Þjóðviljinn - 18.08.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 18.08.1950, Qupperneq 4
 ÞJ'ÖÐVILJINN Föstudagur 18. ágúst 1950. Þióðviliinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiöja Þjóðviljans h. f. JÁTNING VALTÝS Þjóðviljinn hefur ekki að öllum jafnaði elt ólar viö stríðsæsingaskrif Morgunblaðsins, enda er vitsmunastig þeirra slíkt að þau svara sér sjálf. Þó var gerð undan- tekning fyrir nokkrum dögum og rakinn „röksemda“ferill Valtýs Stefánssonar 1 síðasta Reykjavíkurbréfi. Var Val- týr spuröur nokkurra spurninga sem auðsjáanlega kipptu sjálfri undirstöðunni undan hinum trylltu ályktunum hans. Valtýr hefur valið þann sjálfsagöa kost að þegja, og skal honum sízt láö það, enda er þögnin skilmerkilegri en nokkur orð. Þrátt fyrir þetta er Morgunblaöið við sama hey- garðshornið í forustugrein í gær, enda var vitað að rit- stjóri þessi kynni ekki að blygöast sín. í þetta sinn ympr- ar hann á nýrri kenningu: Nú er það kjarnorkusprengja Bandaríkjanna sem á að hafa komið í veg fyrir árás Sovét rfkjanna! Þessi kenning hefði getað virzt gjaldgeng fyrir fjórum árum, þegar talið var að Bandaríkin ættu kjarn orkusprengjuna ein, en nú veit allur heimminn að Sovét- ríkin hafa árum saman átt kj arnorkusprengj ur. Er sú staðrejmd einmitt ein helzta röksemd Bandaríkjanna til að trylla bandarískan almenning. Daglega æpa blöö og stjórnmáiamenn þar í landi að von sé á rússneskum kjarnorkusprengjum yfir bandarískar borgir á morgun og því verði Bandaríkin aö flýta sér og kasta sínum sprengjum í dag. Valtýr Stefánsson kemur hins vegar með þá athyglis- verðu játningu að Sovétríkin vilji ekki nöta kjarnorku sprengjur. Hins vegar séu Sovétríkin óðfús í „að drepa fólk með venjulegum vígvélum". Þetta sé skýringin á því að Sovétríkin berjist fyrir útrýmingu kjamorkuvopna. þau vilji fá að vera 1 friði meö hinar „venjulegu víg\æl- ar“ sínar! Er þessi játning Valtýs Stefánssonar alger nýj- ung sem vert er að festa í minni. Jafnvel Valtýr Stefánsson neyðist þannig til aö við- urkenna á sinn hátt aö Sovétríkin berjist af alhug gegn notkun djöfullegustu múgmorðtóla sem hugsanleg eru, en það eru til aðrir forustumenn sem vilja vernda dráps- tækin sem sjáaldur auga síns og beita þeim sem fyrst: Það eru yfirboðarar Valtýs Stefánssonar, kjarnorku- sprengjuframleiðendurnir og agentar þeirra. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan hinn heimskunni brezki stjórn- málamaður Duff Cooper krafðist þess aö kjarnorku- sprengju yrði varpaö á Sovétríkin, og Churchill sá sem nú ér helzta véfrétt Valtýs Stefánssonar komst þannig að orði á fundi Evrópuráðsins fyrir nokkrum dögum: „Hagnýting hennar (þ.e. kjarnorkusprengjunnar) myndi sundra undirstöðu Sovétstjómarinnar í öllu hinu víðáttumikla landi. Hrun flokks- og miðstjórnarinnar gæti gert hinni hraustu rússnesku þjóð kleift að bjarga sér undan harðstjóminni.“ Þetta stríðsgeggjaða gamalmenni krefst þess sem sagt aö rússnesku þjóðinni veröi „bjargaö" með því að kjamorkusprengjum verði varpáö yfir öll Sovétríkin. Hug -sjón hans er auðsjáanlega sú að fá aö sjá djöfulæöi nýrrar styrjáldar leggja undir sig heiminn á ný áöur en ihann deyr, og ritþý dauöans á borð viö Valtý Stefáns- «on keppast-viö aö klappa honvim lof 4 lófa. Krossgáta nr. 8. Svar frá Jóhanni Möller. Frá Jóhanni Möller, for- sijóra Tóbakseinkasölu ríkis- ins hefur Bæjarpóstinum borizt eftirfarandi varnarskjal: „í blaði yðar frá 10. ágúst s.l., sem ég sá fyrst í gær, vegna nokkurra daga f jarveru úr bæn um, birtuð þér í bæjarpóstinum greinarstúf, sem er, að mestu, scgusögn ónefnds búðarmanns, en skrif þessi varða Tóbaks- einkasöluna og starf mitt sem forstjóra hennar. í grein þessari er gefið í skyn að þurrð sú, sem er að verða á Raleigh cigarettum stafi af því að Oonvoy cigarettumar, sem hafa verið á boðstólnum um nokkurt skeið og fást enn þá, þurfi að selja frekar en hinar, þar sem forstjóri einkasölunn- ar „hafi umboð fyrir þær siga- rsttur, og auðvitað vilji hann, að sem mest verði keypt af þeim“. Þá er og sagt, að „fyrr- verandi forstjóri fyrirtækisins hafi lagt undir sig umboð á öllum almennilegum cigarett- um, svo núverandi forstjóri verði að láta sér nægja úrhrak- ið, og verði álmenningur nauð- ugur viljugur að reykja það“. Út frá þessum lágsiglda sögu- burði hætið þér svo við nokkr- um hugleiðingum um einka- sölur ríkisins. Enda þótt ég telji að í grein yðar eða sögu- sögn felist óskammfeilnar að- dróttanir í minn garð, sem fyllsta ástæða væri til að svara á öðrum vettvangi, vil ég æSkja þess, að þér birtið nú þegar eft irfarandi upplýsingar vegna skrifa þessara. ★ Gat ekld staftið í skiluna. ,1) Sú þurrð, sem er að verða á Raleigh cigarettum, stafar af nákvæmlega sömu á- stæðum og sú þurrð, sem varð á þeim fyrr á árinu, en ástæð- an til hennar var sú, að Tóbaks einkasalan gat ekki staðið í skilum um greiðslur til fram- leiðendamia. Skuldar einkasal- an framleiðendum þessarar cigarettutegundar stór fé, sem hún hefir ekki fengið yfirfært, og hefur hún því ekki getað pantað frekari birgðir, enda enn ekki haft möguleika til að fá þær pantanir afgreiddar að fullu, sem gerðar voru fyrir mörgum mánuðum síðan, sök- um gjaldeyrisvandræða. ■¥■ „Verulega vel að veriðri „2) Einkasalan hefir hins vegar vegna sérstaklega heppi- legra viðskiptasambanda og framsýni átt kost á því að fylla hér upp í skarðið með Convoy cigarettum, sem henni hefir heppnast að festa kaup á fyrir tiltölulega mjög hag- kværat verð í yfirfæranlegum erlendum gjaldeyri, og verð ég aft telja; að "hér hafi verið veru lega vel að verið, þegar tekið er tillit til hinna mjög svo miklu erfiðleika, sem hafa ver- ið ríkjandi um öll innkaup til Tóbakseinkasölunnar að und- anfömu vegna gjaldeyriserfið- leikanna. Þetta — og þetta eingöngu — er ástæðan til þess að Ral- eigh cigaretturnar eru senn gengnar til þurrðar, en Con- voy cigarettan hefur komið í þeirra stað í bili. Öll skrif um einhver umboðslaun til mín eru ekki annað en sjúklegt slúður, hér er eingöngu um þá við- leitni að ræða að fá hverju sinni sem bezta vöru fyrir sem minnstan og heppilegastan gjaldeyri. ★ „Reynt aft láta ganga sem jafnast yfir“. „3) Sagt er, að Convoy cig- arettunni hafi verið þvingað upp á kaupenduma og Raleigh cigarettan skömmtuð. Það er rétt, að Tóbakseinkasalan reyndi að láta síðustu send- ingar af Raleigh ganga sem jafnast yfir viðskiptamenn sína og varð því að deila þeim nið- ur í hlutfalli við viðskiptaveltu þeirra, en að einhver söluþving- un á Convoy hafi átt sér stað, er uppspuni einn. Það virðist og vera tvísýnt, hveru lengi vér eigum kost á að fá þessa cigar- ettu. Eg vil og taka fram, að allar þær cigarettur, sem Tóbaks- einkasalan hefur verzlað með að undanfömu og í tíð fyrrver- andi forstjóra fyrirtækisins hafa verið til allt til þess, ef gjaldeyrir hefur ekki hamlað kaupum, og Raleigh cigarett- urnar voru fyrst fluttar inn svo verulegu næmi eftir að nú- verandi forstjóri tók við. Um hvort Raleigh cigarettan eða Convoy cigarettan sé betri eða verri, skal ég ekki ræða. Þar kemur smekksatriði til greina, en hitt vil ég fullyrða, og byggi þar á reynslu og þekkingu á þessum hlutum, að miðað við allar aðstæður, þá eiga Islend- Framhald á 7. síðu. Lirétí. 