Þjóðviljinn - 28.12.1949, Blaðsíða 6
Þ JÖÐVIL JINN
Miðvikudagur 28. des. 1949.
6
Alþjóðasamband klofningsmanna
~|1NN einu sinni eru verka-
lýðssamtök heimsins klof-
in í tvö andstæð alþjóðasam-
bönd. Alþýðusambönd Bret-
lands og Bandarikjanna, sem í
janúar þessa árs klufu sig út
úr Alþjóðasambandi verkalýðs-
félaga, boðuðu i byrjun þessa
mánaðar til stofnþings klofn-
inssambands í London. Alþjóða
samband verkalýðsfélaga var
stofnað i London 1945 og í því
sameinuðust öll alþýðusambönd
í löndum bandamanna, hlutlaus
um löndum og nýlendum að
undanskildu hinu afturhalds-
sama bandaríska sambandi
American Federation of Labor.
Alþjóðasambandið markaði sér
brátt róttæka stefnu, alþýðu-
sambönd Austur-Evrópu, Frakk
lands, Italiu, Suður-Ameriku og
nýlendnanna voru i meirihluta
en hin íhaldssamari sambönd
Bretlands, brezku samveldis-
landanna, smáríkjanna í vest-
ur-Evrópu og Congress of
Industrial Organizations í
Bandarikjunum voru í rninni-
hluta. Þegar brezki liægrikrat-
inn Deakin ,sem var forseti
Alþjóðasambandsins, og félag
ar hans sáu, að þeir gátu ekki
ráðið stefnu samtakanna, gerðu
þeir sér lítið fyrir og kröfðust,
að stjórnin legði alþjóðasam-
bandið niður. Meirihluti stjórn
arinnar benti á, að til slíks
hefði hún ekkert vald og vildi
skjóta kröfu Deakins til fram-
kvæmdanefndarfundar ,þar sem
allir meðlimir sambandsins
eiga fulltrúa ,en það vildu
Deakin og menn hans ekki
heyra nefnt og ruku á dyr i
fússi. Útaf fyrir sig varpa þess
ar aðfarir hægrikratanna skýru
ljósi á lýðræðisást þeirra og
virðingu fyrir vilja meirihlut-
ans. Þeir gátu ekki þolað að
vera í minnihluta og 'rufu ein-
ingu verkalýðs heimsins heid-
ur en brjóta odd af oflæti sinu
og beygja sig fyrir sjálfsögð-
ustu lýðræðisreglum. Hver
skyldu hafa orðið örlög sam-
einuðu þjóðanna, ef Sovétríkin
hefðu þolað jafn illa að vera
í minnihluta og hægrikratarnir
í Alþjóðasambandi verkalýðs-
félaga?
yfi stofnþingi klofningssam-
bandsins, sem hlaut hið
fagra nafn „Alþjóðasamband
frjálsra verkalýðsfélaga" kom
greinilega í ljós, að það sem
fyrst og fremst vakir fyrir
hvatamönnunum að stofnun
þess er ekki að bæta kjör
verkalýðs heimsins og treysta
samtök hans. Hefði svo verið
myndu þeir ekki hafa klofið
Alþjóðasamband verkalýðsfé-
laga. Þaö sem setti svip sinn
á þingið í London var „bar-
áttan gegn kommúnismanum,"
sambandið sem þar var stofn-
að, er ekkert annað en vopn
í hinu kalda stríði Bandaríkja-
auðvaldsins gegn sósíalisman-
um í heiminum. Bandaríkja-
menn réðu öllu á þinginu. Að
þeirra frumkvæði voru fest í
stofnskrá klofningssambands-
ins ákvæði um miskunnarlausa
baráttu gegn kommúnistum.
JpjANDSKAPUR bandarísku
fulltrúannal við sósíalis-
mann var ekki einskoraður við
kommúnista, hann náði einnig
til klofningsbræðranna, hægri-
kratanna frá Vestur-Evrópu.
Bandaríkjamenn fyrirbuðu að
stofnskrá klofningssambands-
bandsins gerði svo mikið sem
nefna ú-m nafn jafn óamerisk
. hugtök eins og stéttlaust þjóð-
félag, afnám tímakaupskerfis-
ins, þátttöku verkamanna í
stjórn fyrirtækja og áætlunar-
búskap á heimsmælikvarða.
. ííjSí ^
SíSSISÍí
Arthur Deakin.
