Þjóðviljinn - 26.03.1950, Side 8

Þjóðviljinn - 26.03.1950, Side 8
Lœtur ihaldiS seg]a sér fyrir verkum Verfoalýðurinn hrefst einingar íframhvœmd Síðastliðið fimmtudagskvöld gerðust þau tíð- indi, að meiri liluti stjórnar Alþýðusambands íslands íelldi með 5 atkvæðum gegn 4 tillögu frá Fulltrúa- láði verkalýðsíélaganna um eins dags verkfall um land allt til að fylgja eftir hinni einróma samþykkt íverkalýðsráðstefnunnar. Tillögunni, sem í sambandsstjórn var borin fram af Helga Hannessyni, greiddu atkvæði: Helgi Hannesson, Jón Sigurðsson, Sigurrós Sveinsdóttir og Borgþór Sigfús- son. Þessir greiddu atkvæði gegn tillögunni og felldu liana: Sæmundur Ólafsson, Magnús Ástmarsson, Ingi- mundur Gestsson, Sigurjón Jónsson og Guðmundur Sig- tryggsson. Bréf fulltrúaráðs- stjórnarinnar. Þegar ljóst varð, að ríkis- stjórn og Alþingi ætlaði að hundsa einróma yfirlýsingu verkalýðsráðstefnunnar, sendi stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfé laganna í Reykjavík eftirfar- andi bréf til sambandsstjórn ar: „Reykjavík, 16.mars 1950 Stjórn ASf! Þar sem sýnilegt er, að rík- Isstjórnin ætlar sér að fá frnm varp til laga um gengisskrán- ingu o. fl. samþykkt í höfuð atriðum óbreytt á Aíþingi, skor ar stjórn Fulltrúaráðs verka- iýðsfélaganna í Reykjavík á sambandsstjórnina að taka til yfirvegunar eins dags allsherj- ár mótmælaverkfall allra sam- handsfélaga til þess að fylgja á eftir hinni einróma samþykkt nýlokinnar verkalýðsráðstefnu. Stjórn Fulltrúaráðsins vill tjá sambandsstjórninni, að hún myndi af fremsta megni beita sér fyrir því, að slíkt allsherj- arverkfall yrði algert og bæri árangur. Með félags kveðju (undirskrift)“. . Vangaveltur og inisklíð. : Sambandsstjórn hélt að minnsta kosti þrjá fundi um þetta mál. Kom strax í ljós, að hún var sundurþykk. Fulltrúar Ihaldsins og Framsóknar risu <jndverðir gegn tillögunni svo sem vænta mátti. En Sæmund- ur hnýtti sér aftan í íhaldið á- samt Magnúsi Ástmarssyni. I heila viku var sambands'tjórn- in að velta málinu fyrir sér. 'Urðu innan hennar harðar deil- ur, hjálpuðu þeir Sæmundur og 'Magnús Ástmarsson íhaldinu ~.til að fella tillöguna. Þurfti að gerast án tafar. Bréf Fulltrúaráðsins var sent tveim dögum áður en ólögin voru samþykkt. Það segir sig sjálft, að það þurfti að taka á- kvörðun um allsherjarverkfall- ið tafarlaust, til þe:s að það gæti náð tilgangi sínum og haft einhver áhrif á gang málanna. Þessu tækifæri var sleppt. Það var eyðilagt fyrir íhaldsþjón- ustu nokkrra manna sem vilja heldur vinna með íhaldinu en verkalýðnum. Yfirráð íhaldsins í sam- bandsstjórn afhjúpuð. Hverjum heiðarlegum verka- lýðssinna mun blöskra aú þjón usta við íhaldið, sem þessi at- burður hefur afhjúpað. Samþykkt meirihlutans í sam bandsstjórn sannar það, sem raunar var vitað alllengi, að í raun og veru er það íhaldið sem mótar stefnu og ákvarðan- ir Alþýðusambandsstjórnar í verulegum atriðum, enda þótt Alþýðuflokksmenn hafi þar sterkan meirihluta. Á því er enginn vafi, að þrátt fyrir allt kusu Alþýðuflokks- mennirnir á síðasta Alþýðuram bandsþingi ekki sambands- stjórn til þess að húit skyldi láta stjórnast af sjónarmiðum íhaldsins, en einmitt sú hefur reyndin orðið. Verkalýaurinn krefst einingar í framkvæmd. Verkalýðsráðstefnan bar gæfu 111 þess að gera einróma saraþykkt um afstöðu verka- lýðsins til gengisskráningarlag anna. En það er hægt að eyði- leggja þessa góðu samþykkt með því að svíkja í verki, með því að láta haldið stjórna gerð- um sínum í framkvæmd. Framhald af 1. síðu. voru það þeir Ólafur Thors, Stefán Jóhann og Eysteinn Jónsson sem buðu fólki á Aust- urvöll og létu svo ráðast á það. Athyglisvert er að kveðnir eru upp fjórir sýknunardómar, m. a. yfir Stefáni Ó. Magnús- syni sem haldið var í fangelsi í fimm daga og Kristófer Sturlu syni sem haldið var í fangelsi í 18 daga og látlaust var hrak- yrtur og svívirtur í Morgunblað ihu á meðan. — Ljúgvitnaleiðsl- an hefur ekki verið nógu vel skipulögð. Verjendur hinna dæmdu voru Áki Jakobsson, Hermann