1 höfuðfat — 7 ull — 8 _guðir — 9 stafur — 11 ber — 12 samtenging — 14 samhl. — 15 trúir varla — 17 fæddi — l& óhreinindi — 20 bjarg. Bóðrétt. 1 sljóleiki — 2 hross 3 upphr. — 4 ílát — 5 fjall — 6 snoppa — 10 tófu — 13 bundið 15 stafur — 16 rupl — 17 keyrði 19 saman. Lausn á nr. 7. L,árétt. 1 skreppa — 7 án — 8 fólk — 9 rán — 11 lak — 12 et 14 te — 15 stór — 17 óa — 18 lóa —20 plöggin. Lóðrétt. 1 sárt — 2 kná — 3 ef 4 pól — 5 plat — 6 akkea — 10 net — 13 tólg — 15 sal — 16 róg 17 óp — 19 ai. jr * Fastir liðir eins og venjulega. — Kl. 19.30 Tónl.: Har- monikulög (plöt- ur). 20.30 Útvarps- sagan: „Ketillinn" eftir V/illiam Heinesen; XXII. (Vilhj. S. Vilhjálmsson rithöfund- ur). 21.00 Einsöngur: Marion And- erson syngur (plötur). 21.15 Frá útlöndum (Benedikt Gröndal biaða maður). 21.30 Tónleikar: Amerísk lúðrasveit leikur (plötur). 22.10 Vinsæl lög (piötur), til kl. 23.00. Kíkisskip Hekla er í Glasgow. Esja er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið er á Breiða firði. Þyrill er í Rvík. Ármann er á Austfjörðum. Eimskip Brúarfoss kom til Álaborgar 16. ágúst. Dettifoss er í Hull, fer það- an til Rötterdam væntahlega á morgun. Fjallfoss kom til Gauta- borgar í fyrrinótt. Goðafoss er í Rvik. Gullfoss kom til Khafnar í gærmorgun, fer þaðan á morg- un til Leith og Rvíkur. , Lagarfoss er i Rvík. Selfoss er á Siglufirði. Tröllafoss kom til Rvíkur í ,S»r- morgun írá New fork. Nýlega opinberuðu trúlofun sina Dag- björt Árnadóttir, Hringbraut 45 og Gústav Magnús * Ciemsen, m.s. Lag- arfissi. — Nýlega opinberuðu trú- lofun sína Magnúsína Ólafsdóttir, Isafirði og Agnar Hallvarðsson, vélstjóranemi, Hrísateig 37, Rvík. S. 1. laugardag voru gefin saní- an í hjónaband áf sr. Garðari Syavarss. ung- frú Friða Guð- jónsdóttir og Ólafur Bjarnason, verkamaður. Heimili þeirra verð- ur á Nýlendugötu 4. — Ennfrem- ur ungfrú Ólöf Arnfjörð og Sigt- urður Lárusson, múraranemi. — Heimili þeirra verður á Öldug. 55. Barðstrendingafélagið fer berja- og skemmtiferð n. k. sunnudag. Farið verður frá Ferða- skrifstofunni kl. 8 f. h. Farmiðar verða að sækjast fyrir kl. 5 í kvöld í Ferðaskrifstofuna. Þátt- takendur þurfa að hafa með sér nesti. Skrifstofa MÍB í Lækjargötu 10 B, er opin dag- Iega kl. 5—7.30. Flugferðir Loft- leiða h. f. — Inn- anlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja kl. 13.30 og til Akureyrar kl. 15.30, til Isafjarðar og Siglufjarðar. Þá verða og farnar tvær ferðir milli Akureyrar og Siglufjarðar. Fyrri ferðin frá Akureyri kl. 10.00 og seinni ferðin frá Akureyri kl. 18.00. — Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyr ar, Isafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur, og tvær ferðir verða farnar milli Akureyrar og Siglu,- fjarðar. Tilkynnlng frá Fegrunárfélaglnu Börn vantar til að selja merki fyrir félagið í dág. Eru væntan- )eg söiubörn beðin að mæta áS Laufásve'gi 7 hl. Ú0 árdegis; '

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.