Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Þjóðviljinn - 10.01.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.01.1950, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. jaaúar 1950 ÞJ ÓÐVILJINN 5 Ekki mun um það mikill á- greiningur að atvinnuhorfur reykvískrar alþýðu séu nú ugg- vænlegri en verið hefur um langt skeið. I fyrsta skifti síð- an 1939 hefur verulega borið á hinum forna óvini alþýðuheim ilanna, atvinnuleysinu, nú síð- ustu tvö árin, og öllum ljóst, sem opin hafa augu, að ný auðvaldskreppa er að hef ja inn- reið sína í atvinnu- og fjármál þjóðarinnar. Aldrei verður það augljós- ara en á tímum atvinnuleys- is og kreppu hve einkarekstur- inn er í raun og sannleika ábyrgðarlaus gagnvart hinum vinnandi fjölda. Allir eldri verkamenn í Reykjavík muna itímabilið frá 1930 til 1939. Þá gengu hundruð og jafnvel þús- undir fullhraustra, og vinnu- fúsra manna atvinnulausir, vegna jþess að ráðamönnupi fjármagns og atvinnutækja þótti gróðinn ekki riægilegur af vinnuaflinu. Á þessum árum ríkti sannar- lega neyðarástand á hundruð- um alþýðuheimila í Reykjavík. Húsbóndinn gekk bónleiður frá dyrum atvinnurekandans dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Heima sat 'konan með börnin, oft í lélegu húsnæði, sem ekki var hægt að hita upp, vegna þe3s að eng- ir peningar voru til fyrir elds- neyti. Matur var lítill og lé- legur, og fatnaðurinn gekk úr sér og varð ekki endurnýjað- ur. 1 fáum orðum sagt: Skort- urinn var hinn daglegi fasti gestur á reykvtskum alþýðu- lieimilum á þessum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þá meirihluta í bæjarstjórn eins og nú. Guðmundur Yigiússmt: k bæjarstjémln að þjéna hagsmunum albvðu eða auðmannanna í bænum? upp hverníg ihaldiS stóSst próf kreppuáranna eftir 1930 Eftir þeirri kenningu, sem íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur hefur haldið á lofti síðustu árin, þegar hann hefur verið að ganga af um- bótatillögum sósíalista í at- vinnumálum dauðum, um að bæjarstjórninni bæri fyrst að láta veruíega til sin taka um at vinnuf ram kvæmdir þegar einkaframtakið drægi sig t hlé, hefði mátt ætla að þessi hefði verið raunia á atvinnuleysis- árunum, þegar neyðia kreppti al mennast að á heimilum alþýð- unnar í :bænum. ' Og var þetta þá ekki svo? Var ekki íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn hin vökula forsjá í atvinntxmálum Reykjavíkur þegar neyðin var stærst og mest reyndi á? Þessum spurningum þarf ekki að svara vegna þeirra verkamanna og alþýðumanna, sem þekkja atvinnuleysistím- ana af eigin reynslu. En vegna þeirra hundráða æskumanna í verkalýðsatétt, sem hafa vaxið upp á undáaforhum velgengnis- tímum og aldrei ha.fa kynnzt þrengingiim. og böli atvinnu- leysis og skorts og þekkja því síður viðbrögð íhaldsforsjónar- innar í bæjarmálum en þeir sem e.ldri eru, skal þessum spurningum svarað og þó far- ið fljótt yfir sögu. Á þessum árum var barátt- an fyrir atvinnu og brauði tví- mælalaust þungamiðjan í allri hagsmunabaráttu reykvískrar alþýðu. Ihaldsmeirihlutinn í bæjar- stjórn Reykjavíkur hundsaði yfirleitt allar kröfur verkalýðs- ins um aukna atvinnu. Svarið var að engir peningar væru til, dýrtíðin væri óbærileg og kaupgjaldið alltof hátt, til þess að atvinnurekstur gæti borið sig. Svona var sungið í kór aft- urhaldsins almennt t. d. árið 1932, þegar barátta alþýðunnar gegn skortinum reis hæst og íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn sýndi gleggst sitt rétta andlit og sína raunverulegu afstöðu til vandamála almennings í bæn um. Þá höfðu yfirvöldin samt efni á að eyða hundruðum þús- unda í að efla lögreglu bæjar- ins og að stofna hvítliðasveit- ir, sem beitt skyldi gegn al- þýðunni, ef hún dirfðist að beita samtakamætti sínum til þess að knýja fram réttlátar kröfur sínar um atvinnu. Og þá eyddi bæjarstjórnar- íhaldið offjár á hverju ári í fátækrastyrk til fullvinnandi manna, sem áttu enga ósk heit- ari en að fá að vinna nýtiieg störf sér og sínum til fram- færslu. Þegar bezt lét tókst að knýja iihaidsmeirihlutann bœjar- stjórn til þess að framkvæma lítilsháttar vinnu í atvinnubóta- skyni. En állt varð það að vera eftir kokkabók og framkvæmd- arhug íhaldsins: íhaldið þekkti ekkert nauðsynlegra en að láta verkamennina höggva klaka í atvinnubótavinnu að vetrinum. Árið 1931 voru meðaltekjur verkamanna ca. kr. 1800,00 yf- ir árið. Framfærslukostnaður fimm manna fjölskyldu var kr. 4187,00 á ári. Dagsbrúnarverkamenn höfðu kr. 1,36 í kaup á klst. Tekjur flestra verkamanna voru það lágar, að sulturinn jhafði haldið innreið sína á verkamannaheimilin 'í bænum. Nanna Oiafsdéttir: HVER ER AFSTAÐA ÞÍN? Þegar menn ræða rýra af- komu sína og afkomumögu- leika, slæman aðbúnað í hús- næði eða á vinnustað, öryggis- leysi barna á götunni, erfiðleika við uppeldi unglinganna, skort á heimilishjálp og hvað annað, setn lýtur að dag'legu lífi hins vinnandi fjölda, líta menn yf'r- leitt á þess konar armæðu sem algert einkabasl sitt, eigandi rót sína í eig'in dugleysi til þéss að koma sér áfram, mennt unarleysi og jafnvel nokkurs konar guðs forsjón, samkvæmt því lögmáli, að sumir eigi að vera olnbogabörn lífsins, cn aðrir eigi að vera sólarmegin í lífinu. Það er furðu algengt, að menn skoði' bæjarfélagið sem afmarkað svæði eingöngu, þar sem fólk fær leyfi til þess að dvelja. á eigin ábjo-gð og verð- ur að berjast við hina, sem fyrir eru, um fæði og klæði. EE afkoman bregzt svo að ineira eða minna leyti er ekki annað fyrir hendi en að sætta sig við það, eins og fólk ásakar engan, ef eldgos eða jarðskjálft ar verða í íandinu. Bæjaryfir- hvað ósýnilegt, og óáþreyfan- legt, fyrir innan allar skrif- stofur, og sízt að þessi andi yfir vötnum gæti nokkuð bætt úr atvinnuskorti, húsnæðisvand völd eru þá bæjaryfirvöld, eitt- Nanna Óláfsdóttir. ræðum, (og þar af leiðandi vanheilsu krakkanna, göturáfi og slarki ungiinganna). Nei, allt slíkt er bara armæða, sem hendir fjölda heimila, óheppni, sem af einhverjum ástæðum fylgir lífinu. í þessu bæjarfélági. Með 'öðruia' orðúni hin nánú tengsl - hioa-dagíega lífs bæjar- búa við stjórn bæjarins vilja hverfa í skuggann. Þá er nauðsynlegt að Staldra við og athuga hvað bæjarstjórn er, hvert sé hennar hlutverk. . Við ætlum nú að fara að kjósa 15 fulltrúa til þess að stjórna bænurn í næstu 4 ár. Þessir fulltrúar eiga að ráCa rekstri bæjarins, gatnag:rð skipulagi bæjarins, lögreglu- málum, skólamálum, heilbtig.us og framfærslumálum. U:gjöI:I- um við þennan rekstur er jafn- að niður á bæjarbúa, eftir þ\'í sem meiri hluti bæjarfulltrú- anna hverju sinni telur rétt að hver beri. Tvennt í þessu sam- bandi er ákaflega mikilvægt i'yrir hvern bæjarbúa: að þessi rekstur sé framkvæmdur með hag fjöldans fyrir augum, og að gjöldum vegna hans sé réttlátlega skipt niður, eftir tékjum og efnum. Bærinn er sameiginlegt fyrir- tæki okkar allra, sem hann byggja og því á hver og einn að hafa áhuga á rekstri hans, eins og einkaeign sinni. Slæm stjórn á.bænum bitnar á íbúum hans í öf háum álögum af bæj- arias héndi, og illa réknum framkvæmdum, sem koma dag- lega við líf bæjarbúa, svo sem er bærinn sparar óþarflega til gatnagerðar, dregur fram- kvæmdir í raforkumálum, vatns veitu- og liitaveitumálum, að ekki sé minnzt á ef stjórnendur bæjarins hafa lítill áhuga á heilbrigðismálum o. s. frv. Síð- ast en ekki sízt 'eru svo 'hús- næðis- og atvinnumál. Það er rétt að athuga þaumál nokkuð nánar. Þar kemur að hinni ei- jlífu deilu milli Sjálfstæðisfl., nú- iverandi mé;rih’.uta í bæjar- I stjórn' Reykjavikur, eg Sósíal- istaflokksiiis. Eru þessi tvö brýnu hagsmunamál mikils hluta bæjarbúa viðfangsefni okkar allra, þ.e. bæjarfélagsins og stjórnar þess, eða aðeins þeirra, sem vanhagar um hús- r.æði og atvinnu? Sjálfstæðis- Iflokkurinn vill, að einstakling- urinn leysi sjálfur þessi vanda- mál, sem þýðir, að aðeins fáir geta það, en hinir allir hafa engin tök á því. í húsnæðismál- unum hefur bæjarstjórnarmeiri hlutanum bókstaflega vérið þröngvað að hafast nokkuð að, én bæði hefur það verið séin- legt og alls ónógt, eins og fólk gerst veit. Sósíalistaflokkurinn, aftur á móti, álítur að bæjar- stjórn eigi að hafa forýstu í atvmnu- og húsnæðismálum, því að þar er undirstaða lífsaf- komu- bæjarbúa. Húsnæðismálin era í óskaplegu öngþveiti og Framhald á 6. síðu. Þá fannst bæjarstjórnaríhald inu tíminn kominn til þess að ráðast gegn kaupgjaldinu. Um haustið 1932 lögðu fulltrúar Sjáifstæðisflokksins fram til- lögu í bæjarstjórn um að lækka kaup verkamanna í at- vinnubótavinnunni. Samþykkfc! íhaldsmeirihlutinn að lækka kaupið úr gildandi kauptaxta Dagsbrúnar, sem var kr. 1,36 á klst., og niður í kr. 1,00. á klst. Þessi ákvörðun -íhaldsins vakti mikla reiði meðal verka- manna og skal engán undra, sem þekkti ástandið eins og það var. Krafizt var aukafund- ar í bæjarstjórninni til þess að ræða málið að nýju. Sá fundur var haldinn fyrir hádegi 9. nóv. Framhald á 7. síðu. Hafnarbíó: ELDKROSSINN Oft ratast kjöftugum satt á munn. Með öllu því flóði af neðsta flokks myndum, sem Ameríkanar framleiða, skolast stundum sæmilegar, jafnvel á- gætar myndir. Ein þeirra er þessi, Eldkrossinn. Hún fjallar um Ku Klux Klan, auðmanna- og glæpakiíkuna, sem er sér- eign hins vestræna iýðræðisrík is hans Sáms frænda: Ástæðu- litið er að rekja þráð myndar- innar, en hún flettir rækilega ofan af starfsaðferðum þessara fjárplógsmanna og negramorð- ingja. Vitanlegá hefur myndin sína galla. Láðst hefur að géta þess, að morðfélag eins og Ku Klux Klan er skilgetið afkvæmi auðvaldsskipulagsins, fjár- græðgi þess og mannhaturs, ná- kvæmlega eins og fasisminn, Sósíalisminn er aftur á móti jafnaðar- og kærleiksboðskapur, þess vegna eru frasar myndar innar um kommúnistana dauð- ur og úreltur, og það er vís- vitandi fölsun.að bendla þá við Ku KIux Klan. Kommúnistar eru einmitt skeleggustu mál- svarar negranna og annarra undirokaðra stétta og kyn- þátta. Eg hygg, að skapgerðarlýs- ingarnar á meðlimum Ku Klux Klan séu nokkuð ýktar og ó- sannar. Það er sennil., að skip- höfn þessara pilta sé svipuð og þeirra félaga úr FUS Heimdalli og FUJ, sem væddust hjáimpnt og kylfum 30. marz s. 1. til þesá- rð lemja konur. Munurinn er sá, að í Amcríku er glæpa- starfsemi öll á hærra þroska- stigi, þar ná efnilegir menn i faginu skjótum frarna í s'táð þess að verða bara vesælar Heimdallarbullur úti á íslandi, kannski þátttakendur í hvítliði einu sinni á áratug, og fá þá jafnvel ekki að berja, eins og Villi. Eðlið er þó það sama. Heimdalluri ætti að senda eitt- hvað af pakki sinu vestur í. stað þeirra Ku Klux Klan- manna, sem féllu í þes3arl mynd. Endir myndarinnar værí ó- hugsanlegur í veruleikanum. En sem heild er hún merkilegt vitni um þi miðaldarmenningu,' sem ríkir í Vesturheimi. Einkunn: 8,5 P.B.

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 7. tölublað (10.01.1950)
https://timarit.is/issue/213650

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

7. tölublað (10.01.1950)

Aðgerðir: