Þjóðviljinn - 22.07.1950, Blaðsíða 6
,s* ***«
ÞJÖÐVILJINN
T*
!i[ .£í' 'í'ígflnírj.u&X
Laugardagur 22. júli
*■'-"• -• .....vt- -
LAUSASÖLUSTAÐIR
ÞJÖÐVILJANS
i i» »iiMi
Ný framhaldssaga byrjaði á sunnud.
G e r t r u d L i 1 j a :
Hamingjuleitin
6. DAGUR.
t
\
Vesturbær:
Vogarskýlið við Ægisgarð
Sjóbúðin við Grandagarð
Veitingastofan Fjóla Vesturgötu 29 .
Verzlunin Vesturgata 16
Veitingastofan -West-End Vesturgötu 45
Matstofan Vesturgötu 53
Verzlunin Drífandi Kaplaskjólsveg 1
Miðbæn
Blaðasalan Austurstræti 14
Hressingarskálinn Austwrstræti
Ás Laugaveg 160
Filippus í Kolasundi
Veitingastofan viö Geirsgötu
Bókabúð KRON Alþýðuhúsinu
ísbúðin Bankastræti 14
Kaffistofan Gosi Skólavörðustíg 10
Flöskubúöin Bergstaðastræti 10
Veitingastofan Óðinsgötu 5
Austurbær: '
Verzlunin Laugevegur 45
Veitingastofan Hverfisgötu 69
Tóbak og sælgæti Laugaveg 72
Stjörnukaffi Laugaveg 86
Röðull Laugaveg 89
Ásbyrgi Laugaveg 139
Söluturninn við Vatnsþró -
Matstofan Bjarg viö Laugaveg
Matstofan Höfði Skúlagötu 61
Verzlunin Drífandi Samtún 12
Verzlunin Bragagata 22
Verzlunin Víðír Þórsgata 29
Veitingastofan ‘Þórsgata 14 .
Smurbrauðsbarinn Björninn Njálsgötu 49
Verzlunin Þverá Bergþórugötu 23
Verzlunín Háteigsveg 52
Bakaríið Barmahlíð 8
Verzlunin Krónan Mávahlíð 25
„Komdu og seztu hjá okkur, Marta,“ kölluðu
kennslukomirnar vingjamlega. Líka þær? hugs-
aði Hilla. Nutu þær yfirburða sinna yfir heima-
sætuna eins og frúmar sem áttu giftar dætur?
>að var skipt um umræðuefni, valið efni
Sem hæfði Mörtu betur, talað um bökunarupp-
skriftir og mat og kennslukonurnar hæddust að
sjálfum sér fyrir.ódugnað sinn. Eini skorturinn
é menntun, sem konur skömmuðust sín ekki fyr-
ir að viðurkenna, heldur þvert á móti, var skort-
ur á kunnáttu í matartilbúningi, hugsaði Hilla.
Það hlaut að stafa af niðurbældri vanmeta-
kennd; það var fínt að geta ekki unnið starf,
sem vistráðið hjú gat unnið.
Marta hlustaði með vingjárnlegu brosi á frá-
sagnir þeirra um ódugnað sinn. En var ekki eins
og henni leiddist? hugsaði Hilla. Var útilokað,
að hún sem hafði notið uppeldis og leiðsagnar
gáfaðs föður, gæti sett sig inn í ferðaáætlanir
og Englandsferðir þeirra? Hilla þekkti Mörtu
lítið, hún hafði hitt hana í nokkrum samkvæm-
um, en hún fylltist allt í einu samúð með henni.
Hún hafði mjög falleg augu, þótt þau væru dá-
lítið þungbúin og raunaleg.. Ef til vill áttu þau
eftir að skjóta gneistum. Heimskri móður, grun-
lausum föður og eigingjörnum bróður til mik-
illar undrunar.
„Hefur ungfrú Bergström komið til Eng-
;ands?“ spurði hún.
„Já, en ekki nema hálft ár. Það þarf víst
langan tima til að átta sig á fólki og staðhátt-
um.
„Þú hefur aldrei. falað um það,“ sögðu
kennslukonurnar.
Marta brosti.
„Það var ekki umtalsvert — það gerðist ekk-
crt markvert. Eg var allan tímann í London til
að læra málið.“
Nú vaknaði áhugi -Hillu. Henni fór að skilj-
ast, að Marta var tvær persónur. Önnur sam-
svaraði umhverfinu, og hin naut sín ekki nema
gagnvart þeim sem dæmdi hana af eigin raun
og kynningu. Hún hafði haft þögnina að varn-
armúr: já, og nei. Hún var dóttir Bergströms
rektors, sem var viðurkenndur gáfumaður, syst-
ir gáfnaljóss sem beið eftir að verða prófessor,
og rektorsfrúin var móðir hennar, svo að van-
máttarkennd hennar hlaut að þrífast vel.
