Þjóðviljinn - 20.06.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.06.1950, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. júní 1950. ÞJÓÐVILJINN BF 17. júní motið Framhald af 8. síðu. I>órður Sig^rðsson KR, 42,96 in. III. Gunnar Húseby IGR., 38,50 m. 400 m hlaup: I. Guðmundur Lárusson Á, 49,5 sek. II. Magnús Jónsson KR, 51,4 sek. III. Sveinn 'Bjömsson KR, 52,3 sek. Þrístökk: I. Kristleifur Magn ússon IB Vestmannaeyja, 13,64 m. II. Haraldur Jóhannsson Knattspyrnufél. Akureyrar, 13,15 m. III. Sveinn Halldórs- son UMF Selfossi, 12,45 m. 4 X100 m boðhlaup: I. A- sveit, 42,1 sek. (Guðmundur Lárusson, Hörður Haraldsson, Ásmundur Bjarnason og Hauk- ur Clausen) — Islenzka metið er 42,8 sek. II. B-sveit, 44,8 sek III. C-sveit á 46,0 sek. 200 m. hlaup: I. Hörður Haraldsson Á, 21,5 sek. (Nýtt íslandsmet). II. Haukur Clau- sen ÍR, 21,6 sek. (Gamla metið var sami tími og átti Haukur pað). III Ásmundur Bjarnason KR. 21,7 sek. 17. júní í Reykjavík Framhald af 8. síðu. funnar“: Kvæði eftir Tómas Guð mundsson. Að lokum flutti Steingrímur Steinþórsson, for- sætisráðherra, ræðu. Lúðrasveit in lék öðru hvom ættjarðarlög ivið styttu Jóns Sigurðssonar, Og þar var íslenzk fánaborg og ýmsir félagsfánar. Af Austurvelli var gengið í skrúðgöngu suður á íþróttavöll en þar fór frarn keppni í frjáls ium íþróttum. (Er skýrt frá mótinu á öðrum stað í blað- inu). Hátíðarsamkoman á Arnar- hóli hófst með hljómleikum Lúðrasv. Rvíkur og Svans und- ir stjórn Paul Pampichler, en sáðan vom hátíðarhöldin sett af formanni þjóðhátíðarnefnd- ar, Hjálmari Blöndal. Næst sungu karlakórarair Fóstbræð- iur og Karlakór Reykjavíkur sameinaðir allmörg lög undir stjórn þeirra Jóns Halldórsson- ar og Sigurðar Þórðarsonar. Því næst flutti Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri ávarp, en síðan hófst einsöngur þeirra Péturs Jónssonar og Guðmund- ar Jónssonar óperusöngvara með píanóundirleik Fritz ÍWeischappel; Ármannsstúlkur sýndu fimleika undir stjórn Guðrúnar Nielsen og loks söng Sigurd Björling, konunglegur ihirðsöngvari, þrjú lög með und irleik Kurt Bendix, hljómsveit- arstjóra sænsku óperunnar. Skemmtiatriðunum var öllum ákaft fagnað af áheyrendum og áhorfendum, og söngvararnir kallaðir fram á pallinn hvað eftir annað. Hátíðinni á Arnar hóli lauk svo með fjöldasöng tundir stjórn dr. Páls tsólfsson- ar. Litlu síðar hófst dans á Lækjartorgi og Lækjargötu, íundir stjórn Erlendar Ö. Pét- urssonar, sem hafði þrjár hljómsveitir sér til aðstoðar, Og var dansað a£ sivaxandi fjöri til kl. 2,05 eftir vmiðnætti. Kúluvarp: I. Gunnar Huseby KR. 15,72 m. II. Vilhjálmur Vilmundarson KR. 14,58 m. III. Sigfús Sigurðsson UMF Selfossi, 13,88 m. 400 m grindahlaup: I. Ingi Þorsteinsson KR, 59,4 sek. (Ingi var eini keppandinn í þessari grein). Hástökk: I. Sigurður Frið- finnsson FH., 1,75 m. II. Kol- beinn Kristinsson UMF Selfossi 1,70 m. III. Eiríkur Haralds- son Á., 1,70 m. 800 m hlaup: I. Pétur Ein- arsson ÍR, 1:59,2 sek. II. Óð- inn Ámason Knattspyrnufél. Akureyrar, 2:05 sek. III. Garð ar Ragnarsson IR, 2:06 sek. Spjótkast: I. Jóel Sigurðs- son ÍR, 63,50 m. II. Adoif Ósk- arsson ÍBV, 56,92 m. III. Vilhj. Pálsson HSÞ 54,30 m. 5000 m hlaup: I. Kristján Jóhannsson UMSE., 16:30,0 sek. n. Victor Munch Á, 16:37,0 sek. Langstökk: I. Torfi Bryn- geirsson KR, 7,13 m. Kristleif- ur Magnússon IBV, 6,56 m. III. Haraldur Jóhannsson KA, 6,41 m. Kringlukast kvenna: I. María Jónsdóttir KR, 30,87 m. II. Margrét Margeirsdóttir KR, 26,95 m. III. Steinvör Sigurðar- dóttir UMF Rvíkur, 21,33 m. Langstökk kvenna: I. Haf- dís Ragnarsdóttir KR, 4,82 m. (Nýtt íslenzkt met, gamla met- ið var 4,66 m og átti Hafdís það). II. Margrét Hallgrímscfótt ir UMFR, 4,79 ■ m. III. Sigrún Sigurðardóttir UMFR, 4,08 m. 1000 m boðhlaup: I. Sveit Ármanns á 1:59,5 sek. (Hörður Haraldsson, Guðmundur Lárus son, Grétar Hinriksson, Reynir "rt Sigurður Friðfinnsson F.II. vann hástökkið á 17. júní mótinu. (Ljósmynd: Þorgrímur Einarsson.) Gunnarsson) II. Sveit KR á 2:02,5 sek. (Asmundur Bjama son, Magnús Jónsson, Sveinn Bjömsson og Pétur Signrðs- son). Mótið fór fiam með meiri hraða og reglu en tíðkast hér á vellinum. Áhorfendur voru margir, einkum á laugardag- inn, enda var aðgangur þá ó- keypis. | Islerizkar úrvalsbækur ísfteS afborgun | Glæsilegt bókaárval Einstæð kostakjör BÓKABÚÐIN ARNARFELL, LAUGAVEGI 15 (sími 7331), hefur aflað sér helztu og eigulegustu ritverka eftir íslenzka höfunda, frá flestum bókaútgáfum landsins, og býður yður þær nú til sölu með mánaðarlegum afborgunum, hvar sem þér búið á landinu. — Þér getið valið úr öllum heildarútgáf um af ritverkum íslenzkra skálda, sem nú eru fáanlegar, auk fjöida mörgum öðrum dýrmætum, þjóðlegum og skemmtilegum bókum, sem hér eru taldar: Heildarútgáfur eru þessar: Jón Trausti. Ritsafn, 8 bindi. Skinnb. kr. 640.00. Bólu-Hjálmar. Ritsafn, 5 bindi. Skinnb. kr. 280.00. Einar H. Kvaran. Ritsafn. 6 bindi. Skinnb. kr. 350.00. Einar Benediktsson. Ljóðasafn, 3 bindi. Skinnb. kr. 175.00. Jónas Hallgrímsson. Ritsafn, 1. bindi. Skinnb. kr. 75.00. S. G. Stephansson. Bréf og ritgerðir. 4 bindi. Skinnb. kr. 215.00. Jóhannes úr Kötlum. Ljóðasafn, 2 bindi. Skinnb. kr. 220.00. Guðrún Lámsdóttir. Ritsafn, 4 bindi. Skinnb. kr. 265.00. Jakob Thorarensen. Ritsáfn, 2 bindi. Skinnb. kr. 150.00. Páll Ölafsson. Ljóðmæli. Skinnb. kr. 110.00. Stefán frá Hvítadal. Ljóðmæli. Skinnb. kr. 120.00. Jón Magnússon. Ljóðasafn, 4 bindi. Skinnb. kr. 160.00. Kolbeinn í Kollafirði. Ljóðasafn, 3 bindi. Skinnb. kr. 75.00. Guttormur J. Guttormsson. Kvæðasafn, kr. 70.00 og 85.00. Jóhann G. Sigurðsson. Kvæði og sögur. Skinnb. kr. 90.00. Önnur ritsöfn og einstakar bækur: íslandsklulckan. H. K. Laxness, 3 bindi. Skinnb. kr. 300.00. Ferðaminningar Sveinbj. Egilssonar, 2 bindi. Skinnb. kr. 180.00. Sölvi, eftir sr. Friðrik Friðriksson, 2 bindi. Skinnb. kr. 150.00. Fjallamenn. Guðm. Einarsson frá Miðdal. Skinnb. kr. 145.00. Minningar úr Menntaskóla. Skinnb. kr. 125.00. Anna frá Stóruborg. Alskinn, kr. 75.00. ísland þúsund ár, 3 bindi. Skinnb. kr. 300.00. ísl. þjóðhættir eftir Jónas frá Hrafnagili. Skinnb. kr. 115.00. Saga Vestmannaeyja, 2 bindi. Skinnb. kr. 170.00. Læknar á íslandi. Skinnband kr. 100.00. Sjómannasaga, eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Skinnb. kr. 125.00. Sjósókn, skráð af sr. Jóni- Thorarensen. Skinnb. kr. 100.00. Matur og drykkur, eftir Helgu Sigurðardóttur, ib. kr. 100.00. Úr byggðum Borgarfjarðar. 2 bindi. Skinnb. kr. 140.00. Heklugosið. Guðm. Einarsson frá Miðdal. Rexin kr. 50.00. Oddyseifskviða Hómersi. Skinnb. kr. 95.00, rexin 80.00. Illioiiskviða Hómers. Skinnb. kr. 115.00, rexin 100.00. Ódáðahraun. eftir Ölaf Jónsson, 3 bindi. Skinnb. kr. 300.00. Fákur. Skinnb. kr. 135.00, rexin 110.00. Faxi, eftir Brodda Jóhannesson. Skinnb. kr. 130, rexin 100.00. Göngur og réttir, 2 bindi. Skinnb. kr. 170.00. Ferðabók Sveins Pálssonar, kr. 160.00 og 180.00. Sagnakver Skúla Gíslasonar. Skinnb. kr. 100.00. Þjóðhættir og ævisögur Finns á Kjörseyri. Rexin kr. 96.00. Þúsund og ein nótt, 3 bindi, handunnið skinnb. kr. 360.00. Fjölnir. Ljósprentuð útgáfa, öll 5 heftin kr. 113.00. Árbækur Espólíns, Ijóspr., allar í 8 bindum, heft kr. 365.00. Búvélar og ræktun, eftir Áma G. Eylands. Hin nýja og nauð- synlega bók hverjum þeim, sem búvélar nota og að jarðrækt vinnur. Verð: rexinb. kr. 112.00. Skinnb. kr. 132.00. Sjómannaútgáfan hefur nú gefið út 12 bækur, allt úrvalsbækur. Skáldsögur, sjóferðasögur erftir fræga höfunda, svo sem Kel- land, Joseph Conrad, Edgar Allan Poe, Sven Hedin o. fl. — Þessar bækur getum vér boðið innbundnar á kr. 425.00, með afborgunum, séu þær teknar allar. Ritsafn Jóns Trausta, öll 8 bindin, eru nú væntanleg bráðlega úr bókbandi. Eftirspurn eftir því hefur verið mikil síðan það var auglýst með mánaðarlegum afborgunum, og er því vissara að skrifa sig fyrir pöntun nú þegar, því lítið er orðið eftir af sum- um bindunum. Vér getum ennþá selt það á sama verði og áður, þ. e. öll átta bindin, 4117 bls. í skinnbandi, á kr. 640.00 með af- borgunum. Bækur hækka nú í verði eins og annað. — Þær bækur, sem hér eru taldar, seljum vér á sama verði og áður, og eru því ódýrari en nýjar bækur verða í haust. Það er þvi fullvíst, að upplag margra þeirra þrýtur fyrr en varir. Bókamenn! Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að eignast þessar bækur á hagkvæman hátt. — Þeir hagsýnu kaupa bæK- urnar strax og greiða þær með mánaðarlegum afborgunum. Bókaskrá er í prentun. — Lítið á bækurnar. — Athugið greiðshiskilmálana. Bókabúéin Arnarfoll Laugavegi 15. —-Simi 7331.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.