Þjóðviljinn - 13.12.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.12.1949, Blaðsíða 4
4 ÞJOÐVTLJINN Þriðjudagur 13. des. 1949 DlÓÐVILIIHN Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Simi 7500 (þrjár iínur) Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. ■ « Sósiaiistaflokkurinn, Þórsgötu l — Sími 7510 (þrjár línur) HlftýðubEaðið hamasl gegn samfylkingu Sósíalistáflokkurinn hefur boðið AJþýðufiokknum og Framsóknarflokknum samfylkingu í bæjarstjómarkosning- unum hér í bæ 29. jan. næstkomandi, samfylkingu gegn ihaidinu, samfylkingu um að framkvæma brýnustu hags- munamál bæjarbúa. Þetta tilboð mun finna hljómgrunn meðai reykvískrar alþýðu, enda er það sprottið upp úr æ háværari óskum hennar. Þessir þrír flokkar höfðu sameiginiega verulegan meiri- hluta í Reykjavík í aJbingiskosningunum í haust. Stefna þeirra í bæjarmáJum er svo hliðstæð í meginatriðum að mjög auðvelt ætti að vera áð gera sameiginlegan málefna- samning. Forsendan er aðeins sú að flokkarnir leggi meiri áhérzíu á það sem þeim er sameiginlegt en hitt sem skilur. Þetta ætti einnig að vera auðvelt, því sameinaðir geta þessi flokkar hnmdið í framkvæmd ýmsum brýnum stefnu- málum sínum — stefnumálum sem þeir eru einmitt stofnað- ir til að framkvæma — en sundraðir verða þeir að eyða orku sinni 1 iimbyrðis illdeilur andspænis sameinuðu og voldugu íhaldi: Afstaðan til samfyikingarinnar er prófsteinn á það, hvort flokkimum er alvara með stefnumálum þeim sem flík- að er fyrir almeuningi. Þeir flokksforingjar er neita tækifæri til að koma stefnu flokks síns að verulegu leyti í fram- kvæmd eru auðsjáanlega svikarar við stefnu flokks síns og nota hana einvörðungu til að blekkja fólk. Þetta er auð- skiiin staðreynd, og því ætti samfylkingartilboð Sósíalista- flokksins að vera kærkomið tækifæri fyrir ráðamenn Al- þýðuflokksins og Framsóknarflokksins til að sanna heilindi sín. Svör lisfa enn ekki borizt frá þessum flokkum. Hins vegar gerðust þau tíðindi í fyrradag að Alþýðublaðið birti sem aðalefni á forsíðu grein um samfylkingartilboðið. Bréf Sósíalistafélags Reykjavíkur ér ekki birt og ekki sagt frá efni þess á heiðarlegan hátt, heldur er greinin ofsaleg árás á samfylkingarhugmyndina og Sósíalistaflokkinn. Er grein- in þeim mun undarlegri sem tilboð Sósíalista hafði el-ki verið lagt fyrir Alþýðuflokksfél. Rvíkur þegar hún birtist. Hins vegar átti að vera fundur í því félagi í gærkvöld og skrif Alþýðubl. voru þannig auðsjáanlega miðuð við að hafa áhrif á afstöðu fundarins og bínda bann. Sú litla klíka sem stjórnar Alþýðublaðinu hefur þannig tekið sér ákvörounar- vald í stórmáli — áður en óbreyttir fylgismenn flokksins liafa svo mikið sem verið snurðir um vilja sisui; og dafinn áður en á að spyrja þá!! Þannig framkvæmir Alþyðublaðs- klíkan lýðræðið í flokki sínum, slík er hræðsla hennar við álit flokksmannanna. Urn röksemdir er ekki að ræða í grein Alþýðublaðsins, þegar eitt atriði er undan skilið. Blaðið segir að Alþýðu- flokkurinn ha-fi þá sáru reynslu að hann klofni alltaf þegar hann tekur upp samstarf til vinstri!! Sá endurtekni klofn- ingur er þó auðvitað síður en svo lævísi „kommúnista" að kenna, heldur stafar hann af svikum forsprakkanna. Séu þeir trúir stefnu flolilis síns, þurfa þeir vissulega ekki að óttast klofning. Sósíalistar líta ekki á hræðsluskrif Alþýðublaðsins sem neitt endanlegt svar við samfylkingartiiboðinu. Af Stefáni Péturssyni og íhaldsþjónunum, yfirboðurum hans, var ekki jieins Iieiðaríeika að vænta. Tilboðið