Þjóðviljinn - 24.02.1950, Page 3

Þjóðviljinn - 24.02.1950, Page 3
Föstudagur 24. febrúar 1950. ÞJÓÐVILJINN ÍPRÖTTIK Rítstjóri: Frímann Heigason „Svíar og Danir löíio yfirburði á öDum sviðum haudknattleiksmsa — segir Hafsteinn Guðsntindsson Handknattleiksmennirnir komu heim úr för sinni til Svíþjóðar og Danmerkur s. 1. miðvikudagskvöld. Náði Íþróttasíðan tali af Hafsteini Guðmundssyni, íþróttakenn- ara, sem var einn af þátt- takendum fararinnar og sagð ist honum á þessa leið: Leikirnir. Fyrsti leikurinn, landsleik urinn við Svía í Lundi var okkar bezti leikrur í förinni. Jáfnframt var það sterkasta liðið sem keppt var við. Völl urinn sem keppt var á er 20 x 40 m. Næsti leikur var 1 Trálle- borg og lauk honum með 17 :9. Þar var völlurinn minni eða 36 x 16 og er það líkari stærð því sem við er- um vanir, og höfðum við því von til að standa okkur bet- ur, en þá vantaði leikgleði eða fjör, og var þetta okkar lakasti leikur í ferðinni. Þriðji leikurinn var í Ángelholm á svipuðum velli og í Trálleborg og lauk hon- um með 12 : 7. Þar - byrjaði heldur vel. Við settum fyrstu tvö mörkin. Þó endaði hálf- leikurinn 6 :3, en í síðari hálfleik stóð um tíma 5 :6. Menn voru vel fyrirkallaðir og Sólmundur stóð sig vel til að byrja með, en linaðist þeg ar á leið. Heppnin var heldur ekki með okkur. 7 skot í stöng og 3 vítaköst „brennd af“, af 4!! Síðasti leikurinn var svo við Dani í K B höllinni og lauk sem kunnugt er með 20:6. Danirnir byrjuðu strax með því að gera mörk hvert af öðru og stóðu leikar 5 :0 eftir nokkra stund, en þá gerir Snorri 1 mark. í hálf- leik stóðu leikar 3 :9 Danir gátu allt sem þeim sýndist, enda voru okkar menn dauf- ir og illa fyrir kallaðir. Sólmundur stóð sig ekki heid ui’ svipað eins vel og á landd- leiknum við Svía. Það má geta þess að við fengum 6 vítaköst í ferðinni, en fengum aðeins 1 marki úr beim, en það þykir goðgá af verstu tegund þar úti að „brenna af“, og reyndu 4 . menn „heppni“ sína í þessu kasti. Þarna vorum við fyrstir af bvem, léikum. Anr.ar leik úrinn var' milíi kvennafickks frá Skáni og dansks kvenna- flokks.': Sýndi. sá danski slíka yfirburði og íeikhæfni að fúrðu sætti. Skemmtileg- asta liðið sem við sáum var ungmennaliðið (að 25 ára) sænska, sem lék við Dani og vann 13:6, og var það landskeppni. Yfirburðir á öllum sviðum. í fáum orðum sagt gátu þeir og kunnu meira en við á öllum sviðum handknatt- leiksins. Meiri leikhi með knöttinn, sendingar og grip. Varnar- leikur öruggari, sóknarleikur hraðari og virkari, mikið fast ari skot og öruggari. Meira úthald. Þeir kunnu vei að þreifa fyrir sér og ráðastj síðan til sóknar með ofsa-| hraða. Þeir kunna ýmsar leikbrellur sem settu vörn okkar út af laginu. Þóttust t. d. ætla að skjóta, en sneru sér við og skutu aftur fyrir sig eða öfugt. Sendingarnar eru lengri en hjá okkur og mun fastari, með því fá þeir meiri hraða í sóknina. Áber- andi var líka hvað mark- menn köstuðu langt út ef þeir sáu sér öruggt færi. Svíarnir voru skotharðari en Danir, Danirnir léku lengra inn í vörnina og höfðu þar oftast 2 „línudansara“. Þeir virtust ekkert smeik- ir við skot okkar frá auka- kastlínu og létu markmann- inn um þau, en sé maður á línu er hans gætt fullkom- lega. Samleikur okkar er styttri og tafsamari og seinni, og gerir það nokkuð okkar litli völlur. Sem sagt, þeir voru á öilum aviðum bethi og höfum við því mikið að læra, og vona ég að þessi ferð flýti fyrir því. Dómarar nokkuð misjafnir............ Nokkuð fannst mér dómar- arnir misjafnir. Sami maður inn dæmdi báða landsleik- ina og tókst vel. Þeir dæma ekki misgrip, sé um sýni- lega óheppni að ræða, sömu leiðis ef maður missir knött í gólfið eftir að hafa kastað niður áður. Þeir eru strang- ari með'skref en við hér og tvíhoppi. Áð grípa í mann eða slá til eða ráðast að er harðlega dæmt, en það kem- ur miklu siður fyrir í stór- um sölum þar sem rými er nóg. Skiftingar leyfa þeir, þó knötturinn sé í ieik og ber tímavörður ábyrgð á að það sé ekki misnotað. Móttökur — blaðaummæii. Móttökur allar í Svíþjóð voru hinar beztu, sérstak- lega í smærri bæjunum, og voru * véizluhöld,1 ræðúr og annar viðgerningur í bezta lagi. Allt stóð heima sem lofað var. Í Danmörku var einnig tekið vel á móti okkur og gistum við þar á góðu hóteli en borðuðum á ódýrum mat sölustað. Eftir leikinn efndi danska Handknattleikssam*- bandið til átveizlu á Scala- hótelinu og fór hún hið bezta fram. Voru þar flokkar frá íslandi, tveir frá Sví- þjóð og þrír danskir. Sigurður Norðdahl leysti vel af hendi fararstjórastarf sitt, og sýndi að það er mik- ils um vert að hafa vanan ferðamann sem fararstjóra. Blaðaummæli voru á þessa leið: Sænsk: Úrslit landsleiks- ins sanngjörn. Sum iblöðin töldu muninn full mikinn. Fyrirfram gert ráð fyrir 10 marka mun. ísl. liðið betra en búizt var við. Sólmundur fékk beztan dóm eftir leikinn. Hæfur í hvaða I. deildarlið sem væri Framhald á 7. síðu. Halldér HalSiérs- son í Englands Eins og getið hefur verið dvelur Halldór Halldórsson, knattspyrnumaður úr Val, nú í Englandi hjá knattspyrnufé- laginu Lincoln City í Lincoln og í boði þess. Halldór hefur nú fyrir skömmu leikið sinn fyrsta leik með félaginu, og vakið mikla eftirtekt með því að gera 4 mörk í leiknum. 1 sænska íþróttablaðinu er sagt frá þessu sem athyglis- verði frétt. Segir í fyrirsögn að íslendingur veki athygli í „Liga“-keppninni.‘ Minnist blað ið Alberts sem kom á undan Halldóri og lék um tíma með Arsenal. Blaðið segir frá því að Haíldór Halldórsson (sem hafi gælunafnið Ali Baba) hafi sett 4 mörk, sem hefur vakið mikla athygli í Englandi. Framkvæmdastjóri félagsins sagði eftir leikinn á þá leið: Að hann hefði sjaldan séð mann með jafn mikla eigin- leika til að verða snjall knatt- spyrnumaður eins og Halldór. Hann kvaðst háfa’séð með eig- hi augum að á; Islahdi væri mik ið af góðum knattspyrnumanna efnum, en þeir hefðu góða at- vinnu og vildu heldur halda sig heima. , Það er ekki nóg að vera í góðum holdum ef maður ætlar að synda yfir Ermarsund. Maðúr verður eir.nig að hafa feiti utan á líkamanum. Hér á myndinni er verið að smyrja hoilenzka. stúlku, Willi Groesvanrijsel, áður en hún leggur af stað í s'und- ið, Til hægri stendur hin 17 ára gamla ameríska sundmær, Shirley May France. Ármann J. Lárusson vann fyrstu bikarglímu UMF Reykjavíkur Fyrsta bikarglíma Ung- mennafélags Reykavíkur fór1 fram s. 1. mánudagskvöld í Iðnó. Það kann að vera að það þyki ekki stórviðburður í íþróttalífi þessa lands að efnt sé til glímukeppni í Iðnó. Sé þessi atburður skoð áður í því ljósi- að hér sé um að ræða fyrstu glímu ungs félags, þá hljótum við að viðurkenna að hér er merkis viðburður í sögu þess, sem hlýtur að marka tímamót fyr ir það. Við þetta bætist svo að hér var vel af stað farið. Ellefu manna sveitin sem skipuð var ungum mönnum gefur vonir um að þarna séu ef til vill á ferðinni glímumenn sem þora að ganga til glímunnar þannigl að glæsileiki hennai' fái not-J ið sín. Hún bíður eftir þvíi að slíkir merkisberar komi,l reisi merkið við og beri framl til sigurs. — í flokki full-l orðinna voru skráðir 7 menn| og mættu allir, en í drengja^ glímunni voru fjórir skráðir' og komu allir til leiks. Fyrri hluti glímunnar var betri. Margar viðureignir nokkuð léttar og í þá átt sem ég tel að stefna beri. Menn voru ekki sérl. hrædd- ir að lyfta sér frá gólfi, en það varð til þess að jarð- bundið reiptog var yfirleitt ekki að sjá í fyi’ri liluta glímunnar. Síðari hlutinn varð sýnu Lakari. Þá fór meira að bera á stífum örm- um, og átökum í tíma og ó- tíma, en það dró mjög úr birtunni frá fyrri hlutanum. Eg hef töluverða hneigð til að koma miklu af þessum svip síðari hlutans á herðar eins keppandans, Þórðar Jóns ,sonar. Hann rrjissti . öllum fremur §jónar á glæsileik glímunnar ög lét kappið ráða um of og syndgaði þann ig gegn góðri íþrótt Þórður er ungur enn og hef- ur hiklaust möguleika til að bæta fyrir þetta og sýna og sanna að með góðri æfingu afli sínu og nokkurri fimi geti hann orðið prýði síns flokks. Þar vildi ég ráðL leggja honum að taka sér Þormóð félaga sinn til fyrir myndar. Þormóður kom þarna mjög á óvænt sém glímumaður. Glíma hans og framganga öll var á þá lund að hann vakti almenna at- hygli og vissulega kom' manni það á óvart að hann skyldi ekki hljóta fyrstu feg urðarglímuverðlaunin en þau fékk Ármann Lárusson, og er ekki með þessu á neinn hátt verið að kasta rýrð á okkar ágæta Ármann. Hann vann örugglega allar sínar glímur. Þó var það hreint meistaraverk að losna úr hnéhnykk Magnúsar Hákon jairsonar. Þar var Áfmann hættast kominn. Gunnar Öl- afsson fékk þriðju fegurðar- glímuverðlaun. Hann er allt af skynsamur í glímum sín um og tvinnar saman brögð in eftir rökréttum línum. Gunnar Guðmundss. vakti nokkra athygli sérstaklega í glímunni við Ármann. Hann gerði það sem hér hefur verið haldið fram og raunar allir vita en enginn þorir að gera, að ganga djarft og hressilega að fangbróður til sóknar, reiðubúinn að verj- ast í þeirri stöðu., Þessu tók Ármann þó óvænt væii með léttleik og varð glíman hin fjörugasta og bezta. Magnús Hákonarson og Sigurður Þorkelsson eru báð ir nokkuð efnilegir og ekki er ólíklegt að Magnús eigf eftir,, með' góðri æfingu, að ná mjög góðum árangri. Sig* urður hefuf ékki enn náð sér •fyllilega eftir lasleika. í drengjaflokknum vakti, Guðmundur Jónsson (bróð- Framhald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.