Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. febrúar 1950. Þ J ö PJV ILJINIÍ UPPHAF KALDA STRÍÐSINS II. MUCMORÐIN I HIROS HBMA OG NAGASAKI Þótt grein Stimsons hérmála- ráðherra sé merkileg heimild, gefur hún þó ekki upplýsingar um allar þær aðstæður, sem hljóta að hafa komið til greina þegar ákveðið var að nota kjarnorkusprengjurnar. Her- málaráðherrann skýrir nákvæm lega frá fyrirætlunum Banda- ríkjahers, en hann eyðir ekki mörgum orðum að öðrum veiga miklum lið í áætluninni um að ráða niðurlögum Japana, það er hinni löngu fyrirhuguðu sókn Rauða hersins í Mansjú- ríu. En það þarf ekki að leita lengi í öðrum heimilum til að fylla í eyðurnar. Á Jaltaráðstefnunni í febrú- ar 1945 hétu Rússar því að segja Japönum stríð á hendur innan þriggja mánaða frá lok- um vopnaviðskipta í Evrópu. Stríðinu í Evrópu lauk 8. maí, þannig að sókn Rússa átti að hefjast 8. ágúst. Þessa láist Stimson að geta í grein sinni. Fyrstu kjarnorkusprengjunni var varpað 6. ágúst og þeirri síðari 9. ágúst. Japanir gengu að Potsdamskilmálunum 14. ágúst. Rússar sögðu Japönum stríð á hendur 8. ágúst og hófu sókn sína í dögun 9. ágúst. Þann 24. var öll Mansjúría, Suður- Sakhalin o. s. frv. á þeirra vaidi, og herir Japana höfðu gefizt upp. Uppgjöf stjórnar- innar í Tokíó 14. ágúst veikti efalaust baráttuhug japönsku iherjanna; sókn Rússa kynni að öðrum kosti að hafa orðið þeim dýrari. En úrslitin gátu aldrei orðið nema ein. Ef markmiðið hefði raunverulega verið að bjarga lífum bandarískra her- manna, þá liefði vissulega ekki sprengnanna fyrr en (a) gengið verið gripið til kjarnorku- var úr skugga um að friðartil- boð Japana voru óaðgengileg, og (b) sókn Rússa, sem hafði verið liður í hernaðaráætlun bandamanna í marga mánuði og Bandaríkjamenn höfðu lengi krafizt, vew leidd til lykta. í útvarpsræðu til bandarísku þjóðarinnar 9. ágúst skýrði Truman forseti frá leynilegum hernaðarsamþykktum banda- manna á Potsdamráðstefnunni. „Eitt þessara leyndarmála varð heyrum kunnugt í gær, þegar Ráðstjórnarríkin sögðu Japön- um stríð á hendur. Ráðstjórn- arríkin féllust á það, áður en þeim var skýrt frá hinu nýja vopni okkar, að taka þátt í Kyrrahafsstyrjöldinni. Til þess- arar baráttu gegn seinasta á- rásarríki Möndulsins fögnum við af heilum hug hinum fræki- lega og sigursæla bandamanni okkar gegn JSTazistunum.“ Nákvæmar upplýsingar um aðdragandann að nppgjöf Jap- Hér birtist annar hluti frásagnar brezka Nóbels- verðlaunamannsins og kjarn orkufræðingsins P. M. S. BLACKETT af tildrögum kjarnorkuárásar Bandaríkja manna á Japan. Frásögnin er kafli úr bók Blackett „Pólitísk og hernatarleg á- hrif kjarnorkunnar“. Niður- lag kaflans birtist bráðlega hér í blaðinu. ana gefur að lesa í opinberri skýrslu frá bandarískri nefnd, sem falið var að rannsaka áhrif lofthernaðarins: Report on the Pacific War prepared by the United States Strategic Bomb- ing Survey. í þeim kafla skýrslunnar sem táknrænt ber fyrirsögnina „Við leitni Japana til þess að binda endi á styrjöldina“ segir, að glöggskygnir Japanir hafi þeg- ar 1944 séð fyrir það hrun sem vofði yfir landinu. Þeir hafi þó ekki mátt sín mikils gegn her- foringjunum. Síðan er gerð grein fyrir innrásaráætlun Bandaríkjamanna, sem mn get- ur í grein Stimsons. En í skýrslunni segir ennfremur: „Vi?sir bandarískir herfor- ingjar og meðlimir nefndarinn- ar sem kvaddir voru til ráða- gerða frá rannsóknum sínum í Þýzkalandi lýstu yfir þeirri skoðun sinni, að þvinga mætti Japani til að gefast upp með samfelldu flutningsbanni og loftárásum, án þess að koma þyrfti til innrásar“. Enn segir í skýrslunni, að æðsta herráð Japana hafi í byrjun maí 1945 tekið að ræða raunhæfar ráðstafanir til að binda endi á styrjöldina, og leitað hafi verið milligöngu Rússá. Þann 20. júní kallaði keisarinn meðlimi herráðsins, sex að tölu, til fundar og kvað nauðsynlegt að gera ráðstafan- ir til að ljúka stríðinu strax, jafnframt því sem gerðar væru áætlanir um vöm heimalands- ins. Ráðgert var að senda Konye prins til Moskvu með fyrirmælum ráðuneytisins um að semja frið án skilyrðislausr- ar uppgjafar, en með persónu- legum fyrirmælum keisarans að tryggja frið hvað sem það kost> aði. Or þessari sendiferð varð þó ekki vegna Potsdamráðstefn unnar. I umræðmn sínum um Potsdamskilmálana — sem var hafnað „sem ekki svaraverð- um“ — var herráðið á einu máli um það að binda bæri endi á styrjöldina. Þrír með- limanna, forsætisráðherrami, ut anríkisráðherrann og flotamála ráðhérrann, voru reiðubúnir að ganga áð skilyrðislausri upþ- gjöf, en hinir þrír, hermálaráð herrann og yfirmenn hers og flota, vildu berjast áfram, ef ekki yrði gefinn kostur á samn- ingum. Á fundum ráðsins eftir kjarnorkuárásirnar og striðsyf- irlýsingu Rússa var afstaða þess óbreytt; hermálaráðherr-, ann og yfirmenn hersins og flotans vildu enn sem áður ekki ganga að skilyrðislausri upp- gjöf. Forsætisráðherrann greip þá til þess ráðs að leita á náðir keisarans og Hirohito ákvað í mætti einveldis síns að gengið skyldi að Potsdamskilmálunum. Að loknu þessu yfirliti nefnd- arinnar, sem liér hefur aðeins Framhald á 6. síðu. Hér stóð þéttbýlasti hluti Hiroshima fyrir bandarísku kjarnorkuárásina. IÞRÓTTIU Ritstjóri: Frimann Helgason Hp|sjénin — íþróttamanna Ekkert líkamlegt stórvirki án andlegra krafta, og heldur ekki andleg afrek án líkam- legrar orku. Það er ekki neitt nýtt starfssvið, sem íþróttirnar stefna inná þegar þær starfa markvissar og með áþreifanleg um verkefnum að því að hafa góð sálarleg áhrif á íþrótta- æskuna. Iþróttimar standa enn aðeins á byrjunarstigi á mikil vægu og ágætu verksviði. Þar liggja mörg verkefni og bíða. Þetta starfssvið er okkur enn- þá lítið þekkt. I íþróttunum er- um við vanir að velta fyrir okkur sekúndum, sentímetrum, stíl, leikni, krafti, hraða og lip- urð. Við náum ekki tökum á hin- um sálarlegu viðfangsefnum, í líkingu við líkamlega árangur- inn. En við verðum að vinna að því, og þroska skilning okkar í þessu efni. Ef við látum þetta íþróttalega starf eiga sig munu íþróttirnar ekki geta gef ið okkur það sem við vonum og bíðum eftir -að þær gefi. I- þróttalífið er og verður að mót ast af háleitari og fegurri hugs unarhætti en þeim sem er al- gengastur nú á tímum, í hinni óbilgjömu baráttu fyrir lífinu, í kappi allra við einn og eins við alla. En íþróttimar eiga ekki að taka sér stöðu utan við sjálft lífið, ekki vera innhlaupsstað- itölska at- vinisnkeppninni ern 47 útlend- ur sem farið er inn í og út úr um leið og maður lokar að sér. Hugsjónir íþróttanna verða að sprengja af sér þennan1 ramma og þrengja sér í vort! dagjega lif. Þá fyrst standa1 j íþróttirnar í þjónustu lífsins, | þá fyrst hafa íþróttimar veru-j jlegan tilgang. Allt þetta raun-; hæfa íþróttakerfi, á æfinga- og keppnisvöllunum, í skrifum og ræðum hefur áhrif á hug- | r 1 myndaþroska íþrottaæskunnar, j þannig að í hug hennar mótast Framhald á 6. síðu. Satopek unglinga- þjálfari Tékkneski hlauparinn og heimsmethafinn í 10 þús. m. hlaupi starfar um þessar mund ir sem íþróttakennari við migl ingaskóla í Tékkóslóvakíu. Bannað a'S stökkva á risabraulum Fyrir nokkru var sagt frá því að verið væri að byggja risastölkkbrautir í Mið-Evrópu, sem gæfu möguleika til að stökklengd yrði 120 — 150 m. Alþjóðaskíðasambandið (F.I.S.) hefur nú sent öll\jm aðilum sínum tilkynningu um að það hafi ekki viðurkennt þessar brautir. Öllum aðilum að F.I.S. er því bannað að stökkva í risastökkbrautum þessum. Um þessar mundir leika alls 47 útlendingar frá 15 löndum sem atvinnuknattspyrnumenn í ítalíu. Talið er að samanlagt kosti þeir félilg sín um 7 milljarða lira eða um 150 millj. ísl. kr. Sérfræðingar álíta að aðehis 6 þessara útlendinga standi fyr ir sínu en þeir eru Gunnar Nor dahl, Gunnar Gren frá Svíþjóð, Hollendingurinn Wilkes, Dán- inn, John Hansen og Ungverj- inn Niers. Þrátt fyrir þessar stóru greiðslur og gróða, kunna ekki allir útlendingarnir vel við sig í ítölsku knattspyrnunni. Alþjóðasambandið F.I.F.A. fékk nýlega skýrslu frá Knatt spyrnusambandi Italíu um það að knattspyrnumaðurinn Mario Boye frá Buenos Aires sem félagið Genua keypti fyrir rúm lega 500 þús ísl. krónur, hefði allt í einu og fyrirvaralaust hald heim til sín aftur með konu og móður sem voru hjá honum í heimsókn í ítalíu. Þrír framkvæmdastjórar félagsins og margir aðrir reyndu að telja um fyrir manninum og fylgdu honum eftir útá flug- völlinn, en allt kom fyrir ekki, hann hljóp frá þessum vinum sínum upp í flugvélina. Félagið er að hugsa um að fara í mál .við Boye sem hafði gert samxt ing til tveggja ára.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.