Jónas son, ráðheri'a í þeirri stjórn sem að dómimum stendur! Sveinbjörn Jónsson, Ragnar Ól- afsson, Sigurður Ólason, Ragn. ar Jónsson, Einar B. Guðmunds son og Sigurgeir Sigurjónsson. Kvikm. í Flugv.hótelinu Einn þáttur í starfi Alþjóða- sambands opinberra ferðaskrif stofa er að stuðla að því, að skrifstofur innan sambandsins sýni og láni kynningar-kvik- myndir. Fyrstu myndirnar, sem Ferða skrifstofunni hafa borizt eru frá Belgíu og belgísku nýlend- unum í Afríku. Verða þessar myndir sýndar í dag sunnudag inn 26. marz á Flugvallarhótel- inu á tímabilinu kl. 3—5. Fyrir tveimur dögum liefur Fulltrúaráð verkalýðsféiaganna í Reykjavík einmitt lagt áherzlu á þetta atriði og krafizt þess, „ * , .' . m . að gagnkvæm og náin sam- FræðsIuennd,MagnusarTorfav.nna hæfíst um framkvæmd Ólafssonar í erindaflokknum: baráttunnar milli Alþýðusam- Frelsisbarátta nýlenduþjóð- bandrstjórnar og Fulltrúaráðs- anna, verður í dag kl. 2 e. h. inS- Fjallar það um Malakka, Burma Reynsian mun skera úr því, og Indónesíu. hvernig til tekst. En ákvörðun meirihluta sambandsstjórnar Þjóðviljasöfnuninn. Úrslit índ kefur sýnt allri alþýðu gegn söfnuninni verða birt á þriðju-hverjum hiin þarf að vera á ■daginn. verði. Erleodar írélfir í stuttu máli Boðað allsherjaíverkfall í Frakklandi — Bandarísk lánveiSing tii Francos. — Jessup vill hernaðar- stuðning við Bao Ðai. — Flugslys við Ankara. — Samnorræn iistsýning í Heisinki. BOÐAÐ HEFUR verið 24 klst. allsherjarverkfall hafnar- verkamanna 1 frönskum hafn arborgum og hafnarborgum í Alsír til að mótmæla vopna sendingum sem nú eru að ber ast til Frakklands frá Banda ríkjunum samkvæmt ákvæð- um Atlantshafssáttmálans. Verkfall þetta hefst í fyrra- málið. I GÆR LAUK í Róm þriggja daga ráðstefnu bandarískra sendiherra í Evrópulöndum. ÞAÐ VAR TILKYNNT I gær, að hinn voldugi bandaríski banki, National City Bank of New York, hefði veitt Fran- co-Spáni lán, sem nemur 20 millj. dollara. FJÓRTÁN ÞINGMENN „Frjáls lynda“ flokksins gríska hafa tilkynnt, að þeir muni ekki styðja ríkisstjórn þá, sem flokksforingi þeirra, Venes- elos, hefur myndað. BANDARlSKI farandsendi- herrann Jessup lýsti því yf- ir í Washington í gær, að hann mundi fara þess á leit við utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings, að hún samþykki hernaðaraðstoð til leppstjórnar Bao Dais í Indó-Kína. í GffiR HÖFST í Helsinki sam- norræn listsýning. Ýmsir æðstu ráðamenn Finnlands voru viðstaddir opnun sýn- ingarinnar, þ.á.m. Passikivi. UNGVERSKA SJÓRNIN til- kynnti í gær, að þann 4. apríl yrðu náðaðir ýmsir fangar, sem dæmdir hafa verið fyrir minniháttar skemmdarverk og önnur slík afbrot. Náðunin er veitt í tilefni af því, að 5 ár eru liðin síðan rauði herinn frels- aði Ungverjaland undan oki nazismans. I GÆR VARÐ flugslys hjá Ankara í Tyrklandi, og fór- ust í því 16 manns. Hnefaleikamót Ármanns kl. 4 í dag Hnefaleikamót Ármanns verð 'ur háð í dag, kl. 4 e.h. í íþrótta húsinu við Hálogaland. Kepp- endur verða 19, þ.á.m. margir núverandi íslandsmeistarar- Keppt verður í átta þyngdar- flokkum. Keppendur eru þessir: Flugu vigt: Birgir Sigurðsson, Hörð- ur Þorleifsson, Sigurjón Þórar- insson og Friðrik Welding. Ban tamvigt: Kristján Sveinsson og Leifur Ingólfsson. Fjaðurvigt: Teódór Theódórsson og Rafn Viggósson. Léttvigt: Sigurður Jóhann'son og Guðmundur Karlsson. Veltivigt: Gissur Ævar og Kristjón Jóhannsson. MiUivigt: Björn Eyþórsson og Kjartan Guðmundsson. Létt- þungavigt: Alfons Guðmunds- son, Sigfús Pétursson og Björn PálsHon. Þungavigt: Jens Þórð arson og Jón Ólafsson., ★ Eini sunnu- dagurinn Þessi mynd, sem er á ljósmynda- sýningunni í Listamannaskál- an'um, er frá •Jonals Co. í Kaupmannahöfn. — Kanr.au er úr silfri, sem er eitt liið erfiðasta að taka myntlir af. Aðsókn að sýn- ingunni hefur verið góð og mikil hrifning yfir því að fá hana hingað. í dag er eini sunnudagurinn sem Reykvíking- ar eiga þess kost nð sjá Ijósmynda sýninguna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.