Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 6
Þ JÓÐ VIL JI N N Föstudagur 17. febrúar 1950. Í Þ n O T T M R 1 Bandaríkjunum er stofnun, sem nefnd er „íþróttastofnun Helms“, sem telur sig hafa að aðalmarkmiði að vinna að fram gangi iþróttamála. Það er tal- ið dálítið óljóst hvernig það skeður, en stofnunin er þó í miklum metum þar vestra. Hvert ár úthlutar ,,Helms“ verðlaunagrip til bezta íþróttk- mannsins í hverri heimsálfu, þ. e. a. s. sex. Ameríku er skipt í suður og norður og verða álfurnar því sex! Þetta val og úthlutun fór fram um s. 1. ára- mót og leit svona út: Afríka: Eric Sturgess, tenn- isleikari sem ferðazt hefur víða um lönd. Asía: Hironoshi Furuhashi sundmaðurinn, sem sagt hefur verið frá á íþróttasíðunni. Ástralía: Sid Paterson, heims meistari í spretthjólreiðum. Evrópa: Emil Zatopek. Frá honum hefur líka verið sagt hér. Suður-Ameríka: Roberto Ca- vanagh, bezti hestapólóleikmað- ur Argentínu og ábyggilega heimsins. Norður-Ameríka: Mel Patton spretthlauparinn frægi sem oft er nefndur í sömu andrá og Jessie Owens. Hverjar verða úrlausnir hinna „ábyrgu"? Framhald af 5. síðu. skyldi svo hindra það að áfram sé haldið í sömu átt, þegar vissa er fyrir að þurfa ekki að standa þjóðinni reiknings- skil fyrr en að fjórum árum liðnum. Og hvers vegna er þessu öllu haldið leyndu þartil að loknum hinum nýafstöðnu bæjarstjórnarkosningum. Skyldi ástæðan ekki vera sú að leiðirnar sem nú skal fara séu saraa eðlis og hinar fyrri þótt e. t. v. verði þær kallaðar öðrum nöfnum, og leiði bara til enn þá meiri glundroða. Upphaf kalda sfríðsins Framh. af 3. síðu. verið stiklað á, segir í skýrsl- unni: I „Niðurstaða nefndarinnar, sem byggð er á nákvæmumj rannsóknum á öilum aðstæðum og vitnisburði eftirlifandi Jap- ana sem hlut áttu að máli, er 'sú, að Japanir liefðu áreitan- lega gefizt upp fyrir 31. des- ember 1945, jafnvel þótt kjarn- orkusprengjunni hefði ekki ver- ið bcitt, jafnvel þótt Rússar hefðu ekki skorizt í leikinn og jafnvel þótt enginn innrás hefði verið ákveðin eða fyrirætiuð." Paul Nitze, varaformaður' nefndarinnar, sagði enn í yfir- heyrslu (Committee Hearings) í öldungadeildinni: „Að okkar áliti hefðu Japanir hvort sem er geíizt upp fyrir 1. nóvem- ber; kjarnorkusprengjan flýtti aðeins fyrir uppgjöf Japana.“ Og í bók sinni „Sameinaður heimur eða enginn" (One Wqrld or None) Hegir H. H. Arncld hershöfðingí, að „án kjamorkr -sprengjunnar, teljum Leiðarljós íþróttamanna Framhald af 3. síðu. það sem maður kallar: sannan mann, hinn geðþekka samborg- ari sem maður finnur sig bund inn jafn sterkum böndum hver sem hann er. Hugsjónina getum við aðeins mótað í huganum, En hin hugsaða fyrirmynd, er nauðsynleg sem stefna í starfi, þýðingarmikil forsenda fyrir starfsemi byggðri á grundvelli hugsjónar. En við verðum alltaf að starfa til að raunhæfa hug- sjónir vorar. Þroska stöðugt sið gæðiskennd vora. Gera stcðugt meiri og meiri kröfur til okkar sjálfra. Það er sá þroski í starfinu sem við göngum í gegnum, sem hefur gildi Það er þessi þroski sem á að bera mannkynið hærra fram á leið. (Úr Streifog genom ídrettens Ide-verden). Fuch kastar kúlunni 17.57 Heino varÖ nr. 7 Á innanhússíþróttamóti sem haldið var um síðustu helgi kastaði ameríski kúluvarparinn Jim Fuch 17,58 m. og er það bezti árangur, sem náðst hef ur innanhúss. 