Þjóðviljinn - 10.01.1950, Blaðsíða 6
6
Þ JÓÐVILJINN
Þriðjudagur 10. jauúar 1950
Hver er afstaöa þín?
Framhald af 5. síðu.
það stafar ekki sízt af því, að
Sjálfstæðisflokkurinn álítur!
það ekki hlutverk bæjaryfir-
valdanna að ráða fram úr þeim
málum. Sama er um atvinnu-
málin. Sjálfstæðisflokkurinn1
vill láta einstakiingsframtakið
leysa það mál, þ.e. gróðavon
einstaklingsins á að ráða því,
hvort nokkur atvinna er í bæn-
um eða ekki. Þetta telur Sósial-
istaflqkkurinn alveg ábyrgðar-
lausa afstöðu. Bæjarfélagið eigi
einmitt að tryggja það, að hver
og éinn geti stundað nytsama
©g arðbæra atvinnu.
'Hvora leiðina álítur þú hag-
kvæmari fyrir þig, kjósandi
góður ? í>vi áttu að svara 29.
janúar n.k. með atkvæði þínu.
En það er fleira en húsnæðis-
og atvinnumál og annað, sem
að framan er talið, sem snertir
daglegt líf okkar og ætti að
vera betur tengt stjórn bæjar-
ins. T.d. uppeldismál og vanda-
mál æskulýðsins. Heimilin eru
I vandræðum með börnin, allt
frá smábarninu til ung-
lingsins. Öll þessi börn eru að
mestu á götunni með sín áhuga
mál. Þó hefur nokkuð verið
Jbætt úr þörfinni með leikvöll-
um fyrir smábörnin. Hefur
Sjálfstæðismeirihlutinn í bæj-
arstjórn ekki skilið það fyrr en
nú á seinustu árum, að bifreiða
umferð og smábörn geta ekki
haft sama svæðið til þess að
athafna sig á. Æskulýðurinn í
bænum byrjar snemma að
stunda nytsöm störf, ef hann
fær eitthvað að gera, eða strax
og skyldunámi í skólum lýkur.
Eins og allir eiga æskumenn-
irnir sínar tómstundir og verja
þeim eins og hugur og skil-
yrði standa til. Venjulegur
æskumaður á mikið afgangs af
lífskrafti, þegar vinnu eða skóla
er lokið, og hann verður að fá
þessum lífskrafti útrás, til þess
að halda andlegri og líkam-
legri heilbrigði sinni. íþróttir
,og félagsstarf ýmiss konar eru
aðaláhugamálin. Þau geta
heimilin ekki búið í hendur
seskulýðnum . og því verður
bæjarfélagið að koma til skjal-
anna. Foreldrarnir í bænum
vita hvernig sakir standa í þess
ijan efnum. A.ðeins litill hluti
æskumanna getur fengið tæki-
færi til þess að stunda íþróttir
á því eina svæði, sem bærinn
á til slíks, íþróttavellinum á
Melunum. Svo er Sundhöllin
Og sundlaugarnar. Fjöldmn i
fcænum þó orðinn 55 þúsund
manns. Þetta er í samræmi við
Stefnuskrá núverandi mein-
hluta í bæjarstjórn, að einstakl
ingsframtakið eigi að leyaa
vandann. Og einstaklingsfram-
takið sýnir líka hvermg
það leysir slíkt — í samræmi
yið hagnaðarvon sína: setur á
stofn urmul af „sjoppum“ svo-
íkölluðum. Nokkrir áhugamenn
um velferð æskulýðsins fórna
miklu starfi í íþróttafélögum,
en sífelld fjárhagsvandræði er
sá draugur, sem erfitt er að
gigrast A. __ • -
Hvað finnst þér í þessu efni,
kjósandi góður? Ertu ekki á
sama máli og Sósíalistaflokk-
urinn, að bænum beri að gera
átak til þess að æskulýðurinn
hafi þau verkefni, sem tryggja
þroska hans og heilbrigði? Ef
þú átt dreng eða stúlku sjálfur,
geturðu þá varið það fyrir
sjálfum þér, að stuðla að því,
að svo haldi áfram sem hingað
til, að æskufólkið, þín eigin
börn, hafi lítið annað en götu-
lífið, til þess að fá þrótti sín-
um útrás? Finnst þér ekki, að
þitt eigið fyrirtæki, bæjarfé-
lagið, eigi að leggja til það,
sem með þarf: íþróttavelli,
íþróttahús, sundlaugar, mið-
stöðvar fyrir félags- og menn-
ingarlíf o. s. frv., víðs vegar
um bæinn?
