 5
* ÞJÖBVILJINN FiaHBtxrdagTO lO. nóv: 1948. • • ÞOGNIN UM SALTFISKSHNEYKSLIB i*ió3ln krefst þess að þegar í stað verði fram kvœmd ýtarleg rannsókn á uppljóstrunum Geirs H. Zoega um saltfisksöluna á ítalíu og Grikklandi MiMS tíðisidi Miðvikudaginn 19. október voru þjóðinni opinberuð mik:l tíðindi. I útvarpsumræðunum þá um kvöldið skýrði Sigfús Sigurhjartarson frá milljóna þjófnaði sem framkvæmdur hefði verið á ítalíu og Grikk- landi frá íslenzkum saltfisk- framleiðendum, sjómönnum og þjóðinni í heild. Daginn eftir birti Þjóðviljinn mjög ýtarlega grein um málið þar sem allar staðreyndir þess voru raktar. Heimildimar voru, eins og mönnum mun í minni, tvær skýrslur sem Géir H. Zoéga, umboðsmaður L.Í.Ú. í Lundún- um hafði samið og sent Land- sambandinu. Lét framkvæmda- stjdri Lands;ambandsins, Jak- ob Hafstein, fjölrita skýrslur þessar af grandalausri trú- mennsku við hagsmuni útvegs- manna, og munu venzlamenn hans, thorsararnir sízt hafa átt von á þessu atferli úr þeirri átt. Mun liggja við að Jakob Hafstein verði rekinn úr stöðu sinni fyrir þá vanrækslusynd að hafa ekki stungið undir stól skýrslum Geirs H. Zoéga. Umsviíalans jáEning Hin fyrstu viðbrögð thorsar- anna, blaðs þeirra og flokks, eru mönnum i fersku minni. Tugir þúsunda íslendinga geta rifja upp fyrir sér ofsaþrungið sársaukaöskur Ólafs Thors í útvarpinu á eftir ræðu Sigfús- ar. Eftir þann atburð mátti segja að frekari umræður væru óþarfar, viðbrögð Ólafs Thors voru bezta sönnunargagn sem hugsazt gat um sannleiksgildi frásagnar Geirs H. Zoéga. En næstu daga á eftir reyndi Morgunblaðið að bæta fyrir af- glöp Ólafs með árangri sem varð litlu betri. Blað saltfisk- manna var hrakið frá einni biekldngunni til annarrar, þar til þaö stóð að lokum uppi rök- þro.ta og varnarlaust og átti eftir fúkýrði ein eins og Ólaf- ur í útvarpinu. Keppzfi vi® að þegja Frá og með - þriðjudeginum 25. október hafa thorsararnir, blað þeirra og flokkur tekið upp nýja baráttuaðferð: þögn- ina. Mórgunblaðið keppist við að þegja, sömuleiðis smalar í- haldsflokksins. Eru þessi um- skipti í baráttuaðferð vissulega skynsamleg — þótt ekki sé beint hægt að seigja að þau varpi neinu nýju fegrunarljósi á thorsaranna. En skynsemin er fólgin í trausti á mátt gleymsk- unnar, trú á því að takast megi að þegja hneykslismálið i hel. Eru þess vissuiega mörg dæmi að almenningur er furðu fljótur að gieyma, jafnvel hin- um verstu verkum, og eru kosn ingar tiðúm órækur vottur um það. Og ástæðan til þess að thorsaramir vilja nú láta þjóð sína gieyma er ekki aðeins for- tiðin, óttinn við dóm almenn- ings, heldur ekki siður hitt að thorsararnir vilja fá að hald i áfram starfsemi sinni óáreittir, halda áfram. að ræna þjóðina milljónum á milljónir ofan í dýrmætum erlendum gjaideyri. ÞaS sem á aS gieymast En það sem th'orsararnir viija láta þjóðina gleyma er þess eðlis að torvelt mun að gfeyma því, hverjum þeim sem hefur kynnt sér málið. Mála- vextir voru §pm kunnugt er þeir að Háifdán Bjamason, einkaumboðsmaður S.l.F. á ít- alíu, hefur komið þar fram bæði sem kaupandi og seljandi saltfisks. Sem seljandi hefur hann fengið 3% af andvirði saltfisksins héðan að heiman og sem kaupandi hefur hann hirt 7% að’ minnsta kosti af heildarandvirðinu. Auk þess hefur hann verið meðeigandi í smásöluhringnum S.A.L.A., og þannig hirt hluta smásölugróð- ans einnig. Á þennan hátt hef- ur Hálfdán Bjarnason hirt a. m. k. 5 löilljónir króna síðan stríði lauk, og fyrir stríð hafði hann á sama hátt. En Hálfdán Bjarnason hefur frá upphafi verið starfsmaður thorsaranna, og er það að sjálfsögðu enn. Á Grikklandi hafa verið við- höfðu sömu vinnubrögð. Þar var lítt virtur og lítt þekktur kaup sýslumaður, Pipinelis að nafni, gerður einkaumboðsmaður S.