Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Þjóðviljinn - 10.01.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1950, Blaðsíða 4
ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 10.: jaa.áar 1950 ÞlÓÐViLIINN Útgefandi: SameiningarHokkur alþýðu— Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðom.: Arl Kárason, Magnús Torfi Óiafsson, Jónas Árnason Auglýsingaatjóri: Jónsteinn Haraidsson Ritstjórn afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- Btíg 19 — Simi 7500 (þrjár línur) Prentsmiðja Þjóðviijans h.t. Áakriftarverð: kr. 12.00 á mán. — LausasöXuverð 50 aur. eint. SósíaUstaflobkurtnn. Þórsgötu 1 — Sím! 7510 (þrjár Unur) | Hverju hvíslaði flcheson í eyra i Eysteins? Fyrir stuttu síðan var rakin hér í blaðinu þingsaga Framsóknar frá því að þing kom saman. Tvennt er það, ssem einkennt hefur störf flokksins á þessu þingi. Annað var sú tilraun til stjórnarmyndunar, sem ekkert varð úr. Hitt voru ítrekaðar tilraunir flokksins til að afsala sér þeim völdum og hverskonar möguleikum til áhrifa, sem kosningarnar höfðu fært honum í hendur. Ekki verður annað sagt en að þessar tilraunir hafi 'tekizt prýðilega, og mun betur en flest a-nnað sem flokk- furinn hefur fengizt víð. Aðeins ein mistök, þau, að Framsókn skyldi fá kosinn forseta sameinaðs Alþingis. En það var nú kommun- um að kenna „og algerlega án óska Framsóknarmaima“ sem feezt kom í ljós við það, að þegar Steingrímur Steinþórs- son hafði verið kosinn forseti, fór þegar fram kosning varaforseta og skiluðu Framsóknarmenn þá auðum seðl- •um. Hver getur svo dregið af því aðra ályktun en þá, að þingmenn Framsóiknar hafi skilað auðum seðlum til að fyrirbyggja annað slys svipað hinu fyrra. Svo virðist sem ritstjóra Tímans hafi komið það illa að saga þessi skyldi rifjuð upp, þvi næsta dag á eftir birtist í blaðinu leiðári, .isem átti að vera svar við fyrmefndri grein. Auðvitað var ekki gerð ein einasta tilraun til að afsanna nokkurt atriði 5 greininni, enda nægar þingheimildir til vitnis um að rétt fvar frá sagt, þar sem formaður Framsóknárflokksins var ekki beinlínis látinn vitna sjálfxir. Aftur á móti er leiðari íþessi margföld endurtekning á hinu gamla, margþvælda og úrelta slagorði um að sósíalistar hlýði fyrirskipunum frá Moskvu og því sé ekki mögulegt að eiga við þá sam- Starf. Þessi plata er nú svo margspiluð, og marghrakin að ihenni þarf ekki að svara. En vert er að athuga, hvað það .var sem Framsóikn Iofaði kjósendum fyrir kosningar. Frambjóðandi flokksins í Reykjavík lýsti stríði á hendur allri fjárplógsstarfsemi, sem viðgengst 'í þjóðfélaginu og hlaut kosningu fyrir. Formaður flokksins barðist við ,einn harðsvíraðasta fulltrúa stórgróðavaldsins og fjár- plógsstarfseminnar í sveitakjördæmi úti á landi. Skyldi hann ekki hafa lofað að flokkurinn héldi áfram að fylgja fram þeim málum sem hann þykist hafa barizt fyrir undan- farin ár, s. s. sínum eigin tillögum um bætta verzlunar- lxætti o. fl. Vitanlega, og hiaut stóraukið fylgi í staðinn. Þannig mætti áreiðanilega telja upp alla frambjóðendur flokksins, að ekki stóð á loforðunum. Hver einasti mað- ur, sem nokkuð skynbragð ber á íslenzk stjórnmál, veit að .fekkert af þessum loforðum er hægt að efna nema með samstarfi við Sósíalistaflokkinn og þá 14—15 þús. kjósend- íur sem honum fylgja að málum. Þegar þing kemur saman íbýður Sósíalistaflokkurinn samstarf til að koma þessum onálum í framkvæmd. Hann fær það eina svar að tilboð hans hljóti að vera samkvæmt fyrirskipunu mfrá Moskvu og því verður Framsókn að hafna. Fyrir nokkrum árum skeði sá atburður í kaupstað nokkrum á Austurlandi að fulltrúar Alþýðuflokksins 1 bæj- arstjórninni gáfu þá yfirlýsingu, að þeir væru svo andvigir ssamstarfi við sósíalista, að þeir myndu snúast gegn sínum ’eigin tillögum, ef hinir síðamefndu léðu tillögunum fylgi. Yfirlýsing þes§i vakti hina mestu furðu allra hleypidóma- ‘lausra manna, og afleiðipgin