Þjóðviljinn - 08.07.1950, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1950, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. júli 1950. ÞJÓÐV1LJ7NN Á þessum stað tekur blaðið til birtingar smáauglýs ingar um ýmiskonar efni. Þær eru sérstaklega hentugar fyrir allskonar smáviöskipti, og þar sem verðið er aðeins 70 aurar orðið eru þetta lang- samlega ódýrustu auglýsingarnar sem völ er á. Ef þér þurfið að selja eitthvað eða kaupa, taka á leigu eða leigja, þá auglýsið hér. < i i KcnnslEL Bréfaskóli Sósíalistaflokksins er tekinn ti} starfa. Fyrsti bréfaflokkur fjallar um auð- valdskreppuna, 8 bréf alls ea. 50 síður samtals. Gjald 30.00 kr. Skólastjóri er Baukur Helgason. Utaná- skrift: Bréfaskólj Sósíalista- flokksins Þórsgötu 1, Reykja vík. I Kaup-Saia ! Frímerki ! Kaupi notuð islenzk frímerki. Skilvís greiðsla. G. Brynjólfsson, Barmahlíð 18, Rvík. Kaupum — Seijum og tökum í umboðssölu alls konar gagnlega muni. GOÐABORG, , Freyjugötu 1. — Sími 6682. j Daglega Ký egg soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16. Fasteignasölu- miSstöðin, Lækjargötu 10 B, sími 6530, annast sölu fasteigna, skipa,' bifreiða o. fl. Ennfremur allskonar tryggingar o. fl. í umboði Jóns Finnbogason- ar, fyrir Sjávátryggingarfé- lag Islands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, á öðrum tímum eftir samkomu lagi. Áiabálur j til sölu, 2—3 tonn. Upplýs- j ingar í síma 2460 kl. 2—5. i | Munið kaffisöluna _ í Hafnarstræti 16. Kanpnm t \ j húsgögn, heimilisvélar, karl- j j mannaföt, útvarpstæki, sjón- j j auka, myndavélar, veiði-! j stangir o. m. fl. j Vöruveltan j Hverfisg. 59. — Sími 6922. j Stofuskápar j — Armstólar — Rúmfata- I skápar — Dívanar — Komm- j öður — Bókaskápar — Borð stofustólar — Borð, margs- konar. Ilúsgagnaskálinn, Njálsgötu 112. Sími 81570. Kaupum hreinar Ullartuskur Baldurgötu 30. Karlmannaföt — Kúsgögn Kaupum og seljum ný og notuð husgögn, karlmanna- föt og margt fleira. Sækjum — Sendum, Söluskáiinn Klappastíg 11. —Sími 2926 Vinna Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Lög- fræðistörf, endurskoðun, fasteginasala. — Vonar- stræti 12. — Sími 5999. Saumavélaviðgerðir — Skrifstofnvélaviðgerðir. Sylgja, Laufásvegi 19. — Sími 2656. Nýja sendibílastöðin Aðalstræti 16 Sími 1395 Lögfræðistörf: Áki Jakobsson og Kristján Eiríksson, Laugaveg 27, 1. hæð. — Sími 1453. AUGLÝSIÐ H Í R Tannlækninga- stofa mín verður lokuð um mán- !j !j aðartíma vegna sumar- leyfa. VIÐAR PÉTURSSON Lækjargatan Framhald af 8. síðu. um blettinn fyrir framan stjórn arráðið og það er því óvíst hvort hægt verður að byrja á þessu. Hversvegna skyldi vera erf- iðara að semja við ríkisstjórn- ina nú, en það var í fyrra um meðferðina á Menntaskólalóð- inni? Eða á kannske að geyma breikkun Lækjargötunnar til næstu bæjarstjórnarkosninga, til haustsins 1953 ?!!! Sœnskur námssfyrkur veiffur Sænska ríkisstjómin hefur boðið fram styrk að fjárhæð 3000 sænskar krónur, auk 300 króna ferðastyrks, handa ís- lenzkum stúdent til náms við sænskan háskóla á vetri kom- anda. Að fengnum meðmælum há- skólaráðs, hefur menntamála- ráðuneytið lagt til, að Ólafur Hreiðar Jónsson, stud. polyt., hljóti styrk þenna til náms í skipaverkfræði í Stokkhólmi. (Frétt frá menntamálaráðu- neytinu.) Barn hrapar til hana Sl. laugardag varð það slys í Lokinhömrum í Arnarfirði, að sex ára telpa hrapaði til bana er hún var að leik ásamt bróð- ur sínuni og frænda. Heimilisfólkið á Lokinhömr- um mun ekki hafa vitað hvert bömin fóru, en er þeirra var saknað og leit hafin fannst telpan stórslösuð, undir tveggja til þriggja mannhæðaháum kletti, og voru drengirnir hjá henni. Ekki reyndist unnt að bjarga lífi telpunnar og and- aðist hun um það bil sólar- hring eftir að hún fannst. Telpan var dóttir hjónanna Kristínar Sveinbjarnardóttur og Ragnars Guðmundssonar að Hrafnabjörgum. f'<ý vtv? 