í. F. Hann hefur oröið uppvís að því að selja islenzkan saitfisk fyrir stóriun lægra verð en fá- anlegt var, og skýringin er' að sjálfsögðu sú að hann seldi sjálfum sér fiskinn. Með sama ágóðahluta og á ítalíu neiflur stuldurinn á'Grikklandi 4 millj. króna síðan stríði lauk. 9 milljónir króna á hálfu fjórða ári er enginn smávægis ágóðahluti. í því sambandi má geta þess að thorsararnir hafa engan saltfisk framleitt sjálfir á þessum tíma. Slíkt er óþarfa fyrirhöfn. Hlatur MþýSafíckks- ráSherraits Sú sama þögn sem nú mótar Morgunblaðið varð hiutverk Alþýðublaðsins þegar í upphafi. Það hefur látið eins og salt- fiskhneykslið hefði gerzt á öðr- um hnetti. Þrátt fyrir itrekaðar áskoranir treystist blaðið ekki til að taka neina afstöðu, enda var það mikið vandamál hvem ig meta skyldi þá staðreynd að Islendingar, sjómenn og út- vegsmenn, hefðu verið rændir 9 milljónum á hálfu fjórða ári! Hins vegar tók Stefán Péturs- son afstöðu með saltfiskmönn- um í útvarpsráði, og sýndi það nægilega vel viðhorf hans. Skýringin á afstöðu Alþýðu- blaðsins er án efa mjög nær- tæk. Þjóðviljinn beindi þeirri fyrirspurn til Emils Jónssonar viðskiptamálaráðherra fyrir hálfum mánuði hvort það væri rétt að Hálfdán Bjarnason hefði einnig séð um innflutn- ing á verulegum hluta þess ok- urvarnings sem hér hefur ver- ið seldur frá ítalíu og hirt þar með einn gróðahlutann enn. Ráðh. hefur ekki enn treyst sér til að svara þeirri fyrir- spurn. Ástæðan er sú að ráð- herrann er að hilma yfir enn éinn þáttinn í hneykslissögu viðskiptamálanna, og að einnig hann hefur lagt sinn skerf til þess að fjárplógsfyrirtækið á ítalíu gæfi sem mestan arð. Ólafur Thors Mngir hótunum sínum f’egar Ólafur Thors rak upp sársaukaóp sitt í útyarpinu sagði hann eitt atriði sem hægt var að henda reiður á. Hann lýsti yfir því að hann myndi höfða mál gegn Sigfúsi Sigur- hjartarsyni. Var þó svo að skilja sem málshöfðunarhótun- inni væri fyrst og fremst beirit gegn Rússum, því thorsaiinn lét þess getið að Rússar myndu j verða að borga væntanlega Isekt! Tilkynningin um máh- höfðunina var síðan endurtek- in í Morgunblaðinu dagi'nn eft- I ir. j En síðan eru liðnar þrjár vikur — og ekkert mál hefur verið liöfðað enn. Hvað veld- ur? Er hinn vanstillti thors- ari allt í einu orðinn svona sáttfús og miskunnsamur við andstæðinga sína? Eða fannst honum óvarlegt að láta dóm- stólana koma nálægt -saltfisk- hneykslinu, þegar hann fór að hugsa sig um, — jafnvel þótt dómsmálaráðherra landsins héti Bjarni Benediktsson ? Al- menningur mun gera upp á milli þess hfor skýringin er eðlilegri á þvi fyrirbæri að Ól- afur Thors hefur að því er virðist séð þann kost vænstan að kingja háværustu hótunum sínum 19. október — þó tugir þúsunda af vitnum hluétuðu á hann. Þáttur Bjarna Beneáiktssonar Sá maður sem öðrum frem- ur ber ábyrgð á saltfisks- hneykslinu er Bjarni Benedikts son utanríkisráðherra. Svo sem alkunnugt er hefur hann söls- að undir sig öll yfirráð afurða- sölumálanna, þannig að ekki er leyfilegt að selja einn ugga án samþykkis hans. Hann heí- ur átt sinn stóra þátt í ráninu frá íslenzkum sjómönnum og útvegsmönnum. Hann hefur gert bæði Hálfdán Bjarnason og Pipinelis að íslenzkum ræð- ismönnum til þess að auðvelda þeim störfin. 