Þjóðviljinn - 03.01.1950, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 03.01.1950, Qupperneq 3
Þriðjudagur 3. janúar 1950. ÞJÓÐVILJINN 3 ÍÞUÓTTIR Ritstjóri: Frímann Helgason Við íéruœ, sáum og sigruðum, en giepdum æskunni Enn einu sinni höfum við gengið framhjá merkisteini á leið tímans. Nýr spölur er að taka við. Árið 1949 liverfur í móðu tímans, og kemur aldrei aftur. Þó rás tímans hafi enga bið þá er það þó háttur margra dauðlegra manna að renna aug- um yfir spölinn sem með hraða hverfur og verður brátt meira og minna óljós minningin sem þokar fyrir nýjum verkefnum, nýjum viðburðum og nýjum vonum. * Þó þessi leið verði aldrei aft- ur farin þá getur reynslan sem fékkst verið gott veganesti fyrir næsta eða næstu áfanga. Þetta getur þó því aðeins orðið leið- arvísir að menn gefi sér tíma til að staldra örlítið við og leggja niður fyrir sér hvað vannst og livað tapaðist og draga af því ályktanir sem gera menn hæfari til að mæta blíðu og stríðu komandi árs. Iþróttamönnum mun ekki síð ur þörf viðdvalar og umhugs- unar um sín mál en öðrum mönnum. Sjálfsagt verða nið- urstöður þeirra hugsana æði misjafnar. Sumir eru harla á- nægðir, aðrir siður, ýmsir stynja undan starfinu og finnst það vonlítið. Margur mun segja að þetta hafi verið glæsilegasta íþrótta ár í sögu íþróttanna hér. Aldrei hafi fleiri ferðir verið farnar til keppni á erlenda grund en einmitt í ár. Aldrei meiri og betri árangur náðst í keppni við erlenda menn. Aldrei glæsi legri met sett, en þau sem sáu dagsins ljós á þessu ári. Þessar skemmtilegu staðreyndir ber hæst þegar litið er til baka. Þær tala skýru máli að hér er efniviður sem ekki stendur að baki fjölmennari þjóðum. Það segir líka að mikið kapp er lagt á að gera menn sem bezt hæfa undir keppni, og er í því efni framkvæmt mikið og markvisst starf. Og vissulega gleðjast allir landar yfir velgengni og frama íslendings hvar sem liann er unninn. Því má heldur ekki gleyma að um hinn íþrótta sinnaða heim flýgur afrek í íþróttum með meiri hraða en flestar aðrar fréttir og fleiri sem veita þeim athygli en fréttum annars eðlis. Þó er það svo að margur mun velta nokkuð vöngum yfir því, hvort keppni, stig, met og sigrar séu ekki að verða of mikið aðalatriði í íþróttastarf- inu. Hvort ekki sé eytt of mik- illi orku og peningum í að teygja upp topp sem í rauninni yanti hina breiðu og öruggu undirstöðu, sem sé fjöldann. Menn spyrja sjálfa sig: Eru metin, stigin og sigrarnir hug- sjón íþróttanna? Þeir komast allir að sömu niðurstöðu: að það geti ekki verið. Þá vaknar enn spurning: Eru þessi atriði ekki að verða of mikil aðalat- riði í hugum iþróttamannanna? Leggja félögin ekki of mikla áherzlu á að ná þessum eftir- sótta árangri? Og ýta blöðin ekki um of undir þetta með skrifum sínum? Verður ekki sjálf hugsjón íþróttanna að líða fyrir þetta? Svörin við þessum spurningum hljóta að verða á þá leið að hér megi ábyrgir menn vera vel á verði. Iþróttahreyfingin hefur því hlutverki að gegna að hjálpa til við líkamlegt uppeldi æsku- lýðsins og að vissu leyti við hina andlegu hlið líka. ÍFjölgun í íþróttafélögum síð- ustu ár sýnir ekki að neitt sér- stakt átak hafi verið gert til að ná til f jöldans. Það sést heldur ekki móta fyrir almennri skoð- anabreytingu þannig að menn stundi æfingar sér til hressing- ar og gleði. Næstum hver maður sem æfir að staðaldri í íþróttafélögum æfir með keppn- ina fyrir augum, stigin, sigur- inn og met eða svo vill verða. Árið 1949 sannar að i íþrótta félögum er enginn vilji, og lítil vinna