'Tr''TTf'<Tff' FÉlagslít ÞRÓTTARAR! III. og II. flokkur, æfing kl. 4 í dag á Grímsstaðaholtsvell- inum og I. og II. fl. æfing kl. 5 í dag á Grímsstaðaholtsvell- inum. Þjálfarinn. Bæjarpésturinn Framh. af 4. síuðu efna til innlends iðnaðar, t d. til málningarverksmiðja, bók- bindara og járnsmiða. Ötal fleiri iðngreinar eru stórlam- aðar eða í þann veginn að stöðv ast vegna efnisskorts. — En á meðan iðnaðarmenn eru ým- ist atvinnulausir eða að verða atvinnulausir, þá eru tugir og hundruð íslenzkra yfirstéttar- legáta á lúxusflakki út um öll lönd, eyðandi dýrmætum gjaldeyri, sem þeim hefur ef- laust verið veittur af hinni alls- ráðandi gjaldeyrisnefnd. Og þeir herrar, sem fengið hafa til landsins 93 lúxusbíla það sem af er þessu ári, þeir verða vissulega að teljast til sér- stakrar tegundar af lúxusflökk- urum á meðan þeir flakka um í bílum sínum hér heima“. Þessu er hnuplað úr Bæjar- pósti Mjölnis á Siglufirði. Festist á girðingu og heið bana Það hörmulega slys varð í Gerðaliotl á Álftanesi sl. mánu- dag, að telpa á þriðja ári fest- ist á gaddavírsgirðingu og beift bana af. Telpan mun hafa verið að skríða á milli gaddavírsstrengja er slysið varð. Hafði hún á höfðinu húfu er fest var með bandi undir kverk eins og altítt. er. Mun húfan hafa festst á gaddavírnum og bandið þá herzt að hálsi telpunnar. Strax og telpunnar var saknað vUr haf- in leit, en hún var öreitd er að var komið. ' Laitlciðir Ilytfa danska Ieiðangursmenn til Grænlands I fyrrasumar fluttu vélar flugfélagsins Loftleiðir h. f. leið angursmenn danska vísinda- mannsins dr. Lange Koch frá. Danmörku til Grænlands, en dr. Koch hefur bækistöðvar á Ella- éy við austurströnd Grænlands, og vinnur þar að rannsóknum. ýmis konar. Samningar hafa nú enn tek- izt milli Loftleiða og dr. Koch um flutninga í sumar og er gert ráð fyrir að fluttir verðí rúmlega 100 leiðangursmenn frá Danmörku til Grænlands. Hingað munu þeira koma með „Geysi“ millilandaflugvél Loft- leiða, en héðan munu þeir fara með „Vestfirðing", Catalínufiug bát félagsins. Verða þeir enn. fluttir til Ella-eyjar. 5 VWW-VWVVVVVWWkVUVVW Landsmót i f imannafélaga verður opBað í dag fyrir almenn- j ing kl. 10 f.h. | Stórkostlégasta sýning á reiðhross- ? um og kappreiðar, sem nokkru j sihni heíur verið háð hér á landi. «! o m i ð á Þ i n g v ö 11 \ IBUÐ 0SKAST Mig vantar þriggja lierbergja íbúS. Mega vera lítil herbergi. Skiptir ekki máli, hvort um væri að ræða utan við bæinn cða í bænum. Get ekki greitt nema áVsleigu fyrirfram. Gott fólk. Upplýsingar i síma 2270. • SÍLBIN Framhald af 1. síðu. Andvari var á leið hingað með 500 mál þegar hann strand aði og leggur hana upp hjá. síldarverksmiðjunni Rauðku £ dag. Rauðka hefur nú fengið 1900 mál, en engin síld hefur borizt til ríkisverksmiðjanna. hér ennþá. 50 skip eru nú komin á veið- ar og hin á leiðinni eða að leggja af Stað. — Síldarleitar- flugvélarnar eru nú að hefja starf sitt. w%vi^Aíwyy^^vwbWvvyvvvvwvwvwwhvwywvvwvvwwp KÓREA Framhald af 1. síðu ríkjanna séu nú um 1.5 millj. manns. Ástralska sjómannasamband- ið hefur skorað á alla meðlimi sína að neita að vinna á eða.. við skip sem flytja hergögn til leppstjórnarinnar í Suður-Kór- eu. Sífellt bætast herskip í þann flota er Bandaríkin og leppir þeirra senda gegn alþýðu Kór- eu. I gær lögðu af stað tvö beitiskip Helena og Toledo, á- samt 7 tundurspillum frá Banda.. ríkjunum áleiðis til Kóreu. Brezkar flugsveitir eru nú komnar til Japans, og munu innan skammt taka þátt i strið- inu í Kóreu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.