Þjóðviljinn - 22.07.1950, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.07.1950, Qupperneq 1
IflLJINN 15. árgangur. Laugardagur 22. júlí 1950. 159. tölublað. Einhuga verkalýðshreyfing á sigur vísan í baráttu gegn kjaraskerðingu gengfslækkunarinnar Stjórn Alþýðusambandsins leggur til að sambandsfélög- in segi nú þegar upp kjarasamningum með kauphœkk- anir fyrir augum Stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bœja lýsir einróma óánœgju sinni með fölsun vlsitölunnar :s SJEN JI hershöfðingi Stjórn Alþýðusambands Islands hefur samþykkt að leggja til að verka- lýðsfélögin „segi nú þegar upp kjarasamningum sínum með kauphækkanir fyrir augum”, og jafnframt að æskja samstarfs við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja samþykkti einróma á fundi í fyrradag að lýsa yfir óánægju með ákvörðun júlívísitölunnar. Fulltrúi Alþýðusambandsins í kauplagsnefnd, Torfi Ásgeirsson hagfræð' ingur, hefur sagt sig úr nefndinni í mótmælaskyni við aðfarir hennar við fölsun vísitölunnar. Flest verkalýðsfélög eru bundin við mánaðar uppsagnarfrest samninga og ýms þeirra þar að auki við uppsögn um mánaðamót. Síldarverksmiðju- félögin sömdu hins vegar, samkvæmt ráðleggingu Alþýðusambandsins, fyrir alla vertíðina, til 15. september. Þegar í upphafi slíkra aðgerða allrar verkalýðshreyfingarinnar þarf að leggja mikla áherzlu á nauðsyn algerrar einingar, náið samstarf stjórnar heildarsamtakanna við fulltrúaráðin, fjórðungssamböndin og sterkustu fé- lögin. Einhuga, samstillt verkalýðshreyfing á vísan sigur í baráttunni gegn kjaraskerðingum gengislækkunarinnar, í baráttunni um mannsæmandi líf fyrir íslenzka alþýðu. Taivan verður frelsuð þrátt fyrir bandarískan herskipavörð um S jang segir Sjen Ji. yfirhershöfðingi iiðsins, sem á að taka eyna Sjen Ji, yfirhershöfðingi 3. kínverska alþýðuhersins og yfir maður herstjórnarsvœðis Suð- austur-Kína hefur lýst yfir, að kínverska þjóðin múni vissu- lega frelsa Taivan og þurrka út leyfarnar af kliku Sjang Kai- séks. Truman forseti skipaði 7. flota Bandaríkjamanna, að haida vörð við Taivan og hindra að alþýðuherinn greiði atlögu gegn liði Sjang, rnn leið og hann fyrirskipaði bandaríska innrás á Kóreu. Sjen Ji kvað það hlutverk hers síns að frelsa Taivan. Sjen stjórnaði hernum, sem tók Sjanghai í borgarastyrjöldixxni í Kína í fyrra. Ibúar S.-Kóreu gera bandaríska innrás- arhernum allan þann óleik, er þeir mega Styðja skæruliða með ráðum og dáð, járnbrautarverkamenn vinna með bandarísk byssuhlaup við hnakkann Frásagnir fréttaritara með bandaríska árásarhern- um í Kóreu bera það með sér, aö það er öðru nær en fólkið þar, sem Bandaríkjamenn þykjast vera aö „bjarga frá árás“, sé þessum „björgunarmönnum“ þakklátt. Þvert á móti gerir það þeim allan þann óskunda, sem það megnar. Samþykktir Alþýðusambands stjórnar „Með því að ríkisstjórnin hef ur með bráðabirgðalögum á- kveðið, að kaupgjald fyrir tíma bilið 1. júlí til ársloka skuli reiknað út með vísitöiunni 112 enda þótt vísitala, sem reiknuð væri samkvæmt fyrirmælum 3. gr. laga um gengisskráningu o. fl., sé allmiklu hærri, þá ítrek- ar miðstjórn sambandsins fyrri