Þjóðviljinn - 08.07.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1950, Blaðsíða 3
Xaugardagur 8. júlí 1950. . Þ7ÖÐV1LJUJN Aisðæfí Kina í höndnm alþyðunnar jjjEGAR Evrópumenn brutuat inn í Kínaveldi fyrir 100 árum og neyddu risaþjóðina til að lúta valdi sínu, mættu þeir lítilli mótspyrnu. Þó Kinverjar ættu eldri og hærri menningu, fundu þeir til vanmáttar, er herir þeirra, sem voru vopnaðir sverðum og spjótum, urðu að lúta í lægra haldi fyrir vélbyss- um, bryndrekum og fallbyssum „útlendu djöflanna". Þessa yfir burði sína á sviði drápstækn- innar töldu vestrænu þjóðirnar sönnun fyrir yfirburðum menn- ingar sinnar, þótt þeir séu að- eins afleiðing af ólíkri sögulegri þróim. Hinar mörgu smáþjóðir Evrópu hafa um árþúsunda skeið átt í sífelldum róstum og keppt hver við aðra um að finna upp ný vopn, er gætu veitt yfirburði í styrjöldum. Kínverjar höfðu hinsvegar lifað í friði að mestu ieyti I þúsimdir ára, og þar sem engin þörf rak á eftir, höfðu vísindamenn þéirra ekki eytt tíma sínum í að finna upp slíkan óþarfa sem fallbyssur og bryndreka. Hin friðsamlega þróun Kína orsakaðist m. a. af legu lands- ins. Engin hætta ógnaði hinni stóru þjóð af hafi, því villiþjóð- ir þær, er byggðu hinar fjar lægu og afskekktu eyjar út af ströndum landsins, voru ekki færar um að gera hættulegar árásir. 1 hinum köldu og hrjöst- ugu löndum norðursins og sand auðnum í norðvestri, bjuggu fámennir hirðingjaþjóðflokkar, sem engin ógn stóð af fyrir daga Dhengis Klians, og í vestri og suðvestri mynduðu hinir himingnæfandi fjallgarðar aust- ur áf Himalaya hinn ákjósan- legasta vamargarð og hindr- uðu hugsanlegar innrásir frá hinu stóra og þéttbýla Indlandi. 1 þúsundir ára gat fámennt lögreglulið, vopnað spjótum og sverðum, varið landamærin og haldið uppi lögum og reglu við þau. En þetta 2ið var gersam- lega máttvana andspænis ræn- ingjaherjum hinna vestr. stór- velda, sem .komu fram af sömu grimmdinni, ósvifninni og sið- leysdnu í þessu gamla hámenn- ingarlandi og þeir höfcu áður auðsýnt hinum vjjlltu Indíánum Ameríku og hinum frumstæðu svertingjaþjóðum Afríku. TlylENNING Kínverja var á mjög háu stigi ,á ýmsvun sviðum. Jarðrækt þeirrá hefur oft verið jjafnað við evrópska garðyrkju, og þeir áttu miklar og göfugar bókmenntir. En menning þeirra iiafði af ýmsum orsökum staðnað í gömlum formum. Embættismannalið ein- valdanna, sem áttu að stjórna ríkinu var „ofmenntuð" og mútu þæg skriffinnskustétt, sem hvorki hafði vilja né getú til að skipuleggja baráttu fjöldans gegn hinúm erlendu landvinn- ingamönniun. Valdhafarhir lögðu jafnvel hindranir til að veikja baráttu alþýðunnar gegn Eftir Ailati Hutmg Evrópumönnum, og þáðu stund um hjálp frá þeim til að berja niður frelsishreyfingar, sem þeir töldu sprottnar af, upp- reisnarhneigð“. Til þess að Kína gæti aftur öðlast þjóðfrelsi sitt, þurfti áður að brjóta hið siðspillta mantsjúriska mandarínaveldi með öllu þess geysilega arðráni, á bak aftur, og hin vinnandi alþýða að taka stjórn þjóðfrels- isbaráttunnar í sínar hendur. — Það er þetta starf, sem hefur verið unnið í nærfellt þrjátíu ára styrjöld kommúnistanna gegn himun siðspilltu og mútu- þægu hershöfðingjum lénsveld- isins. 