Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.02.1950, Blaðsíða 5
 Fðsitefl^arc^'^^i^ar: >ý®50. % N i«$S. a9 LIF EÐA DAUÐI Hagnyting kjarnorkunnar gefur fœrf mannkyninu ný]a menningu og hagsœld - eðo algera torfimingu Notkun kjamorkunnar veldur í bókstaflegasta skilningi tíma- mótum í sögu vísinda og tækni. Með henni hefur mannkynið öðlazt nýja og ómetanlega möguleika til að drottna yfir náttúrunni. Meginatriði þeísarar uppgötv unar er að veganlegt efni (massi) breytist í orku. Þetta er vísindunum engin nýung. Þeg ar í upphafi aldarinnar kom Einstein — út frá öðrum for- sendum — fram með hina frægu reglu sína um jafngildi massa og orku, e=mxc2 (e: orka; m: massi; c.: ljóshraðinn, 300.000 km á sek.) en hún merkir að veganlegur massi jafngildi óhemjulegri orku. Rúmlega 10 kíló af mas:a, sem breytist í raforku án þess að hiti fari forgörðum, myndi þannig nægja til að sjá Banda- ríkjunum fyrir rafmagni í eitt ár. Á fjórða tug aldarinnar varð það alkunnugt hvernig hægt var í tilraunastofum að breyta massa í orku. Á stríðs- árunum voru þessar uppgÖtvan ir hins vegar hagnýttar í stór- um stíl — og til eyðileggingar. Notkun lcjarnorkunnar hefur réttilega verið likt við uppgötv- un eldsins í grárri forneskju. Eldurinn hafði ægilegt afl til að eyða og tortíma. En þegar mannkynið lærði að hagnýta hann, varð hann að skapandi afli og án hans hefði þróun menningarinnar orðið óhugs- anleg. Á sama hátt hefur atómork- an, eins og allir vita, tortíming- armátt, sem er hræðilegri og djöfullegri eii fyrr hefur þekkzt. En á sama hátt og eldinn er hægt að gera hana að þjóni mannkynsins, skapandi afli, sem felur. í sér geysilega mögu- leika nýrrar menningar, og í samanburði við hana mun þró- unin til þcssa líta út sem grá forneskja. En þessar framtíðarhorfur vakna ekki fyrst og fremst hjá almenningi hér á vesturlöndum, þegar rætt er um kjarnorkuna. Nei, það er skelfing og kvíði og ótti um framtíð mannkynsins. Hjá okkur jafngildir kjarnork- an eyðingu og dauða kjarn- orkusprengjunnar. Hver ný tækniþróun á því sviði er hótun um ný glæpaverk, sem líður í áróðri Bandaríkjanna og undir búningi nýrrar styrjaldar. Það hljómaði því eins og boð skapur frá öðrum heimi þegar þessi trylltu tortímingaróp voru rofin af rödd Vishinskís á þingi sameinuðu þjóðanna 10. nóv. s.l.: „Við hagnýtum kjarnork- una í efnahagsáætlununi okkar. Við notum kjarnork- una til að leysa mikil verk- efni í hinni friðsamlegu ný- sköpun. Við ætlum að hag- nýta kjarnorkuna til að flytja fjöll, breyta rás fljót- anna, vökva eyðimerkur og skapa nýtt líf þar sem merrn hafa sjaldan stigið fæti.“ Berum þessi orð saman við grein í bandaríska blaðinu Times Herald, og orð þess eru því miður engin undantekning heldur táknrænt dæmi um skipulagt taugastríð bandaríska auðvaldsins: „Við munum senda flug- vélar npp í 40.000 feta hæð með kjarnorkusprengjur, íkveikjusprengjur og sýkla- sprengjur til að drepa börn- in í vögg'unni, gamalmenni við bænir sínar og verka- menn við vinnu sína.“ Berum saman þessi tvö dæmi — og við stöndum andspænis hinni alvarlegu áskorun kjarn- orkunnar til mannkynsins. Eig- um við að brenna til ösku í þessum nýja eldi, eða á hann að brenna vegna okkar? Enn á ný er vaiið milli lífs og dauða, eins og oft fyrr í sögu mannanna. Til þessa verður hver og einn að taka afstöðu — hvort sem hann vill eða ekki. Hvers vegna er þessi mikli sigur mannsandans, kjarnorík- an, orðin almenningi slík skelf- ing og kvöl í okkar hluta heims ins? Ef fólkið réði hefði þróunin ekki orðið slík. Ef fólkið réði væri öll áherzla lögð á að hag- nýta eldvagn kjarnorkunnar til aukinnar framleiðslu og friðsamlegra framfara. Afstaða þjóðfélags til kjarnorkunnar er í rauninni mikilvæg sönnun þe's hvort í þjóðfélaginu ríkir raunverulegt lýðræði eða ekki — það er að segja lýðræði í verki, en ekki aðeins í orði. Þegar kjarnorkunni er aðeins safnað saman í sprengjuformi til að skapa skelfingu og dauða er ástæðau sú að öfl sem eru fjarlæg alþýðunni og fyrirlíta hana ráða yfir þessari nýju orku. Sem dæmi má nefna hvern ig kjarnorkumálin hafa þró- azt í Bandaríkjunum. Er þá ekki átt við vísindarannsóknim- ar, heldur hitt hverjir það eru sem drottna yfir framleiðslu- möguleikunum og ákveða hvern ig þeir skuli notaðir. Kjamorkuframleiðslan í Bandaríkjunum er mig iðn- grein. Þær verksmiðjur sem eru Frá Sovétríkjunum berast fregnlr um geysilegar áætlanir um hagnýtángu kjarnorkunnar til friðsamlegra nota. Á sama tima semja ráðamenn Bandaríkjanna- æ tryltari áætlanir um morð og eyðileg gingar. fullkomnastar í dag kunna að vera úreltar á morgun. Auk þess eru framleiðslutækin geysi lega dýr. Þess vegna hafa auð- hringarnir komið því þannig fyrir að ríkið hefur lagt fram hina nauðsynlegu fjárfestingu af almannafé og þannig tekið á sig hina óumflýjanlegu áhættu. En forusta ríkisins hefur að öðru leyti aðeins verið fólgin í því að ríkið gerði samninga við hina ýmsu einokunarhringa mn hina ýmsu þætti kjarnorku- framleiðslunnar. Öll þau atriði sem máli skiptu komust í hend- ur einokunarhringanna, og yfir hráefnum (úraníumnám- unum) réðu þeir í upphafi. Á stríðsárunum var það einkum efnahrmgurinn DuPont sem fékk tök á kjarnorkuframleiðsl unni. Eftir stríð hafa olíuhring- arnir, einkum Rockefeller-sam- steypan, náð aðalyfirráðum yfir rannsóknar- og vinnslustörfun- um, en yfir hráefnunum ráða einkum kopar- og rafiðju-hring- arnir, það er að segja Morgan- sameteypan. Á þennan hátt hefur auð- hringunum tekizt að koma á- hættunni af sér á ríkið og tryggja sér jafnframt mikla gróðamöguleika og fullkomna umsjón og eftirlit með þróun framleiðslunnar. En þar með er vald einokun- arhringanna yfir kjamorkunni í Bandaríkjunum ekki upptalið. 1 öllum þeim nefndum og ráð- um ríkisins sem stjórna kjarn- orkupólitík Bandaríkjanna, hafa ráðin menn sem eru ná- tengdir einokunarhringunum. T.d. var aðalfulltrúi Bandaríkj- aima i kjamorkumálanefnd sameinuðu þjóðanna hinn kunni f jármálamaður Beraard Baruch, sem fyrst kom fram í Wall Street sem fulltr. koparhringa Guggenheims og Morgans og hefur verið háður þeim síðan. Þegar hann dró sig í hlé kom þegar í stað hans annar kopar- maður, F. Osborn frá Phelps Dodge Copper Corporation. Sem annað dæmi má nefna ráð- gjafanefnd bandaríska kjarn- orkuráðsins í iðnaðarmálum; af átta meðiimum hennar voru þrír forstjórar í Standard Oil, tveir í Shell Oil, einn í Gulf Oil. Og þannig mætti halda áfram að tslja. Einnig utanríkisstefna Bandaríkjanna í kjarnorkumál- um er þannig beinlínis mótuð af auðhringunum. Stefna auðhringanna hefur — í samræmi við þröng f jár- hagssjónarmið þeirra — verið sú að reyna að gera bandarísku kjarnorikueinokunina að alheims einokun yfir hráefnum og fram leið'lumöguleikum. Þetta er að sjálfsögðu í samræmi við hina almennu viðleitni einokunar- hringanna til að ná yfirráðum í heiminum með nýrri styrjöld. 1 þeirri viðleitni er eyði- leggingar- og tortímingargeta kjarnorkunnar eitt aðalatriðið. Á sama tíma og auðhringarnir hafa grætt óhemjulegt fé á hinni trylltu sprengjufram- Ieiðslu hafa þeir einnig eignazt pólitískt vopn til að hræða veik- geðja fólk til undirgefni. Auk þess hafa einokunar- hringarnir beinan hag af því að koma í veg fyrir að kjarn- orkan sé hagnýtt til friðsam- legra nota. Wall Street blaðið Buisness Week rökstyður þá af- stöðu á þennan hátt: „Það sem máli skiptir þegar rætt er um að hag- nýta kjarnorkuna er að eng- in sérstök þörf er fyrir þá orku hér í Bandaríkjunum“. Þarna túlkar blaðið að sjálf- sögðu skoðanir business-mann- amia. Þetta g3ta efltki verið sjónarmið almenningsi í landi, þar sem sjálfur forsetinn, Tru- man, hefur opinberlega orðið að viðurkenna að sjöundi hver maður búi við næringarskort. Slík þjóð þarf meiri og ódýr- ari vörur, en til þess þarf m.a. nýja orku. Business-mennirnir hugsa hins vegar um gróðann, og þeir óttast að þróun kjarn- crkunnar muni rýra gildi og gróðamöguleika þess iðnaðar sem fyrir hendi er og þeir hafa lagt auð sinn í. Þessi ótti hefur aukizt jafnhliða hinni nýju „offramleiðslu“-kreppu. Það er án efa skýringin á hinni breyttu afstöðu bandarískra „sérfræð- inga“ til friðsamlegrar hag- Framhald á 1. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.