Þjóðviljinn - 12.11.1949, Side 6

Þjóðviljinn - 12.11.1949, Side 6
6 þJÓÐVILJINN Laugardagtir 12. oóv. 1949 Hollywoodbofar ÍniYRST var það Benny kjöt- bolla, en hann hafði ætt öskrandi út í náttmyrkrið með fimm kúiugöt á sfcrokknum. Svo kom „Bugsy" Siegel, en hann dó með skömm (af fjór- um riffilkúlum) á legubekk heima hjá frillu <sinni. Að þvi búnu varð litli, dapureygi Mickey Cohen véfengdur höf- uðpaur glæpamannanna í Los Angeles." Á þessa leið rifjaði vikuritið „Time“ upp þá voveif legu atburði, sem voru undan fari þess, að Mickey Cohen sjálfur fékk að smakka á blýi, þegar hann ásamt lífverði sín um var að koma útúr nætur- klúbb Sherrys í Los Angeles, þriðju' fjöimennustu borg Bandáríkjanna í sumáf. Mickéy slapp þó betur en fyrirrennar- ar hans „Bugsy“ og Kjötboll- an var bara skotinn í öxiina, en tveir lífvérðir hans og kvik : myndabrúða, sem hann hafði krækt sér í á'klúbbnum, voru drepin eða gerð örkumla. Eng- . inn glæpamaður síðari ára hef ur kitlað ímyndunarafl banda- riskra blaðalesenda eins og Mickéy Choen gerði. Myndir ; af honum og margra dálka frá sagnir fylltu blöðin. Mickey vildi umfram allt láta l.ta svo út, sem hann væri betri borg- ari, hann rak karlmannafata- vorzJun við eina aðalgötu Hollywood, sem i rauninni er bara hverfi i Los Angeles, og George Raft var meðal gesta, þegar hún var opnuð. Hann verzlaði við sama klæðskera og Lou Costello og hefur fata- skipti oft á dag. Mickey á hús í kvikmyndastjörnuhverfinu í Los Angeles, umkringt gadda vírsgirðingu og fullt af hug- vitsamlegum tækjum, sem vara við óboðnum gestum. Það ec umkringt ljóskösturum, sem MiQkey getur kveikt á þráð- laust úr bíl sínum, þegar hann er á heimleið á næturþeli. Þeg ar Mickey er á ferð í kádilják sínum fylgja honum eftir einn eða fleiri bílfarmar af vel vopn uðum, kraftalegum vikapiltum. EFpI ekki Brenda Allen lent i steininum sæti Mickey Cohen vafalaust ennþá í friði og spekt við að hafa fataskipti og halda veizlur fyr ir Hollywoodleikara. En lög- regluforingi að nafni Stoker for vitnaðist um hagi Brendu, sem rak hóruhús við eina fínustu götu Hollywood og hafði sum kunnustu nöfn kvikmyndabæj- arins á lista yfir fasta við- skiptavini, og fékk hana dæmda. Um sama leyti var einn af aðstoðarmönnum Mick- eys handtekinn og við réttar- höldin yfir honum bauðst Mickey til að leggja fram stái vírsupptökur á viðræðum milii Brendu og Jackson lögreglufor ingja sem handtekið hafði að- stoðarmanninn, í þeim til- gangi að fá ríflegt mútufé fyr ir að sleppa honum aftur, að því er Mickey sagði. Dómarinn neitaði að taka upptökurnar gildar sem sönnunargagn, en rannsóknardómstóll komst á snoðir um þær. Brenda var kölluð fyrir rannsóknardóminn og leysti duglega frá skjóð- unni. Hún hafði borgað Jack- son lögregluforingja 50 dollara á viku af hverri stúlku, sem hún hafði í vinnu, í mútur til að fá að hafa atvinnurekstur sinn i friði. Þar að auki hafði hún mútað Stoker, lögreglufor- ingjanum, sem fékk hana dæmda, með 100 dollurum á viku í sama tilgangi. Þetta reg in hneyksli hafði það í för með sér, að Horrall lögreglustjóri í Los Angeles varð að segja af sér og krafa kom upp um Mickey Cohen að setja af borgarstjórann, Fletcher Bowron, sem gat sér mikinn orstír fyrir að láta loka 600 hóruhúsum á fyrsta kjörtímabili sínu. KÖMMU síðar kom morð- árásin