samþykkt sína varðandi þetta mál og leggur tál, að sambands féiögin segi nú þegar upp kjara samningum sínum með kaup- bækkanir fyrir augum. Þá lýsir miðstjórnin yfir því, að hún er aigerlega samþykk þeirri ákvörðun Torfa Ásgeirs- sonar að víkja úr kauplagsnefnd í mótmælaskyni við hin ein- stæðu vinnubrögð ríkisstjórnar Snnar og meirihluta kauplags- nefndar í þessu máli, enda mun sambandsstjórn ekki tilnefna annau mann I kauplagsnefnd I hans stað. Jafnframt óskar miðstjórn- in þess, að Torfi Ásgeirsson vinni áfram að því fyrir Alþýðu sambandið að fylgjast með kaupgjaldi og verðlagi og reikna út, hvað rétt framfærslu vísitala á að vera á hverjum tíma.“ „Miðstjórnin samþykkir að leita samstarfs við Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja og Farmanna- og fiski mannasambands Isiands vegna þess að vísitala fram- færslukostnaðar fyrir júlí- mánuð hefur með lögum ver ið ákveðin 112 stig, þótt hún samkvæmt réttrnn for- sendum eigi að vera miklu hærrL“ Samþykkt stjórnar B.S.R.B. Á stjórnarfundi B.S.R.B., sem haldinn var í fyrrad., var ein- róma samþykkt svofelld tillaga: „Stjórn B.S.R.B. lýsir óá- nægju sinni yfir þeirri ákvörð- un meirihluta Kauplagsnefndar að vísitala fyrir júlímánuð skuli vera 109 stíg, en það myndi þýða, að uppbót á laun vegna gengislækkunarinnar yrði að- eins 5% tii áramóta. Þessi ákvörðun mun byggð á ákvæðum laga nr. 56 1950 um hámark húsaleigu. Stjórn Framhald á 7. síðu. Fréttaritari frönsku frétta- stofunnar France Press í Kóreu segir að skæruliðar, sem ráð- ast oft að baki víglínu Banda- ríkjamanna njóti samúðar og stuðnings almennings. 1 bar- daganum um Taejon gerðu skæruliðar Bandaríkjamönnum mjög erfitt fyrir. Fréttaritarij brezka útvarpsins, sem er ný- kominn til Kóreu, komst ekki til Taejon vegna þess að skæru- liðar höfðu náð kafla af veg- inum þangað á sitt vald. Charles Symons, fréttaritari „Chicago Tribune" í Kóreu skýrir frá því, að jámbrautar- verkamenn vilji aðeins vinna ‘á lestum á suðurleið, frá vígstöðv unum. Þeir fást ekki til að vinna á leið til vígstöðvanna nema til að bjarga lífi sinu, er Bandaríkjamenn hóta þeim líf- i láti að öðrum kosti. Fréttaritar- inn segir, að jámbrautarverka- mennimir láti ekki undan fyrr en bandarískir liðsforingjar hafa skotið aðvörunarskotum rétt hjá þeim. Hafi verkamenn- imir verið neyddir á þennan hátt til að fara með lest til vígstöðvanna, eru þeir vísir til að snúa við á miðri leið, þegar bandarísku verðirnir ugga ekki að sér, og fara með flutn- ing, sem bandaríska hemum bráðliggur á, aftur niður til strandar. INNIKRÓU N ARORU ST A ' AUSTUR AF TAEJON Herstjórnartilkynning alþýðu hersins I gær er fáorð, skýrir aðeins stuttlega frá sókn á öll- um vigstöðvum, og MacAarthur gaf enga tilkynningu út. Frétta ritarar segja, að skriðdrekar alþýðuhersins sæki fram á slétt unni suður og suðvestur af Taejon. Bandaríska herstjórnin er sögð reiða sig á flugvélar til að hindra, að þessi her uái- kringi liðið, sem flýr frá Taejon. MacArthur sagði, cr harsn tilkynnti flótta Baadarikjahers frá Taejon að borgin hefði Framhald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.