1 þeirri baráttu hafa millj ónir af bændum og verkamönn- um hinnar friðsömu kínversku þjóðar lært til hlítar notkun nýtízku vopna, sem þeir hafa tekið í stórum stíl herfangi af liinum erlendu ræningjum, bæði hinum austrænu Japönum og hinum vestrænu Evrópu- og dollaramönnum. -— Nú er svo komið, að kommúnistarnir hafa þurrkað út öll völd útlendinga í landinu, og fimm hundruð milljónir manna, sem áður voru ófrjálsir, hafa nú af atorku og eldmóði hafið uppbyggingu hins frjálsa alþýðuríkis. Kinverjar hafa eins og Ráðstjórnarþjóð- irnar á tímum rússnesku bylt- ingarinnar, mikla möguleika til að skapa á skömmum tíma ný- tízku iðnað og bæta lífskjör al- mennings stórlega. Kínverjar hafa frá fomu fari verið taldir meðal gáfuðustu og iðnustu þjóða heimsins, og land þeirra geymir í- skauti sínu gnótt margskonar auðæfa, sem fram að þessu hafa aðeins verið nýtt uð óverulegu leyti. KÍNA er um 10 milljónir fer- kílómetra að flatarmáli, eða næstum eins stórt og öll Evrópa. Ibúar Kína eru um 500 millj. íbúar Evrópu eru um 550 millj., þar af á annað hundrað millj. í' Ráðstjórnar- ríkjunum. Megin uppistaðan í þjóðarbú- skap Kínverja er landbúnaður- inu', sem veitir um 80% af þjóð inni atvinnu.' Mest er þéttbýlið í hinum frjóu dölum fram með stórfljótunum. Með árþúsunda striti og miklu hugviti hefur í þessum dölum verið skapað geysi margbrotið og umfangs- mikið áveitukerfi. Vatni stór- fljótanna hefur verið veitt út á hrísgrjónaakrana eftir hundr uðum skurða. Á svæðinu milli Jangtse-fljóts og Hoangho fljóts,' þar sem landslagið ér öðruvísi, er vatninu dælt með stigmyllum upp úr bnmnum og ám. Hrísgrjónaakramir þurfa að vera undir vatni í langan tima ár hvert. Miðhluti ríkisins, sem nær yf- ir fylkin Ngan Huei, Hupet Honan og Hunan, er oft nefnd- ur kornforðabúr Kína. Þar er geysimikið ræktað af hrísgrjón um, en einnig hveiti, te, sykur, tóbak og baðmull. Ennfremur er mikil silkirækt þar. Á stórum svæðum í fylkjunum Setsjuan, Jynnan og Kuangsi, gefur hin frjósama jörð þrjár uppskerur á ári. Þó mun afraksturinn enn aukast mikið þegar bændurnir fá nýtízku áhöld, og þegar rikið verður þess megnugt að láta þeim í té það magn af tilbúnum áburði, sem þeir þurfa. Stjórnin í Peking hefur þegar gert áætl- anir um byggingar stórra áburð arverksmiðja, og verður þeim lcomið upp eins fljótt og mögu legt er. t'EIKILEG auðæfi eru fólgin í jörðu í Kína. Tækniskort- ur og áhrif hvítra maima hafa valdið því, að þau hafa lítt verið numin fram að þessu. Áð- ur