varð fylgishrun kratanna og íylgisaukoing sósíalistaonsþ I bænum. Nú hefur Frapa^g^ Ljótur togarafiskur. Eg held áfram að birta pistl- ana frá „Hrafni“. Hann skrif- ar: „Við Faxagarð er verið að skipa upp ísfiski úr tveim- ur togurum. — Fiskurinn er ljótur og slæptur, það hefur sýnilega verið tregfiski. Nú er þessum fiski skipað á land og hann flattur og saltaður til útflutnings. — Einu sinni, þeg- ar við vorum saltfiskútflytjend- ur í stórum stíl, þá hefði þetta verið talin óhæfa, því aldrei getur fiskur sem hiotið hefur slíka meðferð orðið fyr3ta flokks útflutningsvara. Á nú líka að eyðileggja þá von sem vélbátaflotinn byggir á salt- fisksölu? Slíkur fiskur sem þessi hlýtur að spilla fyrir is- lenzkum saltfiski á heims- markaðnum. □ Bundnir togarar. „Atvinnulausir verkamenn og sjómenn ræða um þessi vin.au brögð fram og aftur. Og eina málsvörnin sem kemur fram í þeim umræðum, er sú, að eitthvað verði að gera við fisk- inn þar sem markaðurinn í Eng landi sé nú enginn. — Eg sé tvo Kveldúlfstogara liggja þarna bundna og hef orð á því við sjómann sem þarna er, að illt sé að láta framleiðslu- tækin liggja þarna ónotuð. „Þeir gera nú aðeins út eitt skip, Ólafi þykir víst arðvæn- legra að gera út á stjórnmál- in“, anzaði maðurinn og vindur sér um borð í annan togarann, sem verið er að vinna við“. □ Stöðvun á Reykjavík- Urflugvel1!)!, Og svo snýr Hrafn sér að öðru efni: „Málmfuglar lofts- ins eru hættir að hefja sig til flugs á Reykjavíkurflug- velli. Það stendur yfir verk- fall hjá flugvélavirkjum. Þess ir menn eiga langt og dýrt tækninám að baki, og eru því klyfjaðir skuldum margir hverjir að námi loknu. Það seg ir sig þessvegna sjálft, að þeim er nauðsynlegt að bera meira úr býtum fyrir 1 störf sín, en almenningi, sem Ijtlu hefur kostað til um undirbún- ing undir störf. □ • Vinna við erfið skilyrðá. „Kaup þessara manna var fyrir verkfallið eins og hér seg- ir: Þeir sem höfðu A.C rétt- indi höfðu með dýrtíðaruppbót 510 kr. á viku. Næsti réttinda- flokkur með A. B. C. eða A. C. D. prófi, hafði 561 kr. á viku. En þeir sem hafa mesta sérfræðilærdóminn I þessari grein, eða hin svo nefndu A. B. C. D. réttindi höfðu 612 kr. á viku með dýrtíðaruppbót. Þegar svo það er tekið með í reikninginn, að menn þessir verða oft að vinna störf sín við mjög erfið skilyrði, sér- staklega að vetrinum 1 hiaum stóru upphitunarlausu flug- skýlum, þá eru þeir varla öf- undsverðir af lauaunum. Enda er kauphækkun hjá þeim efa- laust knýjaadi þörf, af þeim ástæðum sem grelndar hafa verið. □ M»gi þeir verða sigur- sælir. „Eg ek suður Ftugvallarveg inn og virði fyrir mér umhverf ið og um leið er mér hugsað til þessarar nýju tæknimennt- uðu stéttar, sem er ómissandi í hverju nútímaþjóðfélagi, sem hefur tekið hraðann í þjónustu sína. Þessi starfsstétt verður nú að heyja baráttu fyrir lífs afkomu sinni, tneð mætti sam- takanna. Eg óska þess í hug- anum, að flugvélavirkjar verði sigursælir í baráttu siani, og að máttur samtaka þeirra verði ineiri og voldugri að deilunni lokinni__“ Boulogne. Dettifoss fór frá R~ vik 8.1. til Siglnfjarðar. Fjallfoss kom til Kaupmannahafnar 5.1., fór þaðan 9.1. tii Gautaborgar og Leith. Goðafoss kom til Rotter- dam 7.1. fór þaðan 9.1. til Hull. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss var á Patreksfirði, fór það an væntanlega í gærkvöld 9.1. til ísafjarðar. Tröllafoss fór frá Siglu firði 31.12. til N. Y. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 2.1. til Póllands. Katla kom til Reykja- víkur kl. 22.00 í gærkvöld 9.1. frá N. Y. HÖFNIN: Keflvíkingur kom af veiðum í gær vegna bilunar. Egill • rauði kom eftir olíu. Hallveig Fróðadótt ir fór í nótt á veiðar. Karlsefni og Ingólfur Arnarson fara á veið- ar i dag. RIKISSKIP: Hekla er í Reykjavílt og fer það an 12. þ. 