1 skjóli hans varð Hálfdán Bjamason svo frakk- ur að hann leysti upp í ársbyrj un 1948 firmahring þann sem keypti íslenzkan saltfisk á Ital- iu og hefur síðan keypt allan fiskinn éinn — af sjálfum sér. Bjami Benediktsson hefur vitað um skýrslur Geirs H. Zoéga i niu mánuði, og ekkert aðhafzt. Þessi maður hinna pólitísku ,,réttarrannsókna“ kippti sér ekki mikið upp við það þó sannanir fengjust um að Islendngar heíðu verið rændir 9 milljónum króna á 1 hálfu fjórða ári. Ræningjarnir voru neínilega nánustu sam- starfsmenn hans og hann sjálf- ur með í ráðum. ÞjóðÍK kieísí Eaaiisóknas Strax og saltfiskshneykslið varð uppvíst krafðist Þjóðvilj- inn tafarlausrar opinberrar rann sóknar. Timinn, málgagn Fram sóknarflokksins, tók undir þá kröfu. Það blað hefur að vísu verið i hópi hinna þöglu síðan kosningum lauk, en væntanlega er það tilviljun ein sem veldur þeirri þögn. Að óreyndu skal 'því trsyst að Frámsókn haldi fast við kröfu sína um ýtar- lega rannsókn og ef svo er ætti að vera auðvelt að koma henni f ram. En rannsóknm má ekki að- 1 eins ná til saltíisksölunnar á i Italíu og Grikklandi. Eins og ! ýtarlega hefur verið rakið hér í blaðinu hefur sjálfur höfuð- paurinn, Rikhard Thors, séð um afurðasöluna til Bretlands. Þar hafa íslenzkar afurðir æ ofan í æ verið seldar fyrir stór um lægra verð en fáanlegt hef ur verið annars staðar á sama tíma. Kaupin eru að miklu leyti i höndum eins aðila — einokunarhringsins Unilever. I vetur eru taldar miklar líkur á að verðið verði enn lækkað að miklum mun með þeim af- leiðingum að geigvænleg kreppa skelli á íslenzku þjóðinni. Það virðist einsætt að leita skýr- inga á brezku samningunum í uppljóstrummum frá ítalíu og Grikklandi. Flugfélag fslands hsfur flutt nær SO þús. farþaga frá síðusin áramótum Flugvélar Flugfélags ís- lands hafa flutt samtals 29.857» farþega á fyrstu tíu mánuðum þessa árs, þar af 25.181 iriuan- lands og 4.672 á milli landa. I fyrra voru fluttir á sama tíma- bili 25.091 farþegi, 22.710 í inn anlandsflugi og 2.381 í iniili Iandaflugi. Nemur því aukning in á farþegafluíningi það • seir. jaf er þessu ári um 20% miðað við s. 1. ár. Vöruflutningar innanlands með flugvélum F. 1. hafa aulrizt jstórlega í ár. Til októberloka iliöfðu verið flutt 186.833 kg. af ýmiskonar varningi, allt frá útungunareggjum upp í dráttar vélar. Á, sama tíma- í fyrra riámu vöruflutningarnir um 96.000 kg. Aldrei hefur verið flutt jafn mikið af vörum og í október, en þá voru flutt 80.299 kg. Er það um það bil helmingi meira magn en flutt héfur verið á einuni mánuði l áður. Póstflutningar innanlands eru svipaðir og í fyrra, eða um 72.000 kg. fyrstu tíu mánuði ársins. í s, 1. mánuöi hóf Flugfélag íslands .reglubundnar flugferðir til Sauðárkróks, og er flogið þangað tvisvar í viku. Heldur fé lagið nú uppi áætlunarferðum til 16 staða víðsvegar um land. íjarnorka til ! iðnaoarnota eftir 7» M ár Fredéric Joliot-Curie,1 Nobels verðlaunamaðurinn, sem stjór.i J ar kjarnoi'kurannsóknum franska ríkisins, er nú staddur jí Moskva og ræddi þar í gær við jfréttaritara. Joiiot-Curie kvaðst jharma það mjög, að kjarnorku fræðingum um allan heim er ,meinað að skiptast á upplýsing- lingum við erlenda starfsbræður sína. Joliot Curie, sem er for- seti Alþjóða friðarþingsins og’ meðlimur í Kommúnistaflokld Frakklands, sagði fréttaritur- unum, að í Frakklandi j’rði hægt að fara að hagnýta kjar.n orku í iðnaðinum eftir sjö til átta ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.