en kommúnistar náðu yfir- ráðum í landinu réði amerískt fjármagn yfir 65% af utanrík- isverzlun Kína, og dollarakóng- um var ekki um það gefið, að Kína kæmi sér upp nýtízku iðnaði, sem gæti gert landið efnahagslega óháð. Nú mun verða skjót breyting á þessu, þegar hið vinnandi fólk fær sjálft að ráða stefnu og hraða atvinnuþróunarinnar. Kína er geysiauðugt af stein- kolum, stendur aðeins að baki Bandaríkjunum og Ráðstjórn- arríkjunum. „Statesman Year Book“, sem út kom í Banda- ríkjunum árið 1946, telur kola- auð Kina um 224.000 milljónir smálesta. Meðfram suðaustur- fjallgarði Norður-Kína-hálehd- isins, bæði fyrir austan og vest- an Peking, eru feikiauðugar kolanámur. í Shántung eru beztu kokskol í Asíu. Stærsta kolasvæði Kína er þó í Shangsi fylki. Þar eru kolin aðeins hul- in þunnu moldarlagi, og er hægt að brjóta þau við dags- birtu. — I syðstu fylkjum lands ins, t. d. í Kiangsi og Jynnan eru' millj smálesta af kolum í jörðu. • Nýtízku iðnaður útheimtir fleira en kol. Hann krefst Ííka járns. Talið er, að þær járn- námur, sem fram til þessa hafa fundizt^ L ^Cína, geymi um 1200 milljónir smálesta. Auðugustu námumar eru norðvestur af Peking; í Mansjúríu og við Jangtse-fljót sunnanvert. Af gulli og silfri er ekki mik ið í Kína, en aftur á móti eru þar framleidd 4Ö% af öllu því volfram, sem framleitt er heiminum. Af þessu magni eru 70% frá hinu suðlæga fylki Kiangsi. Er talið, áð magn þessa málms þar nemi 3,9 millj. smálesta. Málmur þessi er rétt undir yfírborðinu eins og kolin Skák Riístjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSS0N Norðurlandaskákmótið. Nú líður óðum að því, að Norðurlandaskákmótið hefjist; það á að fara fram hér í Reykjavík dagana 28. júlí til 9. ágúst. Erlendu gestirnir koma margir með Gullfossi og fara með honum aftur að mót- inu loknu. Úr húsnæðisvanda- málunum leystist eins vel og á varð kosið, þingið fer fram hinum nýju salarkynnum Þjóðmenjasafnins. Ekki ter enn að fullu vitað um: þátttöku ut- anlands frá, en hún verður þó nokkuð mikil, þrátt fyrir dýrar ferðir. Skáksambandið hefur tekið að sér að sjá gestunum fyrir fæði og húsnæði meðan mótið stendur yfir. Erlendu þátttakendurnir verða senni- lega um eða yfir 20, og meðal þeirra ýmsir af ágætustu skák- mönnum Norðurlanda, svo að keppnin verður spennandi. Teflt verður á kvöldin fimm stundir í lotu eins og nú er farið að tíðkast. Áreiðanlega fá færri íslendingar en vilja að taka þátt í mótinu. I landsliði eigum við þrjú sæti og verða þau vænt anlega skipuð Baldri Möller og Guðmundunum Ágústssyni og Guðmundssyni. 1 meistarafl. tefla tólf menn og verður þar sennilega rúm fyrir 5—7 íslend inga. Þar koma margir til greina og getur orðið örðugt að velja. Líklega verður mest rúm í fyrsta flokki en þó hafa fjórir Danir, tveir Finnar og einn Norðmaður tilkynnt þátt- töku þar nú þegar. Falleg skák frá Búdapest. Skýringar eftir ungverska skákmeistarann Barcza (nokk- uð styttar). Keres. Kotoff. 