Þjóðviljinn - 09.08.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1950, Blaðsíða 8
Togarasjðmenn á fcarfavelðum hafa jSMBB um 4.500 kr. i mánaðarlaun KarfaveiðisaiYiiiiiigarmr sterkasta vopn sjómanna í samniiftgunum um kjörin á is- og saltfiskveiðum Togarasjómenn þeir sem karfaveiðar stunda á 'Akureyri hafa haft að meðaltali 4.500 kr. í kaup á mánuði, en það eru langbeztu kjör sem sjómenn hafa nokkru sinni samið um á togaraflotanum. Samning- ar þessir eru að sjálfsögðu ómetanlegur styrkur fyrir sjómenn í deilu þeirra við útgerðarmenn um kjör á ís- og saltfiskveiðum. Hins vegar hafa forráðamenn Sjómannafélags Reykjavíkur undanfarið birt rógskrif í Alþýðublað- inu um sjómenn á Akureyri og í Neskaupstað og brigzlað þeim um að hafa „skorizt úr leik" með sérsamningum þeim sem hljóta að verða sterkustu rök sjómanna í togaradeilunni. Lorenz Halldórsson varaformaður Sjómannafélags Akureyrar hefur nú sent Þjóðviljanum eftirfarandi greinargerð, þar sem hann hrekur róg Sæmundar Ólafssonar og kumpána hans lið fyrir lið: „Hinn 5. þ.m. birtir Alþýðu blaðið grein um togaradeiluna og karfaveiðar Akureyrartogar- anna. Ber ritsmíði þess hið fal- lega nafn: „Kommúnistar og togaradeilan. Skrifa um órofa einingu, en svíkja og kljúfa sjó- mannastéttina.“ Virðist engin yanþörf að leiðrétta og lagfæra frásögn blaðsins af þeim mál- tum, sem þar eru rædd, því svo mjög er þar hallað réttu máli nð einsdæmi mun vera. Skýrir greinarhöf. fyrst rangt tfrá atkvæðagreiðslu er fram fór já Akureyrartogurunum inn flcarfaveiðasamning Sjómanna- tféiags Akureyrar. Þar greiddu •félagsmenn einir atkvæði, en ekki allir sem á skipunum voru, eins og segir í grein Alþbl. Já ;3Ögðu 28, en 27 nei. Að samning <ar 'þessir hafi verið gerðir án jþess að láta önnur félög vita Tilhjálmur ! Þór með 1 betlisiaf. Landbúnaðarráðuneytáð hef- ur falið Vilhjálmi Þór, forstj., að hafa með höndum, í sam- .ráði við ríkisstjórnina, sendi-! hefur ráðið átt viðræður' við er hreinn uppspuni, því meðan á samningum stóð átti ég tvö löng símtöl við gjaldkera. Sjó- mannafélags Reykjavíkur, hr. Sæmund Ólafsson,, og skýrði honum nákvæmlega frá gangi Framhald á 7.. siðu. Samið við mat- sveina og þjóna Síðastliðið laugardagskvöld tókust samningar milli Sam- bands matreiðslu- og fram- reiðslumanna annars vegar og skipafélaganna hins vegar. Aðalatriði samninganna eru þau að kaup búrmanna og mat reiðslumanna annarra en yfir- matreiðslumanna hækkar um 150 kr. á mánuði. Kaup veitinga þjóna á Goðafossi, Dettifossi og Lagarfossi hækkar um 300 kr. á mánuði. Eftirvinnukaup hækk ar um 36 aura á klukkustund, og vilyrði eru um ýms hlunn- indi. Samningamir gilda frá síð ustu áramótum nema eftirvinnu kaup frá 1. ágúst. Réttur til gengislækkunarvísitölunnar helzt óskertur þrátt fyrir hækk anirnar. . Islenzk listaverk sýnd í Osló Yíirlitssýning um íslenzk listaverk Irá aldamótum Sýningin verður opnnð í janúariok Eins og kunnugt er fékk rík- isstjórnin á sl. vori boð Félagi norskra myndlistar- manna, „Bildende kunstneres styre“, um að íslenzka stjórnin gengist fyrir því, að send yrðú íslenzk listaverk til Oslóar til sýningar þar. Yrði þetta hin 