1 tveggja mílna hlaupi vann Curtis Stone. Viljó Heino, sem er þar vestra í „hlaupa“ heimsókn varð nr. 7. Einnar mílu hlaupið vann Ir- lendingurinn Joe Barry. Harri son Dillard vann 45 m. grinda- hlaupið. Um þessa helgi kom líka sú frétt að blökkumaður- inn Charles Fonwille, sem fyrir tæpum tveim árum síðan vakti á sér heimsathygli fyrir kúlu- varp, væri nú byrjaður aftur. Fyrir hálfu öðru ári meiddist hann í baki og varð að hætta að kasta. Nú tók hann þátt í móti í Ann. Arbor s. 1. sunnu- dag og kastaði hvorki meira né minna en 16,79. Það má segja frá því hér að 20 ára stúdent frá Illinois í Bandaríkjunum Don Loz að nafni stökk fyrir nokkru 4,57 m. í stangarstökki. Með þessu stökki varð hann nr. 2 í heimin um, næstur á eftir Cornelíus Vamderdam, sem á núgildandi heimsmet. við fulla ástæðu til að ætla, að árásirnar hafi fyrst og fremst gefið japönsku stjórnarvöldun- um yfirskyn til þess að gefast upp.“ Þess er þó ré.tt að geta, að ýmsar af þeim upplýsingum sem hér hefur verið drepið á fengust ekki fyrr en eftir upp- gjöf Japana. En Stimson her- málaráðherra hafði þær áreið- anlega við hendina þegar hann ritaði greinar sínar til að rétt- læta árásirnar. Að öllu athuguðu verður ekki séð að nokkur hernaðar- leg nauðsyn hafi knúið fram þá ákvörðun, sem greinilega var tekin í flýti, að varpa fyrstu sprengjunni þann 6. ágúst. En mjög knýjandi nauð- syn liggur í augum uppi ef litið er til valdaafstöðunnar eftir stríðið. ■Jajvwvwvjvvw^wjwwvvwwjni'.'wvv FRAMHALDSSAGA: BROBARHRINGURINN E F T 1 R Mignon G. Eberhart S 85. DAGUR. uwwwww%n.w‘ Nú var henni sama um allt annað en það að hún var komin í húsaskjól. Nokkru cíðar kom litli bíllinn hans Turos að járnhliðinu á Belle Fleur. Billinn var allur skáld- aður, auri stokkinn og að því kominn að gefast alveg upp. Þrennt var í bílnum: Stuart, Lewis Sedley og kona nokkur. Þau höfðu lagt leið sína um yfirflæddan veg, um mýrar, beygt fyrir fallin tré og hvatt bílinn eins og hann væri skyni gædd vera. Um þetta vissi Róní ekki neitt. Hún vissi heldur ekki að Picot hafði átt stutt én mjög ákveðið samtal við Turo Radoczi. Hún vissi heldur ekki að Blanche hafði, kjökrandi, lagt sitt til málanna, Hún vissi heldur ekki að lög- regluþjónn nokkur hafði fundið hanzka í götu- ræsi í Vieux Carré daginn áður. Hann hafði símað til Picot og síðan farið með hanzkana í efnarannsóknastofu lögreglunnar. Þar sannaðist að óhreinindin á hönzkunum voru ekki eingöngu feiti. Það var líka blóð á þeim, og á vísifingri hægri handar var einnig svolítil blekklessa. Þó að þetta væri vísbending, var lítið gagn að hönzkunum. Það var fljótlegt að finna eiganda hanzkanna. Það var Turo Radoczi, enda kann- aðist hann strax við það. Fundur hanzkanna var næsta furðulegur, en kom ekki að sama skapi að gagni, því að engin fingraför fundust þó að svona mikið hefði verið haft fyrir því að koma þeim undan. Einu mikilvægu ályktan- irnar, sem hægt var að draga af þessu, voru bær, að þeim sem hafði komið þeim undan væri farið að hitna undir fótum, en þær upplýsingar komu of seint til þess að geta orðið til viðvör- unar. En nú fóru þræðirnir sem óðast að greiðast sundur. Ýmis smáatriði sem ekki hafði verið gott að átta sig á fóru nú að falla inn í heildar- myndina. En Róní hafði enga hugmynd um neitt af þessu. Nú, þegar hún fór að geta dregið andann léttara, fór hún að velta því fyrir sér, hvern- ig hún gæti komizt heim aftur. Það var sýni- lega ekki um annað að ræða en bíða þangað til eitthvert hlé yrði á storminum. Skútan virtist allstöðug þar sem hún lá. Kuldalega, gráa dagsbirtu lagði inn um ljórann yfir rúminu. Hún sá hvítt andlit sitt og dökka peysuna í spegli sem var uppi yfir lítilli kistu. Kápunni hafði hún fleygt á rúmið. Káetan var lítil en þétt og traust. Allt var hljótt um borð, en straumurinn niðaði við byrðinginn og vindur- inn öskraði ofanþilja. Það var sennilega liðinn langur tími, þegar hún, í andartakshléi milli vindhviða, heyrði fóta- tak í stiganum. Fótatak — og síðan að ein- hverju var kastað, hart og snöggt. Það minnti hana á vatnsskvettinn sem hún heyrði nóttina góðu, þegar hún stóð í káetudyrunum og horfði á lík Yarrows dómara. Svo tók stormurinn til aftur og yfirgnæfði allt annað. Tuttugasti og fjórði kafli: Kynlegt barcfli. HÚN HNIPRAÐI SIG saman af hræðslu, stökk á fætur, losaði hurðina og reyndi að loka en vissi varla hvað hún var að gera. Hún gat ekki lokað. Hurðin hafði skekkzt, svo að lokan féll ekki í grópið. Hún stóð kyrr og hlustaði en heyrði ekki annað en vindgnýinn. Góð stund leið. Henni virtist það langur tími. Þá var ýtt á hurðina og hrópað: „Róní — Róní!“ Þetta var Stuart. Hún sleppti taki á hurðinni og hann svipti henni upp. „Róní,“ kallaði hann aftur. „Hvað ert þú að gera hér? Hvað er að?“ Eg hélt að þetta væri einhver annar.“ „Hver?“ „Eg veit það ekki. Einhver." Hún var hálf- kjökrandi af geðshræringu eftir að óttanum létti. „Stuart, ég trúi því varla, að þetta sért þú!“ Hann kom inn í káetuna. Hárið á honum var blautt og hann hafði fleygt regnkápu yfir axl- irnar. Hann sagði: „Guð minn góður, Róní. Hvers vegna fórstu hingað?“ „Til þess að hitta — hitta Lewis Sedley." ,.Lewis! Jæja, ég er kominn til þess að sækja þig. Mér datt í hug að þú værir hér þegar ég fann þig ekki heima. En við verðum víst að bíða eftir hléi. Við getum víst fengið okkur sæti. Gerðu svo vel.“ Þau settust á bekkinn á móti dyrunum. „Picot er að draga saman netið,“ sagði hann stillilega. „Eg hef verið að tala við hann og — Róní, þú sagðir Picot, að Eric hefði eitthvað verið að tala um hefnd, þegar þið ræddust við í gærkvöld. Hvað var það ?“ Nú þegar Stuart var hjá henni þóttist hún hafa örugga vernd. „Eric sagði: „Hefndin er mín, sagði drottinn." Annað var það ekki.“ „Hann hefur þá ætlað að taka hefndina í sín- ar hendur. Hann hefur líklega haft ákveðin á- form í huga.“ ,,Já — og ég átti að vera verkfæri. Eg skila þeim Blanche og Mimi öllum eignunum, þær eiga hvort sem er tilkall til þeirra. Hann vissi að hann var að bana kominn.“ „Eg veit það,“ sagði Stuart. „En það skiptir engu máli. Yarrow dómari var myrtur og Eric var myrtur af því að hann ætlaði að hefna. Það er ég sannfærður um. Hann hefur tekið út mikl- ar þjáningar. Sennilega hefur hann ætíð öfund- að systur sínar. En hann vildi láta þær þjást líka, einnig Yarrow dómara og Buff. Hann af- réð að kvongast og arfleiða konu sína að öllum eignunum(líka eignum þeirra Mimi og Blanche). Hann gaf konu sinni dýrgripi ættarinnar, en Mimi þóttist eiga tilkall til þeirra. Hann beið BAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.