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 d7—d6 3. d2—d4 ■ c5xd4 og því auðvelt að vinna hann. Kínverjar framleiða áríega um þús. smál. af tini, eða um 8% af heimsframleiðslunni. I fylkjunum Hunan, Kuauntung og Kuangsi eru miklar tinnám- ur og mun vinnsla þessa dýr- mæta hráefnis verða aukin mjög á næStunni. Ahtimonframleiðslan í Kina nemur 25% af heimsframleiðsl- unni. Amerískir auðmenn náðu á sínum tíma sterkri forrétt- indaaðstöðu til antimonfram- leiðslu með 100 millj. dollara lánveitingu til Kuomintang- stjórnarinnar; Þau fórréttindi missa þeir vitanlega nú. Anti- monauðlegð fylkjanna Hunan, Kueitsjá og Jynnan er talinn nema 3,5 millj_. smálesta.- Auk þess finnast í Kína fjórar teg- undir léirbundinna hráefna, sem eru notaðar til framleið3lu alu- Framhald á 6. síðu. 4. Ebl—c3 — Rg8—f6 5. Rbl—c3 a7—a6 6. Bfl—e2 Dd8—c7 7. Bcl—g5 I fljótu bragði virðist þessi leikur ekki sérlega góður, því að svartur getur sem bezt vald að riddarann með hinum ridd- aranum. En tiigangur leiksins kemur í Ijós áður en langt líð- ur. 8. ------- RbS—(17 9. 0—0 e7—e6 10. Be2—h5!! Þetta var það sem Keres hafði hugsað sér, hann hótar Rxe6 í næsta leik. Hvort á svart ur nú að veikja stöðu sína á svörtu reitunum með 9.— g7- g6 eða leika 9. — RxB 10. DxR Rf6 11. BxR gxf6 og fá peða keðju sína slitna í sundur? Kotoff hafnaði hvorutveggja án þess að hika og lék. 10.-------- Dc7—c4 10. Rd4xe6 !!! . Dc4xe6 Riddarafórnin er jafn rétt og hún er glæsileg. Ef svartur reyndi í stað þessa • 10. RxB svarar hvítur 11. Dd5 og ef DxD þá 12. Rc7 mát! Eða 11. — Rb6 12. DxD RxD 13. Rc7f og vinnur skiptamun. 11. Rc3—d5 Ke8—d8 Eða 11. — RxR exR Df5 13. Delf Re5 14. f4! ogaef nú Bd7 er drottningin í vandræðum eft ir g4, en Kd7 strandar á 15. fxe5 DxBg5 16. Hxf7f Be7 (eða Kd8, Da5f) 17. exd6 Kxd6 18. Db4f Kd7 19. Hel He8 20. Bg4f og vinnur. Svartur hefði getað reynt 14. — g6, en hvítur hefur líka tekið það með í reikning- um sínum: 15. fxe5 DxB 16. exd6 fráskák og vinnur fljót- lega eins og menn geta sann- fært sig um með stuttri at- hugun. 12. Bh5—g4 De6—e5 13. f2—f4 De5xe4 14. Bg4xd7 Bc8xd7 Ekki væri betra að leika 14. Be7 17. BxRf6 BxBf6 16. RxBf6 gxRf6 17. BjcBc8 KxBcS 18. Dxd6 og svartur er með tapað tafl. Eða 16. — De3f 17. Khl BxBd7 18. RxBd7 KxRd7 19. Dg4f og enn vinnur hvítur. Ekki eru komnir nema f jór- tán .leikir — og skákin er ráð- in: 15. Rd5xf6 16. Bg5xf6f 17. Bf6xh8 g7xf6 Kd8—c7 Bd7—c6 Þróttmikið svar við Bh6 væri Dd4. 18. Ddl—d2 19. Hal—el! 20. Hel—e7f 21. Hfl—el 22. Bh8—d4 23. Dd2—f2 24. Bd4—b6f 25. He7—e8f 26. HelxeSt 27. He8xf8 Bf8—h6 De4—g6 Kc7—d8 a6—a5 Ha8—a6 Bh6—f8 Kd8—c8 Bc6xe8 Kc8—«17 Gefst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.