Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 3
l>riðjudagur 6. júni 1950, ÞJÓÐVILJINN 3 ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON Víkingur ©g K.R. gerðu jafntefli 2:2 eftir tilþrifaEítinn Eeik Fréftir í fáum orðum Köbenhavn Boldkíub varð í þriðja sinn í röð Danmerkur- meistari í knattspyrnu nú fyrir nokkru.. 1 úrslitafleik við AB gerðu félögin jafntefli 0:0. KB fékk 28 stig en AB 27. 126 rússnesk met hafa verið sett á fyrstu 4 mán. þessa árs, samkv. frétt frá Tass-frétta- stofunni. 1 frjálsum íþróttum innanhúss hafa á þessum tíma verið sett 48 met. Það er helmingi meira en á sama tíma í fyrra. Sundmönnum Rússlands hefur tekizt að bæta 34 met. Skautahlauparar 19 og skot- menn 13 met.. Þvj' má bæta hér við að þeir eiga 12 heimsmet í lyftingum. „Pressu“ Hðið vann sænska landsliðið 3:1 er þau áttust við nú nýlega á Rásunde-vellinum. (3:0 i hájfl.) 32 þús. manns komu til að, horfa á og vitna um hvorir hefðu meiri innsýn kappliðsnefnd sænska knatt- spymusambandsins eða íþrótta blaðamennirnir. Jlohn Savage kúluvarparinn enski sem sagt var frá hér fyr ir nokkm hefur nú á ný bætt sitt enska met í 15,81. Þetta var annað met Savages á tíu dögum, þar sem hann kastaði kringlu 41,10 m sem er 27 cm lengra en hið 12 ára gamla met McDonold Bailey setti ný- iega met í 220 yards hlaupi á 21.0 sek sem er 0,1 sek betra en. met W. Applegarths frá 1914. En það er varla búizt við að það verði viðurkennt þar sem tíminn var tekinn á að- eins tvær klukkur. Finnar unnu Tékka i fim- ieikum með 348,7 st. gegn 343,3 á alþjóðiegu fimleika- móti í Prag nýlega. Finnsku fimleikamennirair unnu 5 af 6 Lið K.R.: Bergur Bergsson, Daníel Sigurðsson, Guðbjöm Jónsson, Helgi Helgason, Steinn Steinsson, Steinar Þor- steinsson, Ólafur Hannesson, Sverrir Kjærnested, Hörður Óskarsson, Sigurður Bergsson og Gunnir Guðmannsson. Lið Víkings: S. Nílsen, Guðm Samúelsson, Sveinbjörn Krist- jánsson, Kjartan Elíasson, Helgi Eysteins., Kristján Ólafs son, Sigurður Jónsson, Gunnl. Lárusson, Bjarni Guðnason, Ingvar Pálsson, Baldur Jónsson Annar ieikur l&landsmóts- ins á laugardaginn var endaði með jafutefli milli K.R. og Víkings eftir þófkenndan og tilþrifalítinn leik. Höfðu sjálfsagt fáir gert ráð fyrir þeim úrslitum. Skilyrði til keppni voru slæm, völlur blaut- ur í byrjun og mikill vindur af suðvestri og stóð heldur á norðurmarkið, og hafði Víking- ur á það að sækja í fyrri hálf leik. Má vera að þessi ytri skilyrði hafi átt sinn þátt í því hve leikur þessi var léleg- ur knattspyrnulega séð, og svipaði um fiest til Víkings- Valsleiksins siðasta. Flest það sem gert var virt- ist tilviljanakennt. Menn voru kyrstæðir ef til samleiks skyldi taka. Eigi að síður var hlaupið mikið og sparkað mikið, og oft sérlega hátt. Hugsaðar spym- ur eða hlaup voru furðulega sjaldgæf fyrirbrigði. Eitt mjög gott atvik situr þó í minni manns eftir leikinn. Sigurður Bergs fær knöttinn nokkuð fyr ir utan vítateig. Gunnar Guð- mannsson sér það og hleypur inní eyðu nær miðju vallar, æfingum. Tékkar unnu staðæf- ingarnar. Paavo Aaltonen varð efstur með 58,1 sí.. én margir munu k'anhast við hann frá komu finnska flokksins'í fyrra utarlega á vítateig. Sigurður áttar sig strax sendir knöttinn með jörðu fyrir fætur Gunn- ars sem ekki er seinn að taka hann og skjóta, og það skot hefði átt að gefa. mark en knötturinn skmð fyrir ofan. Virkur leikur sem gaf mögu- leika. — Tveir menn, sem skildu á því augnabliki hvað knattspyrna er. Báðir höfðu tilgang rneð spyrnu og spretti. Það má ekki taka það svo, að þetta hafi verið eina tiiraun- in tii samleiks, sem gerð var í öllum leiknum. Gunnlaugur Lárusson og Kjartan í liði Vík- ings reyndu oft, en tilraunirn- ar sprungú ailt of oft á næsta hlekk. Helgi Helgason (h.frv.) K.R. sýndi oft hneigð til sam- leiks. Fyrsta markið setja Viking- ar. Er það Sigurður Jónsson (b.ú.), sem spyrnir langt og í boga undan vindinum. Bergur hleypur cflangt móti knettin- um en vindurinn bar hann jú- ir Berg og inn í markið. Nokk- ur stund líður þar tii KR-ingar jafna; er það Hörður sem gerir það með föstu skoti, óverjandi. Guðm. Sam. getur skrifað þetta mark hjá sér. Víkingur tekur forustuna aft ur með skoti frá Bjarna Guðna.., sem hafnar í neti K.R. marksins. Nokkm fyrir ieikslok spyrnir Ólafur Hannesson undan sól i áttina að marki af löngu færi. Markmaður sennilega blindast af sól, því að knötturinn kemur í hendur hans, en smaug úr þeim inní mark. Við það sat. Frammarar! Skemmtun verður í félags- heimilinu annað kvöld og hefst lri. 9. Nefndin. I Sjómanna- dagurinn Framhald af 8. siðu. Reykjavíkur lék á millj ávarp- anna. Þá voru afhent verðlaun fyr- ir unnin afrek í íþróttakeppni sjómannadagsins, ■ er fram fór á laugardagskvöidið. Jón Kjart ansson frá Selfossi vann stakka sundsbikarinn í 5. sinn. Hann vann einnig björgunarsundið, en var þar eini þátttakandinn. Önnur verðlaun i stakkasundi hlaut Þorkell Pálsson af bv. i Jöxundi og þriðju Gunnar Guð- mundsson af vb. Fagrakletti. I kappróðri sveita af skipum yfir 150 smál. bar skipshöfnin á vitaskipinu Hermóði sigur úr býtum, og af skipum undir 150 smálestum sigraði sveit af vb. Helgu. I reipdrætti sigraði sveit skipverja á Júpíter sveit fyrr- verandi sjcmanna. Afreksbikar sjómannadagsins hlaut Adolf Magnússon af vb. ' Mugg frá Vestmannaeyjum. Verðlaun fyr ir bezta hagnýtingu lifrar hlaut Helgj Magnússon bræðslu maður á Röðli. Annar varð Brynjólfur Guðnason á bv. Sur- prise og þriðju verðlaun hlaut Þorbjöxn Guðjónsson á Ing- ólfi Araarsyni. Um kvöldið voru dansleikir haldnir á vegum sjómannadags ráðs, sérstö'k sýning Bláu stjömunnar í Sjálfstæðishúsinu og sjómannahóf að Hótel Borg. Fánar voru dregnir að hún ármann kveður Finnana Glímufélagið Ármann hélfjj finnsku handknattIeiksmönnun-> um kveðjusamsatti í Sjálfstæð- ishúsinu s.l. föstudag að lokinn? keppni við „úrvalið“. Jens Guðbjömsson, form. Ár-, manns, ávarpaði gestina og: þakkaði fyrir hönd Ármenningaj að þeir skyldu hafa fengið tæki færi til þess að annast mót- tökur flokksins hér. Ármenn- ingum hafi verið þetta sérstak- lega kært, þar® sem þeir hafi orðið aðnjótandi að vera gest-. ir Finna í heimalandj þeirra. Ti] minningar um ferð þeirra: hingað afhenti hann hverjum manni ísl. þjóðhátíðarfána- stöng með ísl. fána og einnig sæmdi hann fararstjóra þeirra: Martti Marttinen heiðursmerki Glímufél. Ármanns. Finnskaí handknattleikssamb. færði hannj að gjöf frá Ármanni ljósmyndj af Gullfossi. Á myndina vair, letrar „Til minningar um ís- landsferðina. 1950“. Fararstjóri Finnanna þakk- aði fyrir þeirra hönd og sagði að þessi ferð yrði þeim í allai staði ógleymanleg. á sumnudagsmorguninn, víða um bæinn. íslenzkir fánar og’ félagsfánar sjómannasamtak- anna mynduðu fánaborg við. styttu Jóns forseta á Austur- velli, meðan útisamkoman stóð þar yfir. Merkið tryggir gæðin Almenn bólusetning gegn bólusótt fer fram í Kópavogs- og Seltjainar- . nesihreppum, sem hér segir: í Kópavogsskóla miðvikudag 7. júní kl. 2—5. í Mýrarhúsaskóla fimmtud. 8. júuí kl. 2—4. Skyldug til frumbólusetningar eru öll börn, 2ja ára e'ða eldri, ef þau hafa ekki haft bólusótt, eða hafa veriö bólusett með fullum árangri eða þrisvar án árangurs. Skyldug til endurbólusetningar eru öll börn, sem á þessu ári verða fullra 13 ára eða eldri, ef þau hafa ekki haft bólusótt eða veriö' bólusett með fullum árangri eftir að þau eru fullra 8 ára eð'a þrisvar án árangurs. BORGARLÆKNIRINN í REYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.