Þjóðviljinn - 18.08.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.08.1950, Blaðsíða 5
Föstudagur 18. ágúst 1950. ÞJÖÐVILJIXN S FER ALÞYÐUFLOKKURINN I RIKISSTJORN I HAUST? AlþýðubEaðskSíkan óformar eð nofa hagsmunabarótfuna í haust til að lyfta sér í rík- isstjórn á kostnoð alþýðu- -^ér Níu mánaða hlé írá stjórnmálum Þrír ársfjórðungar eru nú senn liðnir síðan Alþýðuflokk- urinn ákvað að draga sig í hlé frá stjómmálunum um sinn. Viðbrögð hans við hinum hrak- lega kosningaósigri urðu sem kunnugt er þau að Stefán Jó- hann lýsti yfir því í Alþýðu- blaðinu að flokkurinn myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn hvað sem í boði væri — jafnvel ekki þótt hann ætti kost á að koma öllum stefnumálum sínum í framkvæmd! Mun þessi yfir- lýsing nálgast einsdæmi í stjórn málasögu nokkurs lands, en einsdæmin hafa raunar verið eitt helzta eðli Alþýðuflokksins. Hins vegar átti almenningur érfitt með að skilja til hvers sá flokkur væri, sem neitaði fyr- irfram öllum möguleikum á að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna í verki, en það hefur raun ar einnig verið eðli Alþýðu- flokksins síðasta kastið, hvort sem hann hefur verið í ríkis- stjóm eða utan. Og nú töldu leiðtogarnir sem sé hagkvæmt fyrir sig að vera í „stjóraar- andstöðu", hver svo sem stjóra- in yrði. Sérkennileg stjómarandstaða Það kom þó fljótt í ljós að stjórnarandstaða Alþýðuflokks- ins var næsta sérkennileg. Af eigin rammleik hafði hann engin tök á að koma nokkrum manni í nefnd á Alþingi, en þá komu þau undur í ljós að nú- ■verandi stjómarflokkar keppt- ust um að hjálpa honum um menn í nefndir á sinn kostnað. Virtist hvorugur bera nokkurn geig í brjóti til hinnar hatrömu stjórnarandstöðu. Hélzt þessi hjartahlýja allt þingið og sein- ustu daga þess fékk Alþýðu- flokkurinn meira að segja full- trúa í nokkrar þriggja manna nefndir, m. a. var Stefáni Jó- hanni sýnd sú fallega greiða- semi að senda hann á þing Ev- rópuráðsins í Strassburg, þar sem hann er nú að ráða niður- lögum Churchills eins og kunn- ugt er. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um einkar ástríka sam- búð stjóraarflokkanna og , ,st jórnarandstöðunhar1 ‘, þótt Alþýðublaðið haldi því fram að stjórninni standi hinn mesti geigur af Alþýðuflokknum. ^ „Hugsjónir” illa gjaldgengar ■ * ’’ * • • . Því miður-hefur “forusta M- þýðuflokksins ekki orðið eins hrifin af hlutverki stjórnarand- stöðunnar og hún hafði gert sér vonir um í upphafi. Flokkurinn hefur á síðustu árum verið byggður upp á embættis- og bitlingakerfi og sjálf tilvera hans var að verulegu leyti reist á völdum sem fengust með þátt töku í ríkisstjórn. Það var t.d. ekki ónýtt fyrir forsprakkana að geta ferðast um landið fyrir kosningar og gert að kjörorði sínu „nýsköpunartogara inn á hvert heimili" eða fært í vasa- bók með merkissvip „einn flug- völl.“ Forsprakkarnir þóttust finna það að „hugsjónir" stjórn arandstöðunnar þóttu ekki eins gjaldgengar og loforð með rík- isstjórnarvöld að balchjarli, og hugsjónirnar enda tortryggðar af þeim sem sízt skyldi. Hugsjónir og íjármál En alvarlegasta vandamál hinnar konunglegu stjóraarand- stöðu voru þó fjármálin, eink- um fjárhagur Alþýðublaðsins. Þau mál voru auðleyst meðan Alþýðuflokkurinn var í ríkis- stjórn, þá vildu margir koma sér vel við forsætis- og við- skiptamálaráðherra og slíkir möguleikar voru hagnýttir til hins ýtrasta. Hins vegar reynd- ust fáir fjáraflamenn hafa á- huga á að styrkja hugsjóna- menn í stjórnarandstöðu. Ofan á þessa breytingu bættist svo að fyrirtæki Alþýðufloksbrodd- anna gáfu orðið næsta lítinn arð. Þannig var um útgerðina í Hafnarfirði, Alþýðuhúsið, og Alþýðubrauðgerðin var svo blóðmjólkuð að hún sýndi að- eins nokkurra króna ágóða á síðasta ári. Þessi erfiðu fjár hagsvandamál komust í svo harðan hnút í vor að útgáfa Alþýðublaðsins stöðvaðist að fullu í tíu daga. Hafði þá ver- ið tekið lögtak í prentsmiðjunni, bíllinn verið auglýstur tvíveg- is til uppboðs og pappír verið látinn bíða óinnleystur á hafn- arbakkanum mánuðum saman Blaðið skuldaði öllum viðskipta- vinum sínum stórar fúlgur og starfsmcnn höfðu ekki fengið laun sin greidd. Alvarlegast var þó að fjárhagur blaðsins fór hríðversnandi, áskrifendum fækkaði jafnt og þétt, og gjöld in innheimtust treglega, eink um af þeim stöðum úti um land þar sem siður hafði verið að gefa blaðið meðan flokkurinn var í stjóra. Skuldimar voru orðnár ægilegar og hallinn á Frambaki á 6. siðu. v" - Þessa mynd af pólitískum föngum í Suður-Kóreu á leið til aftöku tók Hajnvood Magee, ljós- mjTidari brezka blaðsins Picture Post. Bandaríslci stimpillinn á hreyðjuverkunum Ieynir sér ekki, fangarnir eru fluttir á aftökustað í bandarískum bílum og böðlar þeirra bera bandarísk vopn og bandaríska hjáima. Bcmdarxsklr forlngjar stjórn- ixðu drópi 7080 Kóreumanna Frásögn ÁLAN WINNINGTON,- fréttar. brezka Haðs- ins „Daily Worker44 með alþýðuhermim í Kóren Þorpinu Bang Wcl við Taej- on í Suður-Kóreu 10. ágúst. Sjö þúsund manns hef* ur verið slátrað á hrylli- legasta hátt í dalverpi um kílómeter héðan frá þorpinu. Blóðbaðið fór fram undir eftirliti banda rískra liðsforingja og það voru notaðir bandarískir herrifflar, skammbyssur og hríðskotabyssur. Kóreumennirnir voru fluttir hingað á banda- rískum vörubílum og sumir bílstjóranna voru Bandaríkjamenn. Lög- regia leppstjórnar Banda ríkjamanna í S-Kóreu skaut, barði og hálshjó fólkið, en þetta er samt bandarískur glæpur, ein- hver sá svívirðilegasti, sem framinn hefur verið. Fjöldagrafir áttu að fela nmmerkin Fjöldagrafir hafa verið not- aðar til að reyná að fela úm- merkin eftir btóðba&ð — alvég4*uaar - af-.þeim þúsundum banda- eins og í Belsen og Buchen- wald. Eg hef varið síðustu dögum til að rannsaka fjölda slíkra hryðjuverka, sem öll hafa verið framin að skipun bandarískra „ráðunauta“. Af þeim sönnun- argögnum, sem ég hef haft upp á, er aðeins liægt að draga eina ályktun: Það sem gerzt hefur hér er það sama og gerðist á meginlandi Evrópu. Pélitxskir fðugas skiptu huudmoum þúsimda Strax og fyrirætlanir Syng- man Rhee og Trumanstjómar- innar um innrás í Norður-Kór- eu komu til framkværnda, var gefin út fj7rirskipun um kerfis- bundna útrýmingu allra þeirra, serti sátu í fangelsum Syngman Rhee vegna stjórnmálaskoðana sinna. Tala þeirra var á milli 200.000 og 400.000 en verður líklega aldrei kunn með vissu. Þorpið Rang Wol er við þjóð- veginn sjö km s-austur frá Taej on. Eg hef verið hér klukku- tímum saman í gær og dag við að athuga fjöidagrafir, taka íjosmyndir, safna saman nokkr- riskra. skothylkja, sem liggja eins og hráviði um allt, og þaulspyrja yfir 20 manns, er. sáu atburðina með eigin aug- um, hvera útaf fyrir sig og bera saman frásagnir þeirra. Þetta er það sem gerðist: Faugarair rotaSir og staíkð á bílaita Annan júlí kom lögregla. Rhee akandi inní þorpið á mörg um vörubílum og kallaði íbúa þess og fólk úr næsta nágrenni til skylduvinnu. Fólkinu var ógnað með rifflumogfario með það í dalverpið, bar sem því var skipað að taka að grafa stórar gryfjur. Þær voru sex talsins, sú stærsta um 200 metra löng, breiddin var frá tveir til f jórir metrar og dýptin tveir metrar. Fjórða júlí, strax og fyrstu gryf junni var lokið, tók lögregl- an að koma með fanga úr fang elsunum í nágrannaborgunum í bandariskum vörubílum. Föng- unum var staflað á bílana eins og dauðum hlutum. 1 fangels- unurn voru þeir slegnlr í rot með þungum kylfum og síðan raðað á bílana. Fyrst var látið Framh. á 7. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.