Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 1
VILJINH 15. árgangur. Föstudagur 24. febrúar 1950. 46 tölublað. Skálaferð á laugardag kl. 6 Skrifið ykkur á listann. 41 drepinn og 130 særðir i éeirðum í Eritreu Brezkt herlið beitir skriðdrekum í Asmara I þriggja daga óeirðum í Asmara, höfuðborg Eritreu, fyrrverandi nýlendu Itala á Rauðahafsströnd Austur-Af- ríku, hefur 41 maður beðið bana og yfir 130 særzt. I Asmara hafa múhameðstrú armenn og menn úr koptisku kirkjunni, fornum kristnum trúarflokki, barizt sín á milli I útaf ágreiningi um framtíð Eri treu, sem er nú hernumin af. Bretum. Vilja koptar, að landið^ sameinist Abyssiníu en múham-. eðstrúarmenn eru á bandi Breta, sem vilja skipta því milli Abyssiníu og brezk- egypzkuj nýlendunnar Súdan. I gær var brezkt herlið skriðdrekum kallað á vettvang, til að skakka leikinn í götubar-j dögum. Kveikt var í húsum og ræningjar voru á ferli. I Eritreu er nú nefnd frá i SÞ, sem á að kynna sér vilja íbúanna um framtíð landsins. Munið Fuiitrúa- yjg úrslifuin í kezku þing- raðsfundmn, . . kosnmgunum um hadegisoil 1 dag Talið er, að úrslit í brezku þingkosningunum, sism fóru fram í gær, verði kunn um hádegisbil í dag þótt ekki verði þá lokið talningu í ölium kjördæmum. Klukkan ellefu í gæukvöld hafði Verkamannaflokkurinn fengið sjö þingmenn kosna og íhaldsmenn ssx. Þýzkir auðmenn kosta aftur starf- semi nazista Wilhelm Högner, fyrrverandi forsætisráðherra í Bajern á bandaríska hernámssvæðinu í Þýzkalandi, hefur í þingræðu staðhæft, að fjöldi atvinnurek- enda í Bajern styrki samtök ný nazista — Högner, sem er sósí aldemókrati, sagði að nýnazista samtökin færu nákvæmlega eins að og nazistar á dögum Hitlers, útbýttu söfnunarlist- um meðal atvinnurekenda og kaupsýslumanna og töluverð- um fjárhæðum hefði þegar ver ið safnað á þennan hátt. Aukakosningar í Frakklandi: Kommuuistar fengu hreinan meirihluta Kommúnistaflokkur Frakk- lands hefur unnið mikinn kosn ingasigur í aukakosningum í Luzarehes í héraðinu Seine-et -Oise í nágrenni Parísar. Fram bjóðandi kommúnista var kos- inn í héraðsráðið í síðari umferð með hreinum meirihluta at- kvæða, 50.06% en í fyrri um- ferð fékk hann 43.65%. Fram- bjóðandi kommúnista fékk 3133 1 atkv. en gauilistinn, sem borg- arafl. og sósíaldemókratar höfðu sameinast um, fékk 3049 atkv. Það sem réði úr- slitum var að mikill hluti af þeim 590, sem kusu frambjóð- anda sósíaldemókrata við fyrri umferð, virtu að vettugi skipan flokksstjórnar sinnar um að kjósa gaullistann og greiddu kommúnistanum atkvæði. Vax- Framhald á 7. síðu.' Þorbjörn Sgurðsson. Eins og auglýst var í blaðinu í gær heldur Fulltrúaráð verka lýðsfélaganna í Reykjavílt fund í Iðnó uppi í kvöld kl. 8.30. Á fundinum flytur Þorbjörn Sigurgeirsson magister erindi um vatnsefnissprengjuna, en hann er allra hérlendra manna fróðastur um allt er lýtur að kjarnorkunni, enda lagt sér- staka stund á þá fræðigrein í námi sínu. Er ekki að efa að meðlimir fulltrúaráðsins fjöl- sæki fundinn og mæti stundvís- lega, til þess að missa ekki af þeim fróðleik, sem fyrirlesar- inn hefur að flytja. Auk erindis Þorbjarnar eru á dagskrá fundarins félagsmál, svo sem kosning 1. maí nefnd- ar, reikningar fulltrúaráðsins, og dýrtíðar- og launamálin. VerkföII breiðast óðfluga út í Frakklandi Verkfall stáliðnaðarmanna í París og nágrenni breidd ist óðfluga út í gær og var talið, að 120.000 hefðu lagt nið- ur vinu í gærkvöld og vinna hefði stöðvazt í 100 verk- smiðjum. Höfn, Hornafirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í dag hefur afli Hornafjarðarbátanna verið með fá- dæmum mikill, eða frá 20—33 skippund. Minnsti báturinn, Auðbjörg frá Norðfirði, sem er ekki nema 15 tonn, varð að tvísækja á línuna vegna þess að hann gat ekki borið aflann í einni ferð, en í báðum ferðunum fékk hann samtals 33 skippund. Fiskurinn er skammt fyrir utan, þannig fékk Þristur 20 sltippund og Brynjar 25 skippund um 10 mín. sigl- ingu frá skerj'unum. Undanfarið hefur afli verið sæmilegur, eða 10—14 skippund á bát, en eftir rosann um daginn var enginn fiskur, þar til þetta hlaup kom nú. Iíaupfélag A.-Skaftfellinga kanpir ailan fiskinn og er hann saltaður. Frá Höfn í Hornafirði stunda nn 4 heimabátar veið- ar og 3 aðkomubátar eða samtals ekki nema 7. Kosningaþátttaka var talin hafa verið fremur góð, þótt illa viðraði í Skotlandi og Wales. Kjörstöðum var lokað kl. níu í gærkvöld og hófst talning þá þegar í 260 kjördæm um í borgunum en í 360 sveita- kjördæmum hófst talning í morgun. I afskekktustu kjör- dæmum Skotlands verða úrslit ekki kunn fyrren á morgun eða mánudag. Á kjörskrá í kosningunum voru 34.5 milljón- ir manna. Síðustu íréttir: Klukkan kortér fyrir tólf í gærkvöld voru úrslit sem óð- ast að berast og hafði verið lýst yfir kosningu 38 Verka- mannaflokksmanna og 21 í- lialdsmanns. Neyðarráðstafanir vegna kola skorts hafa nú verið gerðar í tíu rikjum Bandaríkjanna. Of- anjarðar eru nú aðeins kola- birgðir til tæplega fimm daga eðlilegrar notkunar. Kolanámu menn neita enn að hverfa til vinnu þótt fangelsisdómar vofi yfir foringjum þeirra sam- kvæmt Taft-Hartley þrælalög- umnn. 1 ýmsum ríkjum hefur notkun rafmagns til annars en nauðsynlegustu hluta verið j bönnuð og skólum lokað. í gærkvöld höfðu enn ekki verið tilkynnt úrslit í atkvæða greiðslu 300.000 málmiðnaðar manna um verkfall, en talið var víst að þeir myndu brátt bætast í hóp verkfallsmanna. I gær lögðu verkamenn í Citroen bílasmiðjunum niður vinnu. Flutningaverkamenn í París báru fram kaupkröfur sínar í gær og ákváðu allsherjarat- kvæðagreiðslu um vinnustöðv- un. Miðstéttarverkfall gegn háum sköttum. Samtök fransks miðstéttar- fólks, sem þykjast koma fram fyrir hönd tíu milljóna manna, boðúðu í fyrradag til verkfalls kaupmanna, lækna, lögfræð- inga, lyfsala og slíkra starfs- Framhald á 7, p!x"~ ítölsk móðir situr við vöggu barns síns — í helli, þar sem adreí sér dagskímu. Hún liefur ekki flúið þangað undan ófriði né náttúruhamförum, þessi hellir er heimili hennar og í sömu hí- býlum liafa forfeöur hennar búið síðan á steinöld. Á Snoar- ftalíu bna íugir þúsimda jarðnæðislausra landbúnaðarverka- manna í hellum djúpt í jörðu niðri. Síðastliðið haust þraut þolinmæði þeirra og þeir helg'ufu sér og tóku til ræktunar velði- lönd aðalsættanna, sem hafa um aldaraðir farið mej landlmr- aðarverkamennina eins og kvikfénað. Kröfu sveitaalþýöunnar 'um jarðnæfi svaraði ríkisstjórn Kristilegga lýðræðisflokksi (!) á ftalíu með því að senda á vettvang vopnaða rfliislögregiu, til að skjúta niðúr fólk, sem gerðist svo ókristilegt og ólýðræðis- legt aí' vilja ekki lengur sætta sig við að búa um aldur og; »vi í hellum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.