á Mickey Cohen. Ó- vist er enn, hverjir að henni stóðu, sumir halda, að lögregl an hafi ætlað að ryðja honum úr vegi, áður en hann kæmi með einhverjar óþægilegar upp lýsingar í viðbót. En rannsókn ardómstóllinn reyndist undar- lega tregur til að grafa djúpt í því máli og fór í rauninni í kringum Mickey einsog köttur í kringum heitan graut. Það er vitað, og Mickey ber- ekki við að neita þvi, að hann hef- ur skipulagt fjárhættuspil og ólöglega veðbanka í Los Ange- les og hirðir afgjald af þeim með hjálp bófaflokks síns. Blöðin skýra frá þessu, það er á allra vitorði, en ekkert er gert að "gágni' til að rannsaka málið. Löggæzlan í Los Ange- les er "^érsamlega lömuð. Allir, blöðin, lSSfBpeOC 'Dörgarst jórn in, dómstólarnir, virðast vilja mikið til vinna, að komast hjá nákvæmri rannsókn. Orsokin getur ekki verið önnur en sú, að þessir aðilar hafi allir ein- hverju að leyna. Það er vitað, að afrakstur Mickeys af veð- bönkunum skiptir milljónum dollara og ríflegur hluti þess hlýtur að fara í mútur. Nefnd, sem Warren ríkisstjóri skipaði til að rannsaka skipulagða glæpastarfsemi í Kaliforníu hefur komizt að því, að einn veðbanki greiðir einhverjum aðila 427.000 dollara á ári í af- gjald. Saksóknarinn, fógetinn, borgarstjóiinn og lögreglán hafa neitað að hreyfa hönd eða fót til að hjálpa nefndinni 5 starfi hennar. G allt bendir til, að spill- ingin nái uppá hátindana í stjórnmálalífi Kaliforníu. Blöðin í Los Angeles hafa skýrt frá því, að kvöldið áður en reynt var að myrða hann hafi Framh.. á 7. síðu. FRAMHALDSSAGA: ■ 5 -■ ■ ■ -SítF'jí EFTIK g ■ Mignon G, Eberhart \ I 19. DAGUE. hafi verið myrtur.“ , Myrtur.“ Rödd Buffs var skræk. Ljósið frá lampanum skein á fölt anddlit hans. „Hver —- hver gerði það?“ „Við vitum það ekki. Við kömum að honum svona.“ „En, Guð minn góður, morð.“ sagði Buff mót- mælandi. „Það gæti alveg eins verið sjálfsmörð. Eða slys. Méð hverju var hann myrtur?" „Það er 'ekki sýnilegt neitt vopn,“ sagði Stu- art. „Enginn byssa eða hnífur eða neitt þess- háttar. Sárið-ér hinu.m megiri á höfði hans. Mað- ur getur séð það, ef maður beygir sig.“ Eg skil.......Eg skil ....... Guð minn góð- ur, ég get ekki — „Hann andaði djúpt, tók upp vasaklútinn sinn og þurrkaði sér um aridlitið með honum. Síðan sagði hann: „Já, ég ímynda mér, að það geti ekki verið annað en morð. Snertið ekkert. Það er bezt að við reynum að komast í síma. Þeim mun fyrr sem lögreglan getur hafið rannsókn sína, þeim mun betra. Hvað ætluðuð þið að gera, þegar ég kom?“ „Við ætluðum að fara að synda yfir. Það var einhver, sem tók árabátinn .... “ Stuart stanz- aði, en bætti svo við. „Bátarnir eru auðsæilega fleiri en einn.“ „Nei, nei. Það er bara einn bátur. Eg —■ ég get ekki trúað því. Henry — enginn hefði viljað myrða Henry. Það féll öllum svo vel við hann.“ . „Hvar funduð þér árabátinn. Þér hafið vænt- anlega ekki tekið hann frá skútunni?“ „Nei, honum hafði verið lagt við bakkann rétt hjá sumarhúsinu.“ Róní virtist, að. Buff væri að horfa mjög rannsakandi, ekki á Stuart sjálfan, heldur á brjóstið á skyrtunni hans. Róni gat ekki að sér gert að beina augum sínum að því sama. Skyrtan féll svo fast að líkama Stu- arts, að í gegnum hana mátti greina daufbrúnan hörundslit hans mótast við hvíta nærskýrtuna. Og röndin af bréfmiðanum, sem Stuart hafði brotið saman, stóð upp úr skyrtuvasanum, á- berandi þurr að sjá. En þegar hún leit á Buff, þá gat hún ekki vit- p.8, hvort hann hafði séð þetta —- eða, ef h'ann hafði séð það, hvort hann hafði þá veitt því at- hygli, að miðinn var þurr. Hann hélt áfram, án þess áð gera nokkurt hLé' á máli sínu: „Eg rakst á bátinn við bakkann. Eg hélt, að hann hefði ] losnað frá og rekið fyrir straumnum. Og í slíku 1 tilfelli vissi ég, að dómarinn mundi verða teppt- ur um borð í skútunni. Þessvegna reri ég bátn- um hingað út i þeim tilgangi að láta Henry —“ : hann leit snöggvast af hinni votu skyrtu Stuarts og niður á líkið, en þá fór hrollur um hann og hann leit aftur burt frá því — „að láta Henry skjóta mér aftur upp á bryggjuna." j „Sáuð þér nokkuð í skóginum?“ „Hamingjan góða, nei. Það var niðamyrkur. Það — „Og nú fyrst virtist hann raunverulega horfa á Stuart.“ Æ, já,“ sagði hann, „þér hljót- ið að vera hinn ungi Westover. Blanche sagði, að það væri búizt við yður. Eg héf ekki séð yður slðan' þér voruð unglingur, á föruiri til West Point. Eg er Buford Scott.“ „Já, ég man nú eftir yður,“ sagðí Stuart „Það : er orðið langur tími. En ég hef ekki komið hing:- að síðan.“ „Foreldrar yðar áttu Rose Alley, var það ekki? Mig minnir, að móðir yðar seldi staðinn um það leyti, sem þér fóruð norður. En sjáum <nú til. Eg held það sé bezt, að við komum frú Chatonier heim í hús, og köllum svo- á lögregl- una. Það lítur út fyrir, að þér séuð nýkominn af sundi.“ Stuart sagði: „Það var ekki um annað að gera. Frú Chatonier fór út í árabátnum, og ég sá einhvern —- ekki frú Chatonier — taka bát- inn og fara. Svo að ég —■“ „Þér sáuð einhvern. Því í ósköpunum sögðuð þér ékki frá því? Hver var það? Hvert fór hann?“ j „Eg veit það ekki. Eg sá aðeins hreyfingu rétt sem snöggvast. Það var einhver sem skauzt frá lúkugatinu, held ég, að lunningunni og hvarf svo. Svo heyrði ég árahljóð .......‘ „En fyrst þér sáuð, að þarna var einhver á ferð þá hljótiö þér að hafa getað þekkt harin að einhverju leyti,“ sagði Buff. „Var það kona eða karlmaður ?“ „Eg er búinn að segja yður, að ég athugaði þetta ekki nákvæmlega. Eg varð aðeins var við hreyfingu út undan mér, leit þangað, og svo var það horfið. Það er aðeins eitt Ijós á þiljum, og það er þar sem gengið er niður í skipið. „Hann þagnaði og sagði svo hægt: „Auk þess held ég, að hver svo sem þetta var, þá hafi hann verið boginn á hlaupunum. Mér fannst einhvernveginn að handleggir hans væru. óvenjulega langir.“ „Handíeggirnir Iangir,“ sagði Buff. „Lewis Sedley. Lewis og -—- Guð minn góður,“ hrópaði Buff, og rödd hans varð allt í einu hvíslandi. „Hann hefur gert út af við Henry. Hann hataði Henry. Hann ásakaði hann — en ég hélt aldrei — ég þarf að komast héðan. Setjum svo, að hann sé ennþá einhversstaðar hér í lcring. Komið þið. Hann er heljarmenni, Hann er vopnaður. „Hann leit á dómarann og þaut svo af stað til dyranna. Stuart sagði: „Ættum við ekki að leita í skút- unni.“ ,,Þvaður,“ sagði Buff yfir öxl sér. „Þér þekkið ekki Lewis. Flýtið ykkur,“ „En hlustið nú á mig. Scott. Hver svo sem þetta var, þá er hann farinn. — bátnum —“ „Þá er heldur ekki nein ástæða til að leita í snfekkjunni, Af hverju standið þið svona? Kom- ið bið. Við sendum lögregluna á eftir honum. ÐAVIÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.