„Það erfiðasta fyrir þetta
bandalag ,þar sem Bandaríkja-
menn hafa töglin og hagldirnar
verður að finna nokkurn skap-
aðan hlut, sem hinir ósamstæðu
hlutar þess geta komið sér
saman um að ræða annað en
fjandskap í garð kommúnista",
segir brezka sósíaldemókrata-
blaðið „New Statesman and
Nation“ í bugleiðingum um
framtiðarhorfur klofningssam-
bandsins.
(gtjórnendur klofningssam-
baúdsins í London gáfu til
kynna, að það sætu fulltrúar
50 milljóna félagsbundinna
verkamanna. Eitthvað mun
vera gruggugt við þá tölu og
kom það ótvírætt fram á þing-
inu. „Fulltrúar" frá nýlendum
Breta í Vestur-Indíum reynd-
ust t. d. skipaðir af brezku ný-
lendustjórnunum, sem greiddu
allan ferðakostnað þeirra. „Full
trúinn" frá brezku Afríkuný-
lendunni Gambia, Small að
nafni ,er a.tvipnurekandi. „Full-
trúinn" frá Ímnarri nýlendu
hafði ekki umboð frá neinum
nema sjálfum., .^ér, ,verkalýðs-
sambandið í nýlendunni er á-
fram méðlimur Alþjóðasam-
bands verkalýðsfélaga. Einn af
þoim Vestur-Indíufulltrúum,
sem ekki var stjórnskipaður
heldur raunverulegur fulltrúi
verkalýðssamtaka skýrði
danska blaðamanninum Otto
Kiertzner, fréttaritara „Land
og Folk“ í London frá
reynslu sinni á klofnings-
•þinginu. Er fulltrúinn tók til
máls og byrjaði' að lýsa sultar-
kjörum verkamanna í brezku
nýlendunum og krefjast þess,
að hið nýja samband tæki það
sem eitt sitt brýnasta verk-
efni að bæta kjör þeirra, gerði
Sir Will Lawther, fyrrverandi
forseti brezka alþýðusambands-
. ins sér lítið fyrir og tók af
honum orðið. Barátta fyrir
bættum kjörum átti auðsjáan-
lega ekki heima á stofnþingi
„Alþjóðasambands frjálsra
verkalýðsfélaga“.
*M. T. Ó.
FRAMHALDSSAGA: «««»”««'
! BRD9ARHRINCDRINN
EFTIE
3iignon JEherhart
j 47. DAGUR.
eða bara flón — að leggja sig í þá hættu að
verða sakfelld við það að reyna að sanna sak-
leysi manns, sem (sennilega, þótt henni virtist
það gagnstæða) var grimmur og kaldrifjaður
morðingi. Þetta var komið upp, og nú varð hun
að reyna að gera gott úr því.
Leynilögregluþjónninn beið eftir því að hún
tæki til máls, en bak við dreymandi hjúp augna
hans, var meðvitund hans í önnum við að rifja
upp hið liðna. Hann sagði hægt: „Eg geri ráð
fyrir, að þér hafið fundið bréf eða blað og brennt
því á arninum í sumarhúsinu? Eða var það
Westover sem brenndi því? Hvers vegna?“
Róní vætti varirnar. „Sjáið þér til. Það
sannar að Lewis Sedley myrti hann ekki. Sá
sem skrifaði bréfið vissi um mig — en það
gerði hann ekki — ég veit að hann vissi ekkert
um mig .... Eg sagði yður að hann vissi jafn-
vel ekki að Erie væri kvæntur.“
„Jæja, jæja, frú Chatonier. Það er engin á-
stæða til þess að vera æst.“ Hann gekk að
dyrunum, opnaði og sagði manni sem var fyrir
utan að ná í Westover, lokaði svo og gekk aftur
á sama stað.
„Jæja þá“, sagði hann. „Héma — viljið þér
blævæng. Hann rétti henni stóra pálmaviðar-
blævænginn, og horfði dálítið kvíðafullur á hana
rétt eins og hann ætti von á að sjá tár eða
hann byggist við að það mundi líða yfir hana.
Stuart hlýtur að hafa verið á næstu grösum,
því hann kom svo fljótt, leit fyrst á Róní og
síðan á Picot. Hann var hár, brúnn og traustur
á að líta. „Þér senduð eftir mér?“
„Já“, sagði Pieot. „Viljið þér gera svo vel
að loka dyrunum. Þökk. Má ekki bjóða yður
sæti? Frú Chatonier hefur játað, að þér hafið
brennt bréfi á arninum sumarhúsinu. Hvað var
það ?“
Stuart stóð upp; brúnt andlitið fölnaði, augun
leiftruðu. „Við hvað eigið þér? Ef þér hafið
haft brögð frammi —“
„Stuart“, hrópaði Róní. „Eg varð að segja
honum það. Það sannar, að Lewis Sedley skrif-
aði það ekki. Hann vissi engin deili á mér, þeg-
ar hann kom í sumarhúsið. Sérðu það ekki?
Hann hefði þurft að vita um mig. Ef morðinginn
hefur skrifað bréfið, getur hann ekki verið
Lewis Sedley.“.
„Eg nota aldrei það sem þérílkallið brögð“,
sagði Picoí þýðlega. „E.g er ekki- nógu slunginn
til þess. En nú ættuð þið bæði að segja mér allt
af létta. Leyna engu í þetta skipti.“
„Eg gerði það“, sagði hann. „Það var mín
liugmynd. Það var auðséð, að morðinginn var
að reyna að varpa grun á hana —“
„Nú, nú —hvað var það?“, spurði Picot með
óþolinmæði. ' .;
Hann hlustaði samt eins og hann væri ann-
ars hugar, og dreymnu augun hvíldu á limgirð-
ingunni. „Var skrift dómarans á því?“ spurði
hann, þegar Stuart hafði lokið sögu sinni.
„Eg veit það ekki“, sagði Stuart. „Skriftin
var losaraleg og óregluleg — hún hefði getað
verið eftir hvern sem verkast vildi. Hún hefði
jafnvel getað verið skrifuð með vetlingum á
höndunum.“
Picot anzaði þessu engu. „Þekktuð þér skrift-
ina, frú Chatonier?“
„Nei. Eg hef aldrei séð skrift dómarans.“
,Hm-m. Þetta er grábölvað,* sagði Picot. ,Það
hefði verið auðvelt að ganga úr skugga um
hvort hann hefði skrifað bréfið. Eða hélduð þið
kannski, að hann hefði gert það? Ekki af því
að það væri satt, heldur af því, að honum hafi
þótt svo vænt um þær Mimi og Blanche, að
hann hafi notað síðustu líftóruna til þess að
reyna að koma í veg fyrir, að frú Chatonier
gæti erft Eric, ef hann dæi“, bætti hann við í
flýti.
Róní furðaði sig á hvort það gæti verið, að
þetta hefði hvarflað að Stuart. En Stuart sagði
strax: „Eg held ekki að dómarinn hafi verið
fær um að skrifa, deyjandi og særður eins og
hann var né heldur að hann hefði getað hugsað
skýrt; og hvað um hringinn? Það er ekki senni-
legt að dómarinn hafi haft hann handbæran,
ef svo skyldi takast til, að hann yrði myrtur.
Það var greinileg tilraun til þess að benda á
frú Chatonier. Var það ekki?“
„Eg veit það ekki“, sagði Picot. „Hvern teljið
þið líklegan til að hafa gert það?“
Stuart kreisti aftur varirnar. „Það var gert
— hver sem hefur gert það.“
Picot leit á Róní. „Hvað hafið þér til málanna
að leggja.“
Hún sagði hægt: „Mér virðist að annaðhvort
hafi morðinginn gert það til þess að reyna að
koma grun af sér yfir á mig, eða einhver hafi
komið um borð eftir að dómarinn var myrtur, en
áður en ég kom þangað“ — það fór hrollur um
hana — „og þá skrifað bréfið, og skilið hringinn
eftir. Hafi morðinginn gert það, þá er Lewis
Sedley ekki sekur.“
Báðir karlmennirnir hlýddu á með kurteisi á
meðan konan ræddi svo ýtarlega um það, sem
lá í augum uppi. Hún sagði: „Ef ekki, þá veit
ég ekki hver getur hafa gert það. Það get ég
ekki gizkað á. Það er ómögulegt að trúa því
í alvöru, að einhver af þessum fáu hræðum, sem
þekkja mig eða gátu vitað um fyrirætlun Erics
urn að breyta erfðaskránni, mundu grípa til þess-
ara ráða.“ Jafnvel Mimi, dátt henni allt í einu
í hug, hefði ekki getað gert þetta.
Picot stóð upp með svo ir.iklum ákafa að
stóllinn hentist út í horn, og gekk út að franska
giugganum aftur. Stuart greip um liönd Róní,