Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 4
 1950, (MÓÐVIillNH Útgefandl: Sametningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórí: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Arnason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19 — Simi 7500 (þrjár iínur) Áakriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans hX Sósiailstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) Alþýðiflokkurinn endurfæðist 3. febrúar s. 1. fór fram atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu í neðri deild um kaup þeirra tíu togara sem verið er að smíða í Bretlandi. Voru þá m. a. greidd atkvæði um þá tillögu Einars Olgeirssonar að bæjar- og sveitarfélög hefðu forkaupsrétt að togurunum og fengju 85% kaup- verðsins sem lán. Tillaga þessi var felld með 12 atkvæðum gegn 7, og fylgdu henni aðeins þingmenn sósíalista og einn þingmaður Sálfstæðisflokksins, Stefán Stefánsson, sem þannig svaraði kosningavígorði mótframbjóðanda síns Stef- áns Jóhanns: „Nýsköpunartogara inn á hvert heimili." Sér- staka athygli vakti bað við atkvæðagreiðsluna að ENGINN ALÞÝÐUFLOKKSÞINGMAÐUR FYLGDI TILLÖGU EIN- ARS; þeir ýmist sátu hjá eða gættu þess að vera fjarver- andi. Var ýtarlega bent á þessa framkomu þeirra hér í blað- inu, og undruðust óbreyttir Alþýðuflokksmenn stórum. Við þriðju umræðu bar Einar fram tillögu sína á ný, örlítið breytta eins og skylt er samkvæmt þingsköpum. Þá gerðust þau tíðindi að Alþýðúflokksmennirnir virtust end- urfæddir. Fylgdu þeir tillögu Einars allir sem einn, og Emil Jónsson kom meira að segja með ágæta breytingartillögu um lengdan lánstíma! Varð þessi endurfæðing til þess að tillagan náði samþykki, og hefur Alþýðubl. verið 'hið kát- asta undanfarna daga yfir þessum úrslitum. Talar það nú um „hinn sjálfsagða forkaupsrétt“. 'Hins vegar láist því að rekja forsöguna og geta þess hver verið hafi tillögumaður. Slíkt er að sjálfsögðu aukaatriði, aðalatriðið er endurfæðing in og sú gleði sem ríkir þegar bersyndugir iðrast og gera yfirbót. Hví þegir fréttastofa ótvarpsins? „Það er innilokunarstefnan, sem þarna er verið að framkvæma. Heilar þjóðir eru umluktar myrkri vanþekking- arinnar á þvi, sem er að gerast í heiminum.. . Þessari stefnu .. felst aðalhættan fyrir frið og Öryggi þjóðanna. Með henni er blásið að glæðum tortryggni, haturs og úlfúðar. Óttinn setur svip sinn á allt líf fólksins, óttinn við einhvern f jand- mann, sem síf-elt sitji á svikráðum við frelsi þeirra og öryggi.“ ■ Þannig er komizt að orði í gær í forustugrein Morgun- blaðsins, aðalmálgagns vanþekkingarinnar á íslandi. Lýs- ingin á að sjálfsögðu að vera á andlegum kjörum austan- tjaldsmaima, en 'hún hljómar óneitanlega mjög svo kunnug- lega í eyrum íslendinga. Það þarf sem sé ekki að fara- til útl. til að leita uppi þessa starfsemi, það er reynt að framkvæma hana hér á Íslandí og þær tilraunir hafa borið mikinn árang ur. Málgögn forheimskunarinnar líta á það sem aðalverk- efni sitt að ala á vanþekkingu, tortryggni, hatri, úlfúð og ótta, landið er lokað erlendum blöðum og tímaritum, og ríkisútvarpið — hið hlutlausa — er í fréttum sínum ósjálf- stætt útibú frá áróðursmiðstöð brezka heimsveldisins, svo ósjálfstætt að niður falla ekki einu sinni eftirmæli um brezka ketti. Þessi einhliða áróðursstarfsemi hins hlutlausa ríkisút- *varps hefur verið allmikið rædd undanfarið og hefur verið fátt um varnir. Jónas Árnason bar fram fyrirspurn á þingi um það hvort fréttaburður þessi væri samkvæmt fyrirskip- únum ríkisstjórnarinnar, og Bjarni Benediktsson lét sér nægja að sverja af sér og stjórninni! Eftir því að dæma er •það fréttastofan sjálf sem fellt hefur járntjald hins engil- saxneska áróðurs um ísland. Væri mjög æskilegt að fá ■opinbera grednargerð frá henni, og það því fremur sem Vill líka tvö brezk lmatt- spyrnulið keppa hér. Knattspyrnuunnandi einn hefur beðið mig að skjóta fram eftirfarandi uppá- stungu til athugunar fyrir þá menn sem úrslitaráð hafa í knattspyrnumálum hér: „Hvernig væri nú að fá hing að næsta sumar tvö góð kapp lið frá Bretlandi, t. d. Glasgow Rangers og Sunder- land, og gefa knattspyrnu- mönnum okkar einu sinni tækifæri til að sjá knatt- spyrnu eins og hún verður bezt leikin og læra af því? — Ef úr þessu gæti orðið, þá hugsa ég mér iað liðin leiki t. d. einn leik saman, síðan hvert um sig við okkar menn, úrval eða sérstök fé- lög, og síðan yrðu tveir eða fleiri leikir, þar sem liðin væru samsett að hálfu af okbar mönnum og að hálfu af Bretum, okkar menn í framlínunni í öðru liðinu, en vörninni í hinu, og eins með Bretana... Eg er ekki í neinum vafa um að okkar menn mundu hafa af þessu ómetanlegt gagn.“ □ Hin síendurteknu verðlagsbrot. Einn af mörgum skrifar: „Kæri bæjarpóstur. — Und- anfarin ár rekst maður ann- að slagið á tilkynningar í blöðunum, um að verzlanir og ýms önnur fyrirtæki hafi verið sektuð fyrir verðlags- brot. Oftast virðast þessar sektir vera ,mjög lágar. En það sem vekur eftirtekt er, að á stundum er hér um sömu fyrirtækin að ræða, sem hvað eftir annað eru sektuð fyrir verðlagsbrotin, og er hitt þó enn eftirtektar- verðara, að ekki í einu ein asta tilfelli, (svo ég hafi tek- ið eftir), skuli slíkt fyrir- tæki hafa verið svift verzlun arréttindum, sem er þó heim ilt samkv. verðlagslögunum. □ Eins og hver aimar þjófnaður. Almenningur hlýtur að líta á verðlagsbrotin eins og hvern annan þjófnað og það ekki af betra taginu, því hér mun í flestum tilfellum vera um brot að ræða, sem fram- in eru af alsgáðum mönnum og að yfirlögðu ráði, en ekki af vanþekkingu, þó slíkt geti hent í einstökum tilfellum. — Ef^ ölóður maður stelur smámunum, þá er refsilög- gjöfin látin dynja á honum, sem og rétt er, en þó fyrir- tæki ræni viðskiptavini sína ár eftir ár, þá fær það að- eins sekt. □ Þetta verður ac breytast. „Hér þarf að verða breyt- ing á. Fólk vill ekki að það eigi á hættu að vera rænt er það fer til kaupa í verzlan- ir eða önnur fyrirtæki, og það er rangt gagnvart þeim fyrir- tækjum, sem reka heiðar- lega verzlun, að hlífa þjóf- unum. Verðlagsbrotin, sem eru margendurtekin af sama fyrirtæki eiga skilyrðislaust að varða viðkomandi missi verzlunarréttinda að fullu og öllu, og þar að auki tugt- húsvist. Ef samræmi milli verðlagslöggjafarinnar og refsilöggjafarinnar er þannig að slík refsing geti ekki legið við margendurteknum verð- lagsbrotum, þá þarf að koma því í lag. — Almenningsálit- ið lítur á verðlagsbrotin sem þjófnað, hví skyldu verðir laga og réttar líta slíkt mild- ari augum? Með þökk fyrir birtinguna. — Einn af mörg- um“. □ Þjónustan við „frelsið". „N“ hefur sent mér svolát- andi bréf: „Eftirfarandi vís- ur voru gerðar þegar Banda- ríkjamenn töldu sig þess um komna að sprengja allan hnöttinn í tætlur með vetnis sprengju sinni dýrðlegri, eða a. m. k. eyða öllu lífi á jörð unni (sem væri mikill sigur út af fyrir sig), og uppfylla þannig markmið Roosevelts, hins látna forseta síns, að veita mannkyninu „FRELSI UNDAN ÓTTANUM“, eins og Roosevelt orðaði það. í Ameríku elska menn svo andlegt frelsi að þeir sprengja út í geim- inn, eftir þóknun, sjálfan heim- inn. Þakklát megum við nú vera_ vinum okkar, eigi þeir á Ísalandi atómstöð í slíku standi. Þið, sem urðuð, 37, svo þjóðarfrægir, lof um ykkur, lýjur góðar, lifir enn á vörum þjóðar. Óli, Stebbi, Eysteinn, Bjarni og allir hinir vilja. deyja fyrir frelsið fremur en að þola helsið. Atómsprenguunnendur og íslands blómi! Fyrir ykkur, sæla sauði, sýnist þetta hetjudauði.“ Einarsson Zoega Poldin er í Reykjavík. Linge- stroom fermir í Amsterdam 25. og í Antverpen 27. þ. m. SKIPADEILD S. I. S. Arnarfell er á Akureyri. Hvassa fell er í Stykkishólmi. RIKISSKIP: Hekla er í Reykjavik. Esja var á Isafirði seint í gærkvöld á norð urleið. Herðubreið var væntanleg til Hornafjarðar í gærkvöld á norðurleið. Skjaldbreið er í Reykja vík og fer þaðan væntanlega aiin- að kvöld á Snæfellsness- Breiða- fjarðarhafnir og Flatey. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfellingur fer væntanlega frá Reykjavík síðdegis í dag til Vestmannaeyja. handaþvottur Bjarna Benediktssonar og áhugi Morgunblaðs ins á þekkingu og andlegu frelsi hlýtur að hljóma sem mjög svo óvæntur áfellisdómur í eyrum fréttastjórans og félaga hans. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Abo í Finn- landi 18.2. fer þaðan væntanlega 23.2. til Kaupmannahafnar. Detti- foss fó’r frá Vestmannáeyjum x gærkvöld 23.2. til Keflavíkur. Fjallfoss fór frá Vopnafirði í gær morgun 23.2. til Þórshafnar. Goða foss kom til N.Y. 17.2., fer það- an væntanlega 28.2. til Reykjavík ur.. Lagarfoss er í Leith fer það- an til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Hofsósi 19.2. til Kph. Tröllafoss fór frá Reykjavik 14.2. til N. Y. Vatna jökull fór frá Danzig 17.2. til R- víkur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thor arensen, ungfrú Steinunn Lár- usdóttir frá Fitjamýri i Rangár- vallasýslu og Ólafur Ögmundsson, trésmiður, Hörðaborg 64, Reykja- vík. — Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, ungfrú Kitty Valtýsdótt ir og Bragi Jónsson. Heimili ungu hjónanna er á Nökkvavog 56. — Nýlega voru gefin ssaman i hjóna band hjá borgarfógeta, þau Mar- grét Jónsdóttir og Gunnlaugur G. Björnsson, bankafulltrúi, Miklu- braut 70. Kvöldbaenir. í Hallgrimskirkju kl. 8 á hvprju kvöldi nema sunnudaga og miðvikudaga. Sung- ið úr Passiusáimúnum. V erziunarskóla- blaðið 1950 hefur borizt Þjóðviljan- um. Blaðið er gef ið út af Málfunda- félagi Verzlunar- skóla Isiands. Efni m. a.: Vilhjálm ur Þ. Gíslason ritar aldarminningu Jóns Ólafssonar; Snorri Þorvalds- son: Tónlist og skóli; Edgar All- an Poe: Skuggi (dæmisaga); kafl- ar úr skólastílum um gluggasýning ar og afgreiðslustörf; Ingi Þór Stefánsson: Vorin (smásaga); Guð riður Jóelsdóttir: Óveðursnótt í fjárhúsi (frásöguþáttur); Guðjón Þorvaldsson: Hatturinn í botn- vörpunni; Atli Steinarsson: Ferðasaga frá Finriiandi; Félags- lífið i skólanum (með mörgum myndum); Jóhanna Ziemsen: Hvað gefur lífinu gildi?; Halldór S. Gröndal: X háskóla vestanhafs; Þórir S. Gröndal: Draugagjá; Gunnar Petersen: Förin; Nor- rænn skólafundur i Verzl- unarskólanum; Utanreisa; Iiosningadagur; Jónas Ásmunds- son: Sýningar; Ragnhildur Jónsd.: Æska dagsins í dag o. fl. Sltin- faxi, 2. hefti 1949, er komið út: Efni: Ávarp til æskunnar, flutt á landsmóti Ungmennafélags ls- lands 1949 í Hveragerði, af séra Helga Sveinssyni; Hlutverk ung- mennafélaganna, ræða Eysteins Jónssonar menntamálaráðherra, á Hveragerðismótinu; Kraftur jarð- ar og kraftur himins, ræða, er próf. Ásmundur Guðmundssont flutti á landsmótinu í Hveragerði síðastl. sumar; Daníel Ágústínus- son: Landsmótið í Hveragerði;; Úrslit i einstökum íþróttagrein- um; Grímur S. Norðdahl: Nor- ræna æskulýðsvikan í Pargas 18.- 25. júní 1948; Guðmundur Egg- ertsson frá Einlioltum; 16. sam- bandsþing U. M. F. 1.; Lög Ung- mennafélags Islands; héraðsmótin 1949 o. fl. 18.25 Veðurfr. 18.30 1 sl e nzkuke nnsl a;! I. fl. 19.00 Þýzku- kennsla; II. fl. 19.25 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Útvarpssagan: „Jón Arason" eftir Gunnar Gunnarsson; XV. (höfund ur les). 21.00 Strengjakvartett Rík isútvarpsins: Kvartett í G-dúr op. 10 eftir Dabussy. 21.30 Frá útlönd um (Axel Thorsteinson). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22.10 Passiusálmar. 22.20 Vinsæl lög (plötur). 22.45 Dagskrárlok. Næturakstur í nótt annast Litla bílstöðin. — Sími 1380. Næturvörður er I Reykjavíkur- apóteki. — Sími 1760. Næturlæknir er í læknavarðstoí- unui. — Sími 5030.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.