'm. austur um land til Siglufjarðar. Esja fór frá Reykja- vík i gærkvöld vestur. um land til Akureyrar. Herðubreið var í Vest- mannaeyjum í gær á leið til Aust- fjarða. Skjaldbreið er í Reýkjavík. Þyrill er væntanlegur til Reykja- víkur í dag. EIHSKIP: " Brúarfoss kom til La-Rochelle í Fra.kklandi 5.1. fór þaðan 9.1. til opinberleg'a tekið upp þessa baráttuaðferð. En hva-ð skyldu margir af kjósendum flokksins treysta á efndir loforðanna, þegar baráttuaðferðin er slík ? Hvemig á að heyja stríðið gegn fjárplógsstarfseminni, ef Framsókn snýst á móti sín- um eigin tillögum vegna fylgis sósíalista við þær, alveg eins og þingmenn flokksins skiluðu auðu við, kasningu vara- forseta til að forðast fleiri „slys“ ef kommarnir skyldu halda áfram á sömu braút. „Margur heldur mig sig“, segir gamall og góður íslenzkur málsháttur. Eysteinn Jónsson flaug til Washington 13. marz s.l. ásamt Bjarna Ben. og Emil Jónssyni, á fund hins volduga ntanríkisráðherrra þess mikla stórveldis Bandaríkja Norður-Ameríku. Hvaða skip- unum var tekið á móti þar ? Máski þeirri að mynda aldrei gtjórn með sósíalstum á Islandi? Vill ekki Tíooaritstjórinn ítwará .því í næstu grein? / 18.00 Framhalds- saga barnanna: .Hreinninn fótfrái' eftir Per Westeri-' lund; VII. lestur, sög-ulok (Stefán Jónssou námstjóri). 18.30 Dönsku kennsla; II. fl. _ 19.00 Ensku- kennsla; I. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.20 Tónleikar: „Lof- gjörð til Jesú,“ tónverk fyrir kór og hljómsveit eftir Gustav Holst (plötur). 20.40 Erindi: Arthur Rimbaud, franskt skáld og ævin- týramaður (dr. Símon Jóh. Ágústs son). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.10 Gömul bréf: Úr bréfum Matt- híasar Jochumssonar (Vilhjálmúr Þ. Gíslason les). 21.35 Kammer- tónleikar Tónlistarfélagsins : í Reykjavík (tekið á hljómleikum í Austurbæjarbxói í des. s. 1.): a) Kvintett op. 47 eftir Dmitri Shostá kowich. (Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson, Katrín Dalhóff, Hans Stephanek og Heinz Edelstein leika). 22.10 Framhald kammertón leikanna: b) Tríó í B-dúr op 79 eftir Ludwig van Beethoven. (Árni Kristjánsson, Björn Ólafs- son og Heinz Edeistein leika). 22.45 Dagskrárlok. Happdi-ættl Háskóla tslands. Athygli skal vakin á augl. happ- drættisins um endurnýjunarfrest. Eftir daginn í dag er heimilt: að selja hvaða númer sem er, og vegna. mikillar. eftirspurnar munu umboðsmenn neyðast til þess að selja af númerum þeim sem seld voru í fyrra. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína., ungfrú Halla Ottósdóttir, Mel- stað við Hólsveg og Ragnar Sigurðs son, Barmahlíð 31. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Þórleif Þorleifsdóttir, Flókagötu 41 og Isólfur Eggertsson, Þórsgötu 7. — Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Ásta Sigurjónsdóttir frá Leifshúsum og. Stefán Július- son, Akureyri. — Nýlega hafa opin berað trúlofun sina ungfrú Edith Burgie og Haukur Péturssón, Hafnarstræti 47, Akureyri. —_ Um jólin opinberuðu trúlofun sína ungfrú Alma Björnsdöttir sima- mær og Stefán Ól. Stefánsson póst fulltrúi. — Ennfremur ungfrú Erna Sigmundsdóttir, simamær, og Ófeigur Eiríksson stúdent frá Reykjavík. TJngbaruavernd Líknar Ternpl- arasundi 3, er opin þriðjudaga, fimmtudaga ■ og " föstudaga kl. 3.15--4. Næturakstur í nótt anxio.st Hreyfill. — Simi SG33. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. — Sími 1330. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni AustUrbæjarskóianum. ------- Sími 5030 Lausn á skákþrauíinni. A. 1. Rd4—f5 Hf4xf5 2. g6— g7 Hf5—fl 3. g7—g8R og ridd arinn heldur jafntefli. B. 1........Kf6xf5 2. e6— e7 Hf4—e4 3. Kh6—h7! Kf5— f6 4. g6—g7 He4xe7 5. Kg7— g8! He7xg7 og 'hvítur er patt. C. Eins og B fram að 4. leik svarts. 4. ...: He4—h4f 5. Kh7—g8 Kf6xe7' og hvitur er enn patt. ' ■ ’•■' ': ' ■ - .... x. ', • Framhald á .Í.'.síðu, :tr,. •■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (10.01.1950)
https://timarit.is/issue/213650

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (10.01.1950)

Aðgerðir: