Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 5
I’ostúdagur 17. febrúar 1950. ÞJÖÐVILJINN Sunnudagurinn. 12. febr. 1950 yar í engu neitt frábrugðinn mörgum öðrum dögum ársins. Hann byrjaði hér sunnanlands með bjartviðri og hæfilegu frosti miðað við árstíma. Þegar á daginn leið fór að snjóa, og hélzt snjókoman með smá upp rofum fram á kvöld, rétt eins og dagana á undan. Þannig var þessi dagur ósköp hversdagsleg ur frá náttúrunnar hendi og þess vegna ekki von á neinum sérstökum tiðindum. Og Reyk- víkingar fengu Morgunblaðið með morgunkaffinu rétt eins og venjulega. Boðskapur Morgun- blaðsins Og þó hefur tæplega hjá því farið að a. m. k. verulegmn hluta þjóðarinnar hafi þótt þetta allmerkilegur dagur. í Morgunblaðinu stóð leiðari, sem á flest fólk hefur líklega verkað líkt og hæfilegur strammari út í gott kaffi. Þessi merkilega forustugrein var til- kynning um það, að heilli viku áður eða mánudaginn 6. febrú- ar hefðu verið prentaðar í frum varpsformi viðreisnartillögur Sjálfstæðisflokksins, tilbúnar að leggjast fyrir Alþingi til sam þykktar, og bjarga nú þjóðinni úr öllu því öngþveiti sem bæði Forseti, ráðherrar, prófessorar hagfræðingar og hvers konar stjórar hafa keppzt svo við að lýsa fyrir henni, alla tíð síðan hún valdi sér forsjá „lýðræðis- flokkanna" í síðustu kosning- um. Þá var og upplýst að hinn umrædda 6. febrúar hafði lýð ræðisflokkunum hinum verið af hent þetta mikla mál og þeim gefinn þess kostur að semja við sjálfan stjórnarflokkinn um samþykkt þess, og endurnýja gamla stjórnarsamstarfið á þeim grimdvelli. Þetta mun flestum hafa fundizt sann- gjamt og réttlátt í alia staði. Því eins og frelsarinn lýsti hinni miklu gleði er á himnum yrði yfir hverjum syndara, sem iðrun gerði, mundi verða því meiri gleði hjá þjóðinni, ef all- ir þeir, sem öngþveitið skópu, kæmu nú sem iðrandi sjmdarar fullir vilja til að bæta fyrir brot sitt. Enginn skyidi settur hjá Sá hluti þjóðarinnar, sem ekki fékk notið Morgunblaðsins, sökum mikilla fjarlægða á okkar stóra og strjálbyggða landi var þó sannarlega ekki hafður útundan. Lof og þökk sé stjórnendum okkar „hlutlausa" útvarps. Fj’r ir þeirra tilhlutun fengu aðrir landsbúar gleðifregn þessa með hádegismatnum. Nú skyldu upp fyllast orð spámannsins Jesaja. ,,.... hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráð- lega.“ Hvílíkur sunnudagsboðskap- ur fyrir hina litlu þjóð, sem trúir því að hún hangi á barmi glötunar allra verald- legra gæða. Þáttur eins sem vantaði En Islendingar hafa löngum verið fréttafúsir, og svo hefur reynzt hér. Á því hefur sem sé mjög mikið borið, að almenn ingi finnst vanta lítilfjörlegan þátt í fagnaðarboðskapinn. Það ©r sá þáttur, hvemig þær ráð- Hverjar verða urlausnirhinna „ábyrgu i efnabagsvanda- óðarlnnar? stafanir eru, sem nú hafa ver- ið fundnar upp, til að bjarga þjóðinni frá efnahagslegum voða. Þetta er sá þáttur, sem hinn algengi borgari, hvarsem er á landinu telur sig mestu varða. Og þeir sem vitneskjuna vantar, verða að draga álykt- anir af líkum og byggja á fyrri reynslu. En fyrri reynsla er þær afleiðingar sem almenning- ur þekkir af stjórnarráðstöfun um þeirra sömu „lýðræðis- flokka“ sem nú sitja við þetta samningaborð. Loforðin fjögur Fyrstu ráðstafanir þessara flokka í efnahagsmálum þjóðar innar voru gerðar í aprilmán uði 1947 fyrir tæpum þremur árum. Þær voru fólgnar í hækk unum tolla á nauðsynjavörum almennings, er námu nokkrum milljónatugum króna. Þetta var þó aðeins byrjun á því er koma skyldi. I des. sama ár voru sam- þykkt lög um dýrtíðarráðstaf- anir. í upphafi þeirra laga seg- ir svo: Markmið þessara laga er: ......að vinna gegn verð- bólgu og dýrtíð, tryggja rekst ur útvegsins, stemma stigu fyr ir atvinnuleysi, og auka fram leiðslu til gjaldeyrisöflunar. Þessi fjögur atriði hafa nú verið. viðfangsefni lýðræðis- flokkanna s. 1. þrjú ár. Og er þá vert að athuga þau lítils- háttar, hvert fyrir sig. Vinna gegn verðbólgu og dýrtíð Baráttan gegn þessum vágest um hefur í stuttu máli verið háð á einn hátt. Með því að hækka tolla á vörum og hækka þær þannig í verði. Afla ríkis- sjóði tekna með tollunum til niðurgreiðslu á verði sömu vara eða annarra. Árangurinn -b I fyrstu dýrtíðarlögunum í des. ’47 voru tollarnir frá fyrri hluta ársins framlengdir og nýj um söluskatti bætt við. Vísital an bundin við 300. I næstu dýr tíðarlögum í des. 1948 var enn bætt við nýjum gjöldum og sðiuskatturinnn hækkaður. í nýjustu dýrtíðarlögunum janúar 1950 var allt þetta fram lengt, og stóð til að fimmfaldá söluskattinn þótt komið væri í veg fyrir það. Enda gengið út frá, að þessar dýrtíðarráðstaf anir endist ekki nema tvo fyrstu mánuði ársins. . Afleiðingarnar í fullu sam- ræmi við afköstin. Þær eru í stuttu máli þessar: 31. des. 1946 var vísitalan 312 stig. Um síðustu áramót var hún 340 stig, þar hefur orð ið 30 stiga hækkun, þótt ekki séu greidd nema 300 stig. Árið 1946 voru dýrtíðargreiðslur| samtals 16,5 millj. kr. Útflutn-1 ingsuppbætur engar. Árið 1950 voru dýrtíðar greiðsl ur og útflutningsuppbætur sam tals ca. 70 millj. hækkun 50 — 60 millj. Árið 1946 voru heildar útgjöld fjárlaga 143 millj. Árið 1949 voru heildarút- gjöld fjárlaga 270 millj Nærri helmings hækkun þar. Og öll þessi þrjú ár hafa hinir „ábyrgu lýðræðisflokkar,“ sem enn þá sitja áð samningum um nýjar dýrtíðarráðstafanir, verið í heillögu stríði við dýrtíð og verðbólgu. Tryggja reksíur útvegsins var annað markmiðið með dýr tíðarlögunum fyrstu. Hver er árangurinn þar. Útgerðin hefiu- verið gangandi þessi ár, rétt er það. En nú horfist þjóðin í augu við þá staðreynd, að allar þær ráðstafanir sem gerð ar hafa verið öll þessi ár nægja ekki lengur. Og ástæðan ti'l þess að þær nægja ekki lengur er sú sem allir vita að grund völlur útflutningsviðskiptanna sem á hefur verið byggt er hruninn. Viðskiptaþjóðirnar loka möz-kuðiun sínum hver af annarri vegna þess, að á þess- um þremur árum hafa við- skiptin verið hai’ðtengd við þjóðir sem framleiða mjög fyrir sig sömu vörur og við viljum selja. Forsvarsmenn „lýðræðis flokkanna" halda dauðahaldi í þá sjálfsblekkingu, að neita því að viðurkenna lögmál auðvalds- kreppunnar og telja sjálfum sér og öðrum trú um, að allt sé í lagi með nægilegri verðlækk un á íslenzkum afurðum. Þeir neita að viðurkenna lögmál of- framleiðslunnar, sem nú er að skapa hér þá staðreynd, að t. d. Bretar sem undanfarin ár hafa verið stærsti kaupandi að fiskafui'ðum okkar framleiða nú nóg handa sér sjálfir. Bretar kaupa ekki ís- lenzkan fisk til að gera brezka fiskimenn at- vinnulausa Þótt íslendingar gætu nú flutt inn ódýrara kjöt en við framleiðum hér t. d. fi'á Argen tínu, þá mun líklega enginn þingmaður leggja til eins og nú er ástatt, að slíkt væri gert. Ástæðan er svo einföld að ef til þess væri gripið mundi okk ar eigin framleiðsla verða að engu. Nákvæmlega sarna gildir um viðskipti okkar og Breta hvað fiskafurðir snertir. Þeim kemur ekki til hugar, að hleypa inn til sín íslenzkum fiski til að gera sína eigin fiskimenn atvinnulausa og sína eigin út- geroarmenn gjaldþrota. Þessa staðreynd er reynt að fela, til að breiða yfir það glappaskot íslenzkra stjórnarvalda, hinna þriggja „ábyrgu lýðræðis- flokka,“ að glata ágætum mörk uðum við landbúnaðar og iðnað- arþjóðir Austui’-Evrópu, og treysta í þess stað á hjálpfýsi vinanna í vestrinu. Aðvaranir Sósíalistaflokksins í þessu efni voru einskis virtar, og þó sjálf ur höfuðpaur Marshalláætlunar innar framkvæmdastjórinn Paul Hoffmann lýsti því yfir að eftir 1950 mundi fiskframleiðsla ís- lendinga litla þýðingu hafa fyr ir Marshallsvæðið létu hinir Nokkru fyrir nýár kepptu Italía og england í London og var sá kappleikur þáttur í heimsmeistarakeppninni sem lýkur 5 Suður-Ameríliu í sumar. ítalir töpuðu þeim leik 2:0 ei? Bretar sögðu eftir leikinn að knattspyrnulega hefðu þeir tapað svo góðan leik sýndu Italir. Hér að ofan gefur að líta landliðsmarkmannmn ítalska, Giuseppe Moro, sem þarna bjargar á síðustu stundu í „akrobatstíl“. „ábyrgu“ stjórnmálamezm hér heima það eins og vind um eyru þjóta. Og svo þykjast þessir „ábyrgu lýðræðisfiokk- ar hafa verið í þrjú ár að tryggja rekstur útvegsins. Sterama síigu íyrir atvinnuleysi var þriðja markmiðið er stefnt skyldi að, samkvæmt þessum dýrtíðarfrumburði borg araflokkanna 1947. Nýlega fór svo fram atvinnu- leysisskráning í Reykjavík. g reynist tala atvinnuleysingja vera 221. Um helmingur þess- ara manna eru fjölskyldufeður. og þýðir þá talan skort hjá a. m. k. 5—600 manns. Þetta er í höfuðborginni. Á allra vitorði er það að í kaupstöðum og kauptúnum úti um land er at- vinnuleysi miklu meira miðað við fólksfjöida en í Reykjavík. Atvinnutæki þau, sem þjóðin á, eru meira og mirma að stöðv ast af sömu ástæðum, sem fyrr eru nefndar, markaðstapinu og gjaldeyrisskorti í saznbandi við það. Aukin íramleiðsla til gjaldeyrisöílunar var fjórða mai'kraiö um- ræddrar áætlunar. Þetta var loforð, sem auðvelt var að gefa í ársbyrjun 1947. Þá voru að byrja að streyma inn í landið nýju togararnir 30, sem nú eru allir komnir og hafa fært þjóð inni gjaldeyri, sem nemur hundruðum milljóna króna. En svo er nú komið að jafnvel þessi tæki eru að stöðvast. Ki’eppa auðvaldsheimsins, sem nú ti’öllríður íslenzku atvinnu lífi sligar þessa tækni með öll- um sínum þunga, því ekki sæm ir það hinum borgaralegu lýð- ræðisflokkum að flýja hana með viðskiptum við sósíalistisk lönd. Hinn íslenzki fjármálaráð herra gaf nýlega þá yfirlýsingu á Alþingi að hámark þess gjald eyris, sem þjóðin hefði úr að spila á þessu ári mundi verða 300 millj. Mun vera gert ráð fyrir 50—60 Marshall-millj. í þeirri upphæð. Það þýðir tveini fimmtu hlutum minni gjaldeyr isdflun en 1948. Ágætt dæini um vinnubrögðin við að auka framleiðslu þjóðarinnar til gjaldeyrisöflunar enda í fullu samræmi við annað. Hver eru bjargráðiu? Með ofanritaðar staðreyndir í huga spyr nú almenningur: Hvað á að gera eða hvernig eru þau bjargráð, sem Sjálf- stæðisflokkurinn er að ' semja um við Framsókn og Alþýðu- flokkinn? Verður dýrtíðin lækk uð? Verður rekstur útvegsins tryggður? Verður lcomið í veg fyrir atvinnuleysi ? Og verður framleiðslan aukin til meiri g jaldeyrisöf lunar ? Þessar spurningar eru efst í huga hvers einasta manns. En hvert bendir reynsla síðustu ára ? Hún bendir til þess að enn mum þessir flokkar halda áfram á sömu braut. Kosningarnar í haust, sem fóru fram á óvenjulegum og ó- heppilegum tíma voru próf- steinn sem þessir flokkar voru að leggja á þolinmæði þjóðar- innar. Þeir fengu þau úrslit, sem þeir óskuðu og hvað Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.