Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.02.1950, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. febrúar 1950. Þ JÓÐVILJINN 7 0 m Kaupum húsgögn, heimilisvélar, karl- mannaföt, útvarpstæki, sjón auka, myndavélar, veiði- stangir o. m. fl. VÖRUVELTAN, Hverfisgötu 59 — Sími 6922 Kaffisala Munið kaffisöluna f Hafnarstræti 16. UÍÍaituskur Kaupum hreinar ullartuskur. Baldursgötu 30. Ný egg Daglega ný egg soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. Keypt kontant: notuð gólfteppi, dreglar, dívanteppi, veggteppi, gluggatjöld, karlmanna- fatnaður og fleira. Símí 6682. Sótt heim. Fora,verzlunin „Goðaborg"! Freyjugötu 1 CP X X % X 9. 11!' ií- » & % KarimannaföS — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt og margt fleira. Sækjum — Sendum. SÖLUSKALINN Klapparstíg 11. — Sími 2926 Kaupi lítið slitinn karlmannafatn- að, gólfteppi og ýmsa selj- anlega muni. — Fatasalan Lækjargötu 8 uppi. Gengið inn frá Skólabrú. Sími 5683 m Kcnnsla Byijendaskóliim Pramnesveg 35. getur bætt við nokkrum íbörnum 5—7 ára. Ólafur 'j. ' Ólafsson. smgar Sníð dömu- og telpukjóla. Fljót afgreiðsla. Upplýsingar i síma 80137. Hraunborg (niðri) við Karfavog. Nýja sendibílastöðin Aðalstræti 16. — Sími 1395. Laugameshveifi! Viðgerðir á allskonar gúmmí- skófatnaði fljótt og vel af hendi leystar. Gúmmískóiðjau Kolbeinn, Hrísateig 3. Viðgeiðii á dívunum og allskonar stoppuðum húsgögnum. Húsgagnaverksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. Skiifstofu- og heimil- isvélaviðgeiðii Sylgja, Laufásveg 19. — Sími 2656. Lögfiæðistöif Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. Baunai ðlafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun, fasteignasala. — Vonar- stræti 12. — Sími 5999. Sníð og sauma dömukjóla, telpukjóla og kápur. Til viðtals, þriðjudaga og föstudaga kl'. 1—6,. Hjallaveg 64. Stóisvigsmótið Framhald af 8. síðu. að minnsta kosti í nágrenni Reykjavíkur. I þessari keppni tekur þátt hinn þekkti skíðakappi Svía Erik Söderin, sem dvelur hér á vegum Ármanns, ennfremur keppa 10 beztu skíðamenn frá hvoru félaganna Ármanni, I.R. og K.R. og auk þess margir frá hinum skíðafélögunum. Brautin, sem keppt er í, er um 1600 metra löng og hæðar- mismunur 350 metrar. Auk karlmannakeppninnar keppa all ar beztu skíðastúlkur frá Rvík, einnig í stórsvigi. Þess skal getið að öil keppn- in sézt vel frá áhorfendastað. Veitingar verða allan daginn í hinum myndarlega skíðaskála Ármanns í Jósefsdal fyrir móts gesti. — Á sunnudagskvöld verður svo verðlaunaafhending og skemmtifundur skíðamanna í samkomusal Mjólkurstöðvar- innar og hefst hann kl. 9. — Þarf ekki að efa að næsti sunnudagur verður reglulegur skíðamannadagur, ef veður helzt sem verið hefur. FÉlagslít Skíðadeild K.R. Ávarp um söngmál frá FuIIfrúaráði verkalýðsfélagaznta í Beykjavfk Fyrr á áruni þegar verkalýðssamtökin voru fámenn og áttu í harðri baráttu fyrir tilveru sinni var söngurinn snar þáttur þeirrar hugsjóna- og hagsmunabaráttu, sem skóp fátækri alþýðu bjartsýni og þor. Eftir því sem sam- tökin efldust og þróuðust jókst einnig þcási starfsemi. Svo kemur tími afturfarar á þessu sviði. Einkum markar uppliaf hinnar síðari heimsstyrjaldar spor í því efni. Fyrir þann tíma voru mörg söngfélög starfandi á vegum stéttarlegra og pólitískra samtaka alþýðunnar, sem flest, og .síðar öll, hættu störfum. Verkalýðssamtökin í Reykjavík telja nú um 10 þúsund meðlimi og liafa aldrei verið jafn fjölmenn og öflug, en þó er nú ekkert sameiginlegt söngfélag starfandi á þeirra vegum, og annar söngur á samkomum þeirra (aðallega fjöldasöngur sem áður var tíðum sunginn) verður nú æ fátíðari. Nokkrir menn úr stéttarsamtökunum sem áhuga liafa á söngmenntun alþýðunnar hafa séð að við vsvo búið má ekki standa, hér verður að kveðja alþýðuna til starfa, til að auka menningu sína og holla skemmtun, þeir hafa því ákveðið að stofna nú söngfélag