„Ejvað ætlar þú að vera lengi í Englandi, Dag-
mar?“ spurði Hilla með sakleysissvip.
„Eg ? Eg verð víst ekki nema í mánuð . .. . “
„Það má sjá mikið af London á einum mán-
uði,“ sagði Márta vingjarnlega um leið og hún
reis á fætur — augnaráð móðurinnar kallaði á
hana.
Leikfimiskennslukonan fór ,að líta á klukkúna;
í laumi. En hópurinn kringum rektorsfrúna sýndj
ekki á sér fararsnið.
„Hefurðu frétt nokkuð af Karín Dahl ?“ spurði
Dagmar sessunaut sinn.
„Nei, en það er sjálfsagt allt við sama.“
„Eg er að hugsa um að líta inn til hennar
næst þegar ég á leið framhjá. Þú þekkir víst
ekki Karín Dahl?“ sagði hún og sneri sér að
Hillu. I
„Nei, en ég veit, að hún var félagi Hinriks við
skólann," sagði Hilla stutt í spuna. Hún var
gripin skyndilegri reiði. Var ekki smekklaust að
fara að minnast á fyrrverandi unnustu Hinriks
við eiginkonu hans? Smekklaust gagnvart unn-
ustunni........
„Hún veiktist rétt eftir að hún fluttist héðan.“
„Eg veit það, Hinrik hefur sagt mér það,“
sagði Hilla. Síðan reis hún á fætur, því að nú
var hópurinn kringum rektorsfrúna farinn að
leysast upp. Sem betur fór. Því að Hilla fann
að henni var að verða illt. Hamingjan gæfi að
hún kæmist heim. Að opinbera leyndarmál henn-
ar og Hinriks í þessum félagsskap lcngu áður
en það var nauðsynlegt — ó, guð, láttu mig
komast heim fyrst. Óttaslegið augnaráð hennar
mætti augnaráði Mörtu. Þar sem hún stóð og
hélt vörð eins ög lögregluþjónn. Það var eins
og þjáning Hillu hyrfi inn í þessi raunamæddu
og þreyttu augu. !
„Gæti ungfrú Borgström ekki litið inn til mín
einhvern tíma,“ sagði Hilla um leið og hún
rétti Mörtu höndina í kveðjuskyni. „Eg er svo
einmana. þegar maðurinn minn er í skólanum....“
„Þökk fýrir, það vil ég gjarnan.“
„Lennart og Aina koma til okkar í sumar
eins og vanalega,“ sagði rektorsfrúin við mann
sinn við miðdegisverðinn. „Eg fékk bréf frá
Ainu í dag. Hún var að velta því fyrir sér,
hvort hún ætti að taka stúlku með til að gæta
bamsins, en ég ætla að segja henni, að það
sé engin þörf á því. Klas-Göran er svo hrifinn
af Mörtu.......“
Rektorinn skotraði augunum sem snöggvast
til dóttur sinnar, viðutan eða rannsakandi, það
var ekki auðvelt að sjá hvort heldur var.
,,Og hvað segir Marta um það ?“ spurði hcym.
Nú var það Marta sem leit sem snöggvast á
föður sinn.
„Marta? Henni finnst það ágætt, eða ekki get
ég ímyndað mér annað,“ sagði rektorsfrúin höst-
■ug.
Rektorinn þagði. Marta þagði líka. Þegar
máltíðinni var lokið, hvarf rektorinn inn í her-
bergi ’ sitt.
„Eg ætla að leggja mig dálitla stund, Marta
mín.“ sagði rektorsfrúin. „Þú sérð um að silfrið
£
Verzlunin Fálkagata 2 Grímsstaðaholti
Bókabúð Laugarness Sundlaugaveg 50
KRON Hrísateig 19
KRON Langsholtsveg 24—26
KRON Langholtsveg 140
Verzlunin Nökkvavogur 13
Verzlunin Álfabrekka við Suðurlandsbr.
Verslunin Langsholtsvegur 174
Flugvallarhótelið, Reykjavíkurflugvelli
Verzlunin við Borgarholtsbraut Kópavogi .
Verzlun-n við Reykianesbraut Kópavogi
Fossvogsbúðin Fossvogi.
SÞAViIP