Hér hefur aðeins verið
stiklað á einstaka atriði í sam-
skiptum bæjarstjómarinnar og
íbúa Reykjavíkurbæjar. Hið
daglega líf skapar óteljandi
vandamál, og sum þess eðlis,
að einstaklingurinn getur ekki
leyst þau og meirihluti bæjar-
stjórnar telur þau ekki sitt
verkefni. Þess vegna eru þau
óleyst, stórum hluta bæjar-
fólks til stórskaða, eins og að
framan greinir. Það er því'
nauðsynlegt að veita þeim
meirihluta, sem nú ræður ríkj-
um í þessum bæ, Sjálfstæðis-
flokknum, lausn frá störfum.
Stefna hans er misskilningur,
af því að hún miðast ekki við
þarfir fjöldans.
Þegar þú, lesandi góður,
íhugar vandamál þífi, húsnæðis-
leysi, atvinnuskort, vöntun á
tómstundaverkefni fyrir börnin,
þá er það ekki óviðráðanlegt
eins og hafís eða eldgos, en
stafar af afskiptaleysi bæjaryf-
irvaldanna. Meirihluti bæjar-
stjórnar telur, að einstaklings-
framtakið eigi að leysa slík
mál. Aftur á móti finnst mér
— og þér ef til vill líka —
að engin trygging sé það fyrir
bæjarbúa gegn þessum plágum.
Einstaklingurinn framkvæmir
aðeins það, sem gefur honum
von um gróðá, og telur sig að
vonum ekki hafa neina skyldu
í þessu efni. En um þetta þýðir
ekki að deila, núverandi bæjar-
stjómarmeirihluti byggir sína
stefnu á þessari forsendu og
hagar framkvæmdum sínum
samkvæmt því. Eini möguleik-
inn til þess að ráða bót á
vandanum er að hnekkja meiri
hlutavaldi Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjóm.
Nanna Ólafsdóttir.
uuuinmu
FRAMHALDSSAGA:
niiHHiiiiin
BROÐARHRINGURINN
EFTIE
Mignon G. Eherhnrt
56. DAGUR.
■■■■■■■■■■■■■
wis Sedley vera? Hann hafði séð blöðin. Hann
hafði pappír og ritföng við höndina. Gat það
verið að henni skjátlaðist um hann, að þetta
bréf væri bara kæn tilraun til þess að styrkja
hana í trú á sakleysi hans og næra samúð henn-
ar með honum?
Jæja, ef svo var, hugsaði hún með gremju, þá
hefur það tekizt. Hún gat ekki fengið sig til að
segja Stuart frá bréfinu og öllum skiptum sín-
um við Lewis Sedley. Það mundi ekki verða eins
auðvelt að sannfæra hann. Stuart hafði hvorki
séð Lewis né heyrt sögu hans. Hún gat heldur
ekki treyst Stuart til fulls í þessu efni; þetta
mundi hreinsa hana alveg, eða að mmnsta kosti
stuðla mjög til þess að hrinda af henni öllum
grun; og hún þóttist fara nærri um að Stuart
mundi meta öryggi hennar framar öðru, og því
telja hana á áð nota bréfið þegar í stað. Nei,
hún gat ekki átt það undir Stuart. Ef svo illa
skyldi takast til að hún þyrfti að ~>ta bréfið,
þá færi hún með það til lögreglunnar.
Stuart ók hratt eftir að þau komu út á þjóð-
veginn. Hann þagði, en logaði af reiði. Umferð
var allmikil, bílar á leið til borgarinnar og frá
henni. Nú sást borgin. Tvisvar voru þau stöðvuð
af lögreglunni. Nokkrir lögregluþjónar á mótor-
hjólum stöðvuðu alla bíla. I speglinum mátti líka
sjá lögregluþjón á bláum einkennisbúningi á
mótorhjóli. En hann hélt sig alltaf í hæfilegri
fjarlægð þangað til þau komu til borgarinnar,
þá kom hann nær þeim.
Litli bíllinn skrölti mikið. Það var ósköp við-
kunnanlegt, hversdagslegt skrölt, en nægði til
þess að þau gátu ekki talað saman — Stuart
ók líka svo hratt. Þau voru komin inn í aðal-
borgina og héldu til Canalstrætis, en það er
breið verzlunargata og um hana ganga sporvagn-
ar. Stuart hægði á sér og virtist svipast um
eftir húsnúmeri og finna það. Síðan hélt hann
inn í hliðargötu og til gamla borgarhlutans.