á vegum verkalýðssamtak- anna ef næg þátttaka fæst og geta þeir sem áhuga hafa á að vera með í stofnun þessa félags skrifað nöfn sín á áskriftarlista sem sendir liafa verið stjórnum allra verka- lýðsfélaga í bænum, einnig liggur áskriftarlisti frammi hjá Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna, í skrifstofu þess að Hverfisgötu 21. Áskriftarsöfnun þarf að vera lokið upp úr næstu helgi. Skíðaferðir í Hveradali á laugar kl. 2 og kl. 6, á sunnu- dag kl. 9 og kl. 10. Farið frá Ferðaskrifstofunni. Farmiðar seldir á sama stað. Skíðadeild KR. KR-ingar! Glímuæfing í kvöld kl. 9 í Mið- bæjarskólanum. Mætið vel. Ármenningar! Skíðaferðir í Jósefsdal um helgina. Farið verður ,á föstu- dag kl. 8 á laugardag kl. 2 og kl. 7, og á sunnudag kl. 10 og kl. 1214. Farið verður frá .* Iþróttahúsinu við Lindargötu. | Farmiðar í Hellas. Skíðadeild Ármanns. SÖDERIN-SKlÐAMÓTIÐ fer fram í Jósefsdal sunnudag- 19. febr. n.k. og hefst kl. 2 e.h. með stórsvigi kvenna. og karla. Þar keppir hinn sænski skíðakappi Erik Söderin í fyrsta sinn við beztu skíða- menn Reykjavíkur. Þetta verð- ur mjög spennandi keppni. Farið verður frá 'Iþróttahúsinu við Lindargötu á Láugardag kl. 2 og kl. 7, og á sunnudag M. 10 og kl. 121/2. Farmiðar við bílana. ATH.: Það er aðeins hálftíma gangur frá bílunum upp í dal- inn. Stjórn Skíðadeildar Ármanns. Htvinnuleysið Framhald af 1. siðu hafa með slíkt að gera. (Skyldi þetta ekki vera ástæðulaus ótti borgarstjórans varðandi hans ástkæra „úrskurðaða" Frið- leif ?!) Guðmundur kvaðst enga ann- marka sjá á því að bæði Vinnu- miðlunarskrifstofan og Ráðn- ingarstofa Reykjavíkurbæjar gætu tekið upp daglega skrán- ingu. 1 sama streng tóku bæði Þórður Björnsson og Benedikt Grö|ndal og lýstu fylgi sínu við tillögu Guðmundar. " tíí:' Fcest fevað sem feann hestar Borgarstjóri flutti einar 3 ræður um að vísa tillögunni til bæjarráðs. Var auðséð að hann vildi fá frest, hvað sem hann kostaði — jafnvel þó ekki væri nema til einnar nætur (það er bæjarráðsfundur í dag) — til þess að íhaldið geti feng- ið umliugsimartíma um hvern- ig það geti komizt hjá því að táka upp daglega skráningu! Tillaga borgarstjóra um að vísa tillögu Guðmundar til bæj- arráðs var samþykkt með 8 atkvæðum Ihaldsins gegn 7 atkvæðum hinnna flokkanna þriggja. (Þess skal getið að Jón Axel mætti ekki á fund- inum). Brystjólfur feorláksson, fyrrverandi söngstjóri og orgelleikari við Dóm- kirkjuna ; Reykjavík, andaðist að heimili sínu Eiríksgötu 15 í dag 16. þ.m. — Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Kristín Brynjólf dóttir. Húsnæðismálin Framhald af 1. síðu. þeirri rannsókn var aldrei lokið, aldrei skoðaðir skúrar og hana- bjálkaloft sem búið er í. 1946 samþykktu borgaraflokk arnir að fresta 3. kafla lag- anna um aðstoð ríkisins við útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Þrír þingmenn Sósíalistaflokks- ins hafa nú flutt frumvarp um að þessi kafli laganna (um fjárframlög ríkisins) verði lát- inn taka gildi. Taldi Nanna það mikið nauðsynjamál fyrir Reykjavíkurbæ, að bæjarstjórn in gerði sitt til að lögin kæmu til framkvæmda. Rorgarstjórinn hrópar: Vonlaust! Borgarstjóri kvaðst taka undir það, að .Reykjavíkurbær þarfnaðist þess að fyrrnefndur lagakafli taki gildi „en tel ALVEG VON- LAUST, eins og fjárhag ríkisins nú er komið, að Alþingi fáist til að taka aftur upp í lög 85% láu til íbúðaby g gin ga“, sagði hann. (Hann kvað ríkis- stjórn Stefáne. Jóhanns hafa þvertekið fyrir slíkt á s.l. ári — og ekki virtist hann hótinu vonbetrí um ,,bjargráð“ ríkis- stjórnar Ólafs Thórs í þessu máli. Bað borgarstjów Nönnu að fresta tillögunni til næsta fund- ar til að athuga í millitíðinni hvort ríkið myndi ekki „fáan- legt til að leggja fram nokkurn styrk“. Féllst Nánna á það, að þvi tilskyldu að tíminn til næ tn fundar vrði notaður vel til að athuga málið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.