lögð í að glæða hugsjón íþróttanna í hug yngstu áhuga- mannanna. Þeim er eins og hin- um hóað saman með tilliti til keppninnar, í von um að fá þar einn og einn keppnismann síð- ar. Að þessu leyti brást íþrótta hreyfingin hlutverki sínu á s.l. ári og raunar undanfarin ár. Þetta er því alvarlegra sem meira er til hennar lagt á einn og annan hátt. I hjarta sínu gerir almenningur kröfu til í* þróttanna að þær séu leiðandi fyrir æskulýð landsins. Þessi krafa verður því hærri sem meira er rætt um nauðsyn á hollum félagsskap og starfi fyr ir börn og unglinga í frítímum sínum. Við skulum ekki loka augunum fyrir því að þessi krafa er réttmæt og að íþrótta- félögin sem hafa hið lifandi starf verða að fórna meiru af tíma, kröftum og f jármunum til að uppfylla þá kröfu Öllum mun ljóst, að þeir sem aðstöðu hafa verða að taka þátt í því vandamáli að leiða ungt fólk til hollrar iðju. Þar eru íþi-óttimar betur settar en flest annað og veldur því leik- þörfin og leikþráin sem öllum bömum og unglingum er í blóð borin. En þetta krefst góðra starfskrafta sem skilja hlutverk sitt, og þá hugsjón sem þeir eru að vinna fyrir. Þessa starfs krafta verður að finna. Ef það tekst ekki má skoða það sem nokkurskonar uppgjöf félag- anna í að láta hugsjón íþrótt- anna rætast í hverjum einstök- um sem til þeirra leitar. Meðan ungi maðurinn finnur að allt miðast við keppni, sigra og stig og ef ekki tekst að sigra sé það háðung og smán, er raunveru- lega verið að afvegaleiða hann. Það er stunduð rányrkja í huga hans, og hann finnur aldréi sjálfan sig né barnslega gleði af leiknum. Hann finnur að hann er eftirsóknarverður. Hann kemst því ekki í það fé- lagslega samneyti við félagana sem dvöl hans þar gaf fyrir- heit um, og þess þurfti með. Hann gerir nú kröfu til félags- ins, í stað þess að líta á sig sem samábyrgan. Þetta er skugginn bak við tinda sigr- anna og afrekanna. Þessi skuggi má ekki lengur fylgja íþróttahreyfingunni. Það verð- ur að vera eitt af höfuðverkefn um ársins 1950 að búa nýgræð- ingnum stað sólarmegin. Þá fyrst getum við vænzt þess að f jöldinn fái notið þess sem leik- ir og iþróttir hafa að bjóða. Það er hinn breiði grundvöll- ur sem byggja verður á ef í- þróttirnar eiga að verða það sem þeim er ætlað að vera og verða. Hlaupacinn Lovelock, Olympíusigurvegarinn 1936, fórst af slysförum í New York milli jóla og nýjárs. Daginn fyrir gamlársdag barst sú frétt út um heiminn að hinn heimsþekkti hlaupari J. S. Lovelock hefði farizt af slysförum í New York. Hann Er von á nýjum og betri knatt- spyrnuskóm? Núna um áramótin kom sá frétt fra Englandi að ný teg— und af knattspyrnuskóm hefðí séð dagsins ljós. Virðist sem. þessir nýju skór muni hafa: naöguleika til að ryðja þeim. varð fyrir neðanjarðarbraut ogj gömlu úr vegi, sem raunar hafa ekki tekið neinum breyt- ingum s.l. 20 ár. Ástæðan er að menn vilja gera tilraun tií að forðast þau meiðsli sem. leikmenn oft verða fyrir. Fyrir nokkrum mánuðum síð an fékk enska knattspyrnu- sambandið stóra skóverk- smiðju og nokkra líkamsvaxí- arfræðinga til að gera tilramii ir með tilbúning á skóm seai; væru heppilegri en þeir gömlu,, Dvrjað var þegar að rana- saka meiðsli knattspyrnu- manna. Rannsóknin leiddi £ ljós að margir þeirra höfðu af- skræmdar tær vegna þess að skórnir voru of þröngir. Marg- ir liðu auk þess af gölluðu fót- lagi. Þá voru leikmennirriK beðnir að gera sínar tillögur um það hvernig skór ættu ajS' vera svo forðast mætti þessa ágalla. Skóverksmiðjan byrjaði þega» að framleiða nýja skó sem. virðast vera mikið betri en. þeir gömiu. Þetta nýja „módel" er í fyrsta lagi breiðara yfir tærnar svo þær þurfi ekkí: Framhald á 6. síðu. dó samstundis, 39 ára gamall. Flestum mun í fersku minni 1500 m. á Olympíuleikunum 1936, þar sem hann setti nýtt Olympíumet 3:47,8 og stendur enn og auk þess sem það var heimsmet. Var úrslitasprettur hans óviðjafnanlegur, hljóp hann síðustu 300 m á 40,3 sek. og 400 m. á 54 sek. I júlí 1933 setti Lovelock heimsmet í míluhlaupi. Á heimsmeistaramóti stúd- enta 1933 varð hann nr. 2 næst á eftir Beccali Italíu. Lovelock var Nýsjálending- ur, en eftir stuttan og sigur- sælan íþróttaferil las hann læknisfræði við Oxford og: Cambridge. I stríðinu var hann. majór í brezka hemum, og síð ar læknir í London. I fyrra var hann gerður að yfirlæknir á. sjúkrahúsi í New York. G. G. skrifar um 17. feb. síðastl. vetur hófst verkbann á öllum íslenzka tog- araflotanum, er stóð til 25. marz. Verkbann þetta vakti að vonum mikla athygli, þar seni um var að ræða lífæð þjóðar- innar í sambaudi við útflutn- ing og framleiðslu. Eigenduv íslenzkra botnvörpuskipn sögðu upp samningum sínum við stéttarfélög þeirra manna, er á togurum vinna. Tók því verkbannið til nálega 1100 manna. Það er því ekki úr vegi að nú, þegar fengizt hef- ur þriggja ársfjórðungs reynsla fyrir þeim samningum, sem gerðir voru að verkbanni loknu, að þeirra sé að ein- hverju getið. Það má segja með sanni að almenn óánægja er með samn- inga þessa hjá öllum stéttar- astliðinn vetur sjá hverjar lán leysingjahendur leiddu þá, er þeir samþykktu seinni mála- miðlunartillögu sáttasemjara. Sjaldan mun stjórn nokkurs stéttarfélags hafa haft jafn glæsilega möguleika til stór- kostlegs sigurs og jafnframt að vinna aftur traust þeirra. félagsmanna, er hún hafði glat að. En málshátturinn sannað- ist „lítið var, en lokið var“. Samningarnir hafa talað sínu máli um það hversu krókloppn- um lúkum stjórn S. R. hélt á málum sinna félagsmanna. Við skulum nú rifja örlítið upp fyr ir okkur deiluna og daglegan gang hennar þessar vikur, sem verkbannið stóð yfir. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 30. janúra síðast- liðinn var ákveðið með tilliti félögum, þótt hvergi sé óánægj! til yfirvofandi deilu, að hver an jafn rík og hjá meðlimum S.. R. Mun og eingöngu hér verða haldið við þá kjarasamn- inga, sem það félag gerði. Munu nú þeir menn er sam- skipshöfn tilnefndi 2 menn úr sínum hópi til þess að vera í baknefnd meðan deilan stæði yfir. Átti hún að vera tengi- liður milli stjórnarinnar og þykktu þessa samninga síð- félagsmanna. Fljótlega fór að. bera á því að baknefndin þótt- ist verða nokkuð afskipt af vitneskju um gang deilunnar og annað að hún þóttist hafa> ástæðu til þess að tortryggja stjórn S. R.‘ um að sá sam- komulagsgrundvöllur sem fyr- ir hendi var hjá sjómönnutn. væri réttilega túlkaður fyrir' útgerðarmönnum. I þessu fólst. ekki hvað sízt það frumhlaup stjórnarinnar að fleygja í upi> hafi deilunnar uþpkasti að' samningi fyrir lappir útgerðar manna, sem engum sjómanat datt i hug að samþykkja og" voru fyrir nokkrum mánuðuta. búnir að kolfella hliðstrðaa. samningsgrundvöll. Það setn útgerðarmenn fóru fram á fóli í sér 15-30% kjararýrnun hjái sjómönnum. Sigurjón Á. Ólafs- son var nógu gleiðgosalegur £ viðtali við Alþýðublaðið 8- febrúar, þegar hann segir að sjómenn hafi á undanförnuai: árum sætt sig við mjög lágt grunnkaup. Þau ár sem ein- mitt voru mestu uppgangsát" Framliald á 6, síðu _______ i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.