Róní tók strax eftir þessu. Það var eins og að
fara yfir landamæri inn í gamlan og, að sumu
leyti, fegurri heim; en um leið heim gamalla
leyndarmála, gamals haturs og gamalla siða.
Stuart nam staðar, ók bílnum lipurlega aftur
á bak og lagði honum við götubrúnina. Lög-
regluþjónninn á mótorhjólinu sást hvergi; hef-
ur sennilega skotizt fyrir húshom í nágrenninu.
Göturnar voru þröngar og fullar af fólki, húsin
gömul og náðu alveg út í, göturnar, með glugga-
hlerum og járnrimlum um svalirnar.
„Þykir þér miður að þurfa að bíða dálitla
stund?“ sagði Stuart „eða viltu heldur koma
með mér?“
„Eg skal bíða.“
„Eg verð ekki lengi“. Hann horfði eftir göt-
unni til beggja hliða. — Mannfjöldi, búðarglugg-
ar, umferðarlögregluþjónn á homi Canal-strætis.
Hann leit aftur á Róní. „Eg býst við að vinur
okkar á mótorhjólinu leynist einhvers staðar á
næstu grösum. Sennilega veitir hann mér eftir-
för. Þér ætti að vera óhætt — heldurðu það
ekki?“
Hún kinkaði kolli; þetta var allt öðruvísi.
Hún var hér á f jölförnu stræti, en ekki í dimmu
svefnherbergi, þar sem skuggar læddust eftir
gólfábreiðunni.
Hún horfði á eftir honum þangað til hann
beygði fyrir hom. Hann gekk hratt og ákveðið,
berhöfðaður, herðabreiður á Ijósum jakka. Það
var mjög heitt á götunni; húsin stóðu svo þétt
að enginn andblær komst að. Henni fannst gam-
an að virða fyrir sér umferðina — þarna gat
að líta ferðamenn, svertingja, tvær nunnur í
víðum skikkjum með hvítan, stífaðan höfuðbún-
að, sem blakti, gamla, feita konu, svarta með
hvíta svuntu og rauða skýlu, hún bar stóra
körfu á mjöðminni.
Það sem hún þurfti að gera, sagði hún við
sjálfa sig og horfði á ferðamannahóp, sem var
við búðarglugga hinumegin við gangstéttina og
þrefaði um púnskollu úr postulíni —- það sem
hún þurfti að gera, var að komast að einhverri
niðurstöðu; hugsa rólega og skynsamlega um
þetta allt, t. d. það sem gerzt hafði í nótt.
Ferðamannahópurinn ræddi um púnskolluna,
fór inn í búðina, lét afgreiðslumanninn ná í
hana, handlék hana, athugaði ástagoðin á börm-
um kollunnar með blómsveiga og bláa borða í
feitum höndunum, tók ákvörðun um að kaupa
kolluna, hætti við það, fór út úr búðinni og inn
aftur og fór að lokum alfarinn áður en Róní
hafði komizt að skynsamlegri niðurstöðu — og
svo var það engin niðurstaða.................
Hver sem það var sem komið hafði inn í her-
bergi hennar um nóttina hafði borið með sér
banvætt vopn, eða öllu heldur tvö banvæn vopn,
ef f;ðlustrengurinn var talinn með, og það hafði
Pirot greinilega gert; svona snara, sterk og
grönn, um hálsinn, var ekki síður banvæn en
hnífurinn. Komumaður hafði því ætlað að myrða
hanu, eða að minnsta kosti að skjóta henni skelk
í bringu. En hvers vegna, ef svo var?
Eric þóttist viss um að Lewis hefði myrt
Yarrow dópiara, hann hafði oft fullyrt það.
Hann staðhæfði það, og nú tók Róní fyrst eftir
því, rétt eins og hann væri sár og reiður yfir
því, að nokkur skyldi efast um jafn augljósan
hlut. Það var engu líkara en morðið og rann-
sóknin snerti hann um of persónulega.
Hana verkjaði í augun af svefnleysi. Hún
óskaði þess að stormurinn sem vofði yfir en enn-
þá hélt r.ig út á flóanum, skyllí á og hreinsaði
.loftið.
‘' ' v' ' ■ \ áSii: ■
Stuart kom skyndilega aftur að bílnum, lagði
handlegginn á hurðina og sagði: „Er ekki allt
með ágætum? Eg varð að bíða svolitla stund
T i I
liggur leiðin
DAViÐ