Þjóðviljinn - 19.02.1950, Side 5

Þjóðviljinn - 19.02.1950, Side 5
Sunnudagur 19. febrr.ar 1950. ÞJÖÐ VIL.JI.NN Keldur á Ran í búrí (teikning Kristínar Skúladóttur). Stefán Jónsson: Margt getur skemrotilegt skeö. Skúldsaga. tsafoldarprentsmiöja 1949. Innan á titilblaði bókarinnar er skráð þessi athugasemd: Sagan er einkum ætluð bömum og unglingum og vinum- þeirra. ■— Með þeim orðum 'er gefið í skyn að sagaii sé ,,'dreixgjabók“ eða „unglingabók," og má það raunar til sanns vegar færa. En hún er samt sem áður góð- ur lestur fleiruní en þeim sem hún ,,er einkum ætluð“. Hún éf valin bók öllum bókmenntavin- um. Hér segir af Júlíusi Boga- syni, reykvískum dreng á ferm ingaraldri, sendum, af föður sín um og skilningssljórri stjúpu, í sveit „svo að hann mætti vaxa........að viti og þroska.“ Hvoru tveggja voru búin örðug vaxtarskilyrði í Reykjavik. Þó reynir drengur tvisvar að strjúka „heim“ og kemst reynd ar alla leiðina í síðara skiptið. Skátamir sem fundu hann ör- magna á heiðinni fluttu hann. En hann er sendur brott á nýj an leik. Síðan líður að hausti, og um veturinn skal hann vera í skólanum nýreista. Og betri tími fer í hönd. Blindur maður með ónýtt útvarpstæki kem- ur til sögunnar, og söguhetja vor á hugmynd að skemmtun skólabarnanna. Ágóðanum skal varið í kaup á nýju tæki handa blindingjanum. Hann hrekkur hvergi nærri til, og áður en frekari aðgerðir séu hafnar kveður gamli maðurinn veröld sína. Hvað verður nú um ágóo- ann ? Þau sameinast um þá hug ■mynd að fá sér land til ræktun- ar, og „rækta þar kartcflur, kál og annað grænmeti.“ Síðan kom vorið, og „hugsjónimar byrjuðu að rætast.“ JúJíus Bogason „fann, að hann sjálfur yar að verða þátttakandi tnikiis ævintýris." Og maður strýkur ekki meir. - Væmin sveitarómantík •— eða hvað? Nei, ekkert nálægt því, sem betur fer. Hvemig átti saga Júlíusar Bogasonar að enda öðru vísi en svona? Átti hann kannski að flækjast til Reykjavíkur og lenda þar í þjófnaði og innbrotum vegna athvarfsleysis á eigin heimili? Og Litla-Hraun blasti við í mátulegri fjarlægð. Það hefði óneitanlega verið anzi sniðugt að skrifa slíka dr.engjabók handa „bömum og unglingum," og hún hefði fallið í. kram þeirra sem ekki líta við skáld- skap nema hann sé fullur af tragík og djöfulskap, eins og tíðast er hér á hnignunarsvæði vorrar ríkjandi menningar. Slik saga hefði líka speglað lífsveruleik nokkurra tuga af reykvískum unglingum-. Stefán Jónsson lætur þann veruleik speglast í bakgrunni sögu sinn ar. En hann lætur ekki við það sitja. Hann vísar leiðina út úr ógöngunum. Það er ekkert frumleg leið. Hún er jafnrétt Framhald á 7. síðu. Fyrir jólin kom út gagn- merkt rit samið af Vigfúsi Guð- mundssyni fræðimanni, sem oft er kenndur við Engey. Vigfús er þegar góðkunnur af bókum sínum um Oddastað, Eyrar- bakka og greinum í blöðum og tímaritum. Hvert rit, sem frá hans hendi kemur, er kærkomið öllum þeim, sem unna þjóðleg- um fróðleik. Hann er glöggur og vandvirkur fræðimaður, rit- ar kjamyrtan stíl, oft smákenj- óttan, en sver sig í ætt hinna alþýðlegu, íslenzku fræðimanna, sem hafa lagt drýgstan skerf að því að skrá og varðveita þjóðarsöguna. Keldur á Rangárvöllum eru fornt höfuðból, en þó ér það hvorki stærð jarðarinnar né aldur hennar sem byggðs bóls, er gefur henni sérstakt giidi nú á dögum. Á síðastliðnum ára- tugum hafa allar byggingar í sveitum landsins tekið .gagn- gjörum stakkaskiptum, svo að við sjáum lítil merki um líf og starf genginna kynslóða. Lifn- aðarhættir og strit þessara kyn slóða- var oft þannig, að sjálfs- ánægðum borgurum íslenzka lýðveldisins mundi mörgum hverjum hrjósa hugur við raun hæfri lýsingu á háttum náinna forfeðra. Þótt við ferðumst um landið þvert og endilangt, sjá- um við óvíða merki þess, að hér hafi þegar búið um 33 kyn- slóðir. Flest ðll mannvirki þau, sem nú standa, hafa verið reist á þessari’ öld, þótt .einstöku byggingar teljist frá síðara hluta 18. aldar. Bæjarhúsin á Keldum eru beztu menjarnar, sem við eigum um foma bygg- ingarhætti og hýbýlamenningu. Eg hef oft komið að Keldum, en ein för þangað er mér minn isstæðustu. Eg var þá í för með bandarískiun prófessor, sem hafði ferðazt víða um lönd og kannað hér á landi flesta þá staði, sem ferðamönnum eru gjamast sýndir. Við komum að Keldum síðla dags í dásamlegu veðri í júlímánuði og skoðuð- um byggingamar. Þessi hýbýli eru nú eign ríkisins og eigi framar notuð til íbúðar. Hér var þó öllu snoturlega fyrir komið, eins og fólkið hefði bmgðið sér til kirkju og væri bráðlega væntanlegt. I hverju húsi blöstu við ái.öid og ilát, sem notuð voru á hverjum sveitabæ til skamms tíma. Skyrsáir og saltkjötstunnur stóðu á stokkum í búrinu, kist um og byrðum var raðað með- fram veggjum á skálaloftinu, bönd, bösl, smíðatól og jafnvel hærupokar, gjarðir og reipi héngu á sínum stað í skemm- unni. Við gleymdum tímanum í þessum aldagömlu húsakynn- um, og áhugi og hrifning út- lendingsins varð til þess að ég sá þessi fornu hýbýli í nýju ljósi. Hér var hvorki háreist né vítt til veggja á erlendan mælikvarða. Það, sem einkum hreif okkur, var hve öllu var vel og haganlega fyrirkomið og vandvirkni snyrtimennska og smekkvísi lýsti sér í hverj- um hlut. Engar bækur geta gef- ið jafnglögga lýsingu á lifnaðar háttum manna hér á landi und- anfamar aldir og húsakynnin á Keldum. Skálinn þar mun elzta bygging landsins, sennilega að nokkru siðan á 12. öld. Bæjarhúsin á Keldum eru dýr mætar menningarsögulegar menjar. Mann hlýtur að furða á því, að fleiri sveitabæir skuli ekki hafa varðveitzt frá svipuðum tima. Að vísu eru nokkrir aðrir bæir við lýði, sem sýna dável húsakynni fólks á 19. öld, þar á meðal bærinn á Grenjaðarstað, en Keldur bera þó að ýmsu leyti af öllum þess- um bæjum. Ættmenn Vigfúsar Guðmundssonar hafa búið þar í nokkra ættliði, ,og það er þeim einum að þakka, að þessi hýbýli' og allt sem þeim fylgir hefur. varðveitzt jafnvel og raun ber vitni. Þetta fólk unni og ann fornum þjóðlegum fróðleik- og er annt um að haldá öllu til haga. Skúli bóndi á Keldum, bróðir Vigfúsar, ritaði margt um menn og málefni á Rangár- völlum og var ættfróður vel. Sama máli gegndi um bróður þeirra, Jón bónda á Ægissíðu. Þessir bræður ráku rausnarbú, en voru þó sískrifandi og safn- ^ andi fróðleik sem ^ snerti ekki beinlínis bú V i reksturinn. Þeir voru sjálfir meðal síðustu full trúa þeirra kynslóða, sem báru uppi hina bóklegu menningu okkar Islendinga, þótt aldrei hefðu setið á skólabekk. Vigfús hefur lagt stund á fleira en búskap og ritstörf um dagana og flutt oftar búferlum en bræð ur hans. Hann hefur þó jafnan haft mikinn hug á þjóðlegum fræðum, þótt hann flyttist burt úr átthögum sínum austur í Rangárþingi. Bók Vigfúsar um Keldur er samantekning á öllu því, sem hægt er að grafa upp um bú- skap, búnaðarhætti og ábúend- ur á þessari jörð, frá fornu fari. Frásögn hans er nákvæm og greinagóð, og lýsing hans á húsakynnum, starfi fólksins og leikjum er menningarsöguleg heimild, um horfna lifnaðar- hætti. Bókina prýða margar ljósmyndir og vel gerðar teikn- ingar af áhöldum og hýbýlum. Þeir Keldnamenn hafa því arf- leitt þjóðina að menningarsögu legum dýrgrip, þar sem bæjar- húsin á Keldum eru, og greina góðri lýsingu af fólkinu, sem bjó á þessari jörð, og baráttu þess fyrir því að bjarga henni undan sandfokinu. Það hefur kostað þrotlaust strit í nokkra mannsaldra að bjarga meira ,að segja túninu á Keldum frá upp- blæstri, en nú mun það stríð endanlega unnið. . Vigfús er svo þaulkunnugur því efni, sem hann.ritar um í þessari bók, að það er ekki á mínu færi að finna snögga bletti á frásögn hans. Þó virð- ist mér hann ekki gera nægi- lega skarpan greinarmun stund um á héimildum sínum, svo ,að saman blandast fnunhéunildir og ályktanir manna á síðari tímum. í. a. m. segir hann um Gró Sturludóttur: „Hvergi finnst hennar getið á prenti nema í Ættarskrám J. Þ. og á einum stað í Biskupasögum (1. 612). — Húsfreyja er hún tal- in í registri Biskupasagna.“ Svipað kemur fyrir í kaflanum um Skúla Loftsson, en slíkt eru smámunir. Bókin um Keldur er í heild merk menningarsögu- leg heimild. g_. -Mtm. Reykjavík, 12.2. 1950, Björn Þorsteinsson. SvrjfT -'O? ÍZU-ct't I.^T | ttil' ir'n- ! Skálinn á Keldum (teikning Kristína’ Skúladóttur).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.