Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1950, Blaðsíða 6
Bækur gegn afborgun Islendingasagnaútgáfan hefur ondanfarna mánnði selt bækur sínar gegn afborgun við miklar vinsældir. H. E. skrifar um útgáfuna: .... og voru bækurnar allar prýðilegar að frágangi. Svo framarlega sem r.lþjóð kann að meta bækur og vill eignast góðar bækur með góðum kjörum, þá eru þeir greiðsluskiimálar, sem íslendingasagnaútgáfan býður, þeir haganlegustu, sem þjóðin á völ á nú, og er það vel. Ég álít, að íslendingasögurnar ættu að vera til á hverju heimili." Nú þegar getið þér fengið allar bækur útgáfunnar með afborgunarkjörum. Klippið út pöntuHarseðil þennan, og sendið útgáfunni. Ég undirrit.....óska að mér verði sendar Islendinga sögur (13 bindi), Byskupasögur, Sturlunga og Annálar ásamt Nafnaskrá (7 bindi), Riddarasögur (3 bindi) og Eddukvæði I—II, Snom.-Edda og Edduiyklar (4bækur), samtals 27 bækur, er kosta kr. 1255,00 í skinnbandi. Bækurnar verði sendar mér í póstkröfu, þannig, að ég við móttöku bókanna greiði kr. 155.00 að viðbættu öllu póstburðar- og kröfugjaldi og afganginn á næstu 11 mánuðum með kr. 100.00 jöfnum mánaðargreiðslum sem greiðast eiga fyrir 5. hvers mánaðar. Ég er orðin.. 21 árs og er það ljóst, að bækurnar verða ekki mín eign fyrr en. verð þeirra er að fullu greitt. Það er þó skilyrði af minni hendi, að ég skal hafa rétt til að fá skipt bókunum, ef gallaðar reynast að einhverju leyti, enda geri ég kröfu þar um innan eins mánaðar frá móttöku verksins. Litur & banði óskast Svartur Brúnn BauSur Strikið yfir þa3 sem ekki á við. títfyllið þctta áskriftarfonn og sendið það til útgáfunnar. Séu þér búinn að eignast eitthvað af ofantöldam bókum, en langi til að eignast það er á vantar, fáið þér þær bækur að sjálfsögðu með afborgunar- kjörum — þurfið aðeins að skrlfa útgáfuími og láta þess getið hvaða bækur um er að ræða. Aldrei hafa íslenzkum bókauniíiendum verið fecðin slík kostakjör sem þessi. fslendingasögurnar inn á hvert Islenzkt heimili. fsiendíngasagnaútgáfan h. f. Símar 7508 og 81244 — Túngötu 7. Nafn . Staða . Heimili ¥egna JARÐARFARÁR em skrifstofur voorar'lokaðar í dag. Hi. Eimskipafélag Islands. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. júni 1950, > n*m,+,m+»***+***0*0**M * rXl OLIA lohn S t e p h e * og ástir Strange 67. DAGUR. upp á fréttum. Og þessa frétt verð ég að nota — þegar tími er til kominn. En þú veizt, að það er ekki einungis vegna þess sem ég hef áhuga á þessu. Dimmock var rammflæktur í ógeðslegt mál. Og hann ætlaði að segja frá því sem hann vissi um það. Þú ert aðeins stökkpallur. Það eru þeir sem standa bak við þennan glæp, sem ég vil hafa upp á.“ Hann þagnaði og starði um stund niður fyrir fætur sér. Siðan leit hann upp og brosti kynlegu brosi. „Þetta er skrýtið“, sagði hann. „Venjulega er reynt að finna morðingjann. Morðingjann umfram allt. En núna — jæja, núna skiptir ekki mestu máli hver hélt á morðvopninu. Og þó verðum við auðvitað að finna hann líka. Það er hin raunverulega ástæða fyrir giæpnum sem skiptir mestu máli. Og ég held, að þú getir ef til vill hjálpað okkur. Og svo er önnur ástæða. Ég vil ekki að manni sé refsað fyr<r verknað, sem hann hefur alls ekki framið“. Hann þagnaði og virtj fyrir sér svipbreyt- ingarnar í andliti Cronchs. Svo héit hann á- fram: „Þetta er ekkert hégómamál. Við vitum að þú sást Dimmock fyrir fölsuðu vegabréfi. Þú hlýtur að hafa gert það, og það er ugglaust hægt að sanna það. En ef þú leggur okkur lið, þá er ef til vill hægt að komast að samkomu- lagi. Að gefa út fölsuð vegabréf er ekkert smá- afbrot í augum utanríkisþjónustunnar, en það er þó ekki morð. Og þarf ekki heldui að vera samsæri eða skemmdarverk. Ég býst ekki við að nein ákæra kæmi fram undir þessum kring- umstæðum“. „Getur þú gefið einhverja tryggingu fyrir því ?“ ,.Nei“. Barney brosti snögglega. „Nú er ég búinn að segja þér sögu. Og nú ættir þú að segja mér sögu. Hún þarf ekki .að v:-ra prent- hæf, fremur en þú vilt. Ég birti hana ekki nema með þínu leyfi. Ég reiði mig á þin orð. Og þá ættir þú að geta reitt þig á mín orð“. Cronch dró djúpt andann. „1 sannleika sagt“, sagði hann, „þá hef ég iheyrt talað um þig, Gantt“. Hann fékk sér sigarettu og kveikt: i henni. Hendur hans titruuðu ekki lengur. „Sagan sem þú varst að segja r-.ér áðan“, sagði hann, „hún var alveg sönn — hvert ein- asta orð. Og ég skil ekki, hvernig þú hefur lcomizt að þessu öllu“. „Við vissum flest áður“, sagði Btrney. „Hitt gat ég mér til um“. „Og. það var rétt líka. Öveðursnóttina: sá ég einmitt mann á leið minni héim til Dimmocks. .'Jfí* * . . j Mann sem stóð hinum megin við götuna og einblindi á dyrnar“. „Hvaða maður var það?“ „Ég verð að fara dálítið aftur í tímann. Það var í Cairo. Ég þekktj Dimmock ekkert að ráði. Ég hafði nokkrum sinnum hitt hann í sam- kvæmum. En eftir að hann hjálpaði mér úr þessum ógöngum — jæja, við borðuðum stöku sinnum saman og fengum okkur glas öðru hverju. Og svo frétti ég að það ætti að kalla hann til Washington til að vera vitni hjá öld- ungadeildinni. Dimmock símaði til min samdæg- urs og bað mig að koma til sín í gistihúsið og koma beint upp í herbergið til sín. Hann var í miklum vandræðum. Hann sagði að hann yrði. aldrei látinn sleppa lifandi tii Ameríku. Og það væri strax farið að njósna um hann og hafa, gætur á honum. Haifti sagði að það yrði sama. sagan og með Georg Bell — manninn sem var eltur af lögreglu nazista og skotinn þegar hann fór yfir landamærin. Þú manst eftir því — fyrir nokkrum árum?“ Barney kinkaði kolli. „Hann vissi of mikið um of marga, og þeir voru hræddir um, að hann segði frá því. Jæja, Dimmock sagði að eins væri ástatt fyrir sér og hringurinn væri óðum að þrengjast um hann. ‘Ég reyndi að slá þessu upp í grín. Þetta virtist svo ótrúlega hjákátlegt í þessu venjulega hótel- herbergi um hábjartan dag og starfsfólkið var að skvaldra 5 ganginum. En hann sagði, að ef ég tryði honum ekki þá skyldi ég líta út um gluggann. Að maðurínn sem væri úti í garðinum að reykja vindii, væri kraftakarl, sem léti sér ekki allt fyrir brjóstj brenna. Og annar var í forsalnum. Ég gægðist út. Þar var maður sem gekk fram og aftur — grannvax- inn, dökkhærður maður með bóiugrafið andlit — og hann leit upp í giuggann um leið og ég gægðist út. „Þú sérð þetta sjálfur“, sagði Dimmock. Ég verð að játa að mér brá í brún, þegar ég sá framan í manninn. Og i Cairo 1940 gerðist margt kynlegt. Maður heyrði ýmsar sögur. Ég spurði Dimmock hvað hann vildi að ég gerði. „Hjálpaðu mér að sleppa héðan,“ sagði hann. „Og undir dulnefni. Eg þarf skilríki. Þú getur útvegað mér þau. Ef ég fer huldu höfði í heilt ár, þangað til það versta er um garð gengið —“ Eg víldi ógjarnan gera þetta. Ef það. kæmist einhvern tíma upp, þá væri auðvitað úti um mig. Eg gæti jafnvei komizt í tugthúsið fyrir bað. Utanríkisþjónustan lítur engan hýru auga. sem falsar vegabréf, eins og þú sagðir áðan.“ Barney -kinkaði kolli. ' r „Við getum hlaupið yfir þetta,“ sagði hahn, „ef þér er illa við.að rifja það upp.“ » » t : ~.v 17 u9° ~ I “Tzl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.