var sent óbreyttum íbæjarpostiriM WBBBBBm Vilja aukaskammt af smjörlíki fyrir jólin. Borizt hafa tvö bréf frá hús- mæðrum, sem mælast eindreg- ið til þess, að veittur verði aukaskammtur af smjörlíki fyr ir jólin. „Nú líður að því, að maður fari að baka til jólanna. .. .en eigi maður að gera það svo að nokkurt gagn sé að, þá verður maður að fá meira af smjörlíki en yfirvöldin láta nú í té,“ segir önnur þeirra, „Eg veit ekki, hvernig fer með jóla- baksturinn núna, þegar smjör- líkið er skammtað svona naumt“, segir hin. „Eg er hrædd um, að margar húsmæð- ur neyðist nú til að baka all- miklu minna en þær eru vanar, af þessum ástæðum... þó er ekki úti öll von um það, að skömmtunarstjóri láti okkur fá aukaskammt af smjörlíki í tilefni hátíðanna."—Þess er að vænta að tekið verði fullt tillit til þessara óska húsmæðranna. □ Eudurnar og mannleg góðsemi. H. T. er höfundur eftirfar- andi bréfs. Eg vil gera þá at- hugasemd við ummæli hans, að mér finnst honum vaxa nokkuð í augum sá munur sem sé á af- stöðu fólks til andanna á Tjörn inni sumar og vetur, það eru margir sem hafa þann sið allt árið um kring að hygla öndun- um brauðmolum og öðru góð- gæti, þó hitt sé raunar eflaust satt, að þær hafi nokkru meir af að segja mannlegri góðsemi á sumrin en veturna. En nú gef ég H. T. orðið: □ Enginn efi að nú er vetur. „Það þarf víst ekki að segja það neinum manni að vetur sé. Allir geta séð það. Rósafing- ur sumarsins sjást ekki leng- ur og eirbrúnn litur haustsins er horfinn, en þess í stað teygja nakin og kræklótt trén sig upp til drungalegs himins, og svo eru götuljósin kveikt snemma. Það má líka lesa um veturinn í blöðunum. Nú er ekki lengur talað um skraut- blómin á Austurvelli, Víkverja kríuna og endurnar á Tjörnr inni. Það er skrifað um skíða- færi, skautasvell og. þú sjjjífur bograr á bakkanum við^'áfeih- bryggjuna fyrir neðan báfna- skólann og hrifsar dósalok úr greipurú tjarnarinnar. Já mikill er máttur mannanna. Sástu annars nokkrar endur á Tjörn inni þá ? Og ef svo er, sástu þá nokkra vera að gefa þeim? Nei ég geri ekki ráð fyrir því. . □ a Skrif blaðanna suinar og" vetur. „Á sumrin er mikið um það skrifað í smáletursdálkum blaðanna, hve ánægjulegt sé að sjá börnin og fólkið gefa öndum og svönum brauðbita. Og það er skrifað um þetta háfleygum rómantískum orð- um. Svo líður hið skrautbúna sumar hjá. Um veturinn kemur svo eftilvill þurr tilkynning( hjá smáletursdálkahöfundunum um að það séu gustuk að gefa snjótittlingunum, sem sitja hungraðir og kvakandi á burst um húsanna. Punktur, strik. □ Kjör andanna saiöar og vetur. „Það er kærustupar — til dæmis: Þau ganga sæl og glöð með brauð í poka og nema staðar á tjarnarbakkanum. Það er sumar. Það er kvöld. Sólin hangir á vesturloftinu og loga gyllir Tjömina og endurnar sælar og saddar á vatninu; það er nóg til að éta. Og svo er vetur: Endurnar híma kald- ar og hrjáðar í lítilli vök á ísnum. Umhverfið er myrkur og gömul kona, sem gengur hratt eftir einum stígnum í Hljómskálagarðinum og flýtir sér heim. Það er ekkert tungl sem silfar hjarnið eða glitrar á ísnum. Það er ekkert kærustu- par með brauðpoka að gefa öUdunum. □ Eru þær gleymdar? „Og endurnar halda áfram að hírast í vökinni, kaldar og soltnar. Þær kvaka ekki lengur ánægjulega einsog þær gerðu í sumar. Það er enginn matur til handa þeim — eða eru þær gleymdar? Eru þær gleymdar endurnar, sem allir töluðu og skrifuðu um í sumar, stolt og fegurð tjarnarinnar ? — Hvers- vegna athugar fólk ekki, að það er alveg eins gaman og rómantískt að gefa öndum þeg- ar vetur er og hjarn yfir öllu. Alveg eins ánægjulegt ef ekki ánægjulegra að gefa þessum litlu dýrum, sem svamla í myrkri og ísköldu vatni. Lítil dýr, hnngruð og kvalin.—H.T.“ SKIPADEILD S. I. S. Arnarfell er á SiglufirSi. Hvassafell er i Gdynia. EINAKSSON&ZOfiGA: Foldin er væntanleg til Reykja víkur frá Hull snemma á miðviku dagsmorgun. Lingestroom er í Amsterdam. BIKISSKIP: Esja fer frá Reykjavík á morg un vestur um land í hringferð. Hekla er á Austfjörðum á norður leið. Skjaldbreið er á Skagafirði á norðurleið. Herðubreið fer frá Reykjavík á morgun til Aust- fjarða. Þyrill er í Reykjavik. H'elgi fer frá Reykjavík í kvöld til Vestmannaeyja. E I JI S K I P : Brúarfoss fór væntanlega frá Amsterdam í gær 12.12. til Rotter dam, Antwerpen, Hull og Reykja- víkur. Fjallfoss fór væntanlega frá Kaupmannahöfn í gær 12.12. til Gautaborgar og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Akureyri í fyrra dag 12.12. til London. Goðafoss kom til N. Y. 9.12. fer þaðan vænt anlega 15.12. til Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 10.12. frá Kaupmannahöfn. Selfoss er á Skagaströnd. Tröllafoss fór frá N. Y. 6.12. til Réykjavikur. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyj um 10.12. til Hamborgar. Næturakstur annast Hreyfill — Simi 6633. Næturvörður er í lyfjabúðinnl Iðunn. — Sími 7911. Náttúrulækningafélag Reykja- víkur (áður Náttúruiækningafélag Islands) heldur framhaldsaðal- fund í húsi Guðspekifélagsins, Ingólfsstræti 22, kl. 8.30 í kvöld. Áríðandi féiagsmál á dagskrá. 18.00 Framihalds- saga barnanna; III. lestur (Stefán Jónsson námsstj.). 18.30 Dönsku- kennsla; II. 19.00 Enskukennsla; I. 20.20 Tónleikar: Kvartett í D-dúr op. 18 nr. 3 eftir Beethoven (plötur). 20.45 Erindi: Indlandshaf og löndin í kring (Baldur Bjarnas. magister). 21.15 Útvarp frá hljómleikum Symfón- íuhljómsveitar Reykjavíkur í Aust urbæjarbíói (plötur). Einleikari: Rögnvaldur Sigurjónsson; stjórn- andi: dr. Páll Isólfsson: a) Menú- elssohn: „Hebrideseyja-forleikxir- inn“. b) Chopin: Píanókonsert í e-moll op. 11. 22.10 Framh. hljóm- leika Smfyóníuhljómsveitar R- víkur: c) Haydn: Symfónía i G- dúr. 22.35 Dagskrárlok. Prentarakonur hafa jólavöku ann- að kvöld (miðvikudag, 14. des) kl. 8.30 í Aðalstræti 12, uppi. Nýlega hafa berað trúlofú ungfrú Sú ICristjánsd., götu 32 Rcyl og Magnús I son, Suðurgö Hafnarfirði. Egill Skallagrímsson kom frá útlöndum í gær. Ingólfur Arnar- son kom frá Englandi í fyrradag. Helgafell fór á veiðar í fyrradag. Katla kom hingað úr strandferð á sunnudaginn og hefur væntan- lega farið til útlanda í gærkvöld. ÍSFISKSALAN : Þann 6. þ. m. seldi Isólfur 4053 vættir fyrir'5236 þund í Aberdeen. Surprise seldi '4396 kits fyrir 7439 pund, 9. þ. m. í Grimsby. r/fl • pfJ AJþýðuflokksmönnum, þeim mönnum sem-trúa á stefnu fiokks síns og vilja framlivæma hana. Það er mjög sénni legt að þeir fái engu ráðið um afstöðu flokksins, en þeir verða þá einni reynslunni ríkari. Og af reynsJunni læra menn. Sl. laugardag voru gefin sam an í hjónabánd af séra Garðári Svavarssyni, ungfrú Maja Berg og Eiríkur Jónsson bóndi. Heimili þeirra er í Viðey. — Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jóns- syni, ungfrú Helga Klitch Sö- bech og Jón Ingimarsson, Barma hlið 42. Heimili þeirra er í Barma hlíð 10. TímaritiS Úrval. Nýtt hefti af Úrval er komið ’ út, og er það síð- asta heftið á árinu. Efni þess ar að Fraxnhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.