4. yfirlitssýning frá Norðurlönd- imum, sem haldin er í Osló, en yfirlitssýningar frá hinum Norð urlandaþjóðunum þremur, Döri- um, Svíum og Finnum, hafa þegar verið haldnar þar fyrir opinbera tilhlutim á imdanförn um árum, sín sýningin hvert árið. V:'; ‘MiJ Ríkisstjórnin fól Menntamála ráði að annast undirbúning þessarar íslenzku sýningar, og íáð Islands í Washington og Paris og stjórn áburðarverk- smiðjunnar, frekari undirbún- ing og viðræður við Organiza- tion for European Economic Cooperation í París og Econom- -ic Coorperation Administration í fWashington og fulltrúa þessar- ar stofnunar í Reykjavik, varð Ærndi meðmæli og samþykki þess ara aðila til veitingar fjárfram laga til byggingar væntanlegr- hér á stjórn norska myndliátarrrianna félagsins og stjórri Félags- is- lenzkra rnyndlistarmanna til undirbúninga máli þessu. ' Frá norskum listíunönnum væntanlegri forstöðunefnd sýn- ingarinnar, hafa komið fram eindregnar óskir um, að hin ís- lenzka sýning yrði opnuð í jánú arlok, og er ætlast til, að hún standi yfir í rúman mánuð. Það er ósk þeirra, sem boð- ar áburðarverksmiðju hér á ið hafa til sýningarinnar að Jandi. | þessi íslenzka sýning, eins1 og Vilhjálmur Þór fer utan hinar sýningarnar, hin danalca, jþessari viku til að vinna að sænska og finnska, verði sem 'þessu máli. (Frétt frá landbúnaðar- \i ráðuneytinu). gleggst yfirlitssýning um is- lenzka myndlist frá aldamótum og fram á þennan dag. .■ En til þess að svo megi tak- ast, þarf væntanleg dómnefnd .sýriingarinnar að hafa rúman tíma til að vinna verk sitt. Því má búast við, að þau listaverk, yngri og eldri, sem koma eiga til álits væntanlegrar dómnefnd ar, verði að vera komin til henn ar í býrjun október. — Að sjálf sögðu verður öllum listamönn- um gefinn kostur á að senda verk sín til dónrnefndarinnar. Steinþóra Einars- dóttír sextug Frú Steinþóra Einarsdóttír á Siglufirði varð sextug í gær. Steinþóra hefur um áratugi stáðið í fylkingarbrjósti verka- lýðshreyfingarinnar á Siglu- flriti. Hún var einn af stofn- endum Kommúnistaflokks Is- lands og síðar Sósíalistaflokks- ins. ___ Steinþóra er tvígift. Fyrri mann sinn missti hún frá fimm . ■' • y ' _v börnum ungum, en giftist síðar Gíunnari Jóhannssyni formanni Þróttar á Siglufirði og eignuð- ust þau eitt barn. Á hún nú fimm börn á lífi, sem. öll eru uppkomin. Son sinn Ingvar missti Steinþóra fyrir nokkrum árum. Auk þess hafa þau hjón- in alið upp tvö fóstvtrbörn. > Félagar og vinir þessarar. merku alþýðukonu senda henni hugheilar árnaðaróskir á aex- tugsafmælinu. HlÓÐViyENM Bræðslusíldaraflinn 229.617 hkl. S.I. laugardag 5. ágúst á mlðnætti var bræðslusíldar- aflinn 220.617 hektoi. og búið var að salta í 30.005 tunn- ur. Á sama tima í fyrra var bræðslusíldaraflinn 70.273 hektol. en söitun var J)á 17.465 tunrnu*. 218 skip, sem veiða með 214 nótum hafa fengið þcnn- an afla, og hafa þá flest öll veiðiskipin fengið einhvem afla. Tíu aflahæstu skipin eru: Helga, Reykjavík, 4989, Fagri klettur, Hafnarf. 4378, Stíg- andi, ólafsf. 3269, Fanney, R. 2812, Skaftfellingur, Vm. 2784, Haukur 1, Ólafsf. 2686, Edda Hafnarf. 2400, Andvari, R. 2372, Garðar, Rauðuvík 2359, Snæfell, Akureyri 2304. Volsliðið vann 6 leiki af 7 í Nore^sförinni Sl. sunnudag kom knattspymulið Vals úr för sinni til Noregs. Átti fararstjóri Valsliðsins, Sigurpáll Jónsson, tal við fréttamenn í gær. Lét hann hið bezta yfir ferða- lagi þeirra félaga er varð hin mesta sigurför. Alls lék Valsliðið 7 leiki í Danmörku og Noregi og vann þá alla nema einn, setti það samtals 25 mörk gegn 10. Ummseli norsku fclaðanna um leikina voru mjög lofsamleg í garð íslendinga. Knattspymuflokkurinn fór héðán með Gullfossi til Hafnar 15. júlí. Kom hann til Khafnar kl. 10 á fimmtudág og lék kl. 7 hinn sama dag við KFUM Bóldklub (sama liðið og vár hér í sumar). Vann ValUr þann leik með 3 :1, fengu „klaufa- mark“ í lok síðari hálfleiks. Frá Khöfn fór Valsliðið til Osló, og lék þar gegn Válereng- en riiánudaginn 24. Tapaði Vái ur 'þar með 2 : 3 og var það eini ósigur liðsins í ferðinni. Rigning var meðan leikurinn stóð yfir og áhorfendur ekki nema um 2 þúsimd. Þótti ís- lendingunum :það allmikil ný- lunda, að lið Válerengen hafði vátryggt sig fyrir leikinn, gégn rigningu! Kostaði vátryggingin 600 kr. og átti tryggingarfé- lagið að greiða liðinu 5 þús. kr. ef úrkoma yrði meiri en 5 mm á tímanum frá kl. 5 til 7. Fór svo að tryggingarfélagið varð að greiða féð. Hinn 27. lék Valur á móti Grane í Arendal, og sigraði með 4 :1 eftir góðan leik. Daginn eftir, eða 28. var farið til Kristiansand og keppt við félagið Donn. Urslit voru 4: 0. I Flekkefjord lék Valur móti stérkasta liðinu í Suður- Noregi. Hafði það unnið alla sína heimaleiki 2 sl. ár þar til nú að það tapaði fyrir Val með 1 : 0; 3. ágúst vann Valur Vard í Haugesund með 7 : 3, .eftir sérlega góðari leik og töldu norsk blöð það bezta kappleik er leikinn hefði verið í Hauge- sund. Áhorfendur voru 2500, og var það „vallarmet“ þar. Frá Haugesund var farið til Saud- nes og keppt þar 5. ágúst. Voru leikmenn þá orðnir þreyttir af stöðugri keppni og ferðalögum og gætti þefis í leiknum. Hon- um lauk þó ~^ð»sigri Vals, 4 : 2. Hafði Valur þá leikið 7 kappleiki á 16 dögum og sett 25 mörk gegn 10. Eiris og sjá má af framan- sögðu hefur Valur staðið sig með ágætum í þessari Noregs- för. Að vísu var lið hans styrkt með 2—3 mönnum úr öðrum félögum og mun óhætt að segja að þeir hafi bætt liðjð til muna Þakka Valsmenn niúverándi þjálfara sínuin, Engléndingnum John Finch, að miklu leyti þær framfarir er orðið hafa í leik- hæfni kappliðs þeirra á síðustu mánuðum. Lá við alvarlegum bruna Nærri lá, að mosa- og lyng- breiða í Hólmhrauni, innan Heiðmerkurgirðingar, yrði eldi að bráð á sunnudaginn var. Hætt er við, að einhver hafi farið óvarlega með eld, því að maður sem þarna var á gangi varð þess var, að kviknað hafði í mosanum, en til allrar heppni var ekki um mikiun eld að ræða, og tókst að hefta út- breiðslu hans. En þetta gefur tilefni til þess að minna á hve, nauðsynr legt er að fara varlega með eld á Heiðmörk, einkum þegar þurrkar ganga. Engin sildveiði igær Siglufirði. Frá fréttaritará Þjóðv. Engin sfld hefur sést í dag. Var þó bjart á Skjálfandaflóa og Axarfirði, en annars þoka